Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF Aftur til fortíðar Frá Sigrúnu Ármann Reynisdóttur: ÞEGAR mér var sagt frá manni sem er öryrki og leigir hjá Öryrkja- bandalagi íslands, sem hefur fai'ið fram á útburð hans, hrökk ég við. Þessi öryrki er 69 ára gamall og býr við fjárhagsörðugleika. Að þvílíkt geti gerst í nútímasamfélagi hefði ég aldrei trúað. Mér sýnist við vera að hverfa aftur til fortíðar. Þetta minnir á gamla bændasamfélagið þar sem leiguliðarnir voru reknir burt er þeir gátu ekki lengur staðið í skilum. Síð- an ráfaði þetta fólk um sveitir og var illa séð hvar sem það kom. Og oft varð þetta fólk úti því það er erfitt að eiga að búa úti í kuldanum á Islandi. Stjórnmálamenn tala um góðæri og það er sífellt verið að tala um vel- ferðarsamfélag hér. En eru engin önnur úrræði í slíku samfélagi en að henda fátæku fólki út eins og hverju öðru rusli? Allir eiga samkvæmt Stjórnarskrá íslands að eiga heimili. Finnst mér ekki hæfa kristnu sam- félagi að svona illa sé farið með lítil- magnann. Eigum við ekki að halda áfram til framtíðar og sýna, sem kristið fólk, þann kærleika að hlúa að sjúkum og þeim sem bágt eiga? Það á að vera krafa okkar að það sé ekki hægt að bera fólk út öðru vísi en öruggt sé, að hægt sé að veita því skjól fyrir veðri og vindum. Það var Húmanistaflokkurinn sem vakti athygli á þessu atviki með mót- mælum sínum. Það voru engir aðrir sem lögðu þessum manni lið þegar átti að bera hann út. Þessi flokkur vakti líka athygli á neyð þeirri sem ríkir í borginni í húsnæðismálum í nýliðnum kosningum. Eg held að fólk ætti að fara að hugsa sinn gang því ef núverandi stefna ríkir áfram munu margir lenda í sömu sporum og bætast í hóp þeirra sem eru á hrakhólum með húsnæði eða búa við algjört húsnæðisleysi. Það er ein- göngu samstaða okkar sem dugar til að rísa upp gegn þessu ástandi. SIGRÚN ÁRMANN REYNISDÓTTIR, Hraunbæ 38,110 Reykjavík. -------♦ ♦ ♦ ~ Að láta á móti sér Frá Auðuni Braga Sveinssyni: EKKI ER víst, að allir geri sér glögga grein fyrir inntaki þessa orðtaks: að láta á móti sér, því að það heyrist, held ég, sjaldan núna og er ekki heldur í tísku. Hvað þýðir þetta þá eiginlega? Það þýðir á nútímamáli; að neita sér um eitthvað. Þegai’ við neitum okkur um eitthvað, hvort sem það er hlutur eða eitthvað annað, gerum við okkur Ijóst, að ekki er hægt að veita sér allt. Það mundi aldrei geta geng- ið upp. Flestir gera sér ljóst, að fjár- hagurinn leyfir slíkt ekki. Flestir staðfesta ráð sitt einhvern tíma, segjum milli tvítugs og þrítugs. Þá er oft þannig ástatt, að ekkert fjármagn er til, svo að festa megi kaup á íbúð, sem telja verður að sé nauðsynlegasta umgjörðin um líf okkar. Hvað hefur orðið af vinnu- tekjum margra í þessum hópi? Þær hafa farið í nám hjá ýmsum, og er ekki nema gott eitt um það að segja, en aðrir hafa einungis notað tekjur sínar í vasapeninga. Þeir hafa ekki látið neitt á móti sér. Það hlýtur að vera gaman að geta látið margt eftir sér, en koma mein eftir munað! Þeg- ar stofha skal heimili, er ekki eyris- virði til! Peningarnir hafa runnið eins og sandur um greiparnar - týnst úr götóttri pyngju! Gaman hefði annars verið að eiga, þó ekki væri nema eina milljón, til að koma íbúðarkaupum af stað. Sagt er, að sparnaður sé á undan- haldi hér á landi, og er illa farið, því að einmitt hann er grundvöllur vel- megunai-. Munum: Margt smátt gerir eitt stórt. Eflum sparnað, kennum æsk- unni að fara vel með fé. Það ætti að vera skyldunámsgrein í skólakerf- inu. Með þökk fyrir birtinguna. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Guðspjall dagsins; Ríki maðurinn og __________Lasarus.______________ (Lúk. 16) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfs- fólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Organleikari Jón Ólafur Sigurðs- son. 17 júní: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjamarson. Sr. Olafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Félagar úr Mótettukór leiða söng. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson, verkefna- stjóri safnaðaruppbyggingar, messar. Organisti mgr. Pavel Manasek. Kór Háteigskirkju leiðir söng. Sýning á textilverkum Heidi Kristiansen í tengi- gangi opin í tengslum við messuna og á opnunartíma kirkjunnar, 9-16 virka daga. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Kór Langholtskirkju syngur. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 20.30. Kór Laug- ameskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjami Karls- son. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Svandís Unnur Sigurðardóttir frá Arizona, Hagamel 31. Sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónas- son. SELT JARNARNESKIRK JA: Messa kl. 11. Organisti Vera Manasek. Prest- ur sr. Solveip Lára Guðmundsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Göngug- uðsþjónusta kl. 10. Ath. breyttan messutíma. Ekið með rútu strax að lokinni guðsþjónustu og genginn línu- vegur frá Skorradal í Leirárdal. Farið í sund og sauna í félagsheimilinu Hlöð- um á Hvalfjarðarströnd. Lambalæri snætt á eftir. Mæting á gönguskóm og galla til guðsþjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Pavel Smid. Fermd verð- ur í guðsþjónustunni Gyða Mjöll Níelsdóttir, Túngötu 3, ísafirði. Altar- isganga. Prestamir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Pétur Jónsson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta - helgistund kl. 20.30. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Stjómandi Hörður Bragason organisti. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta Fríkirkjan í Reykjavík Sumarguðsþjónusta kl. 14. Organisti er Pavel Smid. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 55 ^ MESSUR kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Hera Björk Þórhallsdóttir syngur einsöng. Altarisganga. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: sumarg- uðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Almenn samkoma kl. 20.30. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson talar. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarárstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11 og fimmtudag kl. 20. Prest- ur sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. SAMFÉLAG TRÚAÐRA: Guðsþjón- ustur á Grensásvegi 8 á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Ræðumaður Guðmundur Öm Ragnarsson. Allir velkomnir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir í lok samkomunnar. Olaf Engsbráten prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. 17. júní: Samkoma kl. 20. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir í lok samkomunn- ar. Edda M. Swan prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. FRfKIRKJAN VEGURINN: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun orðsins og fyrirbæn. Göngum í hús Drottins. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30,14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARfUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusí. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 20. Kveðjusamkoma fyrir majórana Reidun og Kare Morken, Rannvá Ol- sen og Sigurð Ingimarsson. Allir hjart- anlega velkomnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgun- söngur kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna ferðar kórs og org- anista. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRIKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöld- guðsþjónusta kl. 20.30 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Nýuppgerður safn- aðarsalur á miðhæð tekinn í notkun. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Einar Eyjólfsson. VIDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Vidalínskirkju kl. 11. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Hans Markús Haf- steinsson sóknarprestur. KÁLFAT JARNARSÓKN: Guðsþjónusta kl. 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Franks Herlufsen, organista. Sólveig Birgisdóttir flytur hugleiðingu. Félagar í Golfklúbbnum lesa ritningarlestra. Kaffiveitingar að athöfn lokinni í Golfskálanum í boði sóknamefndar. Sr. Bjarni Þór Bjama- son. STRANDAKIRKJA, Selvogi: Messa kl. 14. Rúta fer frá Grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: HNLFÍ Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Morgunbænir þriðjud. - föstud. kl. 10. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Guðsþjónusta verður sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta verður 17. júni kl. 13. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Engin guðsþjónusta á morgun, 14. júní. Næst verður messað á þjóðhátíðar- dag, 17. júní, kl. 13. Nánar auglýst síðar. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA Vestmannaeyjum: Kl. 11 almenn guðsþjónusta. Messu- kaffi. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. 17. júní: Guðsþjónusta kl. 14. Organ- leikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. MÚLAKIRKJA á Skálmanesmúla: Messa kl. 14. Prestur sr. Bragi Bene- diktsson. BJARNARHAFNARKIRKJA, Stykk- ishólmsprestakalli: Ferming sunnu- dag kl. 14. Prestur sr. Gunnar Eirikur Hauksson. Fermd verður. Hulda Hildi- brandsdóttir, Bjamahöfn. Retinol-15 m mmm HÉnar varasigi Retinol-15 System Retinol er byltingarkennt efni "Microsponge Technology" sem heldur A-vítamíninu stöðugu í húðinni. Retinol-15 eykur teygjanleika og þéttleika húðarinnar og minnkar litaflekki. Minnkar ótímabærar hrukkur til muna. Hentar bæði dömum og Hluthafafundur Boðað er til hluthafafundar íslenskra aðalverktaka hf. mónudaginn 22. júní 1998 kl. 16:00 í mötuneyti félagsins ó Keflavíkurflugvelli. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar félaasins um lækkun hlutafjár félagsins úr 2.200 milljónum Króna í 1.400 milljónir króna. Ástæða lækkunarinnar er mat stjórnar og sérfræðinga hennar að slík lækkun sé eðlileg oa muni treysta grundvöll viðskipta með hlutabréf felagsins á markaði. Tillaqa stjórnar gerir ráð fyrir að hlutafjárlækkun verði greiad hluthöfum í peningum innan fimm mánaða frá samþykkt hennar gegn afhendingu hlutabréfa þeirra í félaginu. 2. Tillaga um brevtingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytt hlutafé. 3. Tillaga um breytingu á samþykkt aðalfundar um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum vegna lækkunar hlutafjár. Tillögurnar munu ligaja frammi á aðalskrifstofu félcgsins Keflavíkurflugvelli, nluthöfum til sýnis, viku fyrir funaínn. Keflavfkurflugvelli, 11. júní 1998 Sfjórn Islenskra aðalverktaka hf. herrum. Dugguvogi 2-104 Reykjavík Fæst í helstu snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt! PARIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.