Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Smáfólk THERE I WAS, OFF FI6HTIN6TME REt? 0ARON(U/HILE TOU 6UV5 WERE PLAYIN6 BRIP6E! WHAT DO VOU HAVE TO 5M FOR T0UR5ELVE5? "Sr /777\ /uiell,u)ith three\ M KIN65,1 D HAVE 60NE RI6HTT0 VjSIIX 5PADE5. Hvers konar húsbóndaholl- usta er þetta eiginlega?! Þarna var ég, að beij- ast við rauða barón- inn, á meðan þið voruð að spila brids! Hvað hafið þið ykkur til afsökunar? Nú, með þrjá kónga, þá hefði ég strax sagt sex spaða... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hreinleiki Krists Frá Konráði Friðfinnssyni: í KRISTNINNI hafa menn til- einkað sér ýmsa góða siði gegnum aldimar. Siði sem margur hver brúkar enn í dag, sér til gagns. Geta þessir siðir enda minnt menn á til- vist Jesú Krists, ef rétt hugarfar fylgir þeim. Sem kunnugt er þá er Kristur frelsari mannanna og ekkert annað nafn er þeim gefið sem getur frelsað þá og leitt í ríld Guðs á himnum. Einnig er yndislegt að eiga fullvissu um frelsara sem er fær um að leysa menn út úr öllum kringumstæðum, þegar vindar mótlætis herja í fang þeirra, og gefa frið í hjartað. Eins og segir: Komið til mín, allir þér sem berið þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Eg talaði áðan um gagnlega siði og langar að benda hér á einn og gera hann að umræðuefni í dag. Þessi siður hefur verið viðhafður í landinu um langa hríð. En er kannski, nú svona, á vissu undan- hadi, líkt og mörg önnur kristin gildi einnig eru, því miður. Já, ég er að tala um að signa sig í nafni Föðurins, Sonarins, og hins heilaga anda í hvert sinn sem menn fara í hrein nærföt. Mér er það til dæmis minnisstætt frá æskuárunum að móðir mín, blessunin, signdi okkur systkinin áður en við fengum að fara í þessar hreinu flíkur. Og sat maður svo sem undir þessu, án þess að gera sér grein fyrir merkingu orðanna. Ekki var það nefnilega fyrr en á dögunum sem Drottinn minn lauk upp fyrir mér hvað að baki þessu verki móður minnar bjó. Athöfnin var afar merkileg og vel þess virði að ræða um hana. Að signa sig, áður en skipt er um nærföt og fara í önnur hrein er ákveðið tákn sm minnir menn á hreinleika Jesú Krists. Signingin skírskotar því til kristninnar í djúpri merkingu hennar og er fyrir þær sakir góður og gagnlegur siður þótt menn átti sig ekki alltaf á þessu. Enda ljóst að margt sem við framkvæmum er af gömlum vana sem ekkert sérstakt innihald hefur, við fyrstu sýn, að okkar mati. Kristnir menn vita að Kristur dó á krossi fyrir syndir allra manna. Með dauða hans opnaðist mönnum leið heim til Guðs. Og þeir sem lesið hafa Biblíuna vita jafnframt að Jesús var hreinn og algerlega óflekkaður af heiminum, er þessi hörmulegi, en stórfenglegi atburð- ur, átti sér stað. Guði, í kærleika sínum til heimsins, þóknaðist að láta allt þetta ganga yfir þennan sak- lausa mann til að geta keypt mitt líf og þitt líf úr þessum heimi. Á Golgatahæð, þar sem blóð frelsar- ans rann á jörðina, var skuldabréfið gert ógilt. I Jóhannesarguðspjalli stendur ritað: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans“ (Jóh. 1:12) Eina sem þarf er trú í Jesú nafni og eilífa lífið er raunveruleiki. Þegar menn signa sig þá eiga þeir að minnast hreinleika Krists. Hrein nærfötin hjálpa þeim að muna, hafi þeir réttan gunn að byggja á og skilning frá Drottni vorum Jesú Kristi. Sérhver siður manna, sem minnir á þetta, er góður sem vert er að halda í. Og margir siðir, sem böm em vanin á, rifjast oft upp á full- orðinsárum. Vegna þess að hjartað getur bæði geymt góðar og vondar minningar. Stöldrum ögn við sign- inguna og reynum að skilja hvað hún raunverulega er. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Vesturgötu 18, Hafnarfirði. „Efnin voru handtekin“ Frá Þorsteini Guðjónssyni: FYRIR nokkrum ámm létu Banda- ríkin það á móti viðskipta-rými, að öll vegabréfa- og tollskoðun við landamæri Mexíkó skyldi afnumin; afleiðingar þessa hafa nú verið rann- sakaðar, og segja fréttir að meðal þeirra afleiðinga sé það, að heróín streymi nú í stríðari straumum en nokkru sinni yfir þau landamæri. Mér skilst að margfaldaður inn- flutningur slíkra efna þýði marg- faldaða neyslu, og þegar talað er um mikla nauðsyn „okkar“ á því að „vera með í Schengen" þá má telja það fyrst og fremst í þágu eitur- dreifenda. Það er munur að þurfa ekki að eiga á hættu að burðardýrin verði hremmd við vegabréfaskoðun! Það er upplýst - og staðreyndinni ómótmælt - að eitumeysla ungs fólks í miðbæ Reykjavíkur er eins og þar sem verst gerist í stórborg- um (skv. skýrslu sænsks lögreglu- manns). Hversvegna það veldur ekki mestu uppnámi, að þessi vit- neskja héfur skapast, heldur hitt, að frá henni skuli vera sagt, er með því kynlegasta af mörgu kynlegu sem við hefur borið að undanfömu. Reynir nokkur að skýra málið? Ánnað meira en Htið kynlegt er þetta: Það er vitað að samkomur óhljómsveita em mestu gróðrarstí- ur eitumeyslunnar, og er tekið dæmi af einni sem hér hefur nýlega verið á ferð við mikla aðsókn - og í kjölfarið jókst eiturlyfjaneyslan. Nú kvað vera von á annarri, sem nefiid er „Veltandi skriða" eða eitthvað samsvarandi, og þarf ekki að efa, að aðsóknin verður enn meiri - 30.000 manns vilja þeir fá, niður í Sunda- höfn. Það er talað eins og fortíðar- mál hljómsveitarinnar séu svo sem ekki neitt. Og svo ætla menn að hafa ísland eiturlaust árið 2002! „Hvar er kvenmaðurinn?" („ou est la femme?“) segja þeir frönsku þegar eitthvað meir en lítið vafa- samt hefur gerst; átt er við, að í svoleiðis málum þurfi jafnan tvö til. Þetta kom mér í hug þegar pillutalningarmál lögreglustjóra- embættisins vora að byrja að koma fram í dagsljósið. Kona, einkenn- isklædd, kom fram og sagðist ekki vera í vafa um að málið mundi upp- lýsast á einfaldan hátt. „Efnin vora handtekin,“ sagði hún, og nefndi dagsetningu. „Margt hrýtur nú út úr fólki,“ hugsaði ég. En rétt á eftir endurtók hin sama „efnin vora handtekin". Þar sem íslenskunni er mis- þyrmt, er jafnan von á hinu versta. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSÖN Rauðalæk 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.