Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Bæði verð- og magntollar á njrjum erlendum kartöflum Með tímanum tapa kartöflur C-vítamíni UNDANFARIÐ hefur verið hrópandi verðmunur á nýjum er- lendum bökunarkartöflum og venjulegum kartöflum. Astæð- urnar eru ýmsar en meðal annars sú að þær eru tollaðar á mismun- andi hátt. A venjulegar nýjar kartöflur er lagður 30% verðtoll- ur og 60 króna magntollur en ein- ungis 15% verðtollur er á bökun- arkartöflum og 30 króna magn- tollur. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í Landbúnaðarráðu- neytinu, er ástæðan fyrir tollá- lagningunni sú að enn eru til nægilegar birgðir af íslenskum kartöflum í landinu en birgðir af íslenskum bökunarkartöflum voru takmarkaðar og því voru tollar á þeim lækkaðir. Reyndar skýrir tollálagning ekki nema að hluta verð á bökun- arkartöflum þessa dagana þar sem kílóið hefur að undanförnu kostað 32 krónur í Bónus og við- skiptavinir 10-11 verslananna hafa fengið þær ókeypis með kaupum á helgarsteikinni. „Við erum að borga með bök- unarkartöflum þessa dagana,“ segir Guðmundur Marteinsson hjá Bónus. „Við höfum orðið varir við minnkandi framboð á íslensk- um kartöflum en gæðin hafa haldist nokkuð vel því geymsluað- ferðir hafa verið að breytast og það er mjög jákvæð þróun. Talað er um að fyrstu íslensku kartöflurnar séu væntanlegar á markað í næsta mánuði. Nýjar kartöflur ríkar af C-vítamíui Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður hjá Manneldisráði, segir að kartöflur tapi C-vítamíni með tímanum en nýjar kartöflur innihalda töluvert af C-vítamíni. „I hverjum 100 grömmum af nýj- um kartöflum eru 22 mg af C- vítamíni. Þegar komið er fram í febrúar innihalda 100 grömm af kartöflum að jafnaði 9 mg.“ Við þökkum fyrir frábærar LeOfiardo DÍCaprÍO bolír .990 viðtökurvið opnun _ „ ... - ___ stórverslunar okkar með GallaSmekkbuXUr 1.990 því að halda áfrarn Spice Girls bolir..........690 að bjóða frábær föt á góðu verði Flíspeysur.................1.990 kr. kr. Ný sending kr. af frábærum kr. sundfatnaði 13'16 Kl barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni J ííííb»*»«5S*" Verð á matvörumarkaði lækkar enn Bónus með þrjá starfsmenn í verðkönnunum ENN er mikill órói á matvörumark- aðnum og eru jafnvel gerðar verð- breytingar nokkrum sinnum á dag. Síðastliðinn fimmtudag var haft eftir forsvarsmönnum Fjarðarkaupa, Hagkaups og 10-11 verslananna að þeir ætluðu hvergi að gefa eftir í samkeppninni og öll eru þessi fyrir- tæki með starfsfólk sem fer á milli verslana og íylgist gi-annt með verð- lagningu keppinautanna. Verslanimar eru jafnvel famar að borga með sumum vöruliðum eins og t.d. bökun- j arkartöflum. En mun Bónus J einnig lækka verðið? „Bónus hefur ætíð verið með lægsta , verðið á markaðn- um og viðskipta- vinir okkar geta_______________ treyst því að svo 'VHHHHRK verði áfram“ segir H Guðmundur Marteinsson hjá » Bónus. „Allajafna erum við með einn starfsmann sem sinnir verðkönnun- um fyrir okkur en á meðan ójafhvægi ríkir á markaðnum erum við með þrjá starfsmenn sem gera verðkann- anir í öðrum verslunum svo tryggt sé að við getum alltaf boðið betur.“ Kanna verð á 700-1.400 vöruliðum Guðmundur segir að starfsmenn- imir taki verð á 700-1.400 vöruliðum og hann segir að undanfama daga hafi miklar verðlækkanir átt sér stað. „Við höfum þurft að lækka milli 200- 300 vöruliði og einna mest ávexti og grænmeti.“ Hann bendir á að tómatar og agúrkm- hafi t.d. lækkað mikið en það sé ekki eingöngu rakið til óróa á matvörumarkaði heldur einnig til árstíðabundinnar verðlækkunar vegna mildls framboðs. „Vegna mik- illar sölu á agúrkum og tómötum síð- ustu daga hefur framboðið minnk- að og því má gera ráð fýrir að t verðið hækki innan skamms en kílóið af tómötum og agúrkum kostar 99 krónur hjá okk- ur.“ Bláber og jarðarber í Bónus -Nú hefur ekki verið f hægt að fá allar vörur í Bón- us eins og t.d. fersk jarðarber og bláber sem hafa boðist á mjög lágu verði undanfarið? „Það verður breyting á því strax í næstu viku því þá munum við fá með flugi bæði fersk bláber og jarðai'ber og selja á lægi'a verði en keppinaut- amir.“ Þegar Guðmundur er inntur eftir því hversu lengi hann telji að þetta ójafnvægi á matvörumarkaðnum haldist segh' hann mat sitt að það lagist ekki aftur fyrr en hlutlaus verðkönnun sé gerð svo menn sjái hvar þeir standa á markaðnum. Spurt og svarað um neytendamál Ferskar kryddjurtir þurrkaðar Spurt: Hvernig á að þurrka ferskai' kryddjurtir eins og rósmar- ín, steinselju og blóðberg? Svar: „Það er best skipta krydd- jurtinni niður í lítil búnt og hengja þau þar sem loftar vel um þau og er skuggsælt. Þar eru búntin geymd í að minnsta kosti viku eða uns hægt er að mylja þau niður ,„ segir Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. Þá segir Lára að hægt sé að þurrka jurtir í blástursofni á vægum hita eða við 40-50°C og láta þær þá liggja á grind í ofninum uns þær eru orðnar þurrar í gegn. Hún segh- að það taki lengri tíma að þurrka vatnsmeiri jurtir eins og basilikum og steinselju en telur að það reynist auðveldara að eiga við jurtir eins og blóðberg, timian, kóri- ander, merian og myntu. Skerið mygluna af ostinum Spurt: Hvernig er best að geyma brauðost? Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ borgar sig ekki að frysta ost nema um afganga sé að ræða sem rífa megi síðar niður í rétti. Svar: Að sögn Dómhildar Sigfús- dóttur forstöðumanns tilraunaeld- hússins hjá Osta og smjörsölunni er best að geyma ost vel innpakkaðan í kæliskáp. Hún segist ekki mæla með að ostur sé frystur því þá á hann til að molna. Það er þó í lagi að frysta ostaenda og rífa síðan niður þegar nota á í ýmsa rétti. Þó mygla komi á ostinn er óþarfi að henda honum, myglan er einfald- lega skorin af því osturinn skemmist ekkert þó hann mygli aðeins. Dómhildur segir að ef ostarnir eru keyptir í ostabúðum þá séu þeir inn- pakkaðir í vaxkenndan pappír sem henti vel að geyma þá í en annars má nota plast eða álpappír til að pakka þeim inn í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.