Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bréf víxluðust MORGUNBLAÐIÐ birti í gær bréfaskipti vegna Svíþjóðarferðar Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Islands, og víxluð- ust bréf lögmanns bankaráðsins Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. frá 3. júní og svarbréf lögmanns Sverris Hermannssonar Asgeirs Pórs Ámason- ar hrl. dagsett sama dag. Eru bréfm birt hér á eftir í réttri röð um leið og velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. ehf. Reykjavík, 3. júní 1998 Hr. Asgeir Þór Ámason hrl., Laugavegi 164, 105 Reykjavík. BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. hefur falið mér að tilkynna yður synjun sína á erindi 29. maí sl. um afhendingu á eintaki af álitsgerð minni til bankaráðsins. Ráðið mun innan tíðar taka ákvörðun um þau málefni sem þar er fjallað um og verður umbj. yðar og þeim mönn- um öðrum sem hlut eiga að málinu kynnt sú niðurstaða, þegar hún liggur fyrir. Þá verða afhent þau gögn, sem ástæða þykir til að af- henda. Ég leyfi mér að minna á, að enn er ósvarað erindi mínu til umbj. yð- ar frá 22. maí sl., sem varðar skýr- ingar hans á ferð til Svíþjóðar og Finnlands í aprílmánuði sl. Umbj. yðar hefur fjallað um málið í fjöl- miðlum og þar sagt að hann hygðist ekki svara bankaráðinu. Hann myndi endurgreiða kostnaðinn við ferðina og þar með vera laus mála. Ég tel ekki við hæfi að telja hann hafa svarað bréfi mínu með þessum hætti. Það verður að gerast með bréflégu svari til mín. Ég tek sérstaklega fram, að end- urgreiðslá' kostnaðarins leysir um- bj. yðar ekki undan skyldu til að svara því, hvers vegna hann lét bankann greiða þetta áður en ferð- in var farin. Hafi ferðin verið farin án nægra tilefna í þágu bankans er auðgunarbrot fullframið við að láta bankann greiða kostnaðinn, hvað sem líður síðar teknum ákvörðun- um um að endurgreiða hann. Ég vænti því svars umbj. yðar um hæl. Hafi það ekki borist til mín fyrir 8. júní nk. má umbj. yðar eiga von á, að óskað verði opinberrar rann- sóknar á þeirri háttsemi hans að láta bankann borga þetta. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Lögmál ehf. ;' Reykjavík, 3. júní 1998. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Skólavörðustig 6b. Pósthólf 47 121 ReykjavíkÚ’^2?" ^ SVERRIR Hermannsson, Einimel 9, Reykjavík, hefur falið mér að svara bréfi yðar dags. 22. maí sl. varðandi kostnað af Svíþjóðarferð 4.-13. apríl sl. Ennfremur er vísað til símbréfs yðar í dag til mín varð- andi það málefni o.fl. í greindri ferð kynnti umbj. minn sér málefni sameiginlegs Evrópu- gjaldmiðils (EMU) á fundum í tveimur bönkum í Stokkhólmi dag- ana 6. og 7. apríl. Að mati umbj. míns voru fundir þessir hinir gagn- legustu og nauðsynlegt fyrir banka- stjóra stærsta viðskiptabanka landsins að kynna sér málefnið í þaula. Greiðsla ferðakostnaðar var með alvanalegum og tíðkanlegum hætti og beið endanlegt uppgjör heimkomu. Sama dag og umbj. minn kom heim hvarf hann úr starfi fyrir bankann, svo sem yður er kunnugt um. Taldist þá svo til milli hans og yfirmanns fjárhagsdeildar, Hauks Þórs Haraldssonar, að ferðin yrði gerð upp þegar umbj. minn hefði tíma til þess að skila skýrslu um hana enda alvanalegt í bankanum að uppgjör slíkra ferða gæti dregist í nokkra mánuði ef því væri að skipta. I tilefni af ofangreindu bréfi yð- ar dags. 22. aprfl, hafði umbj. minn samband við Hauk Þór, þriðjudag- inn 26. apríl og kvaðst hann mundu gera formanni bankaráðs- ins grein fyrir stöðu málsins. Áleit umbj. minn að frekari umsvif þyrfti ekki að viðhafa í svo ein- fóldu máli. Á daginn kom hins veg- ar, að umbj. yðar kom málefni þessu á framfæri við fjölmiðla með þeim hætti, að gefið var í skyn, að umbj. minn hefði orðið ber að af- glöpum í starfi, svo ekki verði fast- ar að orði kveðið. Umbj. minn hefur af þessum sök- um falið mér að tilkynna yður, að hann hirði héðanaf ekki um að gera skýrslu um málið til umbj. yðar, heldur muni uppgjör af hans hálfu fara fram með greiðslu reikning- anna við fyrsta tækifæri og að hann hafi tilkynnt yfirmanni fjárhags- deildar um það. Greiðsla mun hins vegar innt af hendi með þeim skil- mála, að í henni felist engin viður- kenning á því að umbj. minn hafi brótið af sér í starfi, heldur eru þvért á móti ítrekuð framangreind sjónarinið. (í-. Hugleiðingum yðar um að umbj. ■; ininn hafi;|famið auðgunai’brot er alfarið. ipófenælt og af því tilefni tel- iir umhþ minn brýnt, að æskja þess sérstaklega, að umbj. yðar kynni sér starfsvenjur sem uppi hafa ver- ið í Landsbanka Islands en umbj. minn telur að nokkuð hafí á það skort fram að þessu. Virðingarfyllst, Ásgeir Þór Árnason hrl. Brautskráning kandídata frá Kennaraháskólanum BRAUTSKRÁÐ var frá Kennaraháskóla íslands laugardaginn 6. júní síð- astliðinn. Þetta var í fyrsta skipti sem braut- skráð var frá skólanum eftir að ný lög um háskóla ásamt lögum um Kenn- araháskóla íslands tóku gildi. Þannig var þetta í fyrsta skipti sem leik- skólakennarar og þroska- þjáifar voru útskrifaðir með formlega háskóla- gráðu. Rektor Kennarahá- skólans, Þórir Ólafsson, sagði í ræðu sinni að hugmyndir um sameiningu Fósturskóla ís- lands, Iþróttakennaraskóla Is- lands, Kennaraháskóla Islands og Þroskaþjálfaskóla ís- lands hafi verið í mótun undanfarin ár og víðtæk samstaða verið um sam- einingu menntastofnan- anna. Rektor fagnaði sameiningunni en sagði að ytri aðstæður svo sem húsnæði Kennaraháskól- ans kæmu í veg fyrir að hægt væri að stíga skref- ið til fulls. Rektor sagðist treysta því að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að kennslumistöð risi við skólann sem fyrst. I Kennslumiðstöðinni verður gert ráð fyrir tveimur fyrirlestrarsölum, nútíma bókasafni, gangsmiðju, hús- næði til fjarkennslu auk þess sem áfanginn mun leysa húsnæðismál leikskólaskorar. Auk þess mun kennslumiðstöðin „treysta hlutverk Kennaraháskólans á sviði fjar- kennslu og styrkja rannsóknar-, ráðgjafar- og þjónustuhlutverk skólans“, sagði rektor. Athöfnin fór fram í Háskólabíói að viðstöddum fjölda gesta. Nýtt merki Kennaraháskólans var kynnt en það er hannað af Garðari Péturssyni hjá auglýsingastofunni Auk en hann vann samkeppni sem efnt var til um hönnun þess. Við at- höfnina var frumflutt tónverkið Haf-ís eftir Telmu R. Sigfúsdóttur sem var að ljúka námi í Kennara- háskólanum. Verkið er samið í apr- íl 1998 í tengslum við B.Ed. ritgerð hennar en Telma fékk verðlaun fyrir þetta lokaverkefni sitt. (ÍÓ K NÝTT merki Kennara- háskólans. NIÐURSTAÐA kjörstjórnar Kelduneshrepps um kosningu ^ í 2.-5. sæti varamanna í hreppsnefnd hefur verið úrskurðuð ógild og skal hún gefa út kjörbréf til Björns Guð- mundssonar, Lóni, sem 2. vara- manns í hreppsnefnd og ákvarða á ný um kosningu í 3.-5. sæti vafa- manna, að undangenginhi endur- talningu atkvæða í þau sæti. Skjóta má úrskurði kærunefndar til félags- málaráðuneytisins innan viku. Kærð var talning kjörstjómar Kelduneshrepps í sæti varamanna eftir sveitarstjórnarkosningamar. I úrskurði kærunefndar kemur fram að samkvæmt lögum skulu vara- menn vera jafnmargir og aðalmenn og er 1. varamaður sá sem hlýtur flest atkvæði samanlagt í 1. sæti yf- ir varamenn að viðbættum atkvæð- um sem hann hlaut í sæti aðal- manns. 2. varamaður er sá sem flest atkvæði hlýtur í 2. sæti lista vara- manna að viðbættum þeim atkvæð- um sem hann hlaut í 1. sæti vara- manns og sem aðalmaður. Kjörstjóm bar því að leggja sam- an þau atkvæði sem Bjöm í Lóni hlaut í sæti aðalmanns, við þau sem hann hlaut í sæti 1. varamanns og í sæti aðalmanns, þegar finna átti hver hefði náð kjöri í sæti 2. vara- manns. Fram kemur að ekki sé ljóst af talningarblöðunum hversu mörg atkvæði Guðmundur Héðinsspn hlaut í 3.-5. sæti. Er kjörnefnd safn- mála kæranda um að ekki sé hægt að sjá hverjum beri með réttu sæti 3., 4. og 5. varamanns, fyrr en að undangenginni frekari talningu. BMW bflasýn- ing í Perlunni og Bond-hjólið á Islandi í TILEFNI þess að ný 3-lína frá BMW er að koma á markað verður haldin sýnjng í Perlunni helgina 13. og 14. júní. Einnig verður á sýning- unni BMW R1200C mótorhjól, það sama og James Bond notaði í „Tomorrow Never Dies“ og R 1100 GS. Á sýningunni verða til sýnis margar aðrar glæsibifreiðar ffá BMW eins og: BMW Z3 2.8, BMjV Z3 M Roadster, BMW 740LAL, BMW 528iA, BMW 523ÍA, BMW 316i, BMW 316i Touring og BMW 316i „Individual“, sérútbúinn BMW sem sýnir hvemig hægt er að sníða BMW að óskum hvers og eins. Morgunblaði ð/Arnaldur Uthlutun úr Umhverfíssjóði verslunarinnar STYRKJUM úr Umhverfíssjóði verslunarinnar var úthlutað í Símamannalundi í Heiðmörk á fimmtudag. Samtals var rúmum 25 miiljónum úthlutað og runnu penningamir til 23 aðila víðs vegar um landið. Verkefnin sem hlutu styrki ná meðal annars til skógræktar, ferðamennsku, upp- græðslu og fræðslu. Tekjur sjóðsins fást af sölu plastburðar- poka í verslunum. Hæstu styrkina fengu Húsgull á Húsavík, 5 milljónir til upp- græðslu á Hólasandi norðan Mý- vatns, og Skógræktarfélag Is- lands sem fékk fjórar milljónir til uppbyggingar skógræktar hjá aðildarfélögum sínum um allt land. 'ym l ' , . „■ .Jjsr’ ■•■* - ■ ■■■'■'' • >■ •, . - ' ■''■■>•'’................................................... ..........■__________________1___________ .'■ Endurtalið vegna kosningar varamanna Kosningin á Raufarhöfn gild ÚRSKURÐARNEFND hefur hafnað kröfu kæranda um að ógilda kosningu til sveitarstjóm- ar í Raufarhafnarhreppi. Kærandinn krafðist þess að kosning til sveitarstjórnar í Raufarhafnarhreppi yrði úr- skurðuð ógild en kosningin var hlutbundin og voru tveir listar í framboði, R-listi Raufarhafnar- lista, sem fékk 117 atkvæði og G- listi Alþýðubandalags, sem fékk 118 atkvæði. Kærandinn taldi að við flutning á lögheimili eins kjósanda frá Reykjavík til Rauf- arhafnar hafi ekki verið farið að lögum, þar sem tilkynning um flutning hafi borist of seint og at- kvæðið hefði haft áhrif á úrslit kospinganna. Úrskurðamefndin tekur undir mat kjömefndar um að sveitar- stjóm skuli samkvæmt lögum taka til meðferðar athugasemdir, sem berast vegna kjörskrár og gera viðunandi leiðréttingar og jafnframt að heimilt sé að leið- rétta kjörskrá fram á kjördag. Ennfremur að engar líkur hafi verið leiddar að þeirri fullyrðingu kæranda að kjósandinn hafi flutt lögheimili sitt til málamynda til þess eins að neyta kosningarétt- ar í hreppnum og telur kjömefnd engin efni til þess að rannsaka þá fullyrðingu nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.