Morgunblaðið - 30.05.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 9
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
PRESTURINN og þingmaðurinn Margrethe Auken gaf Lars og Karin sam-
an í kirkju frá fyrri hluta 18. aldar.
KIRKJAN er frá fyrri hluta 18. ald-
ar, sálmarnir frá síðustu öld og í
ræðunni vísar presturinn til nýaf-
staðinna og yfirstandandi atburða
eins og verkfallsins og atkvæða-
greiðslunnar um Amsterdam-at-
kvæðagreiðsluna. Hið gamla og
nýja er yfir okkur og allt um kring í
kirkjunni á Friðriksbergi, þegar
presturinn og þingmaðurinn
Margrethe Auken vígir saman þau
Lars og Karin. Danir kunna til hins
ýtrasta að spila á hið merking-
arríka án þess að vera ofurhátíð-
legir og afturþungir.
Klukkan 15 hafa ættingjar og
vinir tekið sér sæti í fallegu átt-
hyrndu kirkjunni í ítölskum stíl á
Friðriksbergi, presturinn situr í
kórnum og brúðhjónin koma sam-
an inn kirkjugólfið. Sá siður að
brúðguminn bíði í kórnum eftir að
brúðurinn sé færð honum er um-
framur í þetta skipti. Það er sjálf
vígslan sem skiptir máli. Það
tíðkast heldur ekki að konur sitji
öðrum megin og karlar hinu meg-
in í kirkjunni.
Brúðhjónin taka
sér sæti á stólum
andspænis altar-
inu og sálmasöng-
ur tekur við. Fyrir-
fram hafa
viðstaddir fengið
að vita að ekki eigi
að taka myndir við athöfnina, svo
það ríkir kærkomin ró yfir athöfn-
inni, sem aðeins er rofin á stund-
um af glaðlegum barnaröddum,
því það eru mörg börn viðstödd.
Ramminn um athöfnina eru falleg-
ir sálmar í mörgum versum, flestir
eftir Grundtvig og allir taka undir.
Óöryggi lífsins
öryggi dauðans
Auken miðar tóninn í ræðunni
við brúðhjónin og Iff þeirra. Þau
eiga bæði börn frá fyrri sambönd-
um. Lars er blaðamaður á kafi í
stjórnmálaiðunni og það er Auken
reyndar líka. Hún er bæði kunn
fyrir stjórnmálaafskipti sín og
preststörfin. „Þið hafið reynt
margt," segir hún við brúðhjónin
og heilræði til brúðhjóna er hún
ekki trúuð á. Fólk skapar sér eigin
reynslu, en góðar ábendingar hef-
ur hún engu að síður. Grundvall-
arreglan er að vera kærleiksrík
hvort við annað, líkt og hún heyrði
krakka tala um á
götunni nýlega. (
verkfallinu um dag-
inn gekk fólk af
göflunum í hamstri
af ótta við að það
yrði útundan, en
slíkur ótti á ekki
heima í hjónabandinu. Samskonar
ótti er áberandi meðal þeirra sem
hvetja Dani til að segja nei við
Amsterdam-sáttmálanum. - Lík-
lega eru flestir kirkjugestir hallir
undir sáttmálann, því enginn mót-
mælir prestinum.
Presturinn rifjar upp friðar-
baráttu fyrri áratuga og minnist
þess að heyra rithöfundinn Villy
Sorensen segja að lífið væri
ótryggt, aðeins dauðinn væri hið
örugga. Kannski er þá nokkuð út í
hött að ætla sér að leita öryggis
hér í lífinu. Besta skilgreiningin á
ást, sem Auken hefur rekist á á
lífsleiðinni, er að treysta því að
maður sé elskaður. Svo er það
margumtöluð árátta hjóna að
reyna að breyta hvort öðru, sem
Auken segir að endist langt fram
yfir silfurbrúðkaupið. Reyndar sé
sú árátta alls ekki af hinu illa, því
þegar sá áhugi dofni sé það
kannski merki um að áhuginn sé
almennt að dofna. „Þetta er hetju-
leg fyrirætlun, sem þið hafið nú
tekið ykkur á hendur," segir hún
við brúðhjónin, er hún hefur gefið
þeim veganesti sitt áður en þau
halda brosmild saman út í hjóna-
lífið.
Freyðivín og bjór,
sætmeti og ávextir
(kirkjutröppunum eru brúðhjón-
in mynduð í gríð og erg og ham-
ingjuóskirnar streyma. Svo er
haldið yfir í nærliggjandi salar-
kynni, þar sem bíður dúkað borð
með sætmeti og glæsilegu
ávaxtavali, melónum, ananas og
jarðarberjum eins og hver getur í
sig látið. Það er skálað í freyðivíni,
en margir karlmannanna kjósa þó
frekar bjórinn. Um kvöldið snæða
brúðhjónin með ættingjum og
nánustu vinum á veitingahúsi
skammt frá þaðan sem þau búa á
Sortedams Dosseringen við vötn-
in við miðborgina. Daginn eftir
taka þau skemmtiferðaskip til Os-
lóar, næturferð hvora leið, verða
þar eina nótt og halda svo til
baka. Hvunndagurinn kallar,
pólitíkin staðnæmist ekki og hið
ótrygga er yfir okkur, en við kirkju-
gestir vitum þó að hið tryggasta
er að treysta því að einhverjum
þyki vænt um okkur.
í dönsku
brúðkaupi
Fagmenn
í brúðar-
skreytingum
Blómostofa
s
* ecccficcocícoðocoof
o >. , Cf
Ágrafin nöfn brúðhjónanna
og dagsetning
ý . ■ ■ innifalið ásamt
: '. ■ • i skreytingu
Hvítir eða kremaðir
úr blúndu eða
satíni.
Fallega
perlu- og
borða-
skreyttir.
íslensk!
. handverk.
Sermittim
ítr gleri, 6 i pakka
Enginn eins
íslensk hönnun
íslenskt handverk ■
tmpLrmistiiaó
skera hríiðartertuna
Fallega perlu- og borðaskreyttur,
nöfn brúðhjónanna og
dagsetning
áletruð.
eeeoooooooooeooooeoeeooeo
Sendingarkostnaður bætist við
vöruverð.
Afhendingartfmi
7-14dagar
PONTUNARSIMI
virka daga kl 16-19
557 1960
Kringlunnar
KRINGMN
Brúðargjöf að eigin vali er besta gjöfin
Gefðu gjafakort Kringlunnar og þá geta brúðhjónin sjálf valið sér
það sem þau fengu ekki í brúðargjöf. Gjafakortin gilda í öllum
verslunum Kringlunnar nema ÁTVR.
Gjafakortin eru í þremur verðgildum, 2.500, 5.000 og 10.000 kr.
og fást í versluninni Byggt & Búið, Kringlunni.