Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Forstöðumaður heilbrigðisdeildar HA hlýtur alþjóðleg rannsóknarverðlaun Verkefni með alþjóð- lega skírskotun SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, fékk ný- lega rannsóknarverðlaun sem veitt eru af deild innan alþjóðlegs heiðursfélags hjúkrunarfræðinga. Sigríður sagði í samtali við Morg- unblaðið, að rannsóknarverðlaun- in væru mikilvæg og kæmu Akur- eyri og raunar Islandi, skemmti- lega inn á kortið á þessu fræða- sviði. „Það voru bandarískir hjúkrun- arfræðingar sem höfðu frum- kvæði að tilnefningu minni til þessara verðlauna og höfðu sam- band við ýmsa aðila sem þekkja til minna rannsókna- og fræðistarfa. Fyrir utan stuðningsbréf frá ís- lendingum bárust meðmælabréf frá ýmsum aðilum, aðallega frá fólki við háskóla í Bandaríkjunum og Kanada, en einnig frá háskóla- fólki m.a. í Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Póllandi, Englandi og Grikklandi. Rannsóknir hafa oft alþjóðlegt gildi og það sem ég hef verið að fást við virðist hafa al- þjóðlega skírskotun.“ Umhyggjuleysið niðurbrjótandi Megináhersla í rannsóknum Sigríðar hefur verið á reynslu fólks, sem leita þarf til heilbrigð- isþjónustunnar, af umhyggju og umhyggjuleysi. Sigríður sagði margendurtekið hafa komið fram hve umhyggjan byggir upp fólk. „Það kemur hins vegar alltaf jafn illa við mig hvað umhyggju- leysið er niðurbrjótandi. Það stuðlar að kjarkleysi þess sem þegar hefur á brattann að sækja vegna sjúkdóms eða mikilla um- skipta í lífi sínu. Eg hef einnig rannsakað hin ýmsu birtingar- form þjáningarinnar og hvernig hægt er að lina þjáningar fólks, m.a. með sannri umhyggju. Heil- brigðisstarfsmenn vinna oft stór- kostlegt starf við erfið skilyrði,“ sagði Sigríður. Veita átti rannsóknarverðlaun- in við hátíðlega athöfn í Banda- ríkjunum, en Sigríður átti ekki heimangengt þar sem hún eignað- ist son fyrir skömmu. „Það eru mikil viðbrigði að vera svo mikið heima eftir að hafa sinnt mjög annasömu starfi sem forstöðu- maður við Háskólann á Akureyri i tæp 7 ár. Eg er þó búin að fá mér tölvu og prentara svo ég geti haldið áfram að sinna rannsókn- ar- og fræðistörfum. Þá hef ég skemmt mér undanfarið við að læra finnsku milli gjafa. Eg hef flutt fyrirlestra af ýms- um tilefnum í Finnlandi og verið mikill sómi sýndur af þessari frændþjóð okkar. Ég hef þó ekki alltaf átt heimangengt til fyrir- lestrahalds og þá stundum fengið aðra til að flytja fyrirlestra mína fyrir mig og verður svo að vera á þessu ári. En þegar ég fer þangað næst vil ég gjarnan geta sagt þó ekki sé meira en einföldustu orð.“ Morgunblaðið/Bjöm Gíslason SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, með ungan son sinn, Jóhannes Bene- dikt Gunnlaugsson, á heimili sínu. Á borðinu er skjöldurinn sem fylgdi alþjóðlegu rann- sóknarverðlaunum hennar. Verslunar/þjónustuhúsnæði Til sölu er verslunar/þjónustuhúsnæði í Kaupangi við Mýrarveg ó Akureyri. Húsnæðið er samtals 128,2 fm og skiptist í jarðhæð og kjallara. Húsnæðið er til afhendingar strax. Upplýsingar hjó fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441. 1998 verður haldin þann 16. júní í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 18.00. Miðasala verður í Höllinni mánudaginn 15. kl. 17.00—19.00 og þriðjudaginn 16. frá kl. 13.00. Allir MA-stúdentar hvattir til að mæta Til sölu eða leigu glæsilegt verslunarpláss í verslunarmiðstöðinni Krónunni við göngugötuna á Akureyri. Ailar upplýsingar FASTEIGMSALAJI RYGOI) BREKKKÍOTil 4 S. 462 1744, 462 1820, fax 462 7746. Lögmaður: Jón Kr. Sólnes hrl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. Lyflæknar þinga á Akureyri ÞRETTANDA þing Félags íslenskra lyflækna hófst í Verkmenntaskólan- um á Akureyri í gær, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Þing fé- lagsins hafa verið haldin annað hvert ár, að jafnaði utan höfuðborgarsvæð- isins og er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið á Akureyri. Astráður B. Hreiðarsson, formað- ur Félags íslenskra lyflækna sagði að um 200 manns kæmu til Akur- eyrar í tengslum við þingið en þing- fulltrúar eru á annað hundrað. Á þinginu eru kynntar nýjustu rannsóknamiðurstöður í 92 fýrir- lestrum og á níu veggspjöldum. Auk þess verða þrír gestafyrirlesarar, m.a. tveir íslenskir læknar sem get- ið hafa sér gott orð erlendis fýrir vísindastörf sín. Þá verða að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi rannsókn ungs læknis og fyrir bestu rannsókn læknanema. Nokkrir læknar sem eru í sér- námi erlendis, bæði vestan hafs og austan, gera sér ferð hingað heim til þess að kynna starfsbræðrum sín- um og systrum niðurstöður rann- sókna sinna. Þá munu fulltrúar lyfjafýrirtækja standa fyrir fjölbreyttri lyfjasýn- ingu á vettvangi þingsins. Messur AKUREYRARKIRKJA: Kvöld- messa í Akureyrarkirkju kl. 21.00 sunnudaginn 14. júní. Fjmsta kvöldmessa sumarsins. Komið og eigið góða stund í kirkjunni. Séra Svavar A. Jónsson. Miðvikudagur 17. júni, helgistund við minnisvarð- ann um Helga magra kl. 10.00. Kór Akureyrarkirkju syngur og séra Birgir Snæbjömsson flytur hug- vekju. Þýsk-íslensk guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Hópur ungmenna frá Þýskalandi tekur þátt í guðsþjónustunni. Pétur Björgvin Þorsteinsson prédikar. Séra Svavar A. Jónsson. Fimmtu- dagur 18. júní. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 17.15, bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður í kirkjunni kl. 11.00 sunnudaginn 14. júní. Séra Hannes Öm Blandon þjónar. Athugið breyttan tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudaginn kl. 20.00; Hjálpræðis- samkoma. Athugið breyttan sam- komutíma í sumar. Ailir em hjart- anlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laugardagur 13. júní, karlamorg- un kl. 10.00 og bænastund kl. 20- 21. Sunnudagur 14. júní kl. 11.30, „Sunnudagaskóli fjölskyldunnar11 aldurskipt biblíukennsla fyrir alla fjölskylduna. G. Theodór Birgisson predikar. Kl. 20.00 samkoma, mik- ill og líflegur söngur. Jesús hefur lausn fyrir þig. Stella Sverrisdóttir predikar. Bamapössun íyrir börn frá eins til fimm ára. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag, samkom- ur með Caroll Thompson frá Bandaríkjunum kl. 20.00 hvert kvöld. Föstudaginn 19. júní kl. 20.30, unglingasamkoma. ------------- Ljósmyndasýning í Ljós- myndakompunni Svissneskur listamaður sýnir SYNING á ljósmyndum eftir sviss- neska vísinda- og listamanninn Andreas Zúst verður opnuð í Ljós- myndakompunni í Kaupvangsstræti á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Andreas Zúst er fæddur 1947 í Bern en býr og starfar í Zúrich þar sem hann nam náttúruvísindi. Sá lærdómur hefur komið honum að góðum notum í listsköpun hans. Ahugi hans á náttúrunni er sýnileg- ur í myndverkunum, hvort heldur hann sækir myndefnið beint til hennar, eða hann litar ljósmyndirn- ar með efnum sem úr náttúrunni koma. Zúst er víðfrægur myndlistar- maður og einna frægastur fyrir verk sitt „Bekannte Bekannte", ljósmyndaröð af þekktum vinum hans. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum víða og auk þess gefið út allmargar bækur. Dalvík Fjórir bjóða hús- næði undir vínbúð FJÓRIR aðilai- buðu fram hús- næði undir vínbúð á Dalvík en tilboðin voru opnuð í vikunni. Ríkiskaup, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunai’ ríkisins, aug- lýsti eftir þátttöku í lokuðu út- boði á rekstri vínbúðar og sam- starfi um rekstur verslunarinn- ar. Stefnt er að því að opna vín- búð á Dalvík um næstu áramót. Þeir sem buðu fram húsnæði eru: Ásgrímur Harðarson, Skíðabraut 3, Kaupfélag Eyfirð- inga Akureyri, sem rekur útibú á Dalvík, Guðmundur Ingi Jónatansson, sem rekur Víkur- prent á Karlsrauðatorgi 3, og Þeman ehf. fatahreinsun á Hafnarbraut 7. Rögnvaldur Skíði Friðbjöms- son, bæjarstjóri, sagði að fulitrú- ar Ríkiskaupa myndu nú taka út það húsnæði sem í boði er og kanna möguleika manna á að reka vínbúð á staðnum. Hann sagði það þarft mál að setja upp vínbúð og í raun eðlilegt í rúm- lega tvö þúsund manna sveitar- félagi. Einnig gæti rekstur vín- búðar haft jákvæð áhrif á aðra verslun í sveitarfélaginu. Minjagripa- sýning í Deigl- unni MINJAGRIPASÝNING verður opnuð í skrifstofu Gilfélagsins í Deiglunni á Akureyri laugardag- inn 13. júní. Þar em til sýnis 40 gripir af þeim 289 tillögum sem bámst í samkeppni Iðntækni- stofnunar, viðskiptaráðuneytis- ins og gallerísins Handverks & hönnunar. Þessir gripir em bæði þeir sem hlutu verðlaun í samkeppn- inni og aðrir áhugaverðir en samkeppnin var háð undir for- merkjum ,Átaks til atvinnusköp- unar“ með minjagripi að við- fangsefni og með áherslu á fjöl- breyttara úrval minjagripa fyrir ferðamenn. Sýningm er í tengslum við Listasumar 98 og í samvinnu við Listasafiiið á Akureyri og stend- ur til 28. júní. Opið frá kl. 14-18 alla vii-ka daga. Gallerí Svartfugl Þóra sýnir olíumálverk ÞÓRA Jónsdóttir frá Laxamýri opnar sýningu á oiíumálverkum í Gallerí Svartfugl í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 13. júní kl. 16.00. Sýninguna kallar hún „í norðurátt.“ Þóra er ljóðskáld og hefur gef- ið út 7 ljóðabækur auk ijóðaþýð- inga. Hún nam myndlist hjá Sig- fúsi Halldórssyni og í Myndlist- arskóla Reykjavíkur. Sýningin stendur frá 13.-27. júní, frá kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Aksjón Laugardagur 13.jún( 21.00^-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Sunnudagur 14.júní 21.00^-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Mánudagur 15.júni 21 .OO^Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.