Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur sýknar Framsóknarflokkinn og Framkvæmdasjóð fslands 100 millj. kr. endurgreiðslu- kröfum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Framkvæmdasjóð íslands og Framsóknarflokk- inn af kröfum Vífilfells ehf. um endurgreiðslu tæpra 100 milljóna króna vegna kaupa hluthafa Vífilfells á hlutabréfum í Gamla-Álafossi hf. og Fargi hf., sem áður var rekið undir nafninu Nú- tíminn hf. Hluthafai- í Vífilfelli keyptu allt hlutafé í Fargi hf. með kaupsamningi 13. desember 1988 af Framsóknarflokknum og fjórum einstakling- um. Nafnverð hlutafjárins var um 100 milljónir króna. Fyrir hlutaféð voru engir fjármunir látn- ir af hendi en kaupendur ábyrgðust greiðslu yf- irtekinna skulda Fargs hf. við Framsóknar- flokkinn að upphæð tæplega 23 milljóna króna. í kaupsamningi kom fram að forsenda fyrir kaupunum væri að skattalegur tapsfrádráttur nýttist í sameiningu Fargs hf. við annað félag og að ef skattalega hagræðið nýttist ekki eða ein- ungis að hluta skyldu seljendur endurgreiða kaupendum yfirteknar skuldir samkvæmt efna- hagsreikningi í sama hlutfalli. Óheimilt að nýta ójafnað tap Samskonar kaupsamningur var gerður við Framkvæmdasjóð um kaup á hlutafé Gamla- Álafoss, að nafnverði 133 milljónir króna, þar sem kaupendur ábyrgðust greiðslu á 30,7 m.kr. skuldum. Hin keyptu félög voru strax eftir kaupin sameinuð Vífilfelli. Skattstjórinn í Reykjavík endurákvarðaði Vífilfells skatta vegna verksmiðjunnar Vífilfells hf. 30. desember 1994 vegna gjaldáranna 1989, 1990, 1991,1992 og 1993. Taldi hann að óheimilt hefði verið að nýta ójafnað tap vegna sameiningar- innar til frádráttar tekjum Verksmiðjunnar Víf- ilfells hf. og gerði félaginu að greiða skatta eins og sameiningin hefði ekki farið fram. Af yfirfærðu rekstrartapi, samtals um 426 milljónir króna, sem skattstjóri viðurkenndi ekki til frádráttar, voru 302,5 m.kr. yfírfært tap frá Gamla-Álafossi og 123,5 m.kr. frá Fargi hf. Vífilfell mótmælti þessari endurákvörðun og skaut henni fyrst til úrlausnar yfirskattanefnd- ar, síðan til Héraðsdóms Reykjavíkur og loks til Hæstaréttar sem staðfesti endurákvörðun skattstjórans í Reykjavík. Óeðlilegt að seljendur beri einir áhættu í niðurstöðum Hæstaréttar í gær segir m.a. að fram sé komið í máhnu að megintOgangur samningsgerðarinnar hafi verið sá að nýta upp- safnað tap Fargs hf. og Gamla-Álafoss hf. til lækkunar á sköttum samrunahlutafélags í eigu kaupenda. Það megi því telja eðlilegt að samn- ingsaðilar hafi haldið að slíkt væri mögulegt. Ljóst sé að þeir hafi hins vegar allir gert sér grein fyrir að brugðið gæti til beggja vona um hvort tapsfrádrátturinn nýttist. Með hliðsjón af því að kaupendur og Verk- smiðjan Vífilfell hf. hafi ráðið ferðinni um það hvemig staðið var að kaupum á hlutafénu og hafnað sameiningunum, að þeir höfðu sérfræðinga sér tO aðstoðar og kaupendur hafi átt í vændum verulegan hagnað tækist þeim að nýta tapið til lækkunar á sköttum, verði hvorki talið sann- gjamt né eðlilegt að stefndu, þ.e. Framsóknar- flokkurinn og Framkvæmdasjóður, beri einir aOa áhættuna af því að sammni hlutafélaganna stæðist þágildandi skattareglur. Málsaðilar beri hver sinn málskostnað Vífilfell þykir ekki hafa sýnt fram á að um- deildar greinar kaupsamninganna verði skýrðar með þeim hætti að þær veiti fyrirtækinu rétt til endurgreiðslu úr hendi stefndu, né að VífilfeUi beri slík endurgreiðsla á gmndvelli sjónarmiða um ógilda löggerninga. Því beri að sýkna stefndu af kröfum þess. Með hliðsjón af þeim vafaatriðum sem í mál- unum em þykir rétt að hver aðili ber sinn kostnað af því. Dóminn kváðu upp Sigurður T. Magnússon og Hjördís Hákonardóttir héraðsdómarar en Eggert Óskarsson héraðsdómari skilaði sérat- kvæði. Hann taldi að VífilfeO ætti rétt á endur- greiðslu. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður flutti málin fyrir VífilfeU ehf., Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður fyrir Framkvæmdasjóð Islands og Jóhann H. Níelsson hæstarétt- arlögmaður lyrir Framsóknarflokkinn. Minni losun gróður- húsalofttegunda Eins og 5.000 bíl- um væri lagt KRINGUM sjö þúsund tonn af timburkurli frá Sorpu sem not- uð em við framleiðslu kísil- jáms hjá Jámblendiverksmiðj- unni á Gmndartanga minnka koldíoxíðmengun hérlendis um 6.700 tonn. Aukist notkun timburkurls i um 20 þúsund tonn dregur úr menguninni sem svarar útblæstri rúmlega 5 þúsund bíla. Þessar upplýsingar komu fram hjá Þorsteini Hannessyni, efnafræðingi hjá íslenska jám- blendifélaginu, á blaðamanna- fundi í gær. Hann sagði verk- smiðjuna nú geta tekið við meira timburkurli en Sorpa gæti útvegað og hvatti önnur sveitarfélög til að hefja krn-lun timburs sem nota mætti í þessu skyni. Hann sagði eins- dæmi að nota kurlið við fram- leiðslu kísiljáms en með því sem nú væri notað sparaðist innflutningur á um 2.200 tonn- um af kolum. Ársvelta/12 Morgunblaðið/Arnaldur SKÚTAN er að mestu óskemmd eftir strandið. Skúta í erfíðleikum í Straumsvík Sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar og varnarliðsins Sprengjuleit í N-Múlasýslu Hráolíuverð hefur ekki ver- ið lægra í 12 ár VERÐ á hráolíu um miðjan júní- mánuð var 11,4 dollarar á tunnu og hefur það ekki verið lægra í 12 ár. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Hráolíuverð hefur lækkað um tæp 43% frá því í október sl. og era það aðallega þrír þættir sem valda þessari lækkun að mati sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar. Lágt gengi gjaldmiðla, fjárhagserfiðleikar Ásíulanda auk þess sem olíunotkun til hitunar í Evrópu og Ameríku hefur farið lækkandi. ------♦-♦-♦--- Góð viðbrögð við áskorun Blóðbankans Yfir 300 manns gáfu blóð ALLS hafa yfir 300 virkir blóðgjaf- ar svarað áskoran Blóðbankans við Barónsstíg síðustu tvo daga og gef- ið blóð. Að sögn Sveins Guðmunds- sonar, yfirlæknis Blóðbankans, hafa viðbrögð manna við áskoruninni um að gefa blóð verið ótrúleg og vill hann koma á framfæri þakklæti til þeirra sem lögðu inn í bankann. Sveinn vill ennfremur minna fólk á að gefa blóð í sumar, því það sé sá tími sem erfiðast er að ná í virka blóðgjafa. Blóðbankinn verður op- inn til hádegis í dag. SKÚTA með Qóra innanborðs strandaði á skeri skammt fyrir utan Straumsvík um þrjúleytið í gær. Það var um klukkan 15.15 sem tilkynning barst til lögreglu um að áhöfn skútunnar hefði skotið upp neyðarbiysi og var björgun- arsveit Fiskakletts send á vett- vang. Björgunarsveitarmenn komu um 20 mínútum síðar á staðinn, en þá hafði skútan losn- að af sjálfu sér vegna sjávarfalla. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang, en henni var snúið við þegar ljóst var að skútan hefði losnað. Skútan sem er í eigu Siglinga- klúbbins Þyts í Hafnarfirði er að mestu óskemmd og var henni siglt til Hafnarfjarðar í fylgd björgunarsveitarmanna. SPRENGJULEIT verður gerð í landi Áss í Fellum í Norður-Múla- sýslu um helgina. Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar og varnarliðsins fara austur í dag en ætlunin er að fínkemba svæðið og ganga úr skugga um að engar sprengjur séu þar í jörðu. Björg- unarsveitarmenn frá Egilsstöðum munu aðstoða sprengjusérfræð- ingana við leitina. Svæðið sem hér um ræðir var æfingasvæði breska hersins í seinni heimsstyrjöldinni, þegar herinn hafði bækistöð á Egilsstöð- um. Óttast er að sprengjur hafi orðið eftir í jörðu þegar herinn hvarf á braut. Stórslys árið 1947 Bynjólfur Bergsteinsson, bóndi á Hafrafelli, mun verða sprengju- sérfræðingunum til ráðgjafar en hann bjó á Ási og var 13 ára gam- all þegar herinn var þar við æftng- ar. „Ég hef verið beðinn um að leiðbeina mönnunum. Það virðast sprengjur hafa orðið eftir þarna þó það hafi aldrei verið sannað,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur segir að árið 1947 hafi orðið stórslys þegar bóndinn á Ási og 3 stúlkubörn, 2 dætur hans og ein bróðurdóttir hans, dóu í sprengingu sem margir röktu til hersins. „Fyrir 4-5 árum síðan finnast svo 2 sprengjur, þar sem vitað er að heræfingarnar vora, og önnur var sögð hafa verið virk.“ Brynjólfur segir að þjóðvegur- inn liggi nánast um svæðið og mjög skammt þar frá sem seinni sprengjumar fundust. Hann segir að ástæða þess að nú sé farið af stað í sprengjuleitina sé að verið er að planta skógi á þessu svæði og menn sem þurfa að plægja jörðina með stórvirkum vinnuvélum hafi neitað að vinna á svæðinu nema gengið verði endan- lega úr skugga um að engar sprengjur séu í jörðu. „Mér finnst það líka eðlileg krafa og það ætti að vera löngu bú- ið að gera þetta,“ sagði Brynjólfur að lokum. Sérblöð í dag_____ SSÍÐUII Á FÖSTUDÖGUM Draugavakning í uppsveitum Suðurlands Næturlíf eftir daglegt líf í Reykjavík Þýskaland mætir Mexíkó og Holland Júgóslavíu / C1 Búddamunkar í Bankok veðja á Brasilíu / C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.