Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.05.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 11 oað heibga BOOSKortib ,. Fsssgfösr* tynntust írnA Þau ST1 r°ðrark/úbbi. „ÞÚ SAGÐIR aö það ætti að vera rómantískt," sagði Heinz Dintheer þegar hann og Anneco ter Velde settust til borðs á huggulegum matstað í október síðastliðnum. Þá vissi hún strax hvað til stóð. Hún vissi Kka hverju hún ætlaði að svara og hvaða dag hún vildi gift- ast honum. Hann bað hennar á 47 ára afmælinu hans og þau ganga í hjónaband á fertugsafmælinu hennar, 26. júní næstkomandi. Veturinn hefur farið í að skipu- leggja. Anneco er hol- lensk en hefur búið í Sviss síðan 1981 og er komin upp á lagið með að skipuleggja hlutina í smáatriðum. Þau óku til dæmis með stoppúr leiðina sem þau ætla að aka í kvöldmatinn á brúðkaupsdaginn. „Hlutirnir verða að ganga rétt fyrir sig,“ sagði hún, en brosti þó að nákvæmninni. Það er algengt í Hollandi að fólk tilheyri engri kirkju eins og Anneco og gifti sig hjá borgardómara. Hjónavígslan er hátíðleg og vinir og kunningjar eru viðstaddir. „Hér í Sviss eru flestir í trúarsöfnuði og gifta sig fyrst hjá borgardómara og nokkrum dögum seinna í kirkju,“ sagði Anneco. „Hátíðlega athöfnin á sér stað í kirkjunni og á eftir er haldin veisla. Við giftum okkur bara hjá hreppsstjóra og ég veit að athöfnin verður miklu styttri en tíðkast I Hollandi. En það verður að hafa það. Mínir nánustu koma þaðan til að vera viðstaddir athöfnina og svaramennirnir verða með okkur. Vinir okkar bíða vænt- anlega fyrir utan og bjóða upp á vínglas þegar við komum út.“ Ógleymanlegur undrunarsvipur Vinir þeirra vissu ekki fyrr en fyrir rúmu ári að þau væru par. Þau kynntust upp úr 1990 þegar Ann- eco flutti frá Zurich til St. Gallen og gekk í róðrarklúbb sem Heinz hafði lengi verið meðlimur í. Þau voru bæði í sambúð og veittu hvort öðru enga sérstaka eftirtekt. Það var ekki fyrr en þau voru bæði búin að vera á lausu í nokkur ár að þau fóru að draga sig saman. „Það var í október fyrir einu og hálfu ári,“ Svissneskt brúökaup sagði Anneco. „Róðrartímabilið var liðið og þess vegna vissu sameiginlegir félagar okkar ekkert fyrr en við báðum þá að hjálpa okkur að flytja saman. Undrunarsvipurinn sem kom á þá er ógleymanlegur!" Félagar þeirra úr róðrarklúbbn- um ætla að standa heiðursvörð með árar þegar þau koma út frá hreppstjóranum. Það verður boðið upp á hvítvínsglas en síðan leggja brúðhjónin, svaramennirnir og hinir nánustu (um 20 manns) af stað í ökuferð um kantón- una Thurgau í glampandi, gulri Saurer-rútu frá 1934. Heinz er frá Thurgau og sæll með sína kantónu. Saurer-ökutækin voru framleidd þar á sínum tíma en annars er kantónan aðallega þekkt fyrir epla- og aðra ávaxtarækt. Ferðin á brúðkaupsdaginn liggur fyrst á einfaldan veitingastað þar sem boðið verður upp á eplavín og ostbita. Síðan verður ekið um fagra sveitavegi til Ermatingen þar sem faðir Anneco býður upp á kvöldverð í hótel Adler. Napóleon gisti þar fyrir tæpum 200 árum og hótelinu hefur ekki hrakað síðan. Þar verður melónu-kokteill, Riesl- ing-súpa, egli (vatnafiskur), kálfa- hryggur með sveppasósu og brúð- kaupsterta borið fram. „Og vín frá Bachtobler," bætti Heinz við. „Einu skilyrðin sem ég set eru að það sé enginn laukur ( matnum og vínin séu frá Thurgau." Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Heinz Dintheer hlakka eins og börn Veislan í Sviss. Hún verður haldin í róðrarklúbbnum daginn eftir hjónavígsluna. „Anneco vildi hafa hana þar,“ sagði Heinz. Allir róðrarbátarnir verða teknir út og bátageymslan skreytt í hollensk- um og svissneskum litum. Anneco ætlar að raða um 130 manns til borðs. „Ég verð að gera það. Þetta verður svo misjafn hópur að ég vil ákveða hvar fólk situr. Ég vil ekki að harðar kvenréttindakonur lendi við hliðina á karlrembum og allt fari í háaloft undir rnatnum." Opið laugardag 10—16. \c#Hl/ISIÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 <sm ítalskir eðalskartgripir einstaklega vel unnir og fallegir skartgripir feam/zd /eonatd WATHCE9 AND ACCESSORIES KRINGLUNNI 8-I2 REYKJAVÍK SÍMI: 588 7230 FAX: 588 7232 WWW.LEONARD.IS DUTY FREE STORE KEFLAVlK AIRPORT SlMI: H25 0800 FAX: 588 7232 WWW.LEONARD.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.