Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 4

Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Bæjarstjórnarfundur á Akranesi Tillaga um stuðning við hvalveiðar felld TILLAGA um stuðning við þingsá- lyktunartillögu um hvalveiðar var felld á bæjarstjórnarfundi Á Akra- nesi síðastliðinn þriðjudag. Tillagan var borin fram af D-lista mönnum og flutti Elínbjörg Magn- úsdóttir svohljóðandi tillögu fyrir þeirra hönd: „Baejarstjórn Akra- ness lýsir yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um hvalveiðar sem lögð var fram á 122. löggjafar- þingi 1997-1998, þingskjal 982, 577. mál.“ Tillagan var felld með 5 at- kvæðum gegn fjórum. Hættum liundruðum starfa Guðmundur Páll Jónsson, Fram- sóknarflokki, var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hann segir gildar ástæður fyrir því að fella hana. „Við íslendingar þmf- um að vinna heimavinnu okkar miklu betur en við höfum gert, til þess að geta stigið það skref af alvöru að hefja hvalveiðar að nýju. Það myndi ldppa fótunum undan mörkuðum Hækkun á bensín- gjaldi hækkar bensínverð VERÐ á bensínlítra hækkaði 19. júní síðastliðinn vegna hækkunar bensíngjalds sem rennur í ríkissjóð. Hækkaði lítraverðið um 0,93 krónur og með virðisauka- skatti verður hækkunin alls I, 20 krónur. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, tjáði Morgun- blaðinu að frá því í aprílbyrj- un 1992, þegar verðlag á olíu- vörum var gefið frjálst, og þar til 19. júní hefði útsölu- verð á 95 oktana blýlausu bensíni hækkað um 14,20 krónur. Hlutdeild opinberra gjalda af þessari hækkun samkvæmt útreikningum Olíufélagsins er II, 80 krónur á lítra eða um 83% af hækkuninni. Hjá Olíu- félaginu kostar 95 oktana bensín nú frá 71,40 upp í 75,40 krónur. okkar fyrir unnar sjávarafurðir að hefja veiðar nú. Viðbrögð sölumanna okkar og kaupenda staðfesta þetta. Með því að hefja hvalveiðar nú hætt- um við hundruðum starfa sem við höfum nú við fiskvinnslu og stígum skref aftur á bak þar sem við erum að reyna að vinna okkur neytenda- markaði en ekki selja eingöngu hrá- efni. Ef við getum ekki selt afurðim- ar þá þjónar það engum hagsmunum að hefja þessar veiðar," sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ekki megi taka þessari afstöðu þannig að þeir sem greiddu atkvæði gegn tillögunni séu á móti hvalveiðum. „Þessi afstaða okkar mótast af því hvar við erum stödd í þessari baráttu okkar nú. Við þurfum að taka ákvarðanir á stjómvaldsvísu um hvort við eigum að ganga aftur í Aiþjóðahvalveiði- ráðið og vinna því vísindalegt fylgi að við hefjum veiðar á ný í sátt við alþjóðsamfélagið. Það er okkar vilji að hægt verði að veiða hval og nýta hvalafurðir, líkt og við gerðum, en það verður ekki nema í sátt við al- þjóðasamfélagið." Allt mælir með hvalveiðum Gunnar Sigurðsson, oddviti D-lista, segir það þeirra skoðun að allt mæli með því að hefja hvalveið- ar að nýju. Öll helstu samtök í land- inu, Alþýðusambandið, Sjómanna- sambandið og fleiri hafi mælt með því og eðlilegt sé að veita stuðning. Akranesbær hafi stutt þetta síðast þegar þingsályktunartillaga var lögð fram, síðan hafi engin efnisleg breyting orðið í stöðunni nema að það sé orðið enn meira áríðandi að hefja hvalveiðar sem fyrst. „Rann- sóknir sýna líka að hvalveiðar em nauðsyn með tilliti til jafnvægis í sjónum, hvalurinn er farinn að ganga á fiskistofna. Hvað varðar markaðsstöðuna þá er nærtækt að h'ta til Norðmanna. Þeirra hvalveið- ar hafa ekki skaðað markaðsstöðu þeirra svo það ætti ekki að vera fyr- irstaða," sagði Gunnar Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. Ályktun á prestastefnu um jafnréttismál kirkjunnar Prestar og starfs' menn skyldaðir til jafnréttis- fræðslu MEÐAL ályktana sem sam- þykktar voru á prestastefnu sem lauk í gær var ein þess efnis að fagnað er kynningu á jafnréttisáætlun og hvatt til þess að gengið verði frá end- anlegri gerð hennar sem fyrst. Telur prestastefnan brýnt að fram fari fræðsluátak og að allir starfsmenn kirkjunnar verði skyldaðir á námskeið. í ályktuninni er m.a. talið brýnt að fræðsluátak fari fram fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar um jafnréttismál. Er talið nauðsynlegt að gera þetta að skyldu. Sérstök áhersla verði lögð á að kynna ákvæði jafnréttislaga og al- þjóðasamþykkta er varða þessi mál fyrir þeim er velja í störf Þungur rekstur Morgunblaðið/Golli og skipa í nefndir á vegum kirkjunnar. Þá fagnar presta- stefnan þeirri afstöðu biskups að vinna verði að úrbótum á öllum sviðum á vettvangi kirkj- unnar. Prestastefnu lauk í gær með því að umræðuhópar um starfsreglur skiluðu niðurstöð- um sínum og siðan voru önnur mál rædd og var þá framan- greind álylrtun samþykkt. Séra Sigurður Árni Þórðarson, upp- . lýsingafulltrúi prestastefnu, sagði alla umræðu hafa verið málefnalega og einlæga. Kvað hann það hafa einkennt presta- stefnu að þessu sinni hversu vönduð og einlæg umræðan hefði verið og hún raunar ver- ið mun meiri en oft áður. Vöxtur útlána svipaður og 1987-88 VÖXTUR peningamagns í umferð og aukin útlán banka á síðasta ári og á fyrri helmingi þessa árs er svipaður þeim vexti sem var á árun- um 1987-1988, að því er fram kemur í Hagvísum, sem Þjóðhagsstofnun gefur út. Frá byrjun síðasta árs og fram á mitt þetta ár nam vöxtur peninga- magns á föstu verðlagi 11,7% og út- lán hafa aukist um 13,2% yfir sama tímabil. Þessi hraði vöxtur að und- anfómu endurspeglar mikla aukn- ingu tekna og eftirspurnar, að mati sérfræðinga Þjóðhagsstofnunar. -------------------- FÉLAGARNIR Dofri Jónasson og Páll Jónsson kepptust við að koma kúnum á Kalastöðum í fjósið á réttum tíma. Þessar tvær reyndust þungar í rekstri og Páll brá á það ráð að ýta aðeins á aðra þeirra. Hann segist alltaf sækja kýrnar, það sé al- veg ágætt en sumar séu latar. íslendingum fjölgaði um 2.342 milli ára MANNFJÖLDI á landinu 1. des- ember 1997 var 272.069, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu íslands. Hinn 1. desember 1996 voru ibúar landsins 269.727. Þeim fjölgaði því um 2.342 eða 0,87% milli ára. Fjölg- un íbúa milli áranna 1995 og 1996 var 0,72%. Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 T/M1 * IMf Kjonn gjot til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við íslandsstrendur og helstu | einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. Fæst á fslensku, ensku 09 þýsku 4> FORLAGIÐ Hitasótt komin í þrjú hross á Akureyri Mikilvægft að veikin blossi ekki upp fyrir landsmót HITASÓTT hefur stungið sér niður í einu hesthúsi á Akureyri en þar eru þrír hestar veikir. Sigríður Björnsdóttir, dýra- læknir á Hólum, sagði að veikin væri ekki eins smitandi og var fyrr á árinu og hestamenn hefðu einnig verið afar varkárir, því hefði veikin ekki borist jafnhratt yfir og áður. Veikin hefur verið að breiðast út í Skagafirði, en Sigríður sagði að ástæðan væri að halda hefði þurft kynbótasýningar og úr- tökumót vegna landsmótsins, en sá tími væri nú liðinn. Sigríður sagði að með því að gæta ítrustu varúðar á næstu dögum og halda samskiptum milli hrossa í al- gjöru lágmarki yrði möguleiki á að hægja verulega á útbreiðslu veikinnar að nýju þannig að ekki komi upp neyðarástand. „Eins og staðan er nú sýnist mér að það muni takast," sagði Sigríð- ur. Smithætta er mest á náttstað, þar sem hrossum er gefið, að sögn Sigríðar, og hafa ráðstaf- anir verið gerðar til að draga úr samskiptum milli hrossa á landsmótinu, einkum hrossa frá svæðum þar sem smithætta er mikil. „Það ríður verulega á að veikin blossi ekki upp nú fyrir landsmót og ég tel að menn séu tilbúnir að takast á við það og halda veikinni í skefjum," sagði Sigríður. Hún benti á að fæstir hest- anna á landsmótinu yrðu smit- berar, það yrðu einkum hestar úr Skagafirði og af Vesturlandi og yrðu eigendur þeirra að gæta sérstakrar varúðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.