Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhöfn Breka VE slökkti eld í vélarrúmi skipsins Siglir dregur togar- ann til Reykjavíkur Sveitarstjórn Gerðahrepps Úrslit kosning- anna standa NIÐURSTÖÐUR kosninga til sveitarstjómar í Gerðahreppi skulu óbreyttar standa sam- kvæmt úrskurði kærunefndar, sem fjallað hefur um lögmæti kosninganna. Kærandi fór fram á að kosningin yrði dæmd ógild vegna utankjörfundarat- kvæðis, sem dæmt var ógilt, þar sem kjörstjóri vottaði ekki atkvæðagreiðsluna á fylgibréfi. Það var Guðmundur Ámi Sigurðsson, þriðji maður á I- lista í Gerðahreppi, sem kærði kosninguna á þeirri forsendu að atkvæðið hefði getað breytt niðurstöðu kosninganna en I- listi hlaut 145 atkvæði og einn mann kjörinn í hreppsnefnd. H-listi hlaut 146 atkvæði og tvo menn kjörna í hreppsnefnd. I úrskurði kærunefndar kemur fram að kjörnefnd hafi skoðað sérstaklega gögn um- deilda atkvæðisins sem greitt var utan kjörfundar hjá sýslu- manninum í Keflavík. Fylgi- bréfið sé útfyllt og undirritað af kjósanda en atkvæðagreiðsl- an ekki vottuð af kjörstjóra eins og lög kveða á um. Telja verði að þessi ágalli sé þess eðl- is að ekki hafi verið farið að reglum sem settar eru í kosn- ingalögum og því hafi ákvörðun kjörstjómar Gerðahrepps um að leggja atkvæðið til hliðar verið réttmæt. Þá verði ekki séð að umboðsmenn listanna, sem viðstaddir vom talning- una, hafi mótmælt málsmeð- ferðinni. Fallist var á kröfu kæranda um endurtalningu. Vom öll at- kvæði talin, sem ekki höfðu verið úrskurðuð ógild af yfir- kjörstjóm, og kom í ljós að talningin var rétt. ELDUR kom upp í vélarrúmi Vest- mannaeyjatogarans Breka um 10- leytið í gærmorgun. Var hann þá að búa sig undir veiðar á Reykjanes- hrygg. Verksmiðjutogarinn Siglir tók Breka í tog og er búist við skip- unum til Reykjavíkurhafnar eftir há- degi í dag. Sigmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Vest- mannaeyja, sem er nýlega stofnað og gerir út Breka, segir eldinn hafa ver- ið talsverðan, en áhöfn skipsins hafi strax ráðið niðurlögum hans, ekki hafi verið hætta á ferðum og enginn slasast. Skipið sendi út neyðarkall þegar eldurinn kom upp og var þyrla Landhelgisgæslunnar tilbúin að fara í loftið þegar aðstoð var afturkölluð. Ekki kvaðst Sigurmundur vita nánar um skemmdir, þær væru þó aðallega ÞAU boð hafa verið látin berast til starfsfólks á hjúkrunarsviði Sjúkra- húss Reykjavíkur að það geti átt von á að verða kallað úr sumarfríi eða þurfa að breyta áður skipulögðum fríum vegna yfirvofandi uppsagna hjúkmnarfræðinga 1. júlí. Það sama er uppi á teningnum varðandi lækna. Ema Einarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri SHR, segir að viðbrögð hafi ekki heyrst frá starfsfólki vegna þessa enda ekki búið að ákveða þetta endanlega. Hún segir að lögmaður sjúkrahússins telji að stofnunin geti kallað starfsfólk úr sumarleyfi enda séu þau skipulögð með þarfir stofn- unarinnar í huga. Erna kvaðst að- í vélarrúminu, og ljóst að togaiinn yrði frá veiðum um tíma. Verksmiðju- togarinn Siglir tók Breka í tog og héldu skipin af stað um klukkan 17. Kvaðst Sigurmundur gera ráð fyrir að siglingin tæki 15-17 tíma, en rjóma- spurð ekki hafa handbærar tölur um fjölda þeirra hjúkmnarfræðinga sem hefðu ráðið sig í önnur störf og myndu því ekki snúa aftur. Hún sagðist hins vegar heyra af æ fleir- um sem myndu ekki snúa tilbaka og fjölgaði þeim eftir því sem lausn málsins drægist. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri SHR, sagði að reikna mætti með því að vinna lækna yrði mun þyngri ef hjúkmnarfræðingar ganga út og því þyrfti að styrkja vaktir þeirra, t.d. þannig að sérfræðingar yrðu á bundnum vöktum. „Það em mörk verk lækna og hjúkmnarfræð- inga sem skarast og eitthvað af því blíða var á þessum slóðum í gær. Breki var nýlega kominn úr mán- aðarlangri klössun sem fram fór í Hafnarfirði og var þetta fyrsti túr- inn. Sautján menn em í áhöfn. Skip- stjóri er Magni Jóhannsson. lendir í auknum mæli á læknum en hvorki læknar né aðrar heilbrigðis- stéttir munu ganga inn í störí hjúkr- unarfræðinga," sagði Jóhannes og sagði Jjóst að vandræðaástand myndi fljótlega skapast þegar uppsagnim- ar yrðu staðreynd. Hann sagði að reynt yrði að taka tillit til aðstæðna manna varðandi breytingar á fríi og búa þannig um hnúta að sjúkrahúsið skapaði sér ekki bótaskyldu yrðu menn fyrir fjárhagstjóni. Svipaðar hugmyndir em til um- ræðu hjá forráðamönnum Landspít- ala en ekkert hefur þó enn verið ákveðið í þessum efnum ennþá. Dómsupp- kvaðningu frestað DÓMARI í sakadómi í Istan- búl frestaði í gær uppkvaðn- ingu dóms yfir Halim A1 vegna brota hans á umgengn- isrétti Sophiu Hansen við dætur sínar, þar til ljóst væri hvort hann myndi leyfa henni að hitta þær í júlí og ágúst eins og Hæstiréttur Tyrk- lands hefur kveðið á um í öðr- um dómi. í fréttatilkynningu frá sam- tökunum Bömin heim kemur fram að eftir að ákvörðun dómarans lá fyrir hafi Halim sagst mundu leyfa mæðgunum að hittast í sumar. Faðir hans og bróðir voru einnig látnir staðfesta fyrfr dómi að þeir myndu vinna að því eftir fremsta megni að tryggja um- gengnisrétt Sophiu í sumar. Lögfræðingur Sophiu, Hasip Kaplan, var viðstaddur í réttarsalnum, en sjálf er hún nú stödd á íslandi. Vel frá gengið á strandstað HREINSUNARSTARF í Háfsfjöru, þar sem flutninga- skipið Víkaratindur strandaði í mars 1997, hefur tekist vel, sögn Birgis Þórðarsona heil- brigðisfulltrúa á Suðurlandi. Heilbrigðisyfirvöld á Suður- landi eru eftirlitsaðilar með hreinsun fjörunnar. Fulltrúar þeirra skoðuð fjömna í gær- morgun ásamt fulltrúum tryggingafélags skipsins, sem bar ábyrgð á hreinsuninni. Birgir segir hvorki tangur né tetur sjáanlegt af skipinu, búið sé að flytja það í burtu fyrir utan hluta skipsins sem sokk- inn sé í sandinn. Birgir segir vel hafa verið að verki staðið. Tryggingafé- lagið hyggist svo láta græða upp þau svæði sem sér á eftir vinnuvélar og ágang. Aðgerðir vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga Starfsfólk varað við breytingum á sumarfríum Heimsókn forsetahjónanna til Lettlands lýkur í dag Morgunblaðið/Ásdís ÞEGAR forsetahjónin og íslenzka sendinefndin komu í Sigulda-þjóðgarðinn í Lettlandi í gær tók hópur Letta í þjóðbúningum á móti þeim með söng og dansi. í tilefni af því að sumarsólstöður eru í nánd voru forsetinn og fleiri gestir krýndir laufkórónum að fornum lettneskum sveitasið og snaraðir til að taka sporið með innfæddum. FYRIR framan timburverksmiðju BYKO í Lettlandi, sem áður var samyrlqubú, aðstoðaði forseti Islands, Ólafur Ragnar Grfmsson, við gróðursetningu nokkurra birkitijáa. Hér tek- ur hann til hendinni í félagi við Önnu Bjarnadóttur, móður Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra BYKO. Framsókn íslenzkra fyrirtækja til fyrirmyndar Riga. Morgunblaðið. ÍSLENZKU forsetahjónin héldu í gær, á öðrum degi opinberrar heimsóknar til Lettlands, út úr höf- uðborginni Riga til dótturfyrirtæk- is BYKO í Lettlandi, BYKO Lat. Fyrirtækið rekur timburverk- smiðju úti í sveit, á stað þar sem áður var stórt samyrkju-kúabú. Samyrkjubúinu hafa eigendur BYKO breytt á tæpum fimm árum í blómstrandi timburútflutningsfyr- irtæki. Þar starfa nú 40 manns að vinnslu timburs sem er flutt út til margra Evrópulanda utan Islands. Veltan er nú um 450 milljónir ís- lenskra króna á ári. Hældi Ólafur Ragnar Grimsson í ávarpi til viðstaddra frumkvæði og áræði aðstandenda fyrirtækisins, og ræsti við þetta tækifæri fjórar nýjar vélasamstæður sem ætiað er að muni tvöfalda afkastagetuna. Að sögn Jóns Helga Guðmundsson- ar, forstjóra BYKO, er stefnt að enn frekari vexti starfseminnar. Síðdegis voru bækistöðvar lett- nesks dótturíyrirtækis annars þekkts íslenzks fyrirtækis heim- sótt, en það er MGH/Eimskip, sem sér um alhliða flutninga- og vöru- dreifingarþjónustu. Grunnurinn að þessari starfsemi var lagður strax og möguleikinn opnaðist fyrir þátt- töku íslenzkra aðila í atvinnu- rekstri í Lettlandi 1991 og hefur vöxtur starfseminnar verið mjög mikill sfðan. Meginhluti starfsem- innar snýst um að dreifa innflutt- um vörum á markað í öllum Eystrasaltslöndunum og í Rúss- landi, en fyrirtækið hefur einnig skrifstofur í St. Pétursborg og Moskvu. í Sigulda-þjóðgarðinum, sem er hæðótt gróðurvin í hjarta Lett- lands, var íslenzku gestunum kom- ið á óvart með þjóðlegum móttök- um, sem báru svip af því að sumar- sólstöður eru í nánd. Hópur Letta í þjóðbúningum söng og krýndi for- setann og utanríkisráðherra stór- um eikarlaufakrönsum, sem mun vera forn siður til sveita á þessum árstima. Síðan tók forsetinn, ásamt utanríkisráðherra og fleiri meðlim- um íslenzku sendinefndarinnar, sporið í léttum þjóðdansi. Dagskrá þessa síðari dags heim- sóknarinnar til Lettlands lauk með tónleikum kammersveitar Riga undir stjórn Guðmundar Emilsson- ar í Wagner-tónleikahöllinni í Riga. Árnesingakórinn og lettneskur drengjakór sungu. I dag verður Lettland kvatt og flogið til Vilnius, þar sem opinber heimsókn til Litháens hefst með móttöku við forsetahöllina, þar sem Valdis Adamkus, forseti Lithá- ens, tekur á móti íslenzku forseta- hjónunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.