Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 7

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 7 hvers vegna hún hefði verið að spyrja og hann svaraði því til að ég skyldi athuga hvað hún væri að vélrita. Mér brá auðvitað þegar ég sá að hún var að vélrita upp hjóna- vígsluvottorð. Eiginlega fékk ég al- gjört áfall, fór að hágráta og þurfti að fara inn í annað herbergi til að jafna mig.“ Jóhann viðurkennir að Georg hafi strítt sér á því að Anna væri hætt við allt saman. Sjálfur hafi hann verið óhræddur. „Jóhann leyfði mér að vera einni f smástund og svo kom hann inn til mín. Ég jafnaði mig auðvitað og við fórum fram til að gifta okkur,“ segir Anna og tekur fram að áður hafi Jóhann dregið uppúr pússi sínu fallegan brúðarvönd. Brúðarvöndinn hafi hann tekið með sér í kassa og haldið því fram við Önnu að í hon- um væri borðskreyting. Kampavín og hamborgarar Jóhann og Anna eru sammála um að athöfnin hafi verið bæði hátíðleg og falleg. „Eftir hana flug- um við aftur til lands og tókum upp kampavínsflösku á Bakka. Við vor- um orðin dauðsvöng enda hafði okkur ekki gefist tími til að fá okkur í svanginn í Eyjum. Þess vegna ákváðum að koma við á Hellu og fengum okkur öll þrjú hamborgara þar. Veitingamanninum fannst svolítið skrítið að við, nýgift hjónin, værum að borða hjá honum ham- borgara og franskar," segir Jóhann og gefur til kynna að þau Anna hafi látið sér athugasemdir hans í léttu rúmi liggja. Á leiðinni heim var kokkurinn iát- inn vita af því að afmælisbarnið hefði verið að gifta sig. „Ég verð að viðurkenna að hann varð svolítið fúll yfir að hafa ekki verið látinn vita og fór strax í að redda köku. Systir Jóhanns var búin að baka tertu og því voru tvær brúðkaupstertur í veislunni fyrir utan allar hinar veit- ingarnar. Annars stóð kokkurinn Pétur sig frábærlega og veislan var hin ánægjulegasta," segir Jóhann. Að lokum er ekki hægt annað en að spyrja Önnu að því hvort henni hafi þótt Jóhann taka ráðin um of af henni. Hún neitar því staðfest- lega og rifjar upp að áður en hún hafi farið í 45 ára afmælið daginn fyrir sitt afmæli hafi brúðkaup komið til tals og Jóhann hafi spurt hvernig hún myndi vilja haga brúð- kaupi þeirra. „Ég sagðist bara eiga eina ósk. Að báðar fjölskyldurnar myndu fagna með okkur. Sú ósk var uppfyllt." Brúðkaupsafmælin Hvað heita þau ? 1 árs pappírsbrúðkaup 2 ára 3 ára bómullarbrúðkaup leðurbrúðkaup 4 ára 5 ára blómabrúðkaup trébrúðkaup 6 ára 7 ára sykurbrúðkaup ullarbrúðkaup 8 ára 9 ára bronsbrúðkaup viðarbrúðkaup 10 ára 11 ára tinbrúðkaup stálbrúðkaup 12 ára 12 ára silkibrúðkaup koparbrúðkaup 13 ára 14 ára kniplingabrúðkaup fílabeinsbrúðkaup 15 ára 20 ára kristalsbrúðkaup postulínsbrúðkaup 25 ára 30 ára 35 ára silfurbrúðkaup perlubrúðkaup kóralbrúðkaup 40ára rúbínbrúðkaup 45 ára safírbrúðkaup 50 ára 55 ára gullbrúðkaup smaragðabrúðkaup 60 ára demantsbrúdkaup 65 ára kórónudemantabrúðkaup 70 ára járnbruðkaup 75 ára atómbrúðkaup Morgunblaöið/Ásdís JÓHANN og Anna segja að giftingin hafi ekki valdið sérstökum breyting- um á sambandinu. „Það er alltaf jafn geggjað, “ segir Anna og þau skelli- hlæja bæði. Tegar verið er að útbúa matseðil er mikilvægt að vanda val á kaffi á sama hátt og vandað er til annarra drykkja. Astarkaffið (Romance Reserve) er blanda sérstaklega gerð fyrir brúðkaupsveislur, brúðkaups- afmæli og þá sem vilja bjóða elskunni sinni eitthvað sér- stakt. Um er að ræða úr- valskaffibaunir frá Afríku og Indónesíu sem gefa af*V sér bragðgott kaffi með góðri fyllingu. Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval af öðrum kaffiteg- undum svo sem eftirréttakaffi sem er ljúffengur valkostur í stað eftirréttar. Kaffi Puccini, Kaffihús - Kaffiversluu Vitastígur ÍOA, sími 5523388 Brúðkaupsveislan ykkar ______ í góðum höndum d Hótel Sögu -þín saga! Hótel Saga er rétti staðurinn fyrir brúðkaupsveisluna. Falleg og hlýleg salarkynni henta vel fyrir stærri og smærri veislur og fagfólk með ára- langa reynslu í veislustjórn og skipu- lagningu aðstoðar væntanleg brúð- hjón við allan undirbúning. Glæsilegar veitingar eru í umsjón matreiðslumeistara hótelsins sem útbúa til dæmis kafifihlaðborð, snitt- ur, smáréttahlaðborð eða kvöldverð. Eftir veisluna geta brúðhjónin snætt kvöldverð í Grillinu með sínum rianustu og til að fullkomna daginn eyða þau nóttinni í brúðarsvítunni á Sögu. í brúðarsvítunni fá þau ný- giftu blóm og freyðivín og girnileg- an morgunverð daginn eftir. Svítan fæst á vildarkjörum ef veislan er haldin á hótelinu. Á Hótel Sögu er metnaður og reynsla í að útbúa veglegar brúð- kaupsveislur á sanngjörnu verði. Allar nánari upplýsingar veitir starfs- fólk á söludeild í síma 525 9900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.