Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
FÉLAGAR í sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd komu að Helgafelli í nágrenni Stykkishólms í þriggja
daga vinnuferð við að endurbæta gönguleiðina upp á Helgafell.
Göngustígurinn upp á
Helgafell endurbættur
Stykkishólmi - Sjálfboðasamtök
um náttúruvemd komu í þriggja
daga vinnuferð að Helgafelli til að
endurbæta göngustíginn upp á
fellið. Helgafell dregur að sér fjöl-
marga ferðamenn á hverju sumri,
enda ekki furða því sagan segir að
þar geti menn fengið uppfylltar
þrjár óskir, ef farið er eftir settum
reglum þar um. Gangan á Helga-
fell hefst við leiði Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur þar sem gestir eiga að
krossa yfir leiði hennar. I tímans
rás hefur myndast göngustígur
þaðan og upp á Helgafellið. En nú
hefur þessi félagsskapur tekið að
sér í sjálfboðavinnu að lagfæra
göngustíginn til að auðvelda ferða-
mönnum leiðina upp á Helgafell.
Sjálfboðasamtök um náttúru-
vernd voru stofnuð í maí 1986 og
hafa starfað í 12 ár. Félagsmenn
hafa mikinn áhuga á náttúruvemd
og vilja stuðla að því með vinnu
sinni að ferðamenn á leið um ís-
land geti á sem auðveldastan hátt
notið þess að skoða náttúruperlur á
sem flestum stöðum á landinu.
Þessi hópur fer í 6-10 vinnuferðir á
ári og sjást verk hans í öllum
landshlutum. Vinnuferðirnar taka
frá 1 degi og allt upp í 10 daga í
einu. Samtökin vinna í nánu sam-
starfi við Náttúruvemdarráð,
Ferðamálaráð og sveitarfélög. Fé-
lagsmenn hafa merkt gönguleiðir,
hlaðið vörður og lagfært göngu-
stíga. A þennan hátt komast þeir í
betri snertingu við þessa failegu
staði og sumum finnst þeir eiga dá-
lítið í stöðunum eftir að hafa unnið
þar og lagt sitt af mörkum til að
gera þá meira aðlaðandi fyrir aðra.
Seinna meir er gaman að heim-
sækja staðina aftur og skoða verk-
in sín. Margir félagsmenn hafa
stundað þessi sjálfboðaliðastörf í
mörg ár og myndast hefur kjami,
sem hefur ánægju af að ferðast
saman og láta verkin tala.
Göngustígagerðin upp Helgafell
er unnin að beiðni Ferðamálaráðs
sem styrkir ferðina með því að
greiða ferðakostnað. Birgir Mika-
elsson hjá Eflingu Stykkishólms
hefur unnið mikið starf við að und-
irbúa komu vinnuhópsins og verið
honum innan handar. Stykkis-
hólmsbær lagði til áhöld. Hér er
um þarft verk að ræða og ferða-
menn sem á Helgafell koma munu
verða þakklátir fyrir störf sjálf-
boðaliðanna.
Hötelrekstur í Grundar-
firði eftir 20 ára hlé
Grunnskólanum í
Búðardal slitið
Morgunblaðia/Kristjana
ÞRUÐUR Kristjánsdóttir skólastjóri þakkar
kennurum fyrir starfið.
Búðardal - Grunnskól-
anum í Búðardal var slit-
ið 28. maí sl. Skólastarfið
gekk vel í vetur og ár-
angur í samræmdum
prófum viðunandi. í
skólanum voru 65 nem-
endur í 1.—10. bekk.
í skólanum var brydd-
að á ýmsum nýjungum,
m.a. var unnið þema-
verkefni um hafið og gef-
ið út skólablaðið Hrollur.
Danskennsla er fastur
liður í skólastarfinu og
hefur hún vakið ánægju.
Skólinn hélt sína árlegu
árshátíð þar sem allir
nemendur komu fram,
en fyrir því er hefð í
grunnskólanum í Búðar-
dal. Eldri nemendur fóru í skóla-
ferðalag um Norðurland og yngri í
menningar- og fræðsluferð til
Reykjavíkur. Yngstu bekkirnir fóru
í dagsferð á Reykhóla.
Skólinn hefur búið að miklum
stöðugleika í kennaraliði og haft vel
menntað og hæft fólk í störfum. Nú í
vor hættu þrír kennarar sem hafa
kennt við skólann um árabil og er
mikil eftirsjá að þeim. Skólastjórinn,
Þrúður Kristjánsdóttir, þakkaði
þessum kennurum starfið á liðnum
árum og færði þeim blóm og gjafir
frá skólanum í þakklætisskyni.
Skólinn veitir viðurkenningar fyr-
ir góða frammistöðu og hlutu eftir-
taldir nemendur viðurkenningu: As-
mundur Daðason í 10. bekk, Jenný
Halla Lárusdóttir í 9. bekk, Eyrún
Gísladóttir í 8. bekk og viðurkenn-
ingu fyrir íþróttir hlutu Inga Dröfn
Sváfnisdóttir og Sólveig Jóhanns-
dóttir. Að loknum skólaslitum var
sýning á vinnu nemenda og síðan
bauð foreldrafélag skólans öllum
viðstöddum í grillveislu og mæltist
það mjög vel fyrir.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
STARFSMENN VÍS í Stykkishólmi voru með opið hús laugardaginn
6. júní og buðu bæjarbúum upp á grillaðar pylsur og kaffi og kökur.
Á myndinni eru þau Þórður Þórðarson og Sigrún Ársælsdóttir í óða
önn að grilla pylsur.
Grundarfirði - Hótelrekstur er
hafinn í Grundarfirði eftir rúmlega
tuttugu ára hlé. Eigendur hótels-
ins sem ber nafnið Framnes eru
þau hjónin Eiður Örn Eiðsson og
Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir.
Þau hafa rekið gistiheimilið Ás-
geirshús um nokkurt skeið en
vegna vaxandi heimsókna og fjölg-
unar ferðamanna í Grundarfjörð
var þörfin fyrir hótel orðin brýn og
því tóku þau sig til og keyptu
gamla hótelið sem stendur niður
við sjó. Upphaflega var húsið reist
sem hótel fyrir rúmum fjórum ára-
tugum. En starfsemi hótelsins var
lögð niður og var því breytt í ver-
búðir. Miklar endurbætur hafa
verið gerðar á hótelinu og er það
með 7 tveggja manna herbergjum
ásamt baði. Þá eru í Hótel Fram-
nesi fjórar stúdíóíbúiðir, sem eru
mjög vinsælar meðal ferðamanna.
Hótel Framnes í lijarta
atvinnulífsins í Grundarfírði
Hægt er að taka allt 80 manns í
mat í einu. Eiður sem er þekktur
fyrir að vera góður kokkur, sér-
staklega á sviði sjávarrétta, sér
um matseld og veitingar, en
áhersla verður lögð á slíka rétti.
Hótel Framnes stendur niðri við
sjó og þaðan sér út á Grundar-
fjörðinn þegar bátamir koma inn.
Segja má að það sé í hjarta at-
vinnulífsins þannig að gestir fá til-
finningu fyrir starfsemi og anda
Grundarfjarðar.
Morgunblaðið/Karl
HJÓNIN Eiður Örn Eiðsson og Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir reka
hótelið í Grundarfirði.
VIS í Stykkishólmi
kynnir starfsemi sína
Stykkishólmi - Opið hús var hjá
svæðisskrifstofu VIS í Stykkis-
hólmi laugardaginn 6 júní sl. Þar
var mikið um að vera og í góða
veðrinu fór dagskráin að mestu
leyti fram utandyra. Gestum var
boðið upp á veitingar og gátu
þeir valið um grillaðar pylsur
eða kaffi og kökur.
Á þennan hátt vildi umboðið
rækta sambandið við viðskipta-
menn sína og kynna þeim helstu
tryggingar sem eru í boði. Full-
trúar frá aðalstöðvunum í
Reykjavík mættu og veittu gest-
um leiðbeiningar varðandi alhliða
tryggingar. Svæðisstjóri VÍS í
Stykkishólmi er Þórður Þórðar-
son og með honum á skrifstof-
unni vinnur Sigrún Ársælsdóttir
og höfðu þau nóg að gera, enda
litu margir inn í góða veðrinu.
Þeir ferðamenn sem koma til
gistingar á Hótel Framnesi geta
gert sér margt til ánægju og
dægradvalar. Hægt er að fá leigða
hesta og einnig er boðið upp á
sjóstangaveiði. Þá verður boðið á
hveijum laugardegi í sumar upp á
gönguferðir í fylgd leiðsögumanns.
Hótel Framnes verður einnig með
í rekstri 8 manna bifreið og verður
gestum boðið upp á bílferðir, stutt-
ar kynnisferðir um byggðina og
einnig um Snæfellsnes.
Fyrstu gestirnir á Hótel Fram-
nesi voru hópur eldri borgara sem
komu úr Rangárvallasýslu. Voru
allir mjög ánægðir með þjónust-
una, mat og aðbúnað allan þennan
fyrsta reynsludag og eru hóteleig-
endur harla glaðir yfir því.
KÁ-kostur
Ný þjónustudeild
hjá KÁ
Selfossi - KÁ-Suðurlandi hefur opnað nýja þjónustudeild sem
kallast KÁ-kostur og er henni ætlað að veita þeim þjónustu
sem þurfa stórar vörupantanir. Deildin er hugsuð sem þjón-
ustudeild fyrir mötuneyti, skip, hótel og bændagistingu og
alla þá aðila sem hag hafa af þessum viðskiptamáta, þar sem
allar vörur eru afgreiddar í gegnum einn og sama aðilann.
Það er Sigurjón Bjamason sem veitir KA-kosti forstöðu.
Hann segir það markmið KA að vera ávallt á vaktinni yfir því
hvemig þjónusta megi viðsldptavini sem best og er KA-kost-
ur eitt af þeim skrefum sem taka þarf til að standa undir því
markmiði.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
SIGURJÓN Bjarnason, forstöðumaður KÁ-kosts.