Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfisráðherra um Fijótsdaisvirkjun Einfaldast að fella leyfið úr gildi GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfiráðherra, segir að einfaldast væri að iðnaðarráðherra felldi úr gildi leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá á Fljótsdal eða að Landsvirkjun tæki sjálf ákvörðun um að framkvæmdir færu í þann far- veg sem lög kveða á um í stað þess að láta vinna sjálfstætt mat á eigin forsendum. „Þetta fyndist mér skyn- samlegast og auðveldast,“ sagði hann. Náttúruvemdarráð hefur skorað á umhverfisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu, þar sem fellt yrði úr gildi leyfi Landsvirkjunar fyrir virkjuninni. Sagði Guðmundur að hann hefði lýst þeirri skoðun sinni að hann teldi að þessi framkvæmd ætti að fara í mat á umhverfisáhrifum en lögum samkvæmt þyrfti ekki slíkt umhverfismat, þar sem virkjanaleyf- ið var veitt fyrir gildistöku laga, sem kveða á um mat á umhverfisáhrifúm. „Til þess að breyta þar um þarf lagabreytingu eða að iðnaðarráð- herra feUi úr gildi leyfi, sem hann hefur áður gefið virkjuninni og þá þyrfti hún auðvitað að fara í um- hverfismat," sagði hann. „Einfaldast í mínum huga væri að iðnaðarráð- herra feUdi úr gUdi þetta leyfi eða að Landsvirkjun tæki sjálf ákvörðun um að láta framkvæmdina fara í þann farveg sem lögin kveða á um í stað þess að láta gera sjálfstætt mat á eigin forsendum. Þá yrðu aUir ánægðir.“ Sagði hann að ef lagabreytingu þyrfti til þá yrði það stjómarfrum- varp, sem færi fyrir ríkisstjóm og stjómarflokkana og að þar væm sennUega skiptar skoðanir á málinu. „Ég sé ekki að það sé einfaldur far- vegur en sjálfsagt er að skoða það,“ sagði hann. „Ég mun skoða erindi Náttúrurvemdarráðs, sem er ráð- gefandi fyrir ráðherra og greina frá því í ríkisstjóm en ég þori ekki á þessu stigi að spá fyrir um frekari málsmeðferð.“ ---------------- Ný framleiðsla hönnuð fyrir íslenskar aðstæður BM VALLÁ hefur nýlega hafið framleiðslu á lituðum stein- klæðningarplötum og er Tðnlist- arhúsið í Kópavogi eitt hið fyrsta sem er prýtt slíkum plöt- um. Klæðningarplöturnar eru framleiddar úr sérstakri treíja- styrktri hástyrkleikasteypu, þær eru endingargóðar og mjög frostþolnar að sögn Guðmundar Benediktssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra BM Vallár. Þetta er í fyrsta sinn sem BM Vallá framleiðir litaða utanhússklæðn- ingu og segir Guðmundur að plöturnar hafi m.a. þann kost að það þurfi aldrei að mála þær eða halda þeim við að öðru leyti. Að sögn Guðmundar hófst vinnan að þróun platnanna árið 1993 og var tilgangurinn m.a. að setja á markað endingargóða ut- anhússklæðningu úr íslenskum efhiviði á sem hagstæðustu verði. Hann segir að á siðustu árum hafi það aukist að hús séu fyrst einangruð og sfðan klædd að utan, til dæmis með álkiæðn- ingu, en flestar klæðningar sem notaðar hafi verið hér á Iandi hingað til séu innfluttar. „Klæðningarplötumar frá BM Vallá em því að okkar mati spennandi valkostur á móti þeim klæðningum sem nú fást á markaðnum," segir Guðmundur. Plötumar koma vel út Jakob Líndal og Krislján Ás- geirsson arkitektar em hönnuð- ir Tónlistarhússins í Kópavogi. Jakob segir að þeir hafi fengið áhuga á að klæða Tónlistarhúsið f Kópavogi með plötunum frá BM Vallá eftir að þeir sáu sams konar plötur, sem notaðar vora til að klæða fúndarsalinn hjá BM Vallá. Þær plötur vora einungis ætl- aðar til þess að klæða veggi inn- an dyra og því var hafist handa við að þróa plötur sem hentuðu sem klæðning utan dyra, að sögn Jakobs, og hófst sú vinna fyrir um tveimur áram. Með í ráðum var hópur fagmanna sem BM Vallá kallaði til. Lituðu steinklæðningarplöturnar era afrakstur þeirrar vinnu. Að sögn Jakobs er nú búið að þekja austurvegg Tónlistarhúss- ins með steinplötunum og þegar er farið að þekja suðurvegginn. Hann segir að hinn sandguli lit- ur á plötunum komi mjög vel út og að þetta sé alveg eins útlít- andi og vonir stóðu til. Morgunblaðið/RAX UNNIÐ að því að klæða Tónlistarhúsið í Kópavogi með lituðum steinplötum frá BM Vallá. Að sögn Guðmundar Benediktssonar, aðstoðarfram- kvæmdastjóra BM Vallár, er fljótlegt og hagvæmt að setja plöturnar upp. íslenskar klæðningarplötur frá BM Yallá á Tónlistarhiisinu í Kópavogi Danskur dómstóll úrskurðar í máli tveggja barna sem flutt voru úr landi Móðirin fær börn- in eftir þriggja mánaða aðskilnað DÓMSTÓLL í Skive í Danmörku úr- skurðaði í gær að íslensk móðir tveggja bama sem faðirinn flutti með sér til Danmerkur í mars sl. án hennar samþykkis fái bömin afhent 19. júní nk. Að sögn lögmanns konunnar, Óskars Thorarensen héraðsdómslög- manns, bjó fjölskyldan í Danmörku þar til í fyrrahaust, þegar móðirin flutti með bömin til Islands. Faðir- inn kom hingað til lands í febrúar sl. til þess að ganga frá skilnaðarmálum og hitta bömin og hugðist hann dvelja á landinu í tæpa viku. Móðirin bauð honum að vera á heimilinu þennan tíma og flytja sjálf út til þess að raska högum bamanna sem minnst og greiða fyrir samskiptum þeirra við föður sinn, að sögn Óskars. Þegar hún kom þangað til þess að vitja um annað bamið sem var lasið, kom í ljós að hann var far- inn úr landi með bæði bömin. Lögmaður konunnar sendi dóms- málaráðuneytinu beiðni 9. mars sl. um að leitað yrði liðsinnis danskra stjómvalda við að fá bömin hingað til lands og sendi danska dómsmála- ráðuneytið málið til dómara í Skive á Jótlandi. þar sem faðirinn var bú- settur. Óskað var eftir því að bömin yrðu afhent móðurinni á grandvelli Haag-samningsins um einkaréttar- leg áhrif af brottnámi barna til flutn- ings milli landa, en einnig studdist beiðnin við ákvæði í 39. grein bama- laga, þar sem segir að fari foreldrar sameiginlega með forsjá bams sé öðm óheimilt að fara með bam úr landi án samþykkis hins. Þá kom dómarinn með þá uppá- stungu að bömin yrðu hjá föður sín- um fram til 19. júní en þá myndi móðirin sækja þau og fara með þau til íslands. Kröfu um ógild- ingu hafnað KRÖFUM kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjómar- kosningum í Þórshafnarhreppi var hafnað í gær samkvæmt úrskurði nefndar sem fjallaði um kæmna. Kærandi taldi formann yfirkjör- stjómar vanhæfan þar sem sonur hennar var á framboðslista. í úr- skurðinum kemur fram að telja verði þá stöðu að formaðurinn sé móðir eins frambjóðanda sé mjög óheppi- leg þótt hún valdi ekki sjálfkrafa vanhæfi. Þykir Ijóst að þessi tengsl hafi ekki haft áhrif á þær ákvarðanir sem yfirkjörstjórn tók. Nýr afqreiðslutími verslana . _______Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:----- Mán. - fim. 10:00 -18:30 i Föstudaga: 10:00-19:00 j Laugardaga: 10:00-18:00 ] Sunnudaga: 13:00-17:00 ] IHAGKAUPIHM ARtaf betri kaup 1,5% álag við seðlaúttekt á gj aldey risreikningum ÞEGAR eigandi gjaldeyrisreikn- ings í Landsbanka íslands tekur seðla út af reikningi sínum inn- heimtir bankinn 1,5% gjald af upp- hæðinni. Að sögn Þórarins Éy- þórssonar í gjaldeyrisdeildinni, er þessi álagning vegna flutnings- kostnaðar á erlendum seðlum til landsins og hefur verið lögð á allt frá upphafi þegar heimild var veitt til að stofna gjaldeyrisreikninga hér á landi. Þórarinn benti á að þegar seðlar væru greiddir út af gjaldeyrisreikn- ingum væri litið svo á að þar sem reikningseigandinn ætti gjaldeyrinn væri notast við annað og lægra gengi en svokallað seðlagengi, en það er gengi sem miðað er við þegar t.d. ferðamenn kaupa erlenda seðla með íslenskum krónum beint af bankanum. „Við erum með þessum 1,5% að ná upp í kostnað við að fá peningana senda til landsins en það er mjög dýrt,“ sagði hann. „Við erum ekki sjálfum okkur nóg með það sem við kaupum af erlendum ferðamönnum tfi að selja til baka. Almenningur sem kemur inn af götunni og kaupir seðla borgar ekki 1,5%, af því að það er innifalið í genginu.“ Greitt með ávísun Öðru máli gegnir ef greitt er út af gjaldeyrisreikningi með ávísun þá fellur ekki 1,5% gjaldið á upphæðina en þess í stað er greitt fyrir kostnaði við ávísunina eða 450 krónur. Og þegar eigandi gjaldeyrisreiknings tekur út af honum og kaupir íslensk- ar krónur fær hann greitt hærra verð í ísl. krónum miðað við sölu á gjaldeyri beint til gjaldkera. Getur þar munað 1,22 á hvem dollar. „Seðlagengið hjá okkur er lægra í kaupunum heldur en almenna geng- ið,“ sagði Þórarinn. ,AJmenna geng- ið er notað fyrir þá sem eiga reikn- ingana og í vöruskiptum þegar flutt er inn vara og þjónusta en seðla- gengið er eingöngu vegna seðlanna. Dollar kaupum við á 70,05 en seljum á 72,88 á seðlagengi." Vextir eru greiddir af gjaldeyris- reikningum og er þá miðað við vexti í viðkomandi landi, t.d. 3,25%, fyrir dollar, 1% fyrir þýsk mörk, 4,75% fyrir pundið og 1,75% fyrir danska krónu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.