Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1998, Blaðsíða 18
18 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er í rauninni sama hvort brúðhjón eru með kaffiveitingar eða mat í brúðkaupsveislunni sinni, brúðarterta er yfirleitt alltaf á boðstólum. Misjafnt er hvort um sérstaka tertu er að ræða og þá oft á mörgum hæðum eða kran- saköku. Hann Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi hlaut Islandsmeist- aratitilinn í kökuskreytingum þetta árið. Hann féllst fús- lega á að gefa les- endum uppskrift að brúðartertu og fræða verðandi brúðhjón um það sem helst er beðið um í þessu sam- bandi. Brauðveislur að ná vinsældum „Það er tíska í brúðkaupsveislum eins og öllu öðru, en auðvitað er líka margt sem alltaf er sígilt," segir Hafliði. „Það nýjasta sem við höfum verið að gera er að bjóða brauðveislumar og þeim hefur ver- ið mjög vel tekið. „Þá er brauð í aðalhlutverki á veisluborðinu, er bæði skrautið og maturinn. „Við bökum brauð sem eru hjartalaga, eins og lauf, hálfmánar og svo framvegis og erum með þau úr mismunandi deigi. Brauðinu er svo raðað fallega á borðið og yfirleitt verður yfir- bragðið dálítið gróft. Með þessu eru bornar fram ýmsar olíu- og ed- iksósur til að dýfa brauðinu í, ólífur af ýmsum gerðum tilheyra, sól- þurrkaðir tómatar, ætiþistlar, mat- armiklar kjötpylsur sem gestir skera sér af bita og svo framvegis. Rauðvín er yfirleitt haft með brauð- mat sem þessum. Á eftir fær fólk síðan kaffi og brúðartertu." Allt eftir óskum brúðhjóna Hafliði segir brúðarterturnar jafn misjafnar og brúðhjónin eru mörg. Brúðar- terta ómissandi „Brúðhjónin koma með óskirnar og það er starf okkar að verða við þeim. Undan- manninn. Hann segist leggja uppúr því að fara sjálfur með tertuna á staðinn og það er innifalið i verðinu. ( sumum tilfellum er hann í veislunni og sker tertuna fyrir gesti. Ef bakarinn er ekki sjálfur á staðn- um mæli ég eindregið með því að fólk fái einhvern til að sjá um að skera tertuna. Stemmningin verður miklu meiri og það tilheyrir við svona tækifæri. Þegar Hafliði var beðinn að gefa lesend- um uppskriftir í kaffi- veisluna brást hann vel við. Uppskriftirnar eru frá Hafliða og Eggerti Jónssyni, sem er nýút- skrifaður kökugerðar- meistari frá Danmörku og starfar líka hjá Mosfellsbakaríi. BAILYS FRÓMAS Hafliði segir að þessi fylling sé tilvalin í brúðartertu eða tertu á kaffihlaðborðið farið hefur mikið verið beðið um brúðartertur með Bailys (líkjör) frómasi en eins og ég segi er þetta misjafnt. Þá getur fólk líka fengið allskonar skraut. Mér finnst til- hneiging vera í átt að sykurskrauti, en úr sykrinum hef ég verið að gera brúðhjón, svani, hjörtu og allt mögulegt. Hafliði segir að yfirleitt baki fólk sjálft fyrir kaffiveislurnar en kaupi síðan brúðartertuna sjálfa. En hvað kostar brúðarterta fyrir 50 manna veislu? „Yfirleitt er selt samkvæmt fjölda, en ef um kaffihlaðborð er að ræða þarf að taka tillit til fjölda teg- unda á borði og miða stærð brúð- artertunnar útfrá því. Ástæðan er sú að fólk er ekkert að borða risa- sneiðar af tertu þegar það er hlað- borð af kökum. Þá er tertan rétt til að smakka." Hafliði segir að algengt verð á brúðartertu sem er fallega skreytt sé á bilinu 350-420 krónur á 2 svampbotnar 1 banani 600 dl þeyttur rjómi 2 egg 80 g sykur 6 blöð matarlím Bailys likjör um 30 g eða eftir smekk Smyrjið svampbotn með sultu eftir smekk. Saxið niður bananann og dreifið á botninn. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn og þeytið saman eggin og sykurinn. Setjið því næst matar- límið í skál eða pott og bræðið í vatnsbaði eða örbylgjuofni. Bætið örlitlum likjör saman við matarlímið til að kæla og blandið svo varlega saman við eggin. Þessu er því næst blandað sam- an við rjómann. Einnig er gott að saxa smá rjómasúkkulaði og bianda samanvið. Setjið frómasinn í tertuhringinn og seinni svamp- ffieifmlan et okkm... Brúáha upavaistu r: í hoði eru hokteilmatur, kaffihlaðhorð, hvöJJverður, De luxe herhergi og forcetahíllinn er innifalinn í öllurn hrúðhaupsveislum sem halJnar eru hjá ohh ur. I yfir 30 ár hefur VíhingasaJur Hótel LoftleiSa verið vettvangur mannfagnaðar við margvíslegustu tcehifceri. Hönnun salarins tehur mið af \>ví að geta fjjónað allt frá 20 manna hópum til mjög fjölmennra veislna eða allt að 450 manns i stanJanJi hohteilveislu. qPú hefjut tilefjnið við siáum um ailt hitt! HíÓTEL LOFTLEIÐIR ICELAWDAIR HOTELS BorSapantanir i símum 5Ó2 7575 og 5050 025 Morgunblaöið/Kristinn ÞÓ FÓLK sé kannski ekki með tertur í brúðkaupinu sínu þykir brúðartert- an oftast ómissandi. HAFLIÐI Ragnarsson og Eggert Jónsson kökugerðarmeistarar. botninn ofaná. Geymið í kæli yfir nótt. Skreytið með marsipani eða rjóma. EINFÖLD SÚKKULAÐI- OG PERUTERTA Súkkulaðikrem passar á 2 botna Fyrri dagur: Vx I rjómi 150 g rjómasúkkulaði Hitið rjómann að suðu, takið pott- inn af hitanum og setjið saxað súkkulaðið út í. Hrærið vel saman og setjið í skál og geymið í kæli yf- ir nótt. Seinni dagur: 2 svampbotnar apríkósusulta Vx dós perur kremið úr kæli frá í gær Takið 2 brúna svampbotna eða góða súkkulaðibotna og smyrjið hvorn botn með aprikósusultu. Opnið perudós og skerið þær nið- ur og dreifið á báða botnana. Takið kremið úr kæli og þeytið varlega upp og passið að ofþeyta það ekki. Skiptið á botnana og smyrjið út. Skreytið t.d. með ferskum jarð- arberjum og súkklaðispæni. HEITUR BRAUÐRÉTTUR 1 fléttubrauð eða annað gott brauð 1 dós sveppir 1 dós grænn aspas 6 sneiðar skinka Vs. sveppa smurostur 500 dl rjómi Brauðið er klofið langsum og tekið innanúr því fyrir fyllingu. Steikið skinku og sveppi á pönnu, sjóðið upp rjóma og ost bætið svo rest- inni út í. Látið krauma og þykkna á lágum hita. Setjið fyllingu í brauðið og pakkið inn í álpappír. Bakið í ofni við 200°C í 15-20 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.