Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Yfírþyrmandi þjónusta / / Urþví að Islendingar vilja sækja allt til útlanda œttu þeir að athuga betur hvernig erlent afgreiðslufólk með alda- langa hefð í kauþmennsku ber sig að. T TA K I\í ANADISK kona af íslenskum ætt- um sagði fyrir skömmu í viðtali ér í Morgunblað- inu, að það væri gífurlegur kraftur í Islendingum. Það er ekkert undarlegt þótt konan hafi sagt það því um þessar mundir eru Islendingar að finna taktinn í sjálfum sér og það kostar töluverð átök að sjálfsögðu. Það er ekkert grín að búa í borgaralegu samfélagi sem á sér engar borgaralegar rætur. Samræðulist og lipurð í mann- legum sam- VIÐHORF skiptum var til Eftir Kristfnu að mynda ekki Marju Baldurs- iðkuð hér á dóttur landi meðal al- mennings, þótt danskir kaupmenn og embætt- ismenn kynnu eitthvað fyrir sér í þeim efnum. Það var fremur til siðs að þegja og þegja helst sem lengst, þótt það þætti engu að síður snjallt eftir nokkurra daga þögn að láta vel valin orð hrynja af vör- um sem menn gátu síðar vitnað í. En þótt íslendingar töluðu kannski ekki af sér hér áður fyrr þóttu þeir yfirleitt vænir menn og kurteisir. Höfðu sinn sérstaka íslenska takt. Með utanlandsferðum og þátttöku í alþjóðlegum banda- lögum, samböndum, ráðum og veislum, hafa menn eitthvað fipast í taktinum og virðast ekki vita lengur hvort þeir eiga að haga sér eins og Danir eða Spánverjar eða Englendingar eða Bandaríkjamenn, nú eða bara eins og Norðmenn. Sem er auðvitað af síðustu sort því þeir eru alltof líkir okkur. Þetta áskapaða taktleysi brýst oft íram í skorti á hátt- vísi. Líf nútímamannsins snýst mikið um að redda einu og öðru fyrir heimili og börn, og því eyðir hann oft góðum tíma í verslunum. Og það er vert að athuga þjónustuna sem þar er veitt núna. Fjölgun verslana hefur haft í íor með sér bullandi samkeppni meðal verslunareigenda. Nú ríður á að halda í viðskiptavin- inn. Það gengur semsagt ekki lengur að mala í símann við maka eða vini meðan viðskipta- vinurinn bíður eftir afgreiðslu, eða að láta hann skoppa á eftir sér um alla búð þegar hann ætlar einungis að spyrja um verð á vöru. En það er alltaf sama sagan með íslendinga, ef einhver byrjar á einhverju þurfa allir að apa það eftir, hversu vit- laust sem það er. Fyrir örfáum árum hefur einhver verslunar- eigandi komist að því, líklega eftir innkaupaferðir til útlanda að afgreiðslufólk byði aðstoð sína, samanber „Can I help you“, séð að þetta var aðferðin og farið að nota hana hér heima. I fyrstu var það ósköp notalegt að fá athygli af- greiðslufólks svona án þess að þurfa að væla utan í því, en svo fór þetta að verða nokkuð þreytandi. Um leið og stigið var inn í verslun, maður var varla kominn yfu- þröskuldinn og farinn að venjast lyktinni í búðinni, flaug afgreiðslustúlka í fang manns og sagði: Get ég aðstoðað? Og síðan hefur þessi setning klingt í eyrum manns. Nú er mjög auðvelt að segja að maður ætli bara aðeins að fá að skoða, en þegar það svar hefur verið gefið afsakandi þrisvar á fimm mínútum fer áhuginn á vörunni á dvína. Þessa yfirþyrmandi þjónustu má einkum finna í sérverslun- um, menn fá til dæmis ekki lengur að skoða fatnað, snyrti- vörur eða gjafavörur í róð og næði og gera svo upp hug sinn, heldur verða að vera með allt á hreinu áður en inn í verslunina er stigið og svara svo þessari aðstoðarspurningu skýrt og skorinort, helst á þröskuldin- um: Já, ég ætla að fá varalit númer sjötíu og sex. Fá svo sinn varalit, borga og koma sér út. Bókaverslanir eru þó und- antekning. Þar er beinlínis ætlast til að menn taki sér drjúgan tíma í að skoða og handfjatla vöruna áður en hún er keypt. Ur því að Islendingar vilja sækja allt til útlanda ættu þeir að athuga betur hvernig erlent afgreiðslufólk með aldalanga hefð í kaupmennsku ber sig að. Viðskiptavinurinn kemur inn og býður góðan dag, af- greiðslufólk tekur undir kveðj- una og heldur svo áfram að sýsla við sitt, viðskiptavinurinn skoðar og baukar, og svo einmitt þegar hann hefur skoð- að nægju sína og fer að skima í kringum sig, kemur afgreiðslu- fólkið og býður aðstoð sína. A hárréttu augnabliki. Annars kunnu þeir þetta gömlu, íslensku kaupmennirn- ir. Maður fór kannski út í búð með aleiguna tD að skoða sippubönd og sá að það var gríðarlega mikið að gera hjá þessum körlum. Þeir voru á þönum um búðina, kjaftandi við kúnnana í leiðinni, leyfðu þeim þó að skoða og spekúlera en áttu það til að koma með at- hugasemdir eins og: Flott sippuband, akkúrat fyrir þig. Meira var það ekki. En það dugði til að menn gátu farið í rólegheitum yfir fjárhaginn og tekið svo mikilvægar ákvarðan- ir um kaup. Þetta var gamli íslenski takt- urinn. Hann er helst að finna í fískbúðum núna. Og í bókabúð- um. Það er bagalegt fyrir íslend- inga að vera ekki aldir upp í fínum borgarasamfélögum þar sem menn hafa aldalanga reynslu í mannlegum samskipt- um, einkum núna þegar þessi mikli kraftur er í verslun og viðskiptum. Vonandi fínna þeir þó taktinn með tímanum, en það er ástæðulaust að gleypa mann þótt mikið gangi á. EVRÓPSK UMHVERFISMÁL í BRENNIDEPLI NÚ UM Jónsmessuleytið voru haldin mikil málþing um umhverf- ismál í Arósum í Danmörku. Hæst bar þar fjórðu Evrópsku umhverf- isráðstefnuna, raunar einnig með þátttöku Bandaríkja Norður-Am- eríku og Kanada. Aður en hún hófst héldu Globe þingmannasam- tökin tveggja daga fjölsóttan fund á sama stað og einnig komu græn áhugasamtök um umhverfismál saman og settu talsverðan svip á umræðuna þessa daga. Guðmund- ur Bjamason umhverfisráðhema sat ráðhemafundinn ásamt Magn- úsi Jóhannessyni ráðuneytis- stjóra, en jafnframt vorum við þrír alþingismenn í íslensku sendi- nefndinni, auk mín þeir Ami Mathiesen og Kristján Pálsson. Hér verður drepið á nokkur þeima mála sem rædd voru á þessum fundum. Krafa um sjálfbæra þróun Þingmannasamtök undir nafn- inu Evrópunet Globe eru opin öll- um fulltrúum á þjóðþingum álf- unnar sem vilja láta sig umhverf- ismál sérstaklega varða. Þessi samtök eru jafnt og þétt að eflast, en í þeim taka þingmenn þátt sem einstaklingar óháð flokkum. Full- trúar úr umhverfísnefnd Alþingis hafa verið með í Globe samtökun- um um árabil og tekið þar virkan þátt í starfi. Þess utan starfa GIo- be-þingmenn í sérstakri deild inn- an Evrópusambandsins og í Globe Intemational á víðari vettvangi. Samtökin eru enn í mótun skipu- lagslega. Eitt af umræðuefnunum á fjöl- sóttum Globe-fundi í Árósum var staða umhverfismála og Dagskrá 21 sex árum eftir Ríó-ráðstefnuna. Enginn annar en Maurice Strong, nú framkvæmdastjóri samtakanna Earth Council með aðsetur í Costa Rica, sá sami og leiddi und- irbúning Stokkhólmsráðstefnunn- ar 1972 og Ríóráðstefnunnar 1992 fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, var framsögumaður hjá Globe í Arósum. Eg þori að fullyrða að enginn núlifandi hefur viðlíka yfir- sýn og þekkingu á umhverfismál- um í veröldinni og Strong. Hann dró fram bæði dökkar og bjartar hliðar á þróun mála eftir Ríó. Af því jákvæða bæri hátt aukna um- hverfisvitund almennings víða um lönd, staðbundna og svæðis- bundna virkni og starf frjálsra umhverfissamtaka. Af neikvæðum þáttum væri af nógu að taka, skortur á pólitískum vilja, um- hverfismálin séu í varnarstöðu gagnvart ríkjandi efnahagsstefnu, fjáraustur er í ósjálfbærar fjár- festingar, m.a. á sviði orkumála, flutninga og landbúnaðar, röng skilaboð ganga til almennings og mikil nauðsyn sé að hefja til vegs siðræn gildi. Baráttuna gegn lofts- lagsbreytingum af mannavöldum sagði Strong vera einskonar sam- nefnara fyrir umhverfisbai'áttu samtímans. Derek Osborne sem var í forsæti af hálfu Breta í að- draganda aukaþings Sameinuðu þjóðanna í fyrra (UNGASS) lagði áherslu á að alþjóðasamfélagið yrði að halda betur en hingað til á kröfunni um sjálfbæra þróun. Nú þegar ætti að hefja undirbúning á vegum Sameinuðu þjóðanna að al- þjóðaráðstefnu árið 2002, tíu árum eftir Ríó, og ganga frá dagskrá hennar á allsherjar- þingi SÞ aldamótaár- ið. Ástand umhverfis- mála í Evrópu A fundi ráðherr- anna í Arósum var lögð fram ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) um ástand umhverfismála í álfunni. Umhverfis- stofnunin er staðsett í Kaupmannahöfn og standa að henni 18 ríki Vestur-Evrópu að íslandi meðtöldu og samvinna er við 13 ríki Mið- og Austur-Evrópu. I skýrslunni er metin staða stefnu- mótunar í einstökum þáttum um- hverfismála og raunverulegt ástand umhverfisins samkvæmt bestu fáanlegum upplýsingum. Forstjóri stofnunarinnar, Jimenez Beltran, benti á að árangur hefði náðst á ýmsum sviðum, einkum í Evrópska umhverfis- s ráðstefnan í Arósum var viðburður sem verðskuldar athygli alls almennings. Hjörleifur Guttormsson drepur hér á nokkur þeirra mála sem rædd voru á þessum fundum. minni mengun lofts og ferskvatns að magni til af efnum eins og brennisteinsdíoxíði, blýi og fosfór. Augljóslega væri árangur bestur á sviðum þar sem bindandi alþjóða- sáttmálar væru til staðar. Þrátt fyrir þetta væri ástand umhverfis og náttúru enn ekki í skárra horfi en áður, meðal annars vegna þess að langur tími líði oft uns jafnvægi næst og tók hann ósonlagið sem dæmi. Af sviðum þar sem hallaði undan fæti nefndi Beltran m.a. eyðingu jarðvegs, mengun ferskvatns og útbreiðslu skað- legra efna. Samkvæmt skýrslunni eru fimm svið talin þarfnast sérstakr- ar athygli stjórnvalda vegna víð- tækra áhrifa og þýðingar þeirra fyrir sjálfbæra þróun. Um er að ræða 1) loftslagsbreytingar og minni losun gróðurhúsaloftteg- unda, 2) minnkun sorps og sam- spil úrgangs og efnahagsþróunar, 3) efnasambönd végna mikillar út- breiðslu og óvissu um áhrif og þol- mörk, 4) verndun náttúru, nátt- úrulegrar fjölbreytni og jarðvegs, þar eð erfitt og stundum ógerlegt væri að bæta fyrir spjöll, 5) loft- gæði, því að lágmarkskrafa sé að loft sem menn anda að sér sé hreint. Island er m.a. nefnt í skýrslunni vegna viðvarandi mikillar jarð- vegseyðingar, þar sé gnótt af góðu vatni og ástand fískistofna fari batnandi, sumpart vegna veiðitak- markana sem séu að skila árangri. Starf á vegum Umhverfisstofnun- arinnar sýnist mér jákvætt og geta orðið stjórnvöldum til leið- beiningar á mörgum sviðum um- hverfismála. Upplýsingaskylda og frjáls félagasamtök Fremst í röð at- burða á umhverfisráð- stefnunni í Arósum er undirritun nýs Evr- ópusáttmála um upp- lýsingaskyldu stjórn- valda og aðild al- mennings og frjálsra félagasamtaka að stefnumörkun í um- hverfismálum. Unnið hefur verið að sátt- málanum í nokkur ár og tekist á um marga þætti. Samtök áhuga- fólks gagnrýndu á ráðstefnunni mörg ófullnægjandi ákvæði og undanþágur frá upplýs- ingaskyldu í sáttmálanum. Nokkr- ir ráðherrar tóku undir þá gagn- rýni sem og þingmenn í Globe. Sáttmálinn setur hins vegar lág- marksreglur og einstök ríki geta því gengið lengra. Þýskaland sem tók þátt í gerð sáttmálans neitaði í lokin að undhrita hann og er und- ir mikilli gagnrýni fyrir vikið. Bandaríkin stóðu utan við gerð sáttmálans af ástæðum sem ekki eru mér ljósar. ísland sem undir- ritaði sáttmálann á ráðstefnunni hefur eins og flern ríki mikið verk að vinna fyrir staðfestingu hans. Táknræn fyrir þá áherslu sem sáttmálinn leggur á þátttöku frjálsra félagasamtaka og aðild al- mennings að mótun og fram- kvæmd umhverfísstefnu var þátt- taka margra grænna umhverfis- samtaka í hálfsdagsfundi á ráð- stefnunni, þar sem Arósasáttmál- inn var til umræðu. Fyrir íslenska ráðhen-a sem að undanförnu hafa ítrekað rekið hornin í umhverfis- verndarsamtök á alþjóðavetfyangi ætti þessi sáttmáli og andi Arósa- ráðstefnunnar að vera sérstakt umhugsunarefni. Efnasambönd ógna lífi og heilsu. í Árósum lágu fyrir til undirrit- unar tvær merkar bókanir við Genfarsáttmálann um loftmengun sem berst um langan veg milli landa. Þarna er um að ræða bókun um þrávirk lífræn efni (POPs) og um þungmálma. Þess utan voru kynnt drög að samningi um blý- laust bensín, en víða er blýbensín fremur regla en undantekning, svo sem í austanverðri álfunni. Bókunin um þrávirk lífræn efni tekur aðeins til svæðis aðildar- ríkja sáttmálans, en nú er að hefj- ast samningaferli með fundum í Montreal í Kanada um heimssátt- mála á þessu sviði. Hefur ísland meðal annars verið í fararbroddi ríkja sem gert hafa kröfu um slík- an sáttmála, sem skýrist m.a. af skaðsemi þrávirkra efna fyrir líf- ríki norðurslóða. Bókunin um þungmálma varðar einkum kadmíum, blý og kvikasilf- ur sem öll skapa viðvarandi hættu fyrir lífríki og heilsu manna. Guð- mundur Bjarnason undirritaði báðar þessar bókanir fyrh' íslands hönd á fundinum, en ísland stend- ur enn utan við framkvæmd ým- issa bókana samningsins, m.a. um brennisteinssambönd. Stöðugt bætist í safn hættu- legra efna fyrir heilsu manna og annarra lífvera. Á Globe-fundi þingmanna voru nú til umræðu Hjörleifur Guttormsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.