Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Forstöðumaður heilbrigðisdeildar HA hlýtur alþjóðleg rannsóknarverðlaun Verkefni með alþjóð- lega skírskotun SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fékk ný- lega rannsóknarverðlaun sem veitt eru af deild innan alþjóðlegs heiðursfélags hjúkrunarfræðinga. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið, að rannsóknarverðlaun- in væru mikilvæg og kæmu Akur- eyri og raunar Islandi, skemmti- lega inn á kortið á þessu fræða- sviði. „Það voru bandarískir hjúkrun- arfræðingar sem höfðu frum- kvæði að tilnefningu minni til þessara verðlauna og höfðu sam- band við ýmsa aðila sem þekkja til minna rannsókna- og fræðistarfa. Fyrir utan stuðningsbréf frá ís- lendingum bárust meðmælabréf frá ýmsum aðilum, aðallega frá fólki við háskóla í Bandaríkjunum og Kanada, en einnig frá háskóla- fólki m.a. í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Póllandi, Englandi og Grikklandi. Rannsóknir hafa oft alþjóðlegt gildi og það sem ég hef verið að fást við virðist hafa al- þjóðlega skírskotun.“ Umhyggjuleysið niðurbrjótandi Megináhersla í rannsóknum Sigríðar hefur verið á reynslu fólks, sem leita þarf til heilbrigð- isþjónustunnar, af umhyggju og umhyggjuleysi. Sigríður sagði margendurtekið hafa komið fram hve umhyggjan byggir upp fólk. „Það kemur hins vegar alltaf jafn illa við mig hvað umhyggju- leysið er niðurbrjótandi. Það stuðlar að kjarkleysi þess sem þegar hefur á brattann að sækja vegna sjúkdóms eða mikilla um- skipta í lífi sínu. Eg hef einnig rannsakað hin ýmsu birtingar- form þjáningarinnar og hvernig hægt er að lina þjáningar fólks, m.a. með sannri umhyggju. Heil- brigðisstarfsmenn vinna oft stór- kostlegt starf við erfið skilyrði,“ sagði Sigríður. Veita átti rannsóknarverðlaun- in við hátíðlega athöfn í Banda- ríkjunum, en Sigríður átti ekki heimangengt þar sem hún eignað- ist son fyrir skömmu. „Það eru mikil viðbrigði að vera svo mikið heima eftir að hafa sinnt mjög annasömu starfi sem forstöðu- maður við Háskólann á Akureyri i tæp 7 ár. Eg er þó búin að fá mér tölvu og prentara svo ég geti haldið áfram að sinna rannsókn- ar- og fræðistörfum. Þá hef ég skemmt mér undanfarið við að læra finnsku milli gjafa. Eg hef flutt fyrirlestra af ýms- um tilefnum í Finnlandi og verið mikill sómi sýndur af þessari frændþjóð okkar. Ég hef þó ekki alltaf átt heimangengt til fyrir- lestrahalds og þá stundum fengið aðra til að flytja fyrirlestra mína fyrir mig og verður svo að vera á þessu ári. En þegar ég fer þangað næst vil ég gjarnan geta sagt þó ekki sé meira en einföldustu orð.“ Morgunblaðið/Bjöm Gíslason SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, með ungan son sinn, Jóhannes Bene- dikt Gunnlaugsson, á heimili sínu. Á borðinu er skjöldurinn sem fylgdi alþjóðlegu rann- sóknarverðlaunum hennar. Verslunar/þjónustuhúsnæði Til sölu er verslunar/þjónustuhúsnæði í Kaupangi við Mýrarveg ó Akureyri. Húsnæðið er samtals 128,2 fm og skiptist í jarðhæð og kjallara. Húsnæðið er til afhendingar strax. Upplýsingar hjó fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441. 1998 verður haldin þann 16. júní í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 18.00. Miðasala verður í Höllinni mánudaginn 15. kl. 17.00—19.00 og þriðjudaginn 16. frá kl. 13.00. Allir MA-stúdentar hvattir til að mæta Til sölu eða leigu glæsilegt verslunarpláss í verslunarmiðstöðinni Krónunni við göngugötuna á Akureyri. Ailar upplýsingar FASTEIGMSALAJI RYGOI) BREKKKÍOTil 4 S. 462 1744, 462 1820, fax 462 7746. Lögmaður: Jón Kr. Sólnes hrl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. Lyflæknar þinga á Akureyri ÞRETTANDA þing Félags íslenskra lyflækna hófst í Verkmenntaskólan- um á Akureyri í gær, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Þing fé- lagsins hafa verið haldin annað hvert ár, að jafnaði utan höfuðborgarsvæð- isins og er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið á Akureyri. Astráður B. Hreiðarsson, formað- ur Félags íslenskra lyflækna sagði að um 200 manns kæmu til Akur- eyrar í tengslum við þingið en þing- fulltrúar eru á annað hundrað. Á þinginu eru kynntar nýjustu rannsóknamiðurstöður í 92 fýrir- lestrum og á níu veggspjöldum. Auk þess verða þrír gestafyrirlesarar, m.a. tveir íslenskir læknar sem get- ið hafa sér gott orð erlendis fýrir vísindastörf sín. Þá verða að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi rannsókn ungs læknis og fyrir bestu rannsókn læknanema. Nokkrir læknar sem eru í sér- námi erlendis, bæði vestan hafs og austan, gera sér ferð hingað heim til þess að kynna starfsbræðrum sín- um og systrum niðurstöður rann- sókna sinna. Þá munu fulltrúar lyfjafýrirtækja standa fyrir fjölbreyttri lyfjasýn- ingu á vettvangi þingsins. Messur AKUREYRARKIRKJA: Kvöld- messa í Akureyrarkirkju kl. 21.00 sunnudaginn 14. júní. Fjmsta kvöldmessa sumarsins. Komið og eigið góða stund í kirkjunni. Séra Svavar A. Jónsson. Miðvikudagur 17. júni, helgistund við minnisvarð- ann um Helga magra kl. 10.00. Kór Akureyrarkirkju syngur og séra Birgir Snæbjömsson flytur hug- vekju. Þýsk-íslensk guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Hópur ungmenna frá Þýskalandi tekur þátt í guðsþjónustunni. Pétur Björgvin Þorsteinsson prédikar. Séra Svavar A. Jónsson. Fimmtu- dagur 18. júní. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 17.15, bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 11.00 sunnudaginn 14. júní. Séra Hannes Öm Blandon þjónar. Athugið breyttan tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaginn kl. 20.00; Hjálpræðis- samkoma. Athugið breyttan sam- komutíma í sumar. Ailir em hjart- anlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laugardagur 13. júní, karlamorg- un kl. 10.00 og bænastund kl. 20- 21. Sunnudagur 14. júní kl. 11.30, „Sunnudagaskóli fjölskyldunnar11 aldurskipt biblíukennsla fyrir alla fjölskylduna. G. Theodór Birgisson predikar. Kl. 20.00 samkoma, mik- ill og líflegur söngur. Jesús hefur lausn fyrir þig. Stella Sverrisdóttir predikar. Bamapössun íyrir börn frá eins til fimm ára. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag, samkom- ur með Caroll Thompson frá Bandaríkjunum kl. 20.00 hvert kvöld. Föstudaginn 19. júní kl. 20.30, unglingasamkoma. ------------- Ljósmyndasýning í Ljós- myndakompunni Svissneskur listamaður sýnir SYNING á ljósmyndum eftir sviss- neska vísinda- og listamanninn Andreas Zúst verður opnuð í Ljós- myndakompunni í Kaupvangsstræti á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Andreas Zúst er fæddur 1947 í Bern en býr og starfar í Zúrich þar sem hann nam náttúruvísindi. Sá lærdómur hefur komið honum að góðum notum í listsköpun hans. Ahugi hans á náttúrunni er sýnileg- ur í myndverkunum, hvort heldur hann sækir myndefnið beint til hennar, eða hann litar ljósmyndirn- ar með efnum sem úr náttúrunni koma. Zúst er víðfrægur myndlistar- maður og einna frægastur fyrir verk sitt „Bekannte Bekannte", ljósmyndaröð af þekktum vinum hans. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum víða og auk þess gefið út allmargar bækur. Dalvík Fjórir bjóða hús- næði undir vínbúð FJÓRIR aðilai- buðu fram hús- næði undir vínbúð á Dalvík en tilboðin voru opnuð í vikunni. Ríkiskaup, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunai’ ríkisins, aug- lýsti eftir þátttöku í lokuðu út- boði á rekstri vínbúðar og sam- starfi um rekstur verslunarinn- ar. Stefnt er að því að opna vín- búð á Dalvík um næstu áramót. Þeir sem buðu fram húsnæði eru: Ásgrímur Harðarson, Skíðabraut 3, Kaupfélag Eyfirð- inga Akureyri, sem rekur útibú á Dalvík, Guðmundur Ingi Jónatansson, sem rekur Víkur- prent á Karlsrauðatorgi 3, og Þeman ehf. fatahreinsun á Hafnarbraut 7. Rögnvaldur Skíði Friðbjöms- son, bæjarstjóri, sagði að fulitrú- ar Ríkiskaupa myndu nú taka út það húsnæði sem í boði er og kanna möguleika manna á að reka vínbúð á staðnum. Hann sagði það þarft mál að setja upp vínbúð og í raun eðlilegt í rúm- lega tvö þúsund manna sveitar- félagi. Einnig gæti rekstur vín- búðar haft jákvæð áhrif á aðra verslun í sveitarfélaginu. Minjagripa- sýning í Deigl- unni MINJAGRIPASÝNING verður opnuð í skrifstofu Gilfélagsins í Deiglunni á Akureyri laugardag- inn 13. júní. Þar em til sýnis 40 gripir af þeim 289 tillögum sem bámst í samkeppni Iðntækni- stofnunar, viðskiptaráðuneytis- ins og gallerísins Handverks & hönnunar. Þessir gripir em bæði þeir sem hlutu verðlaun í samkeppn- inni og aðrir áhugaverðir en samkeppnin var háð undir for- merkjum ,Átaks til atvinnusköp- unar“ með minjagripi að við- fangsefni og með áherslu á fjöl- breyttara úrval minjagripa fyrir ferðamenn. Sýningm er í tengslum við Listasumar 98 og í samvinnu við Listasafiiið á Akureyri og stend- ur til 28. júní. Opið frá kl. 14-18 alla vii-ka daga. Gallerí Svartfugl Þóra sýnir olíumálverk ÞÓRA Jónsdóttir frá Laxamýri opnar sýningu á oiíumálverkum í Gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 16.00. Sýninguna kallar hún „í norðurátt.“ Þóra er ljóðskáld og hefur gef- ið út 7 ljóðabækur auk ijóðaþýð- inga. Hún nam myndlist hjá Sig- fúsi Halldórssyni og í Myndlist- arskóla Reykjavíkur. Sýningin stendur frá 13.-27. júní, frá kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Aksjón Laugardagur 13.jún( 21.00^-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Sunnudagur 14.júní 21.00^-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Mánudagur 15.júni 21 .OO^Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.