Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MÖRGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason heldur senn heim á leið Fékk áhuga á geimferðum þeg- ar hann fylgdist með Spútnik Heimsókn Bjarna Tryggvasonar og fjölskyldu hans til Islands er senn á enda, en hann heldur áleiðis til Montreal ------------------------------ í Kanada í dag. I stuttu spjalli við Örnu Schram lætur hann vel af dvöl sinni á íslandi og það sama gera börn hans, Michael og Lauren. MICHAEL, tólf ára sonur ís- lenska geimfarans Bjarna Tryggvasonar, kemur til dyra og býður blaðamanni inn. Bjarni kemur stuttu síðar niður ásamt dóttur sinni Lauren, níu ára, og býður til sætis inni í stofu. Við erum stödd á dvalar- stað Bjarna og fjölskyldu hans við Laufásveg í Reykjavík. And- rúmsloftið er afslappað. Lauren sest í kjöltu föður síns og Mich- ael sest í stól við hliðina. Bæði horfa þau stórum augum á mig, sennilega svolítið hissa á allri þeirri athygli sem heimsókn föður þeirra fær á Islandi. í fyrstu virðast þau dálítið feimin en síðar taka þau virkan þátt í spjalli mínu við föður sinn, bæta við ýmsum spuming- um og segja frá því hvernig þeim líkar dvölin á íslandi. „Mér finnst margt mjög líkt með Islandi og Kanada og stundum svo margt að ég þarf að minna mig á að við séum stödd á Islandi," segir Michael þegar hann lýsir dvöl sinni í Reykjavík. Aðspurður segir hann erfitt að útskýra nákvæm- lega hvað honum finnist líkt með þessum löndum, en kannski sé það fólkið og borg- arbragurinn sem minni sig á yf- irbragð minni borga í Kanada. Bjarai ber Reykvíkinga saman við heimamenn í Montreal og segir að þeir fyrrnefndu séu mun rólegri í tíðinni heldur en Kanadamenn. Þá nefnir hann að það hafi komið sér á óvart live Islendingar séu menningar- lega sinnaðir og dáist að því hve alit sé hreint hér á landi. Fylgdist með Spútnik- gervihnettinum Ég dreg upp úr pússi mínu gamla og fallega íjölskyldu- mynd sem mér hafði áskotnast af Bjarna, foreldrum hans, þeim Svavari Tryggvasyni og Sveinbjörgu Haraldsdóttur, og systkinunum, þeim Ólöfu Ernu, Svavari, Gústaf, Nínu Guðrúnu og Haraldi. Bjarai heldur að myndin hafi verið tekin þegar hann var fimm ára eða tveimur árum áður en hann fluttist með foreldrum sínum til Vancouver í Kanada árið 1958. Þá voru systkinin sex, en það yngsta þeirra, Gunnar, fæddist þremur árum síðar í Kanada. Bjarni, Michael og Lauren virðast hafa gaman af því að skoða þessa gömlu fjölskyldumynd og Lauren hefur á orði hve Bjarni sé líkur föður sínum. Aðspurður kveðst Bjami ekki vita með vissu af hverju for- eldrar sínir hafi ákveðið að flytja búferlum til Kanada. BJARNI Tryggvason, fimm ára í faðmi fjölskyldunnar. Frá hægri: Bjarni situr hjá föður sínum, Svavari Tryggvasyni. Fyrir aftan þá stendur Gústaf, en við hlið þeirra situr Haraldur. Þar fyrir aftan stendur Nína Guðrún. Þá kemur Svavar og móðir Bjarna, Sveinbjörg Haraldsdóttir. Lengst til vinstri situr Ólöf. Bjarni talaði um þegar hann sá myndina hve dóttir sín Lauren væri lík Ólöfu systur sinni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞESSI mynd var tekin þegar um áttatíu ættingjar Bjarna Tryggva- sonar hittust á Bessastöðum skömmu eftir komu hans til Islands. Fremst á myndinni eru frænkumar Lauren og Valgerður, sem þóttu nokkuð líkar. Lengst til vinstri stendur Liliana eiginkona Bjama og við hlið hennar stendur Michael. Þá stendur Bjarni Tryggvason fyr- ir aftan stúlkumar tvær og við hlið hans situr Valgerður. Sennilega hafi þau, eins og svo margir aðrir sem fluttu þangað, verið að leita að nýjum tæki- færum. Bjarni segist að mestu hafa alist upp í borginni Vancouver í British Columbia, en nokkur ár bjuggu þau þó í Nova Scotia. í British Columbia lauk Bjarni bamaskóla- og framhaldsskólaprófum og út- skrifaðist síðan sem eðlisverk- fræðingur frá Háskólanum í British Columbia. Síðar hóf hann framhaldsnám við Háskól- ann í Vestur-Ontario og lagði þar m.a. stund á hagræna stærðfræði. Inntur eftir því hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á því að verða geimfari segir Bjami að það hafi verið árið 1957 þegar hann hafi fylgst með því þegar Sovétmenn sendu Spútnik, fyrsta gervihnött jarðar, upp í háloftin. Þá var Bjarai tólf ára. Hann segist hafi fylgst áhuga- samur með þcssum tilraunum og heillast af því að maðurinn væri greinilega ekki takmark- aður af því sem hann sæi í kringum sig. Tilraunin hefði sýnt að hægt væri að gera hluti sem menn hefðu þangað til talið að ekki væri hægt að gera. Bjarni segir að síðan þá hafi einkunnarorð hans verið það að hann gæti gert þá hluti sem hann hefði ákveðið að gera, þrátt fyrir það að öðrum hefði mistekist að gera hið sama. „Og mér hefur gengið vel að gera hluti sem öðrum hefur ekki tek- ist,“ bætir hann við. Sá hvað mennirnir gera jörðinni Að lokum er Bjarai spurður að því hvort þessi fræga för hans út í geiminn með geimferj- unni Discovery á síðasta ári hafi breytt lífi hans á einhvem hátt. Eftir smá umhugsun segir hann svo ekki vera. Hann bætir því þó við að ferðin út í geiminn hafi sýnt honum hvað mennim- ir væru að gera jörðinni og á þá við mengunina sem sést víðast hvar mjög greinilega utan úr geimnum. Hann segir að varla hefði verið hægt að sjá sum lönd út af mengunarskýi sem hyldi þau, til dæmis lönd eins og Kína og Indónesíu. Hins veg- ar væri hægt að sjá Norður- Ameríku og ísland mjög greini- lega, enda væru þetta þeir stað- ir sem væru hvað hreinlegastir. Þá segist hann hafa séð ýmis mannvirki á jörðinni utan úr geimnum til dæmis stórar borg- ir, flugvelli og þjóðvegi. Úrskurður Hæstaréttar vegna verksamnings um smíði þakeininga í Borgarholtsskóla Ráðgefandi álit EFTA- dómstóls verði leitað HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði í gær að leitað skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort tiltekin ákvæði í EES-samningnum standi í vegi fyrir því að ákvæði verði sett í verksamning um að við það verði miðað að þakeiningar verði smíðaðar á Islandi. í janúar 1995 voru boðnar út framkvæmdir við byggingu Borgar- holtsskóla í Reykjavík. Utboðið var á vegum íslenska ríldsins, Reykja- víkurborgar og Mosfellsbæjar og skyldi tilboðum skilað til Ríkis- kaupa. Verkkaupi var byggingar- nefnd skólans. Um útboðið giltu lög um framkvæmd útboða og í útboðs- skilmálum kom fram að íslenskur staðall, ÍST30, væri hluti útboðs- gagna. Ákvæði um að einingar skyldu smíðaðar hér Byrgi ehf. bauð í verkið eftir að hafa fengið tilboð frá Fagtúni ehf. í þakeiningar til verksins. Fagtún ehf. heldur fram að Byrgi ehf. hafi tekið tilboðinu og notað það við gerð síns tilboðs til Ríkiskaupa. Byrgi ehf. varð lægstbjóðandi í verkið, en í samningaviðræðum sem fram fóru var af hálfu byggingamefndar skól- ans farið fram á að notaðar yrðu þakeiningar sem settar yrðu saman hér á landi. Verksamningur var gerður og segir þar í 3. gr.: „Til grundvallar er lagt aðaltilboð verk- taka og við það miðað að þakeining- ar verði smíðaðar hérlendis.“ Fagjúni ehf. hafnað vegna ólögmæts ákvæðis Fagtún ehf. telur að byggingar- nefndin hafi, með .því að krefjast þess að framangreint skilyrði yrði sett í verksamninginn, komið í veg fyrir að fyrirtækið fengi verkið. Með bréfi 9. júní 1995 mótmælti Fagtún ehf. því við fjármálaráðu- neytið að ákvæðið hefði verið sett inn í verksamninginn og taldi að með því væru brotin lög um fram- kvæmd útboða, reglur um opinber innkaup og framkvæmdir á Evr- ópska efnahagssvæðinu og einnig bryti það í bága við útboðsstefnu ríldsins. Fagtún ehf. höfðaði skaðabóta- mál á hendur Byrgi ehf. og krafðist bóta vegna kostnaðar við gerð til- boðsins og vegna tapaðs arðs. Hér- aðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði verksamningsins bryti í bága við 4. og 11. gr. EES-samningsins. Fag- túni ehf. hafi í raun verið hafnað sem undirverktaka að umræddu verki vegna ólögmæts ákvæðis í verksamningi Byrgis ehf. og stefndu, þ.e. byggingamefndinni, ís- lenska ríkinu, Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, en ekki af málefnaleg- um ástæðum. Hins vegar var kröfu um efndabætur hafnað þar sem ekki var talið að komist hefði á bindandi samningur milli Fagtúns ehf. og verkkaupa. Fagtún ehf. þingfesti síðan skaðabótamál á hendur stefndu fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur 19. júní 1997 til greiðslu tapaðs arðs af verkinu. Þar voru stefndu sýknaðir af þeim kröfum og ekki þótti sannað að ákvæði 3. greinar verksamnings stefndu og Byrgis ehf. bryti í bága við ákvæði EES-samningsins eða að þau tengsl hefðu verið á milli Fag- túns ehf. og stefndu sem gætu orðið grundvöllur bótagreiðslna. Ákvæðið talið jafngilda innflutningshindrun Fagtún ehf. hefur þann tilgang með áfrýjun sinni að hnekkja því mati héraðsdóms að 3. grein verksamn- ingsins bijóti ekki í bága við ákvæði EES-samningsins og að starfsmenn stefndu hefðu ekki með saknæmri og ólögmætri háttsemi bakað Fagtúni ehf. tjón sem gæti orðið grundvöllur skaðabótakröfu hans. Fyrir hönd Fagtúns ehf. er því haldið fram að ákvæði verksamn- ingsins um að þakeiningarnar skuli smíðaðar hérlendis jafngildi inn- flutningstakmörkunum sem séu bannaðar skv. 11. grein EES-samn- ingsins sem og allar ráðstafanir sem hafi svipuð áhrif á viðskipti samn- ingsaðila. Ekki fallist á ráðgefandi álit um bótaheimild Hæstiréttur fellst á það með Fag- túni ehf. að tilefni sé til að leita ráð- gefandi álits EFTA-dómstólsins vegna ágreinings um það hvort 4. og 11. gr. EES-samningsins komi í veg fyrir að í verksamning verði sett ákvæði um að við það verði miðað að þakeiningar verði smíðað- ar á íslandi. Hann fellst hins vegar ekki á að leitað verði álits um bóta- heimild. Hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjömsson úrskurðuðu í málinu. Jakob R. Möller hrl. fór með málið fyrir Fagtún ehf. en Tryggvi Gunnarsson hrl. fyrir hönd stefndu, byggingarnefndar Borgar- holtsskóla, íslenska ríkisins, Reykja- víkurborgar og Mosfellsbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.