Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
141. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Níu daga heimsókn Bills Clintons Bandarfkjaforseta til Kína hafín
Handtaka andófsmanna
skyggir á upphaf Kínafarar
Xian. Reuters. The Daily Telegraph.
NÍU daga heimsókn Bills Clintons
forseta Bandaríkjanna til Kina
hófst í gær í borginni Xian en þetta
er í fimmta sinn sem Bandaríkjafor-
seti heimsækir landið. Við komuna
lýsti forsetinn því yfir að höfuð-
styrkur Bandaríkjanna fælist í
„virðingu fyrir verðmæti, virðu-
leika, getu og frelsi hvers borgara“
og að sömu gildi myndu verða horn-
steinn „nýs Kína“.
Skömmu áður en Clinton lenti,
voru þrír kínverskir andófsmenn
handteknir. Skyggði það óneitan-
lega á upphaf ferðarinnar en hún
hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst
af baráttumönnum fyrir mannrétt-
indum, sem átelja hann fyrir að láta
mannréttindamál víkja fyrir við-
skiptahagsmunum. Hvorki kín-
verskir né bandarískir embættis-
menn segja mikilla tíðinda að vænta
úr ferð Clintons og er talið að tákn-
rænt gildi ferðarinnar verði mun
meira en beinn árangur.
Clinton, eiginkona hans, Hillary
Rodham, og dóttirin Chelsea lentu í
Xian um kvöldmatarleytið að kín-
verskum tíma eftir átján stunda
flug. Með í för eru ennfremur Mad-
eleine Albright utanríkisráðherra,
Robert Rubin fjármálaráðherra og
William Daley viðskiptaráðherra.
Clinton varkár í tali
Tekið var á móti forsetanum með
tilkomumiklum dansi, söng og
trumbuslætti í hinni sögufrægu
borg og var honum afhentur lykill
að henni. Við komuna ávarpaði
Clinton hóp útvalinna gesta. I ræðu
sinni boðaði hann nýjar hugmyndir
sem sæi stað í dögun nýs Kína.
Sagði forsetinn mikilvægt að gefa
öllum íbúum Kína „kost á að nýta
getu sína til fulls“, slíkt væri for-
senda framfara og árangurs.
Forsetinn var að öðru leyti var-
Reuters
BILL Clinton Bandaríkjaforseti heilsar börnum í Xian í Kína í gær. Með forsetanum er Cheng Andong, hér-
aðssfjóri í Shaanxi, en Clinton heimsækir fimm borgir þá níu daga sem ferð hans stendur.
kár í tali en ræðu hans var ekki
sjónvarpað eða útvarpað beint.
Ræðuhöldum Clintons hefur verið
stillt mjög í hóf og eini blaðamanna-
fundurinn sem hann heldur verður í
Hong Kong. Forsetinn mun hins
vegar halda ræðu á Torgi hins
himneska friðar á morgun, laugar-
dag, þar sem forseti Kfna, Jiang
Zemin, mun taka á móti honum.
Þeirri ræðu verður heldur ekki út-
varpað beint í Kína enda búist við
því að Clinton muni kveða fastar að
orði um mannréttindamál en hann
gerði í gær. Sagði einn ráðgjafa
Clintons að hann myndi hvetja Ji-
ang til að leyfa opnari stjómmála-
umræðu í Kína en nú er.
Þessi liður heimsóknarinnar hef-
ur verið harðlega gagnrýndur enda
torgið í hugum margra tákn um
mannréttindabrot kínverskra yfir-
valda sem brutu friðsamleg mót-
mæli námsmanna þar niður með
grimmilegum hætti árið 1989.
Þremenningamir sem handteknir
voru í gær, Yang Hai, Yan Jun og Li
Zhiying, höfðu hvatt Clinton til þess
að ræða við andófsmenn í Kínaför-
inni. Hefur eftirlit með öðmm and-
ófsmönnum verið hert á meðan á
heimsókninni stendur, að því er
virðist til að koma í veg fyrir að þeir
ræði við vestræna fjölmiðlamenn.
Lítið var fjallað um heimsókn
Clintons í kínverskum fjölmiðlum í
gær og mannfjölda, sem safnast
hafði saman á götum Xian, var
dreift skömmu fyrir komu hans.
Annað er uppi á teningnum í
Bandaríkjunum en tæplega 1.000
fréttamenn fýlgja forsetanum.
Sænska
súrsíldin
í hættu
Ósló. Morgunblaðið.
SVIAR hafa nú miklar áhyggj-
ur af því að hin hefðbundna
súrsfld (surströmming), sem
talin er ómissandi á sænsk
veisluborð, verði að öllum l£k-
induni bönnuð á næstu dögum.
Fari þar fyrir henni eins og
munntóbakinu, er ekki hlaut
náð fyrir augum framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í
aðildarviðræðum Svía að því.
Svíar fengu á sínum tíma und-
anþágu fyrir munntóbakið inn-
an eigin landamæra en svo
virðist sem embættismenn í
Brussel muni ekki miskunna
sig yfir súrsfldina.
Sfldin er veidd í Eystrasalti,
söltuð og látin geijast í viðar-
tunnum í 10-12 vikur áður en
hún er sett í niðursuðudósir.
Hefur það vakið furðu
margra að andstaða ESB við
súrsfldina er ekki vegna þefs-
ins af sænska þjóðarréttinum,
heldur þess að hún hefur geij-
ast í viðartunnum.
Samkvæmt reglum ESB er
ekki heimilt að geyma fisk,
sem ætlaður er til sölu í mat-
vöruverslunum, í trétunnum.
Mótbárur Svía um að þeir
hafi verkað og snætt fisk af
þessu tagi frá sextándu öld
hafa ekki verið teknar til
greina. Eru þeir afar sárir
vegna málsins, ekki síst þar
sem litið er svo á að með
þessu sé verið að svipta þá af-
sökun til að skola niður
bragðmiklum fiskinum með
staupi af snafsi.
Svíar vonuðust lengi vel til
að reglum ESB yrði ekki
framfylgt af hörku, þar sem
súrsfldin hefur til þessa ekki
verið eftirsótt útflutnings-
vara. Engu að síður hóf ESB
málarekstur gegn Svíum og í
byrjun síðasta árs fengu þeir
síðustu viðvörun og átján
mánaða frest til að kippa
þessum málum 1 lag. Rennur
hann út 1. júlf nk.
*
Norður-Irar kusu sitt eigið þing í gær í fyrsta sinn síðan 1972
Dregur úr fylgi
við Trimble
IMF lánar
Rússum
Washinglon. Reuters.
ÁKVEÐIÐ var á fundi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF) í gær að
veita Rússum lán að andvirði 670
milljóna dala, um 47 milljarða ísL
kr. IMF frestaði veitingu lánsins í
síðustu viku þar til Ijóst væri að
rússnesk yfirvöld myndu standa
við loforð sín um efnahagsumbæt-
ur.
Fulltrúar IMF hafa kynnt sér
boðaðar efnahagsaðgerðir stjórnar
Sergeis Kíríjenkós síðustu daga og
féllst sjóðurinn á lánveitinguna,
auk þess sem greiðslufrestur á
eldri lánum til Rússa hefur verið
lengdur um eitt ár. Heimildarmenn
Reuters sögðu hins vegar að frek-
ari lán til Rússa hefðu ekki verið
rædd á fundinum en fjármálaráð-
herra Rússa lýsti því yfir í síðustu
viku að Rússar þyrftu allt að 10
milljarða dala lán, sem nemur um
700 milljörðum ísl. kr.
Belfast. Morgunblaðið.
ÚTGÖNGUSPÁR í þingkosning-
unum á Norður-írlandi, sem fram
fóru í gær, benda til þess að tölu-
vert hafi dregið úr fylgi Sambands-
flokks Ulsters, flokks Davids
Trimble. Fylgismenn friðarsam-
komulagsins, sem gert var í apríl,
njóta þó yfirgnæfandi stuðnings,
ríflega 75%, samkvæmt útgöngu-
spánni, en flokkar andvígir því hafa
um 23% fylgi. Mestur stuðningur
er við flokk hófsamra kaþólikka en
vegna hins flókna kosningafyrir-
komulags kann þessi spá þó að
reynast ónákvæm.
Úrhellisrigning, heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu og dauf
kosningabarátta er talin útskýra
hvers vegna kosningaþátttaka var
talsvert minni í kosningunum í gær
en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyr-
ir fimm vikum. Þó var vonast eftir
því að hún hefði náð 70% á lands-
vísu en það fæst ekki staðfest fyrr
en talning hefst um níuleytið í dag.
Má gera ráð fyrir fyrstu tölum um
kaffileytið og vonast er til að taln-
ingu Ijúki í kvöld en vel gæti farið
svo að allar niðurstöður liggi ekki
fyrir fyrr en á morgun.
Samkvæmt útgönguspánni fær
SDLP, flokkur hófsamra kaþ-
ólikka, 25% fylgi, UUP, Sambands-
flokkur Ulster, 20%, DUP, flokkur
Ian Paisleys, 19%, Sinn Fein 13%
og Alliance, miðjuflokkur kaþ-
ólikka og mótmælenda, 8%. Sam-
kvæmt þessu mun forsætisráð-
herra væntanlega koma úr röðum
hófsamra kaþólikka. Það sem kem-
ur hins vegar mest á óvart er hve
dregið hefur úr fylgi við flokk
Trimbles en hann hefur verið
stærsti stjómmálaflokkurinn á N-
írlandi til þessa.
Góðri útkomu „nei-manna“ spáð
Paul Bew, prófessor við Queens-
háskólann í Belfast og sérfræðingur
í n-írskum stjórnmálum, sagðist í
samtali við Morgunblaðið gera ráð
fyrir því að niðurstaða kosninganna
yrði með líkum hætti og í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni fyrir fimm vikum,
þ.e. að flokkar hlynntir páskasam-
komulaginu mjmdu hljóta rúmlega
70% greiddra atkvæða.
David Trimble sagði á síðustu
dögum kosningabaráttunnar að
hann yi’ði harla undrandi ef fleiri en
tveir tugir andstæðinga samkomu-
lagsins næðu kjöri en Bew taldi hins
vegar líklegra að nær 30 af þeim
u.þ.b. 65 sambandssinnum sem
næðu kjöri myndu reyna að hefta
störf þess. „Eg geri ráð fyrir að
Trimble vinni nauman meirihluta.
Niðm-staðan verður kannski ekki
áfall fyrir hann en því miður held ég
að staða hans verði áfram erfið og
starfsemi þingsins nýja muni ekki
hefjast þrautalaust.“
Kosið er í 18 kjördæmum og
verða valdir 6 fulltrúar í hverju, alls
108 fulltrúar. Þeir munu sennilega
hittast á miðvikudag í næstu viku í
Stormont-kastala. Valinn verður
forsætisráðherra og aðstoðarforsæt-
isráðherra og sett upp eins konar
skuggai-áðuneyti fyrst um sinn.
Ekki er gert ráð fyrir að ríkisstjóm
hefji eiginleg störf sín fyrr en í haust
og að loknum ýmsum lagabreyting-
um og foiTnsatriðum mun hið nýja
þing síðan hefja störf að fullu í upp-
hafi næsta árs.