Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters PENINGAMIÐLARI í Tókýó réttir ritara pöntunarseðil með framlengfingarskafti frá borði sínu. Mikið gekk á á peningamörkuðum í Japan í gær og gengi jensins gagnvart dollaranum lægra en það hefur verið í átta ár. Kreppan í Japan ógn við Asíu alla Tvíbent áhrif á Vestur- löndum MÁR Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka íslands, segir að efnahagsástandið í Japan hafi áhrif á Vesturlönd- _ um, en þau áhrif séu tvíbent. „I fyrsta lagi mun þetta eitthvað draga úr eftirspurn eftir út- flutningi frá Evrópu, sem hefur mikið farið til Asíu, og það sama hefur gerst í Bandaríkj- unum. Þessi áhrif eru reyndar þegar farin að koma fram. Á móti kemur, að gengis- lækkun jensins er hluti af verð- hjöðnunarferli sem er í gangi í þessum heimshluta, og mun hvetja Japan og önnur lönd þar til að flytja út eins mikið og þau geta til Bandaríkjanna og Evr- ópu. Það hjálpar til við að halda niðri verðbólgu, sérstaklega í Bandaríkjunum.“ Ofsagt af heimskreppu Supachai Panitchpakdi, að- stoðarforsætisráðherra Tælands, sagði á miðvikudag að héldi gengi jensins áfram að falla gæti það leitt til nýrrar kreppu í Asíu, sem síðan leiddi til heimskreppu. Már telur þetta heldur ýkta spá. Hann bendir á að nú hafi menn af því nokkrar áhyggjur í Bandaríkjunum og líka Bret- landi að þar kunni að vera skammt í að efnahagurinn kom- ist á ofhitunarstig, en þróun mála í Asíu „gæti kælt niður Bandaríkin og haldið aftur af verðbólgu“. Þó segir Már, að það sem gæti gerst í framhaldi, sé að þessi lækkun á gengi jensins, „og ég tala nú ekki um ef jenið fer að stefna í segjum 150 gagnvart dollaranum", gæti skapað viðbótarþrýsting á aðra gjaldmiðla á svæðinu. Getur haft slæm áhrif í Kína og Hong Kong „Þá hafa menn áhyggjur af því í Kína og Hong Kong, þar sem tekist hefúr að halda stöð- ugleika, að þetta geti hrint af stað frekari kreppu í banka- kerfinu og fjármálakerfi þess- ara landa. Eg býst við að það hafí verið það sem varaforseti Tælands átti við að gæti haft áhrif á fjármálakerfið í heimin- um.“ Már segir þó óráðlegt að full- yrða neitt um hvað verði fyrr en þróunin taki að koma í ljós. „Það má hafa í huga að það eru til miklar viðbúnaðaráætlanir af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og seðlabanka heimsins, þannig að ég hef nú ekki trú á því að þetta geti leitt til neinnar alheimsfj ármálakr eppu.“ BLOKKUMANNALEIÐTOGINN Jesse Jackson reyndi í gær að lægja öldur haturs og reiði í bænum Ja- sper í Texas, vegna hryllilegs morðs á svertingja á sunnudag, með því að leggja til að svartir menn og hvítir reyndu að læra af þessum atburði að lifa í sátt og samlyndi. Ekld hafa allir svertingjar viljað taka undir sáttatón Jacksons heldur kvarta sáran yfir aðstöðumun svartra og hvítra. í fyrradag baðst svo Ronald King, faðir eins þeirra sem sakaður er um morðið, afsökunar á verkum sonar síns og biðlaði til átta þúsund íbúa Jasper að „elska nágranna sinn.“ Saksóknarar í Texas útbúa nú KREPPA í umfangsmesta efna- hagskerfi Asíu, því japanska, veit ekki á gott fyrir efnahag annarra Asíuríkja. Stjórnvöld í Japan til- kynntu í gær að samdráttur á síð- asta fjárhagsári hafi numið 0,7%, og er það í fyrsta sinn í hálfan þriðja áratug sem samdráttur ríkir sam- fleytt í heilt ár. Onnur Asíuríki hafa hingað til reitt sig á að Japan verði bjargvætt- ur efnahagsmála í heimsálfunni, þar sem ástandið hefur verið slæmt. En Japönum hefur ekki tekist að snúa við blaðinu og stöðva samdrátt und- anfarin átta ár, og tvisvar áður hef- ur ástand mála flokkast sem kreppa. Samdráttur tvo fjórðunga í röð er almennt viðurkennd skil- greining á kreppuástandi. Efnahagsáætlunarstofa Japans hvikar hvergi frá þeirri spá sinni að hagvöxtur muni nema 1,9% á þessu ári. Hagfræðingar eru hins vegar ekki eins bjartsýnir, og segja að þótt 116 milljarða jena efnahags- hvati verði óneitanlega búhnykkur séu engin merki um að Japanir ætli sér að grípa til þeirra erfíðu að- gerða sem nauðsynlegar séu ef efnahagurinn eigi að batna. „Öldudalur" „Hvatinn mun ekki duga til þess að breyta stöðunni," sagði Chris Calderwood, hagfræðingur við Tókýóútibú Jardine Flemming verðbréfafyrirtækisins í samtali við Associated Press. „Þetta ár verður öldudalur." Svartsýni á efnahagsþróunina í málsókn á hendur þeim John King, Lawrence Brewer og Shawn Berry og hyggjast fara fram á líflátsdóm. Morðið á James Byrd, sem dreginn var langa vegalengd af bifreið mannanna með hræðilegum afleið- ingum, hefur vakið minningar um kynþáttaglæpi fyrri tíma og velta Japan hefur dregið gengi jensins niður og fór það í 144,75 gagnvart Bandaríkjadollar í gær. Þetta eykur síðan þrýstinginn á aukna sölu og lækkað gengi annarra austur- asískra gjaldmiðla, en það var einmitt mikil sala á tælensku bahti í júlí í fyrra sem kom af stað efnahag- skreppunni í Asíu. Fulltrúi Efnahagsáætlunarstof- unnar sagði í gær að minnkandi eft- irspurn eftir japönskum útflutn- ingsvörum í Asíu væri ein helsta ástæðan fyrir slæmri stöðu. Ut- flutningur dróst saman um 3,8% á fyrsta fjórðungi þessa árs, innan- landsneysla jókst um 0,1% en hafði fallið um 1% á næsta fjórðungi á undan. Hagfræðingar segja þó að hin slæma staða sé að mestu leyti Japönum sjálfum að kenna. Oheppi- legar lánveitingar japanskra banka fyrir tíu árum hafi leitt til þess að þeir eigi enn útistandandi sem svar- ar 531 milljarði Bandaríkjadollara af ógreiddum skuldum. Áfskriftir þessara lána hafa gleypt í sig megn- ið af aukafjármagni í bankakerfinu, sem hefur því ekki verið hægt að veita í lán til fyrirtækja. Fréttaskýrandi AP segir það hafa bætt gráu ofan á svart að Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra, hafi tekið upp á því að hækka skatta og rétta af fjárlagahallann einmitt þeg- ar hafi verið farið að glitta í efna- hagsbata í fyrsta sinn síðan 1990. Skattahækkunin hafi gert útaf við möguleikann á aukinni neyslu. Kreppufréttimar sem bárust frá Bandaríkjamenn nú fyrir sér hvort fordómar séu jafnsterkir nú og ætíð. „Ég held að tilfinningar svert- ingjanna hér einkennist af ótta við hið ókunna,“ sagði einn blökkumað- ur í Jasper sem kvaðst þrátt fyrir allt ekki hafa orðið fórnarlamb for- Japan í gær settu önnur Asíuríki í vamarstöðu, og segir fréttaskýr- andi Reuters að verst af öllu sé, að enginn viti hversu lengi leið Japans muni liggja niður á við. Fjármála- skýrendur vöruðu við þvi að hætta væri á annarri gengislækkunar- bylgju í Asíu, því sífellt fleira benti til þess að efnahagskreppan væri orðin sjálfvirk. Jenið í 150? Fastlega er reiknað með því að jenið muni fara í 150 gagnvart doll- aranum áður en langt um líður, og því megi búast við að vextir verði hækkaðir til að koma í veg fyrir frekari gengislækkun. „Ef jenið heldur áfram að veikjast með sama hraða og verið hefur undanfamar tvær vikur verður vaxtahækkunar- vörnin sífellt minna að gagni og gjaldmiðlar líklegri til að lækka í verði,“ sagði Don Hanna, hagfræð- ingur Goldman Sachs. Vextir em þegar það háir í sum- um löndum að það hefur gert að engu vonir um efnahagsbata á næstu ámm. Fréttaskýrandi Reuters segir að búast megi við að stjórnvöld sumra Asíuríkja grípi til peningaprentunar í því augnamiði að leysa vandann til skamms tíma og þetta muni lækka gengi gjald- miðlanna. Jan Lee, hagfræðingur við Hong Kong og Shanghai banka, segir að tælenska bahtið, filipeyski pesóinn, malaysíska ringgitið, og indónesíska rúpían muni lækka í verði um að minnsta kosti fimm af hundraði á næstu vikum. dóma. „Hvaða tilfinningar krauma undir niðri í þessum litla bæ? Hversu djúpt rista þær tilfinningar og það kynþáttahatur sem framkall- aði þennan atburð?" Hvítir íbúar í Jasper, þar sem 45% em svertingjar, hafa viljað skýra atburðinn sem einstakt brjál- æðisverk framið í ölæði en vísbend- ingar em um að tveir hinna gmn- uðu séu meðlimir í Ku Klux Kian. Jafnframt tóku þeir þátt í störfum öfgahóps hvítra manna á meðan þeir sátu af sér dóma og hafa þessar upplýsingar vakið reiði og ótta svertingja. Heimildir í Bandaríkj- unum herma hins vegar að Ku Klux Klan samtökin hafi fordæmt verkið og neitað aðild að því. Enn barist í Bissau ÁTÖK bmtust út á nýjan leik í Bissau, höfuðborg Afríkuríkis- ins Guinea-Bissau, í gær á milli uppreisnarmanna og stjómarhersins en sex dagar em liðnir síðan uppreisnar- menn reyndu að ræna völdum í landinu. Stjórnvöld í Portú- gal undirbjuggu í gær flutning 40 tonna af matvælum og nauðsynlegustu lyfjum til hjúkmnar en Guinea-Bissau er fyrrum portúgölsk nýlenda. Hammond Innes látinn BRESKI metsöluhöfundurinn Hammond Innes lést í fyrra- dag 84 ára að aldri. Spennu- sögur hans voru þýddar á ótal- mörg tungumál og komu margar þeirra út á Islandi við góðar undirtektir. Ekkert tilræði við Gaddafi STJÓRNARERINDREKAR í Egyptalandi og Líbýu neit- uðu í gær fregnum þess efnis að Moammar Gaddafi, leið- togi Líbýu, hefði aflýst ferð til Eg- yptalands fyrr í mánuð- inum vegna tilræðis við hann. JANA, opinber frétta- stofa Líbýu sagði sögur þess efnis að Gaddafi hefði særst lítillega í tilræði í borginni Benghazi, og að margir líf- varða hans særst illa, alger- lega ósannar. Felidi tauga- veiki Aiex- ander mikla? VÍSINDAMENN í Banda- ríkjunum telja sig nú hafa fundið dánarorsök Alexanders mikla sem lést fyrir meira en 2000 ámm. Telja þeir hann ekki hafa látist úr eitran eða malaríu eins og sagnfræðingar hafa talið heldur taugaveiki. Alexander mikli dó 33 ára að aldri í Babýlon árið 323 fyrir krists burð en hafði áður lagt undir sig Grikkland, Egypta- land og persneska keisara- dæmið. Páfa boðið til Betlehem YASSER Arafat, leiðtogi Pa- lestínu-Araba, hitti í gær Jó- hannes Pál páfa á einkafundi í Vatíkaninu og segist hafa boðið páfanum að heimsækja hina heilögu borg Betlehem árið 2000. Sagði Arafat að páfinn hefði tekið vel í hug- myndina. Enn hækkar tala látinna HJÁLPARSTARF gekk í gær erfiðlega vegna mikilla rign- inga á þeim svæðum Indlands sem verst urðu úti vegna hvirfilbylsins fyrr í vikunni. Tala látinna hefur nú náð 706. Morðið í Jasper í Texas Vekur spurning- ar um fordóma Gaddafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.