Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 9

Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 9 Rússnesk orrustuvél á Keflavík- urflugvelli RÚSSNESK orrustuflugvél lenti í fyrsta skipti á Keflavík- urflugvelli laugardagskvöldið 20. júní. Flugvélin er frá flug- her Úkraínu og var á leið þaðan til Seymour Johnson flugstöðv- arinnar í Bandaríkjunum. Heimsóknin er liður í auknum og frjálsari samskiptum fyrr- verandi sovét-Iýðveldanna og Bandaríkjanna. Upphaflega áttu tvær SU-27 vélar að fara en önnur komst ekki vegna bilunar og varð úr að senda aðeins eina vél. Flug- vélin sem hér lenti er tveggja sæta gerð Flanker vélanna og var flugmaðurinn í aftara sæt- inu bandarískur majór frá 4. flugdeildinni í Seymour John- son flugstöðinni. Hann var með í för til að tryggja að ekkert færi milli mála í fjarskiptum við enskumælandi flugsljórnar- menn á leiðinni. Bandaríski flugmaðurinn talaði einnig reiprennandi rússnesku. Þegar önnur SU-27 vélin bil- aði í Úkraínu, tafðist för hinna vélanna um sólarhring, en í för með SU-27 vélinni voru tvær aðrar flugvélar. Rússnesk Iljushin IL-76 flutningavél flutti yfirmenn, aðstoðarmenn, flugvirkja, túlka og síðast en ekki síst varahluti og viðgerð- artæki ýmiskonar. Með í för- inni var einnig bandarískur liðsforingi, kona frá 4. flug- deild, og sagðist hún horfa með nokkrum kvíða til sjö klukkustunda flugs héðan til Bandaríkjanna, því í IL-76 vél- inni er ekkert salerni. Þriðja vélin í hópnum var bandarísk eldsneytisvél af KC- 135R gerð, sem flaug frá Mild- enhall flugvelli í austur til móts við hinar vélarnar og fylgdi þeim síðan til Lakenheath flug- stöðvarinnar í Suður-Englandi á laugardag. Slík vél fylgdi einnig SU-27 vélinni bæði á leið hingað og héðan á sunnudag um hádegið. Fór KC-135 vélin fyrst á loft og hin beið á braut- arendanum á meðan. Flaug eldsneytisvélin stóran hring og kom til baka yfir brautarend- ann. Þá lagði SU-27 vélin af stað niður brautina og svo fljót var hún á loft að eftir hálfa mínútu eða svo var hún búin að ná hinni og kominn upp að hlið hennar. Öðru vísi skrúfgangur Þegar vélar frá Austur-Evr- ópu koma til vestræns flugvall- ar eins og Keflavíkurflugvallar má alltaf búast við einhverjum vandamálum. Eitt slikt kom upp á sunnudagsmorgun. Hlaða þurfti súrefnis- og köfnunarefn- isgeyma SU-27 vélarinnar úr bandarískum tönkum. Þá kom upp að skrúfgangar og leiðslur pössuðu ekki saman enda hannað á árum kalda stríðsins þegar stöðlun á banda- rískum og rússneskum „fitt- ings“ var ekki mikilvæg. Flug- virkjarnir dóu þó ekki ráðalaus- ir og á innan við klukkustund höfðu þeir útbúið niillistykki sem leysti málið. Von er á vélunum til baka 29. eða 30. júní. www.mbl l.is FRÉTTIR Morgunblaðið/Baldur Sveinsson. FLUGMENNIRNIR stíga um borð, sá bandaríski í aftara sætinu. SU- 27 „Flanker-C“ gerðin er tveggja sæta og er útsýni úr aftara sætinu óvenju gott fyrir tveggja sæta vél, enda sætið hátt. BÚIÐ að ræsa hreyfla SU-27 vélarinnar. Óneitanlega er svolítið ein- kennilegt að sjá rússneska orrustuflugvél í sama stæði og F-89 Scorpion, F-102 Delta Dagger, F-4 Phantom og F-15 Eagle vélarnar voru í hér á árum kalda stríðsins og varð ljósmyndara hugsað til skáldsögunnar „Rauður stormur" eftir Tom Clancy, sem gerist að nokkru á Islandi. I henni er lýst styrjöld í Evrópu og tóku þá Rússar einmitt Keflavíkurflugvöll og staðsettu þar orrustuflugvélar. TILBOÐ - TILBOÐ Adidas-smellubuxur á kr. 1.990 Edinborg Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 551 1314. Einstakt tækifæri Ef þú hefur hug á að kaupa trausta, öfluga verslun á besta stað, þá er þetta þitt tækifæri. ■ Stórverslun til sölu Ein glæsitegasta og stærsta afþreyingarverslun Landsins, staðsett á einum besta stað i kringLunni er nú til sölu. Ef þú hefur áhuga eða viLt frekari uppLýsingar hafðu þá samband við FyrirtækjasöLuna Suðurveri i sima 581-2040. /f LABAGUETTE Glæsibæ hefur opnað aðra verslun (í Tryggvagötu 14, áður Stélið) með frosin frönsk brauð og tilbúna rétti sem þú klárar að baka heima. Einnig kaffihús La Cafet De France Nýbakað brauð og réttir með salati. Opið frá kl. 12-18. 1-15 kg. 15-25 kg. 15-35 kg. Verð kr. 7.985,- Hvergi meiraúrvai! HHF ■cLmXa. oImjaa, BARNAVÖTUVERSLUN GLÆSIBÆ SÍMI 553 3366 TOPPURINN I SÖNDULUM FYRST OG FREMST FRÁBÆRIR SANDALAR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA KRINGLUNNI TOPPSKÓRINN Sumartilboð Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14. tgss neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Kringlukast 20% afsláttur POLARN O. PYRET Kringlunni, sími 568 1822

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.