Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna og sýning á umhverfísdögum hjá Sorpu í Gufunesi Arsvelta greinarinnar um tveir milljarðar Morgunblaðið/Jim Smart METANGAS frá Sorpu má bæði nýta á bfla og í stóriðju. Frá vinstri Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, Egill Jóhannsson, framkvæmdasljóri Brimborgar, og Þorsteinn Hannesson, efnafræð- ingur hjá íslenska járnblendifélaginu. „VIÐ lokum fyi-ir sorp en tökum á móti fólki,“ sagði Ögmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sorpu, á blaðamannafundi í gær þegar hann kynnti umhverfísdaga 1998, sem hefjast með ráðstefnu klukkan 13.30 í dag, í húsakynnum Áburðar- verksmiðjunnar í Gufunesi. Efnt verður til sýningar á athafnasvæði Sorpu í Gufunesi um helgina. Alls starfa á fjórða hundrað manns í þessari atvinnugi’ein og ársveltan er kringum tveir milljarðar. Endurvinnsla í nútíð og framtíð er yfirskrift ráðstefnunnar sem hefst með ávarpi Geirs H. Haarde fjármálaráðherra. Síðar fjalla þrír erlendir fyrirlesarar um endur- vinnslu og minnkun úrgangs, þýð- ingu samræmdra skilgreininga og tölfræði og um gagnkvæma miðlun upplýsinga. Að lokinni ráðstefnunni verður stofnað fagráð sem ætlað er meðal annars að safna upplýsingum og vera yfírvöldum til ráðuneytis í þessum málaflokki. Yfír 40 fyrirtæki kynna starfsemi sína á sýningunni sem opin verður almenningi milli klukkan 10 og 18 laugardag og sunnudag. Eru það t.d. gámaþjónustur, plastfyrirtæki, hreinsifyrirtæki, olíufélög, verk- fræðistofur og fleiri. I verksmiðju Islenska járnblendi- félagsins á Grundartanga eru nú notuð árlega 7 þúsund tonn af timb- urkurli sem Sorpa útvegar við framleiðslu á kísiijárni, sem Þor- steinn Hannesson, efnafræðingur hjá Jámblendifélaginu, segir að sé einsdæmi. Kemur notkun timburs- ins í stað notkunar á um 2.200 tonn- um af innfluttum kolum. Er því ekki einungis verið að endurvinna úr- gangstimbur, sem ella hefði verið urðað, heldur og verið að draga úr koldíoxíðmengun við framleiðslu kísiljárns. Minnkar þessi notkun á kurli beinan útblástur koldíoxíðs um 6.700 tonn. Hægt að minnka losun um 19 þúsund tonn Þorsteinn segir að með endurbót- um í verksmiðjunni verði nú unnt að taka við mun meira af timburkurli en áður eða um 20 þúsund tonnum. Myndi notkun þess við framleiðsl- una minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda um 19 þúsund tonn. Svarar það til mengunar frá um 5 þúsund bílum. Lýsti Þorsteinn eftir timbri frá fleiri sveitarfélögum því frá Sorpu kæmi ekki slíkt magn. Á urðunarstað Soi-pu í Álfsnesi myndast umtalsvert gasmagn vegna rotnunar og er mögulegt að nýta það á þrjá vegu. Ársfram- leiðsla metangass í Alfsnesi er nú um 1.300 tonn og má m.a. nota það með því að brenna það beint og nýta orkuna til raforkuframleiðslu eða í kyndistöðvar. Er þá mögulegt að nota það óhreinsað. Annar mögu- leiki er í stóriðju og segir Ögmund- ur tiltölulega einfalt að leggja leiðslu úr Álfsnesi í Grundartanga og má einnig nota það óhreinsað þar. Þriðji möguleikinn er eldsneyti íyrir farartæki. Sorpa og Volvo-umboðið, Brim- borg, hafa sameinast um að fá til iandsins Volvo V70-fólksbíl sem knúinn er bæði gasi og bensíni. Nota á bflinn til að kynna notkunar- möguleika lífræns gass og verður bfllinn hér í tvo mánuði í þessu skyni. Bílar knúnir metangasi eru hljóðlátari og segir Ögmundur að yrði t.d. ákveðið að nota slík farar- tæki í almenningssamgöngum myndi Sorpa leggja í þá nauðsyn- legu 70 til 100 milljóna króna fjár- festingu sem þyrfti vegna hreinsun- ar gassins og búnaðar til átöppunar. Hann sagði nýtingu metangass á bíla einnig vera háða skattlagningu stjórnvalda. Kostar 15% meira en hefðbundinn bfll Volvo-bíllinn sem Brimborg hefur flutt inn til reynslu er sem fyrr seg- ir bæði knúinn bensíni og gasi. Kemst hann 250-300 km á einum tanki af gasi og um 400 km á bens- íninu. Skiptir hann sjálfkrafa yfir á bensínið þegar gasið er búið. Slíkur bíll kostar rúmar 3,2 milljónir króna, sem er um 15% meira en bíll sem notar aðeins bensín. Af þessu verði fara um 1,3 milljónir til ríkis- ins í formi gjalda, þ.e. 40% tolls og 24,5% virðisaukaskatts. Hann er að öllu leyti eins nema hvað 2,5 lítra vélin verður 129 hestöfl í stað 144 og hefur eilítið lægri hámarkshraða. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir Volvo bjóða fólksbfla, vörubfla og strætis- vagna með búnaði sem getur nýtt gas sem eldsneyti. Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar 25 sóttu um TUTTUGU og fimm umsókn- ir bárust um starf sveitar- stjóra í Eyjafjarðarsveit, en fjórir þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar til baka. Sveitarstjórn fjallaði um umsóknirnar á fundi í gærkvöld. Þeir sem sóttu um eru: Arinbjörn Sigurgeirsson sölu- maður, Reykjavík, Arnar Hreinsson lögreglumaður, Akurevi’i, Bjarni Kristjánsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, Dóra Stefánsdóttir fram- kvæmdastjóri, Reykjavík, Friðrik Hilmarsson fræðslu- fulltrúi og ritstjóri, Hafnar- firði, Guðmundur Eyþórsson lögreglumaður, Búðardal, Guð- mundur Guðmundsson sveitar- stjóri, Hvammstanga, Guð- mundur R. Svavarsson rekstr- arfræðingur, Borgarbyggð, Gunnar Jónsson sveitarstjóri, Hrísey, Halldóra Bjarnadóttir framkvæmdastjóri, Eyjafjarð- arsveit, Jakob Bjömsson fyrr- verandi bæjarstjóri, Akureyri, Jóhann Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri, Eyjafjarð- arsveit, Jón Ingi Jónsson fangavörður, Selfossi, Jónas Vigfússon verkfræðingur, Kjalarnesi, Oddur Einarsson guðfræðingur, Njarðvík, Ragnar Sveinsson fasteigna- matsmaður, Mosfellsbæ, Sig- urður Eiríksson rekstrarfræð- ingur, Eyjafjarðarsveit, Stefán Örn Valdimarsson skrifstofu- maður, Reykjavík, Vignir Garðarsson framkvæmdastjóri Reykjavík, Þorgils Axelsson, forstöðumaður, Reykajvík og Þröstur Óskarsson sérfræð- ingur við Háskólann á Akur- eyri, Akureyri. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Kostnaðaráætl- un vegna nýs hafnarbakka Þjónusta við skemmtiferðaskip bætt BORGARFULLTRÚAR Sjálf- Huga að framtíðinni Stígandi frá Sauðárkróki hlýt- ur Sleipnisbikarinn á landsmóti Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson STAÐA Stíganda frá Sauðárkróki er nú eftir nýja útreikninga kyn- bótamats BI sú að hann mun hljóta Sleipnisbikarinn eftirsótta verði hann sýndur með afkvæmum á landsmótinu. stæðisflokksins hafa lagt fram til- lögu um að hafnarstjóm samþykki að láta gera kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs hafnarbakka við Geirsgötu-Sæbraut fyrir aust- an Ingólfsgarð, til þess meðal ann- ars að þjóna umferð skemmtiferða- skipa og annarri þeirri starfsemi, sem tengist eða getur tengst mið- bænum og gömlu höfninni. 20-30 þús. farþegar í greinargerð með tillögunni segir að sl. tíu ár hafi Reykjavíkur- höfn verið kynnt sem ákjósanlegur viðkomustaður fyrir skemmtiferða- skip og að á síðustu árum hafí ár- lega komið um 45 skip með um 20-23 þúsund farþega. Einungis hluti þessara skipa geti lagst að bryggju í gömlu höfninni við mið- bakkann en stærstur hluti jieirra verði að nýta sér aðstöðuna í Sundahöfn. Auk þess verða allra stærstu skipin að liggja úti á ytri höfninni. Fram kemur að meðal að- ila í ferðaþjónustu sé vaxandi gagnrýni á aðstöðuna sem farþega- skipum er boðin í Sundahöfn. Mikilvægt sé að huga að framtíð- araðstöðu fyrir þessa starfsemi hafnarinnar, sem ætti, ef vel væri á haldið, að geta aukið við ferðaþjón- ustu í borginni. Tengsl við mið- borgina skipti máli og nauðsynlegt að tryggja svo sem framast er unnt að aðilar í verslun og þjónustu geti mætt þörfum ferðamanna sem koma með skipunum. Með lengingu Eyjagarðs út frá Örfírisey batni skilyrði í og við gömlu höfnina vegna minni öldu- gangs. Því væri æskilegt að kanna hvaða möguleika svæðið austan Ingólfsgarðs bjóði upp á til að styrkja og efla þjónustuna. Bent er á að á vegum hafnarstjórnar standi yfir athugun, m.a. í framhaldi af til- lögu sjálfstæðismanna, á nýjum möguleikum fyrir uppbyggingu hafnarsvæða eftir sameiningu Reykjavíkur og Kjalamess. Eðli- legt hljóti að teljast að skoða jafn- framt nýja og bætta möguleika sem hafnarsvæðin, bæði í gömlu höfninni og Sundahöfn, geti boðið upp á. LJÓST ER nú hver röð afkvæma- hrossa til verðlauna á landsmóti verður eftir að niðurstöður héraðs- sýninga það sem af er ári hafa verið reiknaðar inn í kynbótamat Bænda- samtaka íslands. Orri frá Þúfu er sem fyrr efstur með 137 stig en næstur honum kemur Þokki frá Garði með 126 stig og Stígandi frá Sauðárkróki þriðji með 124 stig. Þar sem ljóst er að hvorki Þokki né Orri verða sýndir á mótinu virð- ist Ijóst að Stígandi muni hljóta hinn eftirsótta Sleipnisbikar sem eru æðstu verðlaun sem veitt eru kynbótahrossi hér á landi. Öruggt er talið að Stígandi muni mæta en unnið er að því þessa dag- ana að safna saman afkvæmum undan honum því þessi staða kemur nokkuð óvænt upp að hann skuli standa efstur þeirra hesta sem sýndir verða á mótinu. Þá vekur athygli útreið Pilts frá Sperðli því eftir að ljóst var að Orri yrði ekki sýndur með afkvæmum á mótinu var almennt talið að hann myndi hljóta Sleipnisbikarinn. Staða hans í fyrra haust var góð, vantaði aðeins eitt afkvæmi í dóm til að hljóta heiðursverðlaun en í vor komu í dóm 10 afkvæmi undan hon- um og féll hann niður í 115 stig og er í 24. sæti hesta sem standa í fyrstu verðlaunum. Bæði Þokki og Orri eru með 85 dæmd afkvæmi en Stígandi er með 84. Næstir í röðinni eru Stígur frá Kjartansstöðum og Kolfinnur frá Kjarnholtum með 121 stig, Stígur með 98 dæmd afkvæmi en Kolfinn- ur með 76. Af þeim hestum sem hljóta munu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi er Kraflar frá Miðsitju með örugga forystu, 131 stig fyrir 21 dæmt af- kvæmi. Næstur kemur Oddur frá Selfossi með 127 stig og 19 dæmd afkvæmi og hefur frammistaða af- kvæma hans í vor vakið verskuldaða athygli. Svartur frá Unalæk er þriðji einnig með 127 stig og 16 dæmd afkvæmi og á hæla hans kemur Safír frá Viðvík með 126 stig fyrir 21 dæmt afkvæmi og Toppur frá Eyjólfsstöðum er fimmti með 124 stig fyrir 25 dæmd afkvæmi. Næstir koma svo Baldur frá Bakka, Þengill frá Hólum, Sólon frá Hóli og Hektor frá Akureyri. Líklegt þykir að allir þessir hestar verði sýndir með afkvæmum og því ljóst að af- kvæmasýningar stóðhesta verði viðamikill þáttur í kynbótasýningu landsmótsins. Af hryssum sem eiga rétt á koma fram til heiðursverðlauna fyrir af- kvæmi er langefst Þrá frá Hólum með 134 stig. Osk frá Brún er önnur með 126 stig, Krafla frá Miðsitju þriðja með 123 stig en allar eiga þessar hryssur 5 dæmd afkvæmi. Jafnar með 122 stig eru Sandra frá Bakka með 7 dæmd afkvæmi, Gyðja frá Gerðum með 6 dæmd afkvæmi og Kolbrá frá Kjarnholtum með 5 dæmd afkvæmi. Sjöunda í röðinni kemur Dúna frá Stóra Hofi með 121 stig og 5 dæmd afkvæmi og Glíma frá Laugarvatni með 120 stig og 7 dæmd afkvæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.