Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KKINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Siglir dreg- ur Breka til Reykjavíkur —- SIGLIR er á leið með Vestmanna- eyjatogarann Breka til Reykjavíkur en eldur kom upp í togaranum í gær- morgun þegar hann var staddur á Reykjaneshrygg. Skipverjar réðu sjálfir niðurlögum eldsins og engin meiðsli urðu á mönnum. Breki var nýkominn á miðin við Reykjaneshrygg og var að undirbúa veiðar í fyrstu ferð sinni eftir mánað- arklössun í Hafnarfirði. Eldur kom upp í vélarrúminu og urðu þar nokkrar skemmdir en Sigurmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Ut- gerðarfélags Vestmannaeyja, kvaðst ekki vita nánar um þær. Siglir tók Breka í tog og héldu skipin af stað um fimmleytið í gær. Voru þau ___væntanleg til Reykjavikur með morgninum. ■ Siglir dregur/6 Morgunblaðið/Jim Smart KRAKKARNIR á smíðavelli í Laugardal með efni í glæsihýsi. Mikið að gera á « smíðavöllum Á SÍÐUSTU dögum hefur verið lagður grunnur að um 250 hús- um víðsvegar um borgina - og sköpunargleðin er mikil, að sögn Sigurðar Más Helgasonar, um- sjónarmanns smíðavalla barna hjá fþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Það eru stelpur og strákar á aldrinum átta til tólf ára sem þarna eru að verki og smiða sér hús og kofa af ýmsum stærðum og gerðum. Sigurður segist ekki hafa við að keyra timbur til hinna vinnuglöðu ungu hús- byggjenda, en hann hefur nú þegar útvegað þeim um tuttugu þúsund fjalir. Smíðavellirnir eru opnir öllum börnum borgarinnar á aldrinum 8-12 ára og þjónustan stendur þeim til boða endurgjaldslaust. Á hveijum velli eru tveir leiðbein- endur, sem gefa börnunuin góð ráð um hvernig best sé að bera sig að við húsbyggingarnar. Sig- urður segist vera nýfarinn að bjóða upp á þá þjónustu að flytja kofana heim fyrir þau börn sem þess óska, en þeir megi þá ekki —„vera stærri en 120x80 sm, því annars geti þau lent upp á kant við byggingareglugerð. Aðspurður um hvort jafnrétti sé ekki í heiðri haft á smíðavöll- unum segir hann að stúlkurnar standi sig ekki síður en drengimir, ef eitthvað er séu þær jafnvel vandvirkari og taki *-r_ betur leiðbeiningum. Morgunblaðið/RAX Þorskurinn sóttur að Tálkna Á PATREKSFIRÐI hafa 40-60 handfærabát- ar Iandað þorski undanfarið og heildaraflinn farið í 80 tonn á dag. Feðgarnir Björn Bjömsson og Eggert Björnsson á Smára BA 231 þurftu ekki að leita Iangt eftir þorskinun í gær. Við Tálknann náðu þeir 1,3 tonnum, sem landað var á Patreksfirði. Starfsmaður Hafnarvigtarinnar sagði fisk um allan sjó, nánast væri sama hvert væri siglt. Hugsanleg bygging álvers Norsk Hydro á Austurlandi Fjárfestum hér kynntir möguleikar á þátttöku SAMRÆMINGARNEFND íslend- inga og Norsk Hydro um stóriðju kynnti innlendum fjárfestum í vik- unni möguleika á þátttöku þeirra í fjárfestingu vegna byggingar álvers í samstarfi við Norsk Hydro á Aust- urlandi ef í það verður ráðist. Nefndin hefur meðal annars það verkefni með höndum að kanna áhuga innlendra fjárfesta að þessu leyti og af því tilefni var fundurinn haldinn. Þórður Friðjónsson, for- maður samræmingamefndarinnar, sagði að hlutverk nefndarinnar væri að undirbúa og leggja grund- völl að frekari stóriðju. Eitt af verkefnum nefndarinnar væri að kanna áhuga innlendra fjárfesta á' þátttöku í hugsanlegri byggingu ál- verksmiðju Norsk Hydro á Austur- landi. Umræddur fundur hefði ver- ið fyrsta skrefið í þeim efhum. Um hefði verið að ræða vinnu- og kynn- ingarfund með mikilvægum aðilum á fjármagnsmarkaði hérlendis, en það væri mikilvægt að innlendir að- ilar tækju þátt í verkefninu með myndarlegum hætti yrði í það ráð- ist. Þórður lagði áherslu á að þarna hefði einungis verið um það að ræða að kynna innlendum fjárfestum þessa möguleika og þar hefði þeirri spurningu verið varpað fram hvort þeir myndu hugsanlega hafa áhuga á þátttöku í þessari fjárfestingu. Engin ákvörðun hefði verið tekin um byggingu álversins og þarna hefði einungis verið um það að ræða að taka fyrstu skrefin í þessum efn- um. Áfram yrði unnið að málinu næstu vikur og mánuði, en næsti fundur samræmingamefndarinnar væri fyrirhugaður í lok september í haust. Fundurinn hefði verið til þess ætl- aður að kanna áhugann og leggja drög að málinu, en í haust væri gert ráð fyrir að áætlanir um hagkvæmni og arðsemi fjárfestingarinnar lægju fyrir. Fyrr en þeir útreikningar lægju fyrir væri ekki hægt að taka efnislega afstöðu til málsins, en að sínu mati gæti þama verið um ágætt tækifæri að ræða fyrir íslenska fjár- festa hefðu þeir áhuga. Aðspurður um viðbrögð fjárfesta við því sem fram hefði komið á fund- inum sagði Þórður að það hefði ekki verið annað að heyra en vilji væri til þess meðal þeirra að skoða málið af fyllstu alvöra með fyrirvara um nið- urstöðu hagkvæmnisathugana. Að hans mati væri fullt tilefni til að skoða þetta verkefni gaumgæfilega, því það gæti verið fyllilega sam- keppnisfært við aðra fjárfestingar- kosti sem fyrir hendi væra. Marel end- urskoðar áætlanir Fjármálaráðherra varar við verðbólguhættu Utboðum og sölu ríkis- eigna verði haldið áfram GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að nauðsynlegt verði á næstu áram að halda aftur af aukningu rfldsútgjalda á sem flestum sviðum vegna hættu á verðbólgu. Þó muni framlög til brýnna málaflokka á borð við velferðar- og menntamál aukast, en halda þurfi áfram útboð- um á vegum rfldsins og selja einka- aðilum eignir þess. Hann segir að verði ekki veraleg- ur afgangur á fjárlögum næstu ára verði nauðsynlegt að grípa til vaxta- hækkana, þrátt fyrir að vextir hér á landi séu mun hærri en í flestum nálægum ríkjum. Þetta kemur fram í grein ráðherrans í Morgunblaðinu ídag. Geir bendir á að aukinn innflutn- ingur neysluvöra, launahækkanir og skortur á vinnuafli í mörgum at- vinnugreinum séu merki um mikil umsvif og eftirspurn í efnahagslíf- inu sem þurfi að hafa góðar gætur á. Verð á innlendum vöram og þjón- ustu hafi hækkað meira á síðustu 13-14 mánuðum en nokkur undan- gengin ár en verð á innfluttum vör- um hafi lækkað á sama tíma, eink- um vegna hækkandi gengis íslensku krónunnar. Verðlagi sé þannig hald- ið í skefjum með hækkun gengis en verðbólga síðustu tólf mánaða hafi engu að síður verið 2,4%, meiri en í flestum öðram iðnríkjum. í úttekt framkvæmdastjórnar VSÍ á framtíðarhorfum í íslenskum efnahagsmálum kemur fram að draga þurfi úr aukningu þjóðarút- gjalda og þá einkum með aðgerðum sem stuðla að meiri spamaði. Að öðrum kosti sé hætta á verðbólgu og almennu jafnvægisleysi á næsta ári. ■ Nauðsyn aðhaIds/45 ■ Ástandið krefst/22 NOKKURT tap hefur orðið á rekstri Marels og dótturfyrirtækis þess Carnitech í Danmörku á fyrri hluta ársins. Gengi hlutabréfa í fé- laginu féll í gær úr 17,40 í 13,80 í kjölfar fréttatilkynningar þess efnis að fyrirtækið hefði endurskoðað rekstraráætlanir á yfirstandandi ári og að gert væri ráð fyrír að nokkur samdráttur yrði á tekjum vegna minni fjárfestingar í fiskiðnaði mið- að við undanfarin ár. I tilkynningunni var þess getið að fyrirtækið stefndi að því að auka sölu í kjúklinga- og kjötiðnaði, sem ætti að gera Marel betur í stakk búið til að mæta sveiflum í framtíð- inni. ■ Varla hagnaður/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.