Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 23
Ku Klux
Klan fer í
kröfugöngu
í Jasper
Jaspcr. Reuters.
KÚ KLIJX Klan-samtökin hafa
fengið leyfi bæjaryfirvalda í Jasper í
Texas til að efna til kröfugöngu í dag
þar sem yfirburðir hvíta kynstofns-
ins verða boðaðir.
Jasper komst í heimsfréttirnar
fyrir skömmu er þrír hvítir menn
myrtu svertingja á hrottalegan hátt
með því að draga hann á eftir biffeið
sinni um þriggja km leið. Morðið
vakti geysihörð viðbrögð, sérstak-
lega á meðal svertingja, sem hafa
krafist þess að þremenningarnir
verði dæmdir til dauða. Þrátt fyrir
þetta segist lögreglustjóri bæjarins
ekki geta neitað samtökunum um
leyfið.
Ku Klux Klan eru þekktustu sam-
tök kynþáttahatara í Bandaríkjunum
en einkennisklæði félagsmanna eru
hvítir kjrtlar og hettur. Samtökin
fordæmdu morðið á James Byrd í
síðustu viku en segjast nú sjá sig
knúin til þess að mótmæla samtök-
um svartra, er hafi ráðist vopnuð inn
i bæinn og haft í hótunum við hvíta
íbúa hans. Vísa samtökin til þess er
Byrd var borinn til grafar, en þá
komu fulltrúar tveggja samtaka
svartra, Svörtu hlébarðanna og
Svörtu múslimanna, vopnaðir til Ja-
sper og sóru þess eið að þeir myndu
þjálfa svertingja til þess að berjast
gegn árásum kynþáttahatara.
Talsmenn Ku Klux Klan segjast
munu verða óvopnaðir í kröfugöng-
unni í dag, og dreifa bæklingum.
Þeim verður heimilt að bera ein-
kennistákn sitt, logandi kross, ef
þeir vilja, en lögreglustjórinn í Ja-
sper segist ekki geta bannað göng-
una, þótt hann voni að enginn mæti.
Reuters
Fótboltabullum
engin miskunn sýnd
ÞRJÁR þýzkar fótboltabullur -
Christian Wurger, 23 ára, Meik
Krans, 30 ára, og Mario Buss, 23
ára - sem þátt tóku í slagsmálum
við lögreglu í franska bænum
Lens sl. sunnudag, þar sem fram
fór leikur Þýzkalands og Júgósl-
avíu í heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu, voru í fyrradag
leiddir fyrir rétt þar og dæmdir í
eins árs fangelsi án skilorðs.
Kom þyngd dómsins nokkuð á
óvart, þar sem saksóknari hafði
ekki farið fram á meira en hálfs
árs fangelsi.
Samúðarbylgja með fórnar-
lömbum þýzkra fótboltabullna f
Frakklandi hefur gengið yfir
Þýzkaland síðustu daga.
Manfred Kanther, innanríkis-
ráðherra Þýzkalands, hét því að
bullunum sem gengu berserks-
gang í Lens yrði ekki sýnd nein
miskunn af hálfu þýzka dóms-
kerfisins og þær verðskulduðu
útskúfun úr þjóðfélaginu.
Reiði almennings vegna máls-
ins er svo mikil, að bæði stærsta
sjónvarpsstöð landsins, ARD, og
upplagsstærsta dagblaðið, Bild,
efndu til almennrar Qársöfnunar
í þágu Daniels Nivels, franska
lögreglumannsins sem bullurnar
börðu til óbóta í Lens. Hann
liggur enn í dái á sjúkrahúsi.
Stéttarfélag þýzkra lögreglu-
manna hefur boðizt til að bera
allan kostnað af heilsubótaror-
lofí fyrir Nivel og Qölskyldu
hans.
Umfangsmikil viðhorfskönnun
þýzkrar útvarpsstöðvar leiddi í
ljós að nærri helmingur hlust-
enda stöðvarinnar taldi rétt að
þýzka knattspyrnulandsliðið
hætti keppni í heimsmeistara-
keppninni vegna ofbeldisverk-
anna, sem Helmut Kohl lýsti
þjóðarhneisu fyrir Þýzkaland.
Æ algengara að
flugmenn sofni
undir stýri
ÞAÐ verður sífellt algengara að
flugmenn sofni undir stýri vegna
aukinnar tæknivæðingar í stjórn-
klefa og lengri vinnutíma, sam-
kvæmt nýrri rannsókn banda-
rísku geimferðastofnunarinnar
(NASA).
Flugmenn fljúga oft yfir heilar
heimsálfur og þurfa lítið að gera í
farflugshæðum, að sögn Davids
Neri, sem stjórnaði rannsókn
NASA á flugmannaþreytu.
„Tæknin gerir mönnum nú kleift
að fljúga langar vegalengdir og
verja löngum tíma á lofti, en lík-
amsklukkan gengur samt út frá
því að við vökum á daginn en sof-
um á nóttunni," sagði Neri.
„Flugmenn eru jafn berskjaldað-
ir og aðrir fyrir flugþreytu, vegna
röskunar á dægursveiflunni.“
Aukin vinna eykur flug-
þreytu flugmanna
Hluti skýringarinnar á vaxandi
flugþreytu flugmanna er að
vinnutími þeirra hefur lengst.
Hafa þeir orðið að taka á sig
hluta þess vanda sem skapast
hefur vegna síaukinnar fjölgunar
farþega.
„Flugferðum hefur fjölgað og
reynt hefur verið að að nota sama
flugmannafjöldann til að sinna
þeim,“ segir sálfræðingur hjá
NASA, Mark Rosekind.
Flugslys eru hlutfallslega fátíð,
en sérfræðingar segja að oft sé
litið framhjá þætti flugþreytu í
slysum þar sem erfitt sé að mæla
hana. Þreyta hljóti að vera skýr-
ingarþáttur í fleiri slysum en
menn vilja vera láta, að sögn
Rosekind. Láta mun nærri að
mannlegi þátturinn sé meginá-
stæða um 70% flugslysa.
Til þess að draga úr flugþreytu
flugmanna verður að endurskoða
starfsreglur þeirra, að sögn Neri.
Hann leggur jafnframt til að lýs-
ing í stjómklefa verði stórbætt,
að dregið verði úr sjálfvirkni í
stjórn- og vélkerfum flugvéla og
félagsleg samskipti í flugvélum
verði aukin.
Knublundur gæti
aukið árvekni
Samkvæmt gildandi reglum er
flugmönnum bannað að fá sér
kríu á flugi og standa upp og
ganga um flugvélina nema þeir
þurfi að sinna brýnu kalli náttúr-
unnar. Rosekind segir að bannið
við því að fá sér blund geti haft
öfug áhrif því kerfisbundnir
blundir í langflugi gætu í raun og
veru orðið til að auka á árvekni
flugmanna.
Draga mætti einnig úr flug-
mannaþreytu ef nýjum aðferðum
yrði beitt við útreikninga á vinnu-
tíma flugmanna. Viðtekin venja
er að inn í 100 tíma hámarks
vinnutímafjölda þeirra á mánuði
sé ekki talinn með oft og tíðum
langur tími sem fer í undirbúning
flugsins af þeirra hálfu.