Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 53 Sumardag- skrá á Þing’- völlum í SUMAR eins og undanfarin sum- ur verður um helgar boðið upp á fjölbreytta dagskrá í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Landverðir verða með náttúru- túlkunarferðir þar sem fjallað verð- ur um náttúrufar garðsins og sögu lands og lýðs á Þingvöllum. Börnin fá eitthvað við sitt hæfi í barna- stundum þar sem frætt verður um þjóðgarðinn, málað undir berum himni og farið í leiki. Sr. Heimir Steinsson, staðar- haldari, tekur á móti gestum auk þess sem messað verður í Þing- vallakirkju hvern sunnudag kl. 14. Sumardagskrá hefst nú á sunnu- daginn og er þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins. Kveðjusamkoma á Hjálpræðis- hernum SÉRSTÖK kveðjusamkoma verður haldin sunnudaginn 14. júní kl. 20 á Hjálpræðishemum í Reykjavík fyr- ir Reidun og Káre Morken, Rannvá Olsen og Sigurð Ingimarsson. Hjónin Reldun og Káre Morken hafa sl. átta ár veitt Gistiheimili Hjálpræðishersins forstöðu en þau gegndu einnig starfi á árunum 1967-1972. Nú hafa þau náð eftir- launaaldri og láta því af störfum sem foringjar í Hjálpræðishernum eftir rúmlega fjörutíu ára þjónustu. Rannvá Olsen og Sigurður Ingi- marsson, hermenn við Reykjavík- urflokk, eru á förum til Færeyja en þar munu þau taka við starfi flokks- stjóra Hjálpræðishersins í Vogi. Allir er velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hafnarganga á Akranesi HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð með höfn- inni á Akranesi taugardaginn 13. júní. Farið verður með Akraborg- inni úr Reykjavíkurhöfn. Mæting við skipshlið kl. 9.15. Siglingaleiðinni og hafnarsvæð- inu verður lýst af kunnugu fólki. Litið verður inn í Byggðasafnið að Görðum og fleira verður í boði. AIl- ir eru velkomnir í ferð með Hafnar- gönguhópnum. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÆLITÆKIÐ Embla er ekki nema tæpt kíló að þyngd og gerir rannsakendum kleift að senda sjúklinga með tækið heim, þar sem svefh þeirra er tekinn upp. Myndabrengl MYNDABRENGL urðu í frétt um fyrirtækið Flögu í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum og birtist hér rétt mynd af mælitækinu Emblu. Kennd við rangan bæ í MYNDATEXTA í Morgunblaðinu í gær um Minjasafn SVFI í Garðin- um er Kristín Ingimundardóttir kennd við Gauksstaði. Það skal áréttað að hún býr á Reynisstað. LOKAÐIR FJALLVEGIR 11. júní 1998 Hálendisvegir óðum að opnast VEGIR á hálendinu eru óðum að opnast en nokkrir fjallvegir verða þó enn lokaðir um sinn, m.a. Sprengi- sandsleið og leiðin milli Landmanna- lauga og Eldgjár. Kjalvegur hefur hins vegar verið opnaður, svo og leiðin í Kerlingarfjöll. Hálendisvegirnir opnast nú held- ur fyrr en vanalega og þannig er t.d. áætlað að vegurinn milli Eldgjár og Landmannalauga verði opnaður 1. júlí en yfirleitt hefur hann ekki verið opnaður fyrr en kringum 9. júlí. Þá er áætlað að opna í Herðubreiðar- lindir 15. júní en þangað er oftast ekki opnað fyrr en um og eftir 19. júní. Ekki er löng bið eftir að Sprengi- sandsleið verði opnuð en fært er að sunnan vel inn fýrir virkjunarsvæð- in og Þórisvatn. Uxahryggjaleið er opin og sömuleiðis Kaldidalur. Enn er ófært að Snæfelli og í Kverkfjöll og sömuleiðis hefur ekki verið opnað inn á Hlöðuvelli. Vegagerðin gefur næst út kort um ástand fjallvega 18. júní. Vegagerðin og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu, og munu gera svo vikulega fyrri hluta sumars. Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Símar vegagerðarinnar eru: 563-1500 og grænt númer, 800-6315. 0 50 km GÖNGUHÓPUR á leið niður af Fimmvörðuhálsi. Horft yfir Morinsheið- ina á leið niður á Goðaland þar sem tjaldsvæði Útivistar eru í Básum. Jónsmessunætur- ganga titivistar ÁRLEG Jónsmessunæturganga Úti- vistar yfir Fimmvörðuháls verður helgina 19.-21. júní. Lagt verður af stað á fostudagskvöld og gengið yfir hálsinn um nóttina. Þessi ganga hef- ur verið vinsæl undanfarin ár og ávallt um og yfir 100 manns tekið þátt í henni og ekki að vænta að færri verði í þetta sinn. Farangur verður fluttur inn í Bása svo fólk þarf aðeins að mæta með nesti og nauðsynlegan fatnað til næturgöng- unnar yfir hálsinn, segir í fréttatil- kynningu. Einnig segir: „Fimmvörðuháls þarf varla að kynna enda ein vin- sælasta gönguleið um hálendi íslands í seinni tíð. Hann liggur á milli Eyja- fjalla- og Mýrdalsjökuls í um 1100 metra hæð yfir sjó J)ar sem hann er hæstur við skála Utivistar. Gangan hefst á fóstudagskvöldi við Skógafoss og henni lýkur á Goðalandi við Þórs- mörk á laugardagsmorgun. Þetta er nokkuð löng leið eða um 25 km og reikna má með að gangan taki 9-10 klukkustundir. Fararstjórar Útivist- ar sem þekkja Fimmvörðuháls vel munu leiða hópinn. Boðið verður upp á veitingar í VERSLUNARRÁÐ íslands efnir tii morgunverðarfundar í Sunnusal á Hótel Sögu þriðjudaginn 16. júní kl. 8-9.30. Á fundinum verður leitast við að svara þeirri spumingu hvort góð- ærið í efnahagsmálum sé farið úr böndunum. Meðal þeirra spurninga sem varpað er fram af þessu tilefni eru eftirfarandi: Vinnur hagstjórnin gegn þenslu? Þolir vinnumarkaður- inn uppganginn? Hvað getur góðær- ið varað lengi? ferðinni. Við göngubrúna yfir Skógá verður boðið upp á kakó og flatkökur og þegar kemur upp í skála Útivistar efst á hálsinum verður einnig boðið upp á súpu og samloku og í þriðja sinn verður boðið upp á hressingu þegar fólk kemur niður í Bása um morguninn. Síðast en ekki síst verð- ur boðið til grillveislu á laugardags- kvöldinu í nýju samkvæmistjaldi sem hefur verið reist í Básum og síð- an verður varðeldur með hljóðfæra- leik og söng. Auk gönguferðarinnar yfir Fimm- vörðuháls verður hefðbundin helgar- ferð Útivistar inn í Bása um helgina. Bæði á laugardag og sunnudags- morgun verður boðið upp á mismun- andi gönguferðir undir leiðsögn far- arstjóra Útivistar. Margar góðar gönguleiðir er að finna á Goðalandi og nágrenni eins og til dæmis Bása- hringurinn margfrægi, ganga á Úti- gönguhöfða eða Réttarfell, göngu- ferð inn í Tungur eða upp á Heiðar- horn og niður Hvanngil og fleira. Hvað verður fyrir valinu í þetta sinn fer eftir veðri og aðstæðum þegar á hólminn er komið en allir munu geta fundið sér göngu við hæfi.“ Framsögumaður á fundinum verð- ur Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, en auk hans munu eftirtaldir láta í Ijós álit sitt á efninu: Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá BM Vallá hf., Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri hjá Islandsbanka hf. og Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambandsins. Morgunverðarfundurinn stendur frá kl. 8-9.30. Fundargjald er 1.500 kr. Sumarsól- stöðuhátíð í Snæfellsnesi SNÆFELLSÁS, samfélagið Hellnum Snæfellsbæ, stendur íýTÍr sumarsólstöðuhátíð sem mun standa í fimm daga. Hún hefst 17. júní og lýkur sunnudaginn 21. júní. Hátíðargestir taka þátt í jarð- heilun, hugleiðslum og seiðvinnu að hætti víkinganna. Farið verður í bátsferð og ströndin milli Arnar- stapa og Hellna skoðuð ásamt fjöl- breyttu fuglalífi. Hvalir verða leit- aðir uppi og fólki gefst kostur á að veiða á stöng. Aflinn verður síðan grillaður um kvöldið fyrir þá sem þess æskja. Farið verður í grasa- ferð og gestum kennd notkun ís- lenskra jurta. Hellnar verða heim- sóttir og gestum kennt að skynja orkulínur og sérstaka orkustaði. Á miðnætti 20. júní verður farið upp á Snæfellsjökul. Ef veður hamlar jökulferð verður annar staður fyrir valinu. Hægt er að taka þátt í öllum fimm dögunum eða bara helginni. Gisting, fæði og allt annað er innifalið í verðinu, nema ferðin á Jökulinn. Allur upplýsingar gefur Snæfellsás samfélagið. MARÍA Valsdóttir sýnir textfl- skúlptúra í Galleríi Listakoti. Ermar í álögum MARÍA Valsdóttir opnar sýn- ingu á textílskúlptúra í Gallerfi Listakoti Laugavegi 70, 2. hæð. á morgun laugardaginn 13. júní. Verkin eru unnin á þessu ári og samanstanda af súlum klæddum silki, bómull og hör. Verkin eru unnin út frá formi erma í gegnum aldirnar. Þetta er fyrsta einkasýning Maríu, sem útskrifaðist úr Textfldeild MHÍ 1993. Hún hef- ur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, þ.á.m. Óháðri lista- hátíð 1993 og 1995, Menning- arnótt í Reykjavík 1996, Ljós, Menjar og Gnægtarborðið í Gallerfi Listakoti 1996-97. Sýningin er opin á verslunar- tíma; 10-18 á virkum dögum, 10-16 á Iaugardögum og 14-17 á 17. júní og lýkur 28. júní. Rætt um góðærið og liagstjórnina Hlaut styrk úr Minningar- sjóði Jóns Jóhannessonar STYRKUR var nýlega veittur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jó- hannessonar, prófessors. Halldór Bjarnason hlaut styrkinn að þessu sinni. Halldór hefur lokið BA-prófi og einnig kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Islands. Hann stundar nú framhaldsnám í hagsögu við Glas- gow-háskóla. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jó- hannessonar, prófessors, er eign Há- skóla íslands. Tekjum sjóðsins er varið til þess að veita stúdentum eða kandidötum í íslensku eða sagnfræði styrki til einstakra rannsóknarverk- efna sem tengjast námi þeirra. Fræðslutorg- við Miðbakka ÝMISLEGT verður í boði fyrir ein- staklinga og fjölskyldur á Fræðslu- torginu á Miðbakka um helgina. Sýningin Á slóðir saltsins fyrr og nú í tjaldi á Fræðslutorginu verður opin alla daga til 12. júlí. Fastir liðir eins og venjulega eru: Sælífskerin með nokkrum tegundum botndýra hafnarinnar. Eimreiðin Minör er vinsæl, einkum hjá yngri kynslóðinni, standur með upplýsing- um um vindátt, vindstig og lofthita og einnig verða upplýsingar um flóð og fjöru, sjólag út á sundum og skipakomur. Boðið er upp á stuttar fjölskyldu- sjóferðir með iangskipinu Islend- ingi frá bryggju í Suðurbugt (við Ægisgarð).Brottför úr Suðurbugt verður kl. 14 og 16 laugardag og sunnudag. Ijarnardans- leikur í Iðnó TJARNARDANSLEIKIR í Iðnó voru hápunktar skemmtanalífs landsmanna mestan part aldarinn- ar. Eftir endurbætur á Iðnó er þessi sögulega hefð endurvakin. Einungis verður efnt til örfárra Tjarnardans- leikja við sérstök hátíðleg tilefni á næstu árum. Þann 16. júní verður efnt til fyrsta Tjarnardansleiksins í tilefni þjóðhátíðardagsins. Eftir þríréttaðan kvöldverð hefst dansleikur með hörpuleik, strengja- kvartett, hátíðarræðum og skemmti- atriðum. Gestir munu mæta í sínu fínasta pússi því samkvæmisklæðn- aður er skilyrði. Dömur mæta í síð- kjólum, en karlar í kjól og hvítt. Miðasala er hafin í Iðnó. Miðasalan er opin frá kl. 12-18. Miðaverð er 6.500 kr. og er innifalinn þríréttaður matseðill, skemmtiatriði og dans- leikur. Miðaverð á dansleik er 2.900 kr. Hleypt inn kl. 23. Athugasemd frá meinatæknum MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Ástu Björg Bjöms- dóttur, formanni Meinatæknafélgs íslands, vegna athugasemdar Guð- finnu Ólafsdóttur formanns Félags íslenskra læknaritara í Morgun- blaðinu 10. júní sL: „Ég sem formaður Meinatækna- félags íslands tek undir lokaorð Guðfinnu Ólafsdóttur um að ekki eigi að vega að annarri stétt í kjara- baráttu. En vegna þess að Guðfinna vegur að meinatæknastéttinni get ég ekki annað en svarað. Hér á landi er nám meinatækna á háskólastigi þrjú og hálft ár og lýk- ur með Bs-gráðu og er mikill fag- legur metnaður í störfum meina- tækna. I Noregi era meinatæknar tæknifræðingar og eru í norska tæknifræðingafélaginu. Það að slá um sig með tilvitnunum í hvernig hlutirnir era gerðir á ófaglegan máta er ekkert nema minnkun á eigin virði. Því vil ég að félög snúi bökum saman, ekki bara „kvenna- stéttir" heldur stéttir sem vinna innan heilbrigðisgeirans og vinni saman að bættum kjörum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.