Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 37

Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 37 MINNINGAR hnútum og samferðamennirnir. Eg hygg að Dieter Roth sé einn þeirra fágætu manna sem seint gleymast þeim sem á vegi þeirra verða. I mínum huga verður hann ævinlega hinn kröfuharði og full- komlega pjattlausi vinur sem aldrei lét kunningsskap aftra sér frá að segja hug sinn umbúðalaust. Stund- um gat verið ónotalegt að hlusta á óvægna dóma hans, en ævinlega var það heilsusamlegt. Blessuð sé minning Dieters Roths. Sigurður A. Magnússon. Ekki óraði mig fyrir því, þegar við Dieter sátum saman yfir kaffí- bolla niðri á Hótel Borg á s.l. hausti, að það yrði okkar síðasti samfund- ur. Pessi haustdagur var grár og kaldranalegur, algjör andhverfa þeirra björtu og hlýju sumarstunda sem við höfðum átt saman vestur á Hellnum, en þangað leitaði hugur hans gjaman, ekki síst ef honum fannst eitthvað bjáta á innra með sér. Hann sagði oft við mig, að næst þegar hann kæmi til Islands, ætlaði hann að vera lengi fyrh- vestan. En Dieter var mikill vinnuhestur og þess vegna urðu stundirnar oft færri sem hann gat notið að dvelja í næði á þessum stað sem honum var svo kær. Þennan haustdag var hann óvenjulega dapur og mér fannst hvíla á honum einhver mara. Hann hafði áhyggjur af heilsu sinni, sem fór hrakandi. Honum fannst hann eiga svo margt ógert, því verkefnin voru mörg, sem kröfðust huga hans og handa. Fjölskylda hans var hon- um nærri og þá ekki hvað síst bamabörnin, sem hann talaði oft um við mig. Hann vildi eiga þátt í, að gera þeim bemskuna og æskuna sem bjartasta, að þau gætu fengið að njóta sinnar æsku sem mest í faðmi íslenskrar náttúru. Hann vildi skapa þeim rými huga og handa, sem gerði þau færari að takast á við lífíð, þann harða skóla, sem hann hafði sjálfur orðið að ganga í gegn um á sínum æskuárum í Þýskalandi. Það mun hafa verið árið 1974, að vinur minn Ragnar Kjartansson myndhöggvari falaðist eftir að fá lóð hjá mér undir sumarbústað, en Ragnar átti mörg æskuár sín á Hellnum. í félagi með honum var Dieter Roth vinur hans og sam- verkamaður. Þeir fengu lóðina, sem þeir völdu, frammi á sjávarbakkan- um. Nokkru síðar varð Dieter einn eigandi að þessum bústað. Stuttu seinna eignaðist hann annan bústað á sama stað. Böm hans Vera og Karl, eiga nú þessa bústaði. Þarna átti fjölskyldan margar sínu bestu yndisstundir. í skjóli Scartaris var þeim ljúft að una. Dieter Roth var í senn einlægur, hlýr og saklaus og það urðu honum því mikil vonbrigði og sárindi ef á leið hans urðu mishollir meðreiðar- sveinar. Samt ásakaði hann aldrei neinn, heldur sjálfan sig og vildi draga fjöðurstaf yfir allar misgjörð- ir gærdagsins, hann afskrifaði for- tíðina en stefndi fullhuga inn í fram- tíðina og hélt áfram sinni leit á lista- brautinni, þar sem möguleikarnir blöstu við honum, framandi og for- vitnilegir, hugmyndaflug hans var næsta ótrúlegt. Hann trúði samt ekki á einhverja endanlega lausn í listsköpun, ekki frekar en í lífinu sjálfu. Dieter var áræðinn og allt að því dirfskufullur og í frelsi andans leit- aði hann inn í óræðar víddir og var ekki lengur jarðbundinn eða háður hinu afmarkaða formi vanans. Hann storkaði kenningum vísindanna, hafnaði rökum spekinganna og lék sér á mörkum hins ómögulega, þar sem sakleysið og einfaldleikinn ríkti öllu ofar. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þessu stórveldi með barnshjartað, einlægni hans og góðvild, til alls þess sem var í návist hans. Slíkra manna verður ávallt minnst með virðingu. Það fer vel á því, að duft hans fái að leita síns upphafs í íslenskri mold í Hellnakirkjugarði, í nábýli við fjallajöfurinn mikla, Snæfellsjökul, sem hann dáði og umhverfíð allt var hans draumaland. Þessa fósturson- ar Islands verður lengi minnst og nafn hans mun verða áberandi í ís- lenskri listasögu. Á norðurslóðum ríkir nú hin nótt- lausa voraldar veröld, megi hún varpa sínu bjarta ljósi á minningu Dieters Roth. Megi hinn mikli höf- uðsmiður himins og jarðar varð- veita hann. Eg votta börnum hans og bama- bömum einlæga samúð mína. Kristinn Kristjánsson. Dieter Roth var hér á Islandi í aprílmánuði síðastliðnum. Hann var hér tíður gestur, heimsótti börn sín og barnaböm og leitaði hér hvíldar og endurnæringar, sem erfitt var að fá erlendis. Síðasta verk hans hér á landi, áð- ur en hann fór af landi brott í lok aprflmánaðar, var að undirrita og taka við afsali fyrir húseigninni Bala í Mosfellssveit, sem hann var að kaupa af börnum sínum, en þar hafði hann haft íbúð og vinnustofu um áratuga skeið. Vegna reglna íslenskra laga um eignarrétt að fasteignum var erfitt fyrir erlenda rfldsborgara að kaupa fasteignir á íslandi. Nú hafa regl- urnar verið rýmkaðar og fékk Diet- er leyfi dómsmálaráðuneytisins til þess að kaupa húsið. Langþráðu takmarki var nú náð. Ætlaði hann í ellinni að dvelja meira á íslandi og kunni þá betur við að dvelja í eigin húsnæði. Þegar afsalinu hafði verið þing- lýst tilkynnti ég honum bréflega, að loksins væri hann orðinn þinglýstur eigandi að hluta af fslandi, enda hefði verið kominn tími til. Enda þótt ég vissi, að Dieter væri veikur, granaði mig ekki, þegar ég kvaddi hann í aprflmánuðzi síðast- liðnum, að það væri í síðasta skipti sem fundum okkar bæri saman og að næsta skipti væri það einungis aska hans sem kæmi til landsins. Listamenn hafa löngum átt erfitt uppdráttar á íslandi. Ófáir íslend- ingar hafa því orðið að flytjast af landi brott til útlanda, þar sem þeir gátu notið hæfileika sinna. Má segja að þetta eigi líka við um Dieter Roth. Þó að ísland gæti ekki boðið honum þær aðstæður, sem hæfðu hæfileikum hans, sem varð þess valdandi að hann varð að flytja af landi brott, var hugur hans alltaf á íslandi. Hér átti hann þrjú börn, sem hann bar mikla umhyggju fyr- ir, sem ekki minnkaði þegar barna- bömin komu. Hef ég fáa menn þekkt, sem létu sér eins annt um böm sín. Má segja að hann hafi bor- ið þau á höndum sér. Dieter var fæddur í Þýskalandi árið 1930. Ólst hann þar upp á tímum nasismans við strangt uppeldi fóðurins. Var hann lítt hrifinn af veru sinni í Þýskalandi. Hann slapp þó við mestu hörmungar stríðsáranna því að árið 1943 fluttist hann til Sviss. Dieter Roth var mikill listamað- ur, en ég tel þó að hann hafi verið enn meiri maður. Fáa eða engan mann hef ég hitt, sem tók Dieter fram að mannkostum. Hann var bráðgreindm-, hæfileikaríkur, ljúfur maður, hjálpsamur og vildi öllum mönnum vel. Ætlaði hann engum öðram illt og því sámaði honum þegai- menn misnotuðu sér góð- mennsku hans. Við hjónin viljum að lokum þakka fyrir þau kynni sem við höfðum af Dieter Roth. Það er mannbætandi að hafa kynnst slíkum manni. Færum við bömum og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur. Agnar Gústafsson. HALLDÓR HELGASON + Halldór Ragnar Helgason prentari fæddist í Reykjavík 8. desember 1927. Hann varð bráðkvaddur 29. maí síðastlið- inn og fór útfór hans fram frá Bústaðakirkju 5. júní. Okkur langar til að kveðja hann Dóra vin okkar með nokkrum orð- um. Kynni okkar hófust þegar Hafliði sonur Dóra hóf að þjálfa fyr- ir okkur kynbótahross. Upp frá því fór Dóri að gerast tíður gestur á heimili okkar, og virtist kunna vel við sig í sveitakyrrðinni. Minnisstætt er þegar talið barst að hryssunni hans, Dögg, sem er glæsilegur hvítur gæðingur. Þá kom glampi í augu hans og áhug- inn leyndi sér ekki. Sérstak- lega kemur upp í hugann þegar verið var að sýna Dögg í Reiðhöll- inni fyrir nokkrum árum þar sem hún var stjarna sýningarinnar. Þá var minn maður í essinu sínu og naut sín til fulls. Þetta kvöld bað hann okkur um að hafa Dögg hjá okkur. Ófáar ferðimar kom Dóri austur til að líta á Dögg og seinna afkvæmi hennar. Ávallt vora þessar ferðir okkur til mikillar ánægju og gleði því fátt var skemmtilegra en einmitt að fara með Dóra og skoða og spekúlera í hrossunum og þá Uka að keyra um sveitimar og heimsækja fólk. Dóri var glaðlyndur maður og þægilegur í alla staði. Hann hafði gaman af hvers kyns veiðum. Hann var barngóður og nokkrar ferðimar kom hann austur til okkar með barnabörnin sín til að leyfa þeim að njóta þess sem sveitin hefur upp á að bjóða. Með þessum orðum kveðjum við góðan vin og þau eru fátækleg mið- að við það sem hann skilur eftir í brjóstum okkar. Við viljum votta bömum, tengdabörnum og barna- börnum dýpstu samúð okkar. Ársæll Jónsson og fjölskylda, Eystra-Fróðholti. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ANDRÉS KRISTINSSON bóndi, Kvíabekk í Ólafsfirði, verður jarðsettur frá Kvíabekkjarkirkju laugardaginn 27. júní kl. 13.30. Annetta María Norbertsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON málarameistari, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTIR frá Seljalandsseli, Hvammi, V-Eyjafjöllum, lést aðfaranótt fimmtudagsins 18. júní. Útförin fer fram frá Stóradalskirkju laugar- daginn 27. júní og hefst hún kl. 14.00. Magnús Sigurjónsson, Guðlaugur Friðþjófsson, Guðrún Árnadóttir, Helgi Friðþjófsson, Sigrún Adolfsdóttir, Knútur Halldórsson, Valgerður Ólafsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA KOLBEINSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður á Hverfisgötu 53, lést mánudaginn 15. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild F-2 fyrir umhyggju og hlýhug. Aðalheiður Svavarsdóttir, Jóhanna Svavarsdóttir, Geir Svavarsson, Sigfús Svavarsson, Sólborg Sigurðardóttir, Kristín Svavarsdóttir, Ingimar Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + DAVÍÐ V. SIGURÐSSON frá Miklaholti, til heimilis Dvalarheimilinu Seljahlíð, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 2. júlí kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLGRÍMUR ELÍAS MÁRUSSON, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 24. júní sl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. júlí nk. kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hins látna, vinsamlega látið hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð njóta þess. Hermína Sigurbjörnsdóttir, Steinar Hallgrímsson, Þráinn Hallgrímsson, Dúa St. Hallgrímsdóttir, Pálmar Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI EINARSSON múrarameistarl, Stóragerði 12, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 27. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, láti líknar- stofnanir njóta þess. Guðrún Aðalbjarnardóttir, Einar Helgason, Guðrún Þorgilsdóttir, Aðalbjörg K. Helgadóttir, Gísli Antonsson, Hólmfríður K. Helgadóttir, Sigmar Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.