Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 27 LISTIR ARNGUNNUR Ýr hefur á stuttum tíma skipað sér í fremstu röð ís- lenskra myndlistarmanna, sem og erlendra, og á leið sinni þangað komist að skemmtilegum niðurstöðum um líf- ið, tilveruna og listina. Hún lauk tveimur ár- um í Myndlista- og handíðaskóla Islands en árið 1984 gerði útþráin vart við sig. Arngunn- ur hóf nám við San Francisco Art Institute og lauk námi við þann skóla árið 1986. Því næst tóku við sýningar í Bandaríkjunum og ársútlegð í Amsterdam en að því búnu sneri hún aftur til San Francisco-svæðisins og hóf nám við Mills College. Eftir að hún útskrifað- ist þaðan settist hún að í Oakland á austur- bakka San Francisco-flóans ásamt eigin- manni sínum, Bandaríkjamanninum Lari-y Andrews, sem einnig leggur stund á myndlist auk þess að vera kvikmyndamaður og kenn- ari við Kaliforníuháskólann í Santa Cruz. „Eg hef verið í Bandaríkjunum meira eða minna í 14 ár,“ segir Arngunnur, „en ég eyði þó alltaf miklum tíma á íslandi. Ég fer oft heim tvisvar á ári og er þá gjarnan yfir sum- artímann þar sem ég hef starfað sem leið- sögumaður uppi á hálendinu en jafnframt var ég heima fyrir stuttu í rúmt eitt og hálft ár og kenndi þá við Kennaraháskólann, leið- beindi tilvonandi myndmenntakennurum landsins. Það sem ég stefni á er að reyna að skipta þessu einhvern veginn, vera 50% af tímanum hér og 50% heima. Ég er bara svo mikill Islendingur í mér og sakna þess svo að vera ekki heima. Ég hreinlega þarfnast þess,“ segir hún og er ég spyr hvernig Larry líki á íslandi, hvort hann fínni starf við sitt hæfí, svarar hún sposk á svip: „Hann bara neyðist til þess að fylgja konunni sinni.“ A þeim tíma er Arngunnur kláraði nám sitt var hálfgerð kreppa í myndlist í Bandaríkj- unum að hennar sögn. Mjög mörg gallerí hættu starfsemi, jafnvel stór gallerí sem höfðu starfað lengi. „Ég man að frænka mín heimsótti mig hingað út og ég fór með hana í galleríhverfið. Þar voru heilu byggingarnar auðar sem áður höfðu skartað stórfínum gall- eríum. Sem betur fer hefur þetta breyst aft- ur með mikilli uppsveiflu í efnahagslífinu," segir Arngunnur. „Gallerístarfsemin fylgir auðvitað efnhagsástandinu. A uppgangstím- um hefur fleira fólk efni á að kaupa Iist, en það hefur ekkert að gera með Iistina sjálfa. Hún verður alltaf til og bágt efnahagsástand takmarkar ekki sköpun hennar. Ég mála ekki til þess að selja heldur til þess að ná þeim takmörkum sem ég set mér sjálf.“ Að mati Arngunnar er íslensk mynd- list á mjög háu stigi miðað við það sem gengur og gerist annars stað- ar. Það sem einna helst setur strik í reikninginn er það hve markaðurinn fyrir myndlist og list almennt er lítill og takmark- aður. „Ég held það, án þess að ég fullyrði nokkuð, að það sé settur svona hálfgerður kvóti á íslénska myndlistarmenn. Þetta gerir það erfitt fyrir málara heima á Islandi að lifa af listinni, af því að sá hópur sem kannski hefur áhuga á að kaupa verk eftir ákveðinn málara er lítill og maður er fljótur að fara hringinn. Annars held ég að listamenn alls staðar í heiminum eigi oft erfitt með að ná endum sarnan," segir hún. „Hins vegar held ég að það sé svo með flest myndlistarfólk að allt sem kallast sala og markaðssetning er númer tvö en sköpunin og það að geta haldið uppi eins konar samræðum milli áhorfandans og verksins sem og skapara þess sé númer eitt.“ Að sögn Arngunnar er það allt annar hópur af fólki sem kaupir myndlist í Bandaríkjunm en á Islandi. „Islendingar almennt hafa mjög mikinn áhuga á myndlist og þegar komið er „Síðasti mó- híkaninn“ ✓ Listakonan Arngunnur Yr Gylfadóttir hefur undanfar- in 14 ár búið í Bandaríkjunum en ávallt verið með ann- ------------------7-------------------------------- an fótinn heima á Islandi. Hún hefur nýlokið við tvær sýningar í San Francisco og framundan er samsýning í Karlottuborgar-safninu 1 Danmörku þar sem fulltrúar allra Norðurlandanna koma saman og sýna verk sín. Gunnlaugur Árnason ræddi við Arngunni um listina og lífíð á heimili hennar rétt fyrir utan San Francisco. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ARNGUNNUR Ýr Gylfadóttir við eitt málverka sinna. inn á íslenskt heimili er mun líklegra að þar sé að finna góða list á veggjunum en hér. ís- lensk heimili eru oftast full af bókum og mál- verkum," segir hún. „Hér í Bandaríkjunum eru það meira safnarar sem kaupa listaverk. Út af þessu hefur skapast svolítið neikvætt viðhorf meðal margra listamanna og annarra kaupenda til þessara ríku safnara. Þeim finnst að safnararnir líti á málverkin sem fjárfestingu frekar en list. Ég held hins vegar að flestir þessir safnarar hafi innilegan áhuga á myndlist og mér finnst alveg óþarfi að hafa einhverja óbeit á þeim sem eiga peninga. Ég held að listamenn ættu frekar að vera þakk- látir fyrir að þetta fólk er ekki að eyða pen- ingunum sínum í eitthvað annað, eins og lystisnekkjur eða safna lúxusbílum." Aðspurð hvort San Francisco sé listvæn borg, kannski fremur en aðrar borgir í Bandaríkjunum, svarar Arngunnur að svo sé en að borgin sé furðuleg hvað myndlist snert- ir. „San Francisco er svolítið óvenjuleg miðað við aðrar amerískar borgir. Til dæmis er að- allistaverkahöndlari minn búsettur í Los Angeles en ekki í San Francisco. Listmenn- ing hér hneigist frekar til myndbandslistar og þess sem er kallað „new genre“,“ segir hún. ins vegar sýni ég mikið í San Francisco og var nýverið að taka niður eina sýningu og opnaði aðra 6. júní. Það stendur svo til að ég verði með aðra stóra sýningu í borginni næsta vor. Fyrir mig skiptir það ekki miklu máli hvar ég er stödd í Bandaríkjunum til þess að koma list minni á framfæri. Ég er einnig með gallerí í Flórída og þessi lista- verkahöndlari minn, sem ég nefndi áðan, er að auki með gallerí í Chicago og Washington D.C. á sínum snærum. Það er gott að búa í San Francisco og nágrenni, góð orka hérna, fallegt, og borgin er mjög hrein miðað við aðrar stórborgir. Það skiptir mig mestu máli. Ég kæri mig ekki um að vera með tvö börn í einhverri holu á Manhattan," segir Arngunn- ur, en hún og Larry, eiginmaður hennar, eiga saman tvö börn, Daríu Sól og Dyami Rafn. „Þegar ég er að mála er ég mjög mikill ein- fari. Ég hef auðvitað mjög gaman af fólki en ég þarf mikinn tíma fyrir sjálfa mig til þess að geta stundað mína list, og hér get ég gert það.“ Arngunnur vinnur núorðið eingöngu að myndlistinni. En hvernig nær hún að stunda hana af fullri alvöru með tvö lítil börn? „Ég hef alveg fjóra daga í viku út af fyrir mig til þess að vera í stúdíóinu," segir hún. „Þangað er ég komin klukkan níu á morgnana en ég er mjög skipulögð manneskja og vinn langan vinnu- dag. Allt annað sem ég þarf að gera set ég niður á þá daga sem ég er ekki að mála svo að þurfi ég að hitta fólk eða fara að versla er ég alltaf með halarófu af börnum á eftir mér. Þetta er eina leiðin fyrir mig til þess að geta haldið áfram sem alvarlegur listamaður, að segja bara: Þetta eru mínir dagar og minn tími.“ En Arngunnur gerir ýmislegt fleira sem tengist myndlistinni en að mála málverk. Til dæmis tók hún að sér verkefni fyrir barna- skóla í litlum bæ, Dublin, sem er rétt fyrir utan San Francisco. Þar tók hún að sér að hafa yfirumsjón með vinnu að veggmynd sem krakkarnir í skólanum gerðu. „Þetta var verkefni sem ég vann algjörlega með nem- endum skólans. Við settumst niður saman og hjálpuðumst að við að þróa hugmyndirnar, sem allar komu frá þeim, en þeir sáu alveg um að mála myndirnar á vegginn. Mitt hlut- verk var því aðeins að búa til endanlegu myndbygginguna, púsla saman þeirra vinnu og reyna að skapa góða heild. Þetta tók um 14 vikur, ég fór einn dag í viku, en það var alltaf rigning og ekkert auðvelt að vinna að svona útiverkefni með E1 Ni~no blásandi í sífellu. En þetta gekk allt vel,“ segir Arn- gunnur og bætir við: „Ég hef líka tekið það að mér að myndskreyta bækur og ég bjó til barnabók fyrir krakkana mína og þeirra frændsystkin þannig að einstaka sinnum tek ég að mér önnur verkefni sem mér finnst skemmtileg." Framundan hjá Arngunni er sam- sýning í Karlottuborgarsafninu í Danmörku þar sem hún ásamt þremur öðrum íslendingum, Eiríki Smith, Georgi Guðna og Jóhönnu Boga, og fulltrúum hinna Norðurlandanna, sýnir verk sín, en þema sýningarinnar er náttúran. En hver finnst Arngunni vera aðalmismunurinn á myndlist í Ameríku og Evrópu? „Myndlist í Evrópu finnst mér vera kaldari en hér, þar sem hún er meira á tilfinningalegu línunum," segir Arngunnur og aðspurð hvað hún haldi um framtíð málverksins svarar hún: „Það er auðvitað svo margt nýtt í gangi og er það af hinu góða. Það er svo erfitt að skilgreina hvað er góð list og hvað er ekki góð list, setja það upp eins og stærðfræðiformúlu. Allt snýst þetta um skynjun og hvernig mað- ur skynjar hlutina og listin vinnur á svo mörgum mismunandi sviðum. Hún er til þess að skapa umræðu, koma okkur til þess að hugsa og ekki endilega til þess að láta okkur líða vel heldur virka sem ákveðinn spegill fyrir umhverfið og það sem er að gerast í kringum okkur. Sérhver listamaður verður því einfaldlega að finna réttan búning til þess að koma list sinni til skila. Ég kaus myndlistina og fólk hefur auðvitað mismun- andi skoðanir á henni. Sumum finnst mál- verkið jafnvel orðið svolítið gamaldags, en mér finnst bara gaman að því að vera svona eins og „síðasti móhíkaninn" og mála með pensli." „Stríðsárin köldu send á kvikmyndahátíð í Kiruna“ ÁKVEÐIÐ hefur verið að heimildar- kvikmyndin „Stríðsárin köldu“, sem sýnd var í sjónvarpinu 19. og 24. september síðastliðinn verði send á kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama í Kiruna í Svíþjóð, sem haldin verður í haust, dagana 30. september til 4. október. Nordisk Panorama er kvikmyndahátíð fyrir stuttmyndir og heimildarkvikmynd- ir. „Stríðsárin köldu“ er kvikmynd, sem Petter A. Tafjord gerði í sam- vinnu við Karl Sigtryggsson kvik- myndagerðarmann og Magnús Bjarnfreðsson fréttamann, en hann samdi texta myndarinnar og flutti. Myndin fjallar um norska herdeild, sem send var til íslands árið 1940, er hersveitir Hitlers höfðu hernumið Noreg. Dvaldist hersveitin hérlend- is, lengst af á Akureyri, og var verk- efni hennar að kenna Bretum og þjálfa þá í vetrarhernaði á norðlæg- um slóðum. Var sveitin hér fram til ársins 1943, um 200 manns, þessara erinda, en síðar fékk þessi norska hersveit það viðfangsefni að verja og gæta veðurstofu á Jan Mayen. Fjall- ar kvikmynd Petters A. Tafjords um bæði þessi verkefni, notaðar eru gamlar fréttamyndir, og tekin eru viðtöl við eftirlifandi þátttakendur í hersveitinni. Petter Tafjord er norskur í fóður- ættina, en á íslenzka móður. Faðir hans, sem enn er á lífi 74ra ára gam- all, Arne P. Tafjord, býr í Álasundi. Hann var í þessari hersveit og þaðan kemur áhugi sonar hans á að gera myndina meðan enn er einhver til frásagnar. Það var annars tilviljun, að Arne P. Tafjord var í þessari her- sveit, því að hann var háseti á skipi, sem var í skipalest á leið vestur um haf, fékk botnlangakast og var sett- ur á land í Hvalfirði. Öll skipalestin tortímdist hins vegar og var hann því eini þátttakandinn í henni, sem komst af. Eins og áður sagði hefur kvik- myndin „Stríðsái-in köldu“ verið sýnd í íslenzka sjónvarpinu og sam- kvæmt upplýsingum Petters hefur honum tekizt að selja alls 21 eintak af myndinni til bókasafna og bæjar- félaga. FYRSTU liðsmennirnir í vetrarhersveitinni norsku, sem sendir voru til þess að gæta veðurstofu norska hersins á Jan Mayen voru 13 talsins. Þeir fóru til Jan Mayen í febrúar 1941 í einmanalega dvöl þar í hálft ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.