Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 13

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ Hefð fyrir BRÚÐKAUPSDAGURINN er dagur brúðhjónanna. Brúðurin skartar ekki aðeins sínu fegursta í klæða- burði heldur hefur sú hefð skapast að hún fari í förðun að morgni brúðkaupsdagsins. Hversu snemma á helgidegi sem beðið er um brúðarförðun segist Haiidóra Steingrímsdóttir á Snyrtistofu Hall- dóru aldrei neita brúði um förðun, enda sé brúðarförðun eitt af skemmtilegustu verkefnum snyrtifræðinga. Með því að draga fram eðlilega feg- urð brúðarinnar og gera hana eins fallega og hægt er fyrir hina stóru stund öðlist snyrtifræðingur- inn eins konar hlutdeild í hátíðinni. Með förðun og hár- greiðslu má gera krafta- verk, eins og sést á með- fylgjandi myndum af Báru Karls- dóttur, ungfrú Suðurnesjum. Halldóra sá um förðun og Birgir Jónsson, hársnyrtir, hárið. hafa dregið fram æskuljóma húð- arinnar. „Ég skoða andlitið og hlut- föll í andlitinu nákvæmlega áður en haldið er áfram. Augnlok Báru eru fremur þung og því þurfti að létta á þeim með Ijósum litum. Ekki var notaður blýantur undir augun, enda er andlitið fremur lítið. Augn- liturinn er dreginn fram með blágrænum augnskugga. Svartur maskari leggur áherslu á augun og gerir augnhárin lengri og þykkari. Lítill kinnalitur er MVAR er si/o draumapririsinn! um Léttari en kvöldförðun Halldóra segir að brúðarförðun sé dagförðun og þar af leiðandi mun léttari en kvöldförðun. Fyrsta skrefið felst í að bera þunnt lag af farða á andlitið. „Vinkona mín, Bertha María Waagfjörð fyrirsæta, sagði mér að alls staðar í heimin- um væri byrjað á því að bera meik á andlitið í Ijósmyndaförðun. Hylj- arar kæmu næst á eftir því, enda hyldu þeir ekki eins vel undir meiki. Annars má nánast segja að það sé sérstök listgrein að hylja vel. Á bauga er borinn gulur tónn og á rauð sár eftir bólur grænn tónn. Á háræðaslit, oft á nasavængjum og kinnbeinum, er notaður sami tónn. Ef fíngerð hár á efri vör varpa skugga undir nefið er gott að lýsa svæðið með bleikum tón,“ sagði Halldóra og lagði ríka áherslu á að það væri grundvallaratriði að hylja andlitið vel. „Konan á nefnilega að vera eins og óskrifað blað þegar haldið er áfram í förðuninni og farið yfir í litina." Með sólarpúðri segist Halldóra FÖRÐUN er mikil nákvæmnisvinna. borinn á kinnarnar til að andlitið minnki ekki. Punkturinn yfir i-ið er svo bleikur varalitur. Mér finnst sá litur mjög rómantískur svona yfir sumartímann,11 sagði Halldóra og sagðist hafa lengt höku og nef með Ijósum lit. Algengt er að beðið sé um BÁRA nýkomin úr skólanum. förðun og lökkun og kostar förðun 2.200 kr. og lökkun 500 kr. Hall- dóra farðar með Lancöme- snyrtivörum. Fylgihlutir við myndatökuna voru fengnir að láni hjá Assess- orize í Kringl- unni. Tign og húmor Birgir tekur undir með Hall- dóru að gaman sé að vinna með verðandi brúðum. Ánægjan sé enn meiri ef hann þekki konuna vel fyrir. „Venjulega kemur brúðurin til mín einu sinni áður en ég greiði henni fyrir giftinguna. Ég greiði henni ekki alveg heldur reyni að gera mér grein fyrir persónunni og fæ að vita í hvernig kjól hún ætlar að vera og hvaða skraut hún ætlar að bera. Ef kjólinn er íburðarmikill reyni ég að hafa greiðsluna ein- falda. Nú gefa einfaldir kjólar meiri möguleika á því að leika með hárið og vinna með lifandi blóm, ýmist stök eða í kransi," segir Birgir. Þegar hann er spurður að því að hvaða leyti brúðargreiðsla sé ólík samkvæmisgreiðslu nefnir hann að giftingin sé auðvitað sérstaklega hátíðlegur atburður. „Greiðslan er því tignarlegri og oftar er hár sett upp heldur en við venjulega sam- kvæmisgreiðslu. Annars verð ég að segja að mér finnst greiðslur stundum vera of flóknar og alvar- legar. Meiri húmor myndi ekki saka," segir hann. Minnir á vorið Um Báru segir Karl. „Hún minnir mig á vorið - fersk og alveg að því komin að springa út. Eins og yfir- leitt þegar ég greiði verðandi brúði kom greiðslan eins og að sjálfu sér og mér fannst alveg kjörið að hafa lifandi blóm í hárinu.“ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 13 Likamsmeöferöir og snyrting fyrir konur og karla ///fcuiet (fitt/se et^ t/ófí t/yö/ Hellsulind • Hótel Esju • Slml 588-1700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.