Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 45 AÐSENDAR GREINAR Nauðsyn aðhalds í ríkisíj ármálum 1. Efnahagsstefnan hefur skilað árangri ÞAÐ ER óumdeilt að ríkisstjórn- inni hefur í öllum meginatriðum tekist að ná efnahagsmarkmiðum sínum. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum árið 1998 eftir samfelld- an halla frá miðjum síðasta áratug. Hagvöxtur er meiri en í flestum ná- lægum ríkjum. Atvinna hefur auk- ist og atvinnuleysi að sama skapi minnkað og er nú minna en í nær öllum aðildarríkjum OECD. Verð- bólga hefur einnig verið með minnsta móti, eða á bilinu lVz-2Vz% síðustu fimm ár. Kaupmáttur heim- ilanna hefur jafnframt aukist veru- lega undanfarin ár, eða um nálægt 20% frá árinu 1995, og gætir þar meðal annars áhrifa lækkunar tekjuskatts og skattfrelsis lífeyris- iðgjalda. Þá hafa vextir farið lækk- andi. Aðgerðir ríldsstjómarinnar á undanfömum árum í því skyni að bæta rekstrarskilyrði og sam- keppnisstöðu atvinnulífsins, bæði með lækkun og niðurfellingu skatta og öðmm aðgerðum til að treysta stöðugleikann í efnahagslifinu, eiga hér ekki síst hlut að máli. Til frekara marks um þennan árangur má nefna að traust erlendra aðila á efnahagsstefnu stjórnvalda hefur farið vaxandi. Þannig hafa banda- rísku matsíyrirtækin, Standard & Poor’s og Moody’s, tvívegis hækkað lánshæfismatið undanfarin ár. Enn- fremur hafa íslensk stjómvöld fengið afar jákvæða umfjöllun í skýrslum OECD og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF), bæði vegna þeirra áherslubreytinga sem orðið hafa í hagstjórn og ýmissa skipu- lagsbreytinga sem ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir á mörgum svið- um efnahagslífsins, á fjármála- markaði, í opinbemm rekstri með aukinni áherslu á hagræðingu og markaðsvæðingu, í lífeyrismálum og víðar. 2. Aukið aðhald að þjóðarútgjöldum Það em hins vegar gömul og ný sannindi að oft er erfiðara að hafa stjóm á efnahagsmálum í góðæri líkt og nú ríkir á íslandi en þegar erfiðleikar steðja að. Þess vegna er afar mikilvægt að varðveita þennan árangur og slaka hvergi á við stjórn efnahagsmála. Þetta á ekki síst við um ríkisfjármálin, því þau gegna lykilhlutverki í hagstjóm hér á landi. Sem fyrr segir hillir undir það í fyrsta skipti í einn og hálfan áratug að ríkissjóður verði rekinn með afgangi tvö ár í röð. Þetta er auðvitað mikilvægt, því að með þessu móti getum við greitt niður skuldir ríkisins og um leið dregið úr vaxtakostnaðinum. En afgangur á ríkissjóði er ekki síður mikilvægur frá öðra sjónarhorni, þ.e. til þess að auka spamað í þjóðfélaginu og stuðla að betra jafnvægi í efnahags- lífinu með aðhaldi að innlendri eft- irspurn. Að undanförnu hafa komið fram nokkrar vísbendingar um að hagsveiflan hér á landi sé komin á það stig að aukins aðhalds sé þörf til að halda aftur af miklum vexti þjóðarút- gjalda og hamla gegn aukinni verðbólgu. Þannig heftir innflutn- ingur neysluvöra auk- ist mjög mikið að und- anfórnu, einkum hefð- bundins neysluvarn- ings svo sem bíla, heimilistækja o.fl. Inn- heimta tekna ríkis- sjóðs á fyrstu fjórum mánuðum ársins gefur einnig vís- bendingar um aukna veltu og meiri launabreytingar en áætlað var. Til marks um það má nefna að launa- vísitala Hagstofunnar hækkaði um tæplega 13% frá mars 1997 til mars 1998. Ennfremur hafa birst fregnir Æskilegt er að grípa til aðhaldsaðgerða, segir Geir H. Haarde, bæði í peninga- og ríkisfjármálum. af því að talsverður skortur sé á vinnuafli í mörgum atvinnugrein- um, enda hefur veralega dregið úr atvinnuleysi á síðustu tólf mánuð- um, en það mældist 3,4% í aprfl á þessu ári samanborið við 4,7% á sama tíma í íyrra og 5% árið 1996. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka er útlánaaukning bankanna einnig nokkuð mikil, eða um 14% síðustu tólf mánuði, sem má rekja bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Öll þessi atriði era dæmigerð merki um mikfl umsvif og eftir- spum í efnahagslífinu sem fyllsta ástæða er til að hafa góðar gætur á. Mestu máli skiptir að fylgjast með verðbólgunni því að lág verðbólga hefur verið lykilþáttur í því að hér hefur verið stöðugleiki og efna- hagslegar framfarir undanfarin ár. Því er ekki að neita að það veldur nokkram áhyggjum að verð á inn- lendum vörum og þjónustu hefur hækkað meira á síðustu 13-14 mán- uðum en nokkur undangengin ár, Geir H. Haarde eða á bilinu 4-6%. Á sama tíma hefur verð á innfluttum vöram hins vegar frekar lækkað, og gætir þar fyrst og fremst áhrifa hækkun- ar á gengi íslensku krónunnar. Meðal- hækkun neysluverðs- vísitölunnar frá mars 1997 til maí 1998 er því mun minni en nemur innlendum verðbreyt- ingum á þessu tímabili, eða um 2,9%. Þannig má segja að verðlagi sé haldið í skeljum með hækkun gengis, en það er nú 2,5% yfir mið- gengi. Engu að síður er verðbólga hér á landi síðustu tólf mánuði 2,4%, eða meiri en í flestum öðram iðnríkjum. 3. Mikilvægl að treysta stöðu ríkisfjármála Ég tel afar brýnt að stjórnvöld freisti þess að hamla gegn þessari þróun og koma í veg fyrir að stöð- ugleikinn í verðlagsmálum raskist. Æskilegt er að grípa til aðhaldsað- gerða bæði í peninga- og ríkisfjár- málum. Svigrúm til frekara aðhalds í peningamálum er hins vegar tak- markað þar sem nú þegar er fylgt mjög aðhaldssamri peningamála- stefnu. Þetta kemur meðal annars fram í mun hærri vöxtum hér á landi en í flestum nálægum ríkjum. Engu að síður er ljóst að ef ekki verður fylgt mjög aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum sem skilar sér í umtalsverðum afgangi á fjár- lögum næstu ára verður að grípa til aðgerða í peningamálum, þ.e. vaxtahækkunar, sem aftur mun leiða til frekari hækkunar á gengi. Þetta er ekki æskilegt, þar sem frekari hækkun vaxta dregur úr fjárfestingu og hagvexti til lengri tíma litið og gengishækkun skapar erfiðleika í útflutnings- og sam- keppnisgreinunum. Við þessar aðstæður er því mikil- vægt að treysta stöðu ríkisfjármála enn frekar. Það stuðlar að auknum innlendum spamaði og heldur aftur af aukningu þjóðarútgjalda. Til þess að þetta takist þarf að halda aftur af aukningu rflrisútgjalda á sem flestum sviðum. I þessu felst ekki að það þurfi að draga úr út- gjöldum til brýnna málaflokka eins og velferðar- og menntamála. Þvert á móti munu útgjöld til þeirra að líkindum aukast á þessu og næsta ári líkt og undanfarin ár. Við þurf- um hins vegar að beita ítrasta að- haldi í opinberam resktri, til dæmis með því að halda áfram að bjóða út ýmis verkefni á vegum rflrisins. Einnig mun áframhaldandi sala á eignum ríkisins til einkaaðila verða til þess að styrkja afkomu ríkisins. Enginn vafi er á að aukið aðhald í ríkisfjármálum er öraggasta leiðin til að treysta þann stöðugleika í sessi sem náðst hefur hér á landi að undanfömu. Afgangur á fjárlögum næstu ár gerir í senn kleift að greiða niður opinberar skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Með þvi skapast svigrúm fyrir aukin útgjöld á öðrum sviðum eða frekari lækkun skatta. Ennfremur þarf að hafa í huga að við búum nú við einstakt góðæri hér á landi. Við slíkar að- stæður er mikilvægt að reka ríkis- sjóð með myndarlegum afgangi til þess að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Það er ekki sjálfgefið að upp- sveiflan í efnahagslífinu haldist að eilífu. Það vitum við Islendingar manna best af biturri reynslu. Hötundur er lj:inn;íl;ir:it)hvmi. afmíeli D&riVÍst&F ta.nia VpAy/lé i tilefni af 20 ára afmæli Dagvistar barna er börnum og fjölskyldum þeirra boðið í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, sunnudaginn 14. júní n.k. Margt skemmtilegt verður á dagskrá: Kl. 13.30ogkl. 15.00 Sýningar Brúðubílsins Hljómsveitin Geirfuglarnir Sýning MoguleikKössins - Trítiltoppur og trölíafjölskyldan Trúðurinn Tumi Kl. 13:30 til kl. 16:30 Kl. 14.30 Kl. 15:00 tilkl. 16:00 - í görðinum finna börnin margt til skemmtunar og auk þess ' ' verða sþrstök leiktæki fyrir yngstu börnin. Tilvaliþ er að fjölskyldan taki með sér nestispakka en aðstaða til að grilla er á staðnum. | Gárðurinn opnar kl. 10:00 og verður opinn til kl. 1 8:00. 1 / 1 / Góða skemmtun! br Chef Penq HM l/EISLA Þú fœrð önd í kaupbœti þegar þú sœkir tilboðsrétti. VEITINGAHÚSIÐ i ÞÖNGLABAKKA 4 í MJÓDD SÍMI 557 2700 U I SUÐAUSTAN NORÐNORÐVESTAN SUÐVESTAN T R NORÐAUSTAN AKRANES: OZONE - BORGARNES: BORGARSPORT SPORTBÆR - SPORTLlF - VESTM.EYJAR: AXEL Ó / 5 0 0 VATNSHELDNI 5000 mm ÚTÖNDUN 6000 jr/24 klst. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.