Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SVONA Keikó, vertu ekki að hlusta á gaulið í Johnseninum, nú verður þú að læra að veiða þér til matar sjálfur. Olíufélagið býður nú eldsneyti með bætiefnum Morgunblaðið/Jim Smart KRISTJAN Kristinsson við dælur á einni bensínstöð Olíufélagsins en fyrirtækið býður nú bætiefni bæði í bensíni og dísiloliu. OLÍUFÉLAGIÐ hóf um síðustu helgi að selja allt eldsneyti með bætiefnum, þ.e. bæði í bensíni og dfsilolíu fyrir bfla, tæki og minni bátavélar. Eldsneytisverðið er óbreytt. Kristján Kristinsson, sölustjóri hjá Olíufélaginu, segir það nýjung að dísilolía sé nú boð- in með bætiefni. Ástæða þess að Olíufélagið býður bætiefni í dísilolíu er, að sögn Kristjáns, stóraukin notkun disilvéla, strangari umhverfis- kröfur, hertar reglur um gæði og kröfur um sparnað. Segir Kristján að með nýju blöndunni í dísilolíunni, sem kölluð er premi- um diesel, dragi bæði úr reyk- og hávaðamengun dísilvéla. Hann segir að ný kynslóð bæti- efna sé nú laus við þá ágalla sem oft hafi fylgt slfkum efnum, þ.e. að raki aukist í eldsneytistönk- um og að þjöppuhlutfall véla hækki. Nú verði engar útfelling- ar í sveifar- kambás og ventla- húsum. Meðal kosta sem fylgja nýju blöndunni í dísiloliu eru, að sögn Kristjáns, betri bruni í vél- um, það heldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar óhrein kerfí og heldur kuldaþoli vélar- innar í hámarki. Nýja bensínblandan er nefnd gæðabensín. Kristján segir að með gæðabensíni sé eldsneytis- og brunakerfí vélanna hreinna og því sé mengun minni, með því fáist nokkur vörn gegn tæringu og sliti í eldsneytiskerfi og vörn gegn vatni. Forráðamenn Olíufélagsins hafa lengi velt því fyrir sér að bjóða eldsneyti með bætiefnum og hafí fylgst náið með framför- um sem orðið hafa á þessum efn- um siðustu árin. Því hafi verið ákveðið fyrir um tveimur mánuð- um að bjóða framvegis einungis eldsneyti með þessum bætiefnum þar sem tekist hafí að yfirvinna galla sem áður voru taldir fylgja þessum efnum. Bætiefnunum er blandað í eldsneytið í birgðastöðvum Olíu- félagsins í Reykjavík og úti um land. Þ&a eru nú þegar komin í allt eldsneyti sem er til sölu hjá félaginu um land allt. Á Frændafundi í Odda Islenskan forða- búr færeyskra málræktarmanna U MRÆÐUEFNI á ráðstefnu íslensku og færeysku fræði- mannanna 1 Odda voru meðal annars ungmennafé- lagshreyfíngin, sjálfsvitund þjóða á norðurslóðum, fær- eyskar málheimOdir og rannsóknir á lífríki sjávar- botnsins við löndin. Einnig var haldinn hringborðs- fundur um sambúð dönsku, íslensku og færeysku á ís- landi og í Færeyjum, þar sem Jóhan var einn fjög- urra þátttakenda. Umsjón- armaður ráðstefnunnar var Þóra Björk Hjartardóttir. Stafsetning færeyskunn- ar minnir mjög á íslensk- una en þótt þeir noti ð er það hljóðlaust í framburði. Fyrst og fremst eru það framburðarreglumar sem valda því að við skiljum þá illa og þeir ekki heldur okkur. Jóhan segir að tungumálin hafi að sumu leyti þróast hvort í sína áttina en samt séu tengslin mik- il. Hafí Færeyingar tekið upp fjölda nýyrða sem búin hafi verið til hér á landi og nefnir orðin sjónvarp og fjölmiðil sem dæmi. „Islenskan hefur alltaf verið forðabúr færeyskra málræktar- manna. Það er alveg dýrlegt að hafa svona líka granntungu sem auðvelt er að bera saman við okkar mál. Að vera einn í heim- inum er alltaf vont,“ segir Jóhan. Danskan skipar sem kunnugt er mikinn sess í Færeyjum ásamt tungu innlendra. Jóhan var spurður hvort sambúðin væri friðsamleg. „Sem færeyskur málræktar- maður hef ég alltaf áhyggjur af áhrifum dönskunnar í Færeyj- um. Þau eru gífurleg. Færeysk- an stendur sig vel þegar fjallað er um daglegt Kf, hefðbundna at- vinnuvegi eins og sjávarútveg og landbúnað. Hins vegar er annað upp á teningnum þegar kemur að guðsorði og öðrum háleitari efnum. Þá skortir færeyskuna stundum orð og danskan kemst inn fyrir. Menn hafa lagt mikið á sig við að þróa færeyskuna í vísindum og fræðum margs konar og við höfum tekið upp nýyrði yfir flest sem notað er mikið í nútímamáli. Danskvæðin hafa reynst auðug uppspretta og orðaforðinn í þeim bendir til þess að málið hafi ekki eingöngu verið alþýðumál heldur einnig verið notað nokkuð í skáldskap. Orðið íróðskapur, sem merkir vísindi og fræði, er úr kvæðunum.“ - En er málræktin, hrein- tungustefnan, ekki umdeild í Færeyjum eins og víðar? „Það er hún vissulega. Sumir segja að við eigum ekki að ein- angra okkur. Eg tel að h'til þjóð verði alltaf að líta vel í kringum sig og það er auðvitað ekki hægt að einangra sig. Við verðum hins vegar að gæta þess að einangra okkur ekki frá okkur sjálfum. Málnefnd sem ber _____________ fram tillögur um nýyrði starfar í Færeyjum. Það getur verið snúið að fá ný orð til að festa rætur en umræðan og and- staðan við sum nýju orð- in eru merki um heilbrigði. Það er sérstaklega gott að fólk hafi efasemdir um að stofnun, sem segist kunna allt betur en aðrir, hafi endilega rétt fyrir sér!“ JÓHAN Hendrik W. Poulsen ► JÓHAN Hendrik W. Poulsen er prófessor emeritus í fær- eysku og málfræði við Fróð- skaparsetur Færeyja í Þórs- höfn. Hann er fæddur 1934 og stundaði m.a. nám í íslensku við Háskóla íslands 1960-1962. Jó- han hefur auk kennslunnar unn- ið mjög að seðlasöfnun fyrir færeyska orðabók en sú fyrsta af því tagi kemur út í sumar. Hann var meðal þátttakenda á Frændafundi, tveggja daga ráð- stefnu heimspekideildar Háskól- ans og Fróðskaparsetursins um ýmis málefni þjóðanna sem lauk í Odda í gær. Fluttir voru 11 fyrirlestrar á íslensku og fær- eysku og í lokin voru almennar umræður. Jóhan býr í Kirkjubæ, er kvæntur og á fjögur börn auk níu barnabarna. Sumir óttast frekan stóra bróður - Hvaða álit hafa Færeyingar á Islendingum? „Færeyingar finna mjög til skyldleika við Islendinga, eiga marga vini hér, eldri kynslóðin sérstaklega. Nú eru samskiptin ekki eins mikil og gerðist vegna fiskveiða við Island. Áður voru sjómennimir í nánari tengslum við landsmenn hér en nú sigla skipin beint af miðunum með afl- ann. Minningarnar um þessa gömlu tíma lifa samt enn og ís- lendingar sýna auk þess veg- lyndi með því að láta okkur hafa meiri veiðiréttindi í landhelginni sinni en við veitum þeim í stað- inn. Áhuginn á Islandi hefm- aukist mikið nú vegna sjálfstæð- ishugmynda sem hafa fengið byr í seglin. Margir tala um íslensku fyrirmyndina. Áður var stundum sýnt ís- lenskt efni í sjónvarpi heima en þetta hefur lagst af. Vandinn er sá að almenningur skilur ekki ís- lenskt talmál í sjónvarpi. Mér hefur dottið í hug að væri settur íslenskur texti við efnið yrði auð- veldara fyrir færeyskan almenn- ing að skilja talið; ritmálið er svo líkt. samskiptin séu góð í menningarmálum er nokkuð um að Færey- ingar óttist að þið gæt- uð orðið eins og frekur stóri bróðir. Stundum "" snýst fólk gegn göml- um, færeyskum orðum vegna þess að það heldur að um íslenskan innflutning sé að ræða! Þannig að það eru dálítið blendnar tilfinningar í þessu eins og öðru.“ Þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.