Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Níutíu ára afmæli Gerðahrepps Saga vinnu og einstakl- ingsframtaks Garðsbúar hafa löngum haft í heiðri ein- staklingsframtakið og vinnuna. Þegar vel árar, eins og nú á 90 ára afmæli Gerða- hrepps, skilar það velmegun. Helgi Þor- steinsson sér þó af sögu hreppsins að það hefur oft verið erfið barátta að stunda út- gerð án nothæfrar heimahafnar. Vinna og einstaklings- framtak æðstu gildin BERGÞÓR Baldvinsson kom fyrst í fískverkunarhús í bamavagni í fylgd með móður sinni, Þorbjörgu og foður sínum, Baldvini Njálssyni. Tíu ára gamall fór hann að vinna í fiski, eins og vaninn var með bömin í Garði. Nú er hann framkvæmda- stjóri Nesfisks, fjölskyldufyrirtækis með um tveggja milljarða króna veltu, sem þeir feðgarnir settu á stofn. „Þeir hafa báðir haft þetta bæði sem áhugamál og vinnu, og önnur áhugamál hafa þeir ekki,“ segir Þorbjörg. Hún segir að öðravísi hefði þetta ekki tekist. NJÁLL Benediktsson, fyrrverandi títgerðarmaður, og Þórður Guðmundsson beykir hjá Nesfiski, stærsta tít- gerðarfyrirtæki í Garðinum, sitja á hrognatunnum sem ætlaðar eru á Grikklandsmarkað. Afkomendur Njáls sem náð hafa fullorðinsaldri starfa allir nema einn í tengslum við útgerð og fiskvinnslu. Faðir hans var for- maður hjá Milljónafélaginu sem rak títgerð í Garðinum í byrjun aldarinnar. Vinnan og einstaklingsframtakið virðast um langa tíð hafa verið æðstu boðorð Garðsbúa. Eins og fram kemur í nýútkominni sögu Gerðahrepps, eftir Jón Þ. Þór sagn- fræðing, hefur atorka manna á þessum slóðum allt frá 13. öld eink- um beinst að sjónum. Árið 1226 varð öskugos við Reykjanestá og lagðist askan yfir allan skagann og gróðurfarið leið fyrir. Landbúnað- urinn varð stuðningsgrein við sjáv- arútveginn. Útgerðarfyrirtækin sem nú reka starfsemi í Garði era fjölskyldufyr- irtæki, flest með 15-20 starfsmenn, nema Nesfiskur, sem veitir um 250 manns vinnu um þessar mundir. í mörgum tilvikum hafa sömu ætt- imar rekið útgerð frá upphafi ald- arinnar. Bergþór leggur þó áherslu á að þetta séu ekki fyrirtæki sem erfist kynslóð fram af kynslóð, heldur sé stöðugt verið að stofna ný. Flestir útgerðarmenn í Garðin- um í gegnum tíðina hafa enda reynt það, einu sinni eða oftar, að verða gjaldþrota. Hafnlaust sjávarþorp Eftir eldgosið í Heimaey 1973 fluttist nokkur fjöldi Vestmannaey- ing til Garðs og reist voru fyrir þá Viðlagasjóðshús við götu sem nú nefnist Eyjaholt. „Ég held það sé nánast ekkert sveitarfélag sem hef- ur haldið eins vel í Vestmannaey- inga sem fluttust í land eftir gosið eins og Garður,“ segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri, sem sjálfur er aðfluttur Eyjamaður, en kom árið 1990. „Hér er á margan hátt svipaður andi og veðrátta og í Vestmannaeyj- um, lífið snýst á báðum stöðum um sjávarútveginn.“ Eitt vakti þó furðu Eyjamannsins við komuna. „Það er að sjávarútvegurinn skuli leika svo stórt hlutverk þrátt fyrir að hér sé í raun engin hafnaraðstaða," segir Sigurður. Fram kemur í bók Jóns Þ. Þór að eftir að vélbátavæðingin hófst í ís- lenskum sjávarútvegi í byrjun ald- arinnar hafi Garðsbúar dregist aft- ur úr nágrannabyggðunum vegna hafnleysisins. A þriðja áratugnum hófst barátta íbúanna fyrir bættri hafnaraðstöðu. Sumarið 1928 hófst 557 og heimilin 104. Á næstu ára- tugum varð nokkur fækkun, en eftir síðari heimsstyrjöldin hófst nokkuð stöðug fólksfjölgun, þó ekki jafn mikil og í nágrannasveitarfélögun- um, til dæmis Keflavík. Þar ræður sennilega mestu hafnleysið og meiri fjarlægð frá atvinnunni sem her- stöðin hefur veitt Suðumesjabúum. Árið 1996 voru íbúar Gerðahrepps orðnir 1140. Sigurður Jónsson sveitarstjóri segist ekki búast við stökkbreyting- um á íbúafjölda hreppsins. „Hér verður engin stóriðja reist og ég held að atvinnulífíð á staðnum muni eftir sem áður snúast um fiskveiðar. Suðurnesin í heild hafa hins vegar mikla vaxtarmöguleika og ég held að sumir þeirra sem laðast að svæð- inu muni hugsa sem svo að í Garðin- um sé friðsælt og notalegt samfélag og fallegt umhverfi og vilji þess vegna búa þar.“ UNGLINGAVINNAN í Garðin- um hefst við tíu ára aldurinn en nú orðið bíða flestir fram yfir fermingu eftir því að byija að vinna í fiskvinnslunni. Vinnan er ein æðsta dyggð Garðsbtía. Morgunblaðið/Jim Smart VITI hefur lengi verið táknmynd Garðs og í merki sveitarfélagsins eru tveir vitar, sá gamli og sá nýi. gerð sjóvarnargarðs og bötnuðu aðstæður þá nokkuð. Á fimmta ára- tugnum var skjólgarð- urinn stækkaður og bryggja lengd. Eftir þetta var unnið að framkvæmdum öðra hverju en engu að síður tókst aldrei að gera ör- uggt lægi fyrir stóra báta. Útvegsmenn í Garðin- um héldu því einkum til veiða frá Sandgerði og Keflavík, og hefur svo verið allt fram á þennan dag. Fiskverkun í Garðinum er engu að síður mikil, enda bendir Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, á það að ef hún er á annað borð ekki rekin við höfnina muni engu um það hvort keyra þurfi fiskinn nokkra kíló- metra frá Sandgerði. GARÐUR Þrátt fyrir áföll og erf- iðleika sem stundum hafa dunið yfir Garðsbúa í sjávarútveginum virðist trú þeirra á einstaklings- framtaldð óbilandi. „Hér hefur aldrei verið kaup- félag, einstaklingarnir hafa alltaf verið í farar- broddi,“ segir Sigurður Ingvarsson oddviti Gerðahrepps. Um Njál Benediktsson útgerðar- mann, afa Bergþórs fram- kvæmdastjóra Nesfisks, hef- ur verið sagt að hann hafi verið í eini framsóknarmaðurinn í Garði. Að sögn hans sjálfs er það ekki nema hálfur sannleikur. „Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður, þó ég hafi aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarmenn útveguðu mér bankaviðskipti eftir að sjálfstæðis- menn í Landsbankanum höfðu neit- að mér, og ég lét framsóknarmenn njóta þess.“ Sigurður oddviti segir að hrepps- nefndarkosningar í Garðinum hafi aldrei snúist um stjómmálaflokk- ana og landsmálapólitíkina. Tveir listar í síðustu kosningum voru þó einkum skipaðir sjálfstæðismönnum og kenndu sig við þá. I sameiningu fengu þeir sex af sjö fulltrúum í sveitarstjórninni. Það er varla til- viljun að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins verður fenginn til að halda hátíðarræðu í Garðinum í dag þegar fagnað verður 90 ára afmæli hreppsins. Engin stóriðja en friðsæld og fallegt umhverfi Gerðahreppur varð til 15. júní 1908 þegar kauptúnið Keflavík var skilið frá Garði og Leiru. Ibúar í hinum nýstofnaða hreppi vora þá Afmælisdag- skrá Gerða- hrepps HÁTÍÐARDAGSKRÁ vegna 90 ára afmælis Gerðahrepps hefst klukkan þrjú í dag í Iþróttamiðstöðinni. Þar verða meðal annars flutt tónlistarat- riði, söngur og Davíð Oddsson forsætisráðherra og ýmsir fleiri munu flytja ávörp. Risa- stór afmælisterta verður á boðstólum fyrir gesti. Um kvöldið verður skemmt- uninni haldið áfram í íþrótta- miðstöðinni og frá kíukkan 23 mun hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leika fyrir dansi. I gær var opnuð í Gerða- skóla sýning á vinnu nemenda skólans og bama úr Leikskól- anum Gefnarborg á ýmsu sem varðar sögu hreppsins. Sýning- in verður opin í dag klukkan 12-15 og á morgun klukkan 12- 17. Einnig era opnar sýningar í Byggðasafninu, í nýopnuðu Sögu- og minjasafni Slysa- varnafélagsins og í Sæborgu sýnir listamaðurinn Gunnar Órn verk sín. Garðskagi. Sand- gerði í]f ' Gerda- hreppur Vú;Vi,uvtt l eifssiöá vý K ef i a v í k Hafnir Hafna^/1 berg Hópsnes 0 5km
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.