Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun á viðhorfum til verðmæta á virkjanasvæðum Vilji til að greiða fyrir verndun með hærra raforkuverði ÍSLENDINGAR vilja vernda hugsanleg virkjanasvæði og eru jafnvel tilbúnir að greiða fyrii' slíka verndun með fjárfram- lagi sem bætist við raf- magnsreikninginn. Auk þess telja þeir að auka þurfi lagavernd til að tryggja að ekki verði raskað við ýmsum nátt- úruperlum. Þetta kem- ur fram í skýrslu Sig- ríðar Á. Ásgrímsdóttur verkfræðings, sem er ritgerð til meistara- prófs í hagfræði við Há- skóla Islands og ber yf- irskriftina Verðmæta- mat á náttúru, minjum og útivist og fyrirhuguðum virkjanasvæðum í Skagafirði. Verðmæti sem ekki myndast á markaði Sigríður kannaði viðhorf Skag- fírðinga til verðmætis virkjana- svæða, til þess hvort þeir vildu vernda hugsanleg virkjanasvæði og hvort þeir væru tilbúnir að greiða íyrir slíka verndun. Könnunin var gerð í júlí 1997 að fýrirmynd norskrar könnunar frá 1993 og var tilgangur hennar að meta verðmæti umhverfis sem hingað til hefur skort aðferðir til að meta. „Þessi gæði eru ekki á markaði og það er hin hagfræðilega hlið málsins, að meta verðmæti sem myndast ekki vegna eftirspurnar á markaði. Það sem er kannski grunnurinn að því að þetta sé hagnýtt er að þegar ver- ið er að meta nýtingu umhverfis, leiðir og valkosti, t.d. við virkjanir, þá hefur hefðin verið sú að litið sé til atvinnutekna og atvinnutæki- færa, en nú þykir það ekki nægjan- legt. Nú er einnig talið nauðsynlegt að huga að verðmætum sem um- hverfinu eru tileinkuð, því sem ég kalla tilvistarvirði. Þá er horft til mats íbú- anna á náttúru, minj- um og útivist," segh’ Sigríður. Sigríður segist hafa þýtt og aðlagað spum- ingarnar úr norsku könnuninni og reynt að gera þær mjög svipað- ar til að auðvelda sam- anburð. Af 100 heimila úrtaki fengust svör frá 75 heimilum. Áhrif Blönduvirkj- unarjákvæð „I ljós kom að u.þ.b. helmingur svarenda telur að virkjun Blöndu hafi jákvæð áhrif, en engu að síður er einnig helmingur sem vill ekki virkja. I skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 1994 var fjórum mögulegum virkj- anasvæðum í Skagafirði lýst, en þar sem ekki er komið umhverfismat vegna þeirra þá notaði ég gögn frá Orkustofnun um forathuganir og rannsóknir og hafði að auki reynsl- una af Blönduvirkjun og áhrif henn- ar. 53% aðspurðra sögðust vilja vemda eitt af þessum fjórum svæð- um. Svarendur vom líka á því að auka þyrfti lagavernd, þ.e. að vernda þyrfti vissar náttúraperlur á Islandi með lögum. Fólk var undr- andi á því að aðeins eitt svæði, Laxá í Aðaldal, er verndað með lögum gegn því að verða virkjað. Gullfoss og Dettifoss eru t.d. ekki verndað- ir,“ sagði Sigríður. I ljós kom að fólk vill greiða fyrir vemdun og er tilbúið að greiða hærra raforkuverð vegna náttúru- verndar. „Það sem ég kaila virði af- nota er hægt að meta ef fólk stund- ar t.d. útivist eða ef fólk hefur tekj- ur af afnotunum. Einnig er metið virði óvirkra afnota sem verður til þegar fólk veit að einhver náttúra er til sem verður vernduð áfram. Hún hefur virði í sjálfu sér og hugs- anlega vegna síðari nota,“ segir Sig- ríður. Tekjuhærri vilja frekar borga Hún segist hafa reynt að sjá hvaða félagslegu þættir gætu ráðið verndunarvilja fólks en ekki fundið marktæka fylgni. Þó segist hún hafa séð vísbendingar um að þeir sem stunda útivist, ekki endilega á virkjanasvæðunum sjálfum, vilji vernda þau. Þá segist hún hafa séð marktæka fylgni milli greiðsluvilja og tekna fólks. Þeir sem hafi meiri tekjur vilja frekar borga fyrir vemdun. Þá kom líka í ljós þegar spurt var um ákveðna virkjunar- möguleika með mismikilli umhverf- isröskun að fólk er tilbúið til að greiða meira fyrir verndun þar sem meiri röskun er fyrirséð. „Ei-fitt er að yfirfæra niðurstöð- urnar á allt landið, en ég gerði þó tilraun tii þess með reikningslegum vangaveltum. Þetta gæti samsvarað því að Islendingar væru tilbúnir að gi’eiða 2-10% af verði þeirrar orku sem orkuíyrirtækin seija til stóriðju til verndunar hugsanlegra virkjun- arsvæða. Hafa verður í huga að þetta byggist aðeins á verðmæta- mati íbúa eins svæðis," segir Sigríð- ur. Verndunarsjónarmið svipuð Um samanburð við norsku könn- unina sagði Sigríður að verndunar- sjónarmiðin hefðu ekki reynst ólík, vilji til vemdunar væri svipaður. Skagfirskir karlmenn voru tilbúnari til að greiða fyrir verndun en konur, en því var öfugt farið í Noregi. Sig- ríður telur skýringuna á þessu þá að norsku karlamir hafi séð fyrir sér störf við hugsanlega stóriðju í tengslum við virkjunina, en á þeim tíma er norska könnunin var gerð var atvinnuástand í Noregi ekki of gott. Sigríður Á. Ásgrímsdóttir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson STÓRLAXI landað í Blöndu fyrir skömmu, Blanda enn af- gerandi best ENN veiðist hvergi að gagni nema í Blöndu. Þar era komnir yfir 130 laxar á land og á fimmtudag veidd- ist þar vel á þriðja tug laxa. Þetta er mikil veiði, því aðeins era fjórar dagsstangir í ánni. I næsta nágrenni rennur besta laxveiðiá landsins til fjölda ára, Laxá á Ásum. Þar var opnað fyrir veiði 1. júní, en á fimmtudag var enn beðið eftir fyrsta laxinum á land. Þeim krossgötum var þó náð, að loksins hafði sést lax í ánni. Áin er hins vegar hálf ræfilsleg vegna vatnsleysis eins og flestar ár í land- inu og það era ekki skilyrði sem henta laxinum til göngu úr sjó. Sama heygarðshornið Enn er allt við sama heygarðs- homið í ám á Vesturiandi, vatn í þeim þverr með hverjum deginum sem líður, laxar era fáir gengnir og þeir sem hafa vogað sér úr sjónum era styggir og fela sig. I gærdag voru aðeins þrír komn- ir á land úr Laxá í Kjós, tveir komu fyrsta morguninn og einn á fimmtudag. Enginn fyi-ir hádegi í gær. I Þverá var holl að halda burt með fjóra og tveir bændadagar í Kjarrá höfðu skilað 7 löxum í veiði- bók. Alls vora komnir 25 laxar á land úr Kjamá og Þverá. Stærsta laxinn veiddi Jón Pétursson í Grænhyl í Kjamá á maðk, 20 punda fisk. „Það var skemmtileg glíma, hann var fírnasterkur og það tók mig hálftíma að ná hon- um,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. Holl sem lauk veiðum í Norðurá í gærdag fékk 9 laxa og vora þá komnir 50 laxar úr ánni að sögn Guðmundar Viðarssonar, kokks í veiðihúsinu. Góð silungsveiði Veiði hófst á silungasvæðinu í Breiðdalsá um mánaðamótin og era komnir um 100 fiskar á land, mest sjóbleikja sem kemur inn og hopar út eftir sjávarföllum. Þetta er vænn fiskur, mikið 2-3 pund. Hæstiréttur dæmir bætur vegna dauða manns sem lenti undir kranabómu Sök eiganda dæmd 2/5 og hins látna 3/5 HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag kranaeiganda til að greiða mæðgum skaðabætur, eig- inkonu og dóttur manns, sem lét lífið þegar kranabóma gaf sig. Sök eigandans var dæmd 2/5 og bæt- urnar í sama hlutfalli. Eiginkona mannsins og tvær dætur þeiira stefndu fyrirtæki þvf er hann vann hjá og var fram- kvæmdastjóri fyrir og eiganda kranans, sem hafði leigt hann til verksins sem verið var að vinna. Maðurinn var að vinna við brúar- smíði við Skálm á Mýrdalssandi en fyrirtæki það er hann var fram- kvæmdastjóri fyrir var verktaki við framkvæmdimar. 27. júlí 1994 gaf kranabóman sig, þegar lyfta átti brúarbita, og tveir menn létust. Kraninn hefði ekki átt að vera í notkun f dóminum kemur fram að eig- andi»kranans hafi lánað eða leigt hann til verksins en hafi ekki haft afskipti af notkun hans eða af verk- inu sjálfu. Hins vegar hafði hann látið undir höfuð leggjast að fara að kröfum Vinnueftirlits ríkisins og Iðntæknistofnunar íslands sem fram vora settar 1991 og lutu m.a. að endurnýjun á bómuhluta. Vinnueftirlitið ítrekaði kröfurnar 1992 og 1993 en fylgdi þeim ekki eftir. Það var einmitt þessi sami bómuhluti, sem var verulega tærð- ur, sem gaf sig í slysinu. „Verður að virða stefnda [... ] það til sakar að hafa látið kranann vera í notkun við verklegar framkvæmdir í slíku ástandi og er það á áhættu hans ef slysið verður rakið til þess,“ segir í dóminum. Tvöfalt álag á kranann Þá kemur fram að álag á kran- ann, þegar slysið varð, var u.þ.b. tvöfalt meira en leyfilegt var á nýja bómu samkvæmt tölum og mæling- um um burðargetu hans. Dóminum þykir sýnt að ástand kranabómunn- ar hafi verið samverkandi orsök slyssins. Kranaeigandinn verði að bera hallann af þeirri óvissu enda hafi hann ekki mátt lána kranann til brúarframkvæmda í því ástandi sem hann var. „Hann verður því fyrir sitt leyti að bera fébótaábyrgð á slysinu." Framkvæmdastjórinn var verk- stjóri við framkvæmdirnar á Mýr- dalssandi þegar slysið varð. Lagt er til grundvallar dómi að hann hafi ákveðið tilhögun verksins. í dóminum segir að Vinnueftirlit rík- isins hafi talið að sú vinnuaðferð sem notuð var hafi í eðli sínu verið hættuleg og „unnt hefði verið að draga bitana í bráðabirgðabrúna burtu á sama veg og þeir vora dregnir yfir ána, þegar brúnni var slegið upp“. Framkvæmdastjóranum hefði átt að vera ljóst, þar sem hann var þaulvanur verkstjórnandi, að kranabóman var undir hættulegu álagi þegar hann ákvað að losa bit- ann með félaga sínum og fara und- ir bómuna, en þetta verklag er talið hafa verið með öllu ónauðsynlegt og varhugavert. Slysið verður því einnig rakið til eigin sakar fram- kvæmdastjórans. Fyrirtækið sýknað Fyrirtæki framkvæmdastjórans er sýknað af bótakröfum vegna þess að hann hefði sjálfur ekki get- að sótt félagið til ábyrgðar hefði hann lifað slysið af. Ekki er fallist á bótakröfu eldri dóttur framkvæmdastjórans, sem var 22 ára þegar slysið varð. Fallist er á kröfu ekkjunnar sem miðuð er við launatekjur manns hennar síð- ustu 12 mánuði fyrir slysið að við- bættu lífeyrisframlagi vinnuveit- anda. Ekki var fallist á aukakröfu um bætur vegna verðmætis launa við heimilisstörf og aðdrátta mannsins til heimilisins. Krafa u.n 250.000 krónur vegna útfarar- kostnaðar þótti hins vegar rétt- mæt. Fallist var á kröfu yngri dótt- urinnar, sem byggð var á ákvæðum skaðabótalaga um bætur fyrir missi framfæranda til eftirlifandi barns, en krafa sem byggð var á því að ætla mætti að stúlkan hefði notið fjárhagslegrar aðstoðar fóður síns eftir 18 ára aldur þótti ekki eiga við rök að styðjast. Verulegt gáleysi framkvæmdastjórans Niðurstaða dómsins er sú að kranaeigandinn og framkvæmda- stjórinn sjálfur eru taldir hafa átt sök á slysinu. Gáleysi fram- kvæmdastjórans þykir hafa verið svo verulegt að fébótaábyrgð kranaeigandans takmarkast við 2/5 hluta tjónsins. Er hann dæmd- ur til að greiða mæðgunum bætur í sama hlutfalli eða 2/5 af kröfum þeirra, móðurinni tæplega 1,4 milljónir kr. með vöxtum og dótt- urinni 416 þús. krónur með vöxt- um. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim sameiginlega 300 þús. krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gíslason, Guðrún Eriends- dóttir, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Valgeir Krist- insson hrl. fór með málið fyrir mæðgumar, Hákon Árnason hrl. fyrir fyrirtæki framkvæmdastjór- ans og Ólafur Axelsson hrl. íyrir kranaeigandann. Sératkvæði eins dómara Hjörtur Torfason hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði en hann taldi að ekki hefði átt að sýkna fyr- irtækið af kröfum mæðgnanna heldur hefði það átt að bera ábyrgð á missi mæðgnanna við fráfall mannsins í sama hlutfalli og kranaeigandinn, 'að óskiptu með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.