Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR ELÍASSON + Guðmundur Elí- asson mynd- höggvari fæddist í Reykjavík 13. janúar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ehas Hjörleifsson múr- arameistari, f. 1899 á Eyrarbakka (af skaftfellskum ætt- um), d. 1938 í Reykjavík, og eigin- kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Tungu í Gaulveijabæjarhreppi. Systkini Guðmundar voru 1) í París í júlí 1952 síðdegis sat ég á Café Select og las dagblað yfír kaffibolla þegar ungur maður, grannur og hávaxinn, staðnæmdist í anddyrinu, horfði á mig, gekk síð- an til mín og spurði hvort ég væri íslenskur. Þegar ég hafði jánkað því tók hann mig tali. Var þar Hreinn Steingrímsson. Varð sá fundur okkar til þess að degi eða tveimur síðar kynntist ég Guð- mundi Elíassyni, sem ég hafði áð- ur haft spumir af. Guðmundur var þá á Grand Chaumiere-listaskólanum, sem Ossip Zadkine hélt (og þá einnig Gerður Helgadóttir). Á fyrsta vetri hans þar sagði Zadkine eina högg- mynd Guðmundar bestu mynd skólaársins (að Elín Pálmadóttir greindi frá í bók sinni, Gerði). Og að minnsta kosti einu sinni sýndi Guðmundur höggmyndir á sýningu Salon de Mai í Grand Palais, og var w þá höggmyndar eftir hann getið i listablaðinu Arts. Hjörleifur, verslun- armaður, f. 1922, d. 1988; 2) Katrín, f. 1925, gift Ólafi Bjömssyni héraðs- lækni á Hellu; 3) Elí- as Ingibergur, f. 1926, bæjarfógeti á Siglufirði og Akur- eyri; 4) Margrét full- trúi, f. 1928; 5) Bald- ur, f. 1937, dr. sc. tech., starfandi í Sviss. Með Evu Skaftadóttur eign- aðist Guðmundur dóttur, ólöiú Helgu. Utför Guðmundar fór fram frá Fossvogskirkju 19.júní. Á ofanverðum sjötta áratugnum og framan af hinum sjöunda bar fundum okkar Guðmundar alloft saman á fórnum vegi eða á kaffí- húsum, og áttum við að hluta hinn sama kunningjahóp. Aftur bar fundum okkar alloft saman síðustu fjögur eða fimm árin. Hann var mjög vel að sér um nú- tíma-myndlist, sagði vel frá og gat verið mjög gamansamur þegar sá gállinn var á honum. Hvað sem olli hafði hann ekki frama sem mynd- höggvari eftir að hann kom heim. Og hann sýndi verk sín sjaldan. Að mér er sagt munu hvað þekktastar höggmynda hans vera bijóstmynd- ir hans af Jóni Sigurðssyni og Jó- hannesi Kjarval. Allmarga vetur var Guðmundur myndlistarkennari í framhalds- skóla, og hann vann líka aðra vinnu. - Með þessum fáu orðum er kvaddur hlédrægur og gáfaður maður, mörgum minnisstæður. Haraldur Jóhannsson. BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR + Bjargey Guð- jónsdóttir fædd- ist í Efri-Miðbæ, Norðfirði, 23. febrú- ar 1934. Hún lést á heimili sínu í Gauta- borg 8. júní síðast- liðinn og fór útför liennar fram frá Norðfjarðarkirkju 24. júní. Elsku Bjargey frænka. Mig langar bara til að skrifa nokk- ur orð, ég er í Noregi og gat ekki komið til að kveðja þig. Mér var mjög svo brugðið þegar ég fékk upphringingu frá Islandi um þá frétt að þú værir dáin. Ég og fjölskylda mín áttum von á því að hitta þig í sumar. Ég bæði kveið því og hlakkaði til að hitta þig því þú varst búin að vera veik svo lengi. En það bíður betri tíma, og þá veit ég að þér h'ður vel. Minningamar -í-streyma frá góðum tíma sem við áttum með þér þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var svo gott að koma til þín, það var alltaf svo gott að borða. Þú tókst börnunum mínum, þeim Daníel og Brynju, sem ég átti þá, svo vel, þú varst bara Bjargey amma fyrir þau því þau áttu bara ömmu og afa heima á íslandi. Og alltaf muna þau eftir því. Þú varst svo yndis- leg, vildir allt fyrir alla gera. Dóttir mín, hún Þórdís, grét þegar hún frétti af því að þú værir dáin, hún hlakkaði svo til að kynnast þér. Elsku Guðjón, Binni og Hafdís, elsku amma, pabbi, Sigga, Dulla og Inga Rósa og fjölskyldur, missir ykkar er mikill og bið ég góðan guð að styrkja ykkur og megi minningin um yndislega konu lifa. Aldís Guðmundsdóttir og fjölskylda, Noregi. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. FRÁ fyrsta mótinu í Bikarkeppni Fáks í kappreiðum um hvítasunnuna. Morgunblaðið/ Bikarkeppni Fáks heldur áfram Kappreiðar í beinni tít- sendingu um helgina Reynt hefur verið að endurvekja kappreið- ------y--------------------------------- ar á Islandi. Asdís Haraldsdóttir fjallar um bikarkeppni Fáks, sem sjónvarpað verður um helgina. BIKARKEPPNI Hestamannafé- lagsins Fáks í kappreiðum 1998, sem hófst um hvítasunnuhelgina, heldur áfram á laugardaginn. Rík- issjónvarpið sendir keppnina beint út og hefst útsendingin klukkan 12 á hádegi. Keppt verður í 150 og 250 m skeiði og 350 og 800 m stökki og verður veðbankinn opinn. Mikill áhugi hefur verið fyrir því á undanfórnum árum að endurvekja kappreiðar á Islandi. Á árum áður þóttu Hvítasunnukappreiðar Fáks með vinsælustu viðburðum í borg- inni. Frægir knapar og kappreiða- hestar komu þai- fram og fólk fjöl- mennti til að sjá spennandi keppni. Góð stemmning um hvítasunnuna Ákveðið hefur verið að halda sex mót í sumar og er mótið á laugar- daginn annað í röðinni. Að sögn Sverris Árnasonar, eins skipuleggj- enda bikarkeppninnar, náðist góð stemmning á fyrsta mótinu um hvítasunnuna. Öllum mótunum verður sjónvarpað beint í Ríkis- sjónvarpinu, en enn sem komið er er aðeins hægt að veðja á staðnum. Reglur um stigagjöf eru þannig að gefín verða stig eftir sætum á hverju móti á eftirfarandi hátt: 1. sæti gefur 20 stig, 2. sæti gefur 17, 3. sæti gefur 15, 4. sæti gefur 13 og 5. sæti gefur 11 stig. Fyrir 6.-15. sæti eru gefin stig frá 10 og niður í 1. 16. sæti gefur ekkert stig. Hestamir hlaupa tvisvar á hveiju móti og reiknast betri tíminn til stiga. Þetta gildir um allar keppnis- greinar nema 800 metra stökk. Þar hlaupa hestamir einu sinni í riðla- keppni og fjórir bestu tímamir gefa þátttökurétt í úrslitum. Ástæðan fyrir því er sú að svo langur tími er liðinn síðan keppt var í alvöru í þess- ari grein að framkvæmdanefnd mót- anna vill ekki á þessu stigi leggja það á hestana að hlaupa í tveimur riðlum og svo í úrslitahlaupi. Heildarstig hestanna reiknast eftir besta árangri þeirra á fímm af þessum sex mótum. Fjórir efstu í úrslitakeppni Úrslitakeppni fer fram á hverju móti þar sem keppt er um peninga- verðlaun. Rétt til þátttöku í úrslita- keppninni eiga þeir hestar sem hafa fjóra bestu tímana í viðkomandi grein. Úrslitakeppnin reiknast ekki til stiga og hefur aldrei áhrif á stöðu hesta í heildarstigakeppni bikar- mótanna nema í 800 metra stökki. Sextán hestar á hverju móti fá rétt til þátttöku á því næsta. Tíu efstu fá sjálfkrafa rétt til þátttöku í sinni grein, en keppt er um hin sex sætin í sérstakri undakeppni degin- um áður eða valið inn samkvæmt nánari reglum sem framkvæmda- nefnd tilkynnir þegar skráning hefst í næsta mót. Síðasta mótið í september Dagsetning mótanna er ákveðin í samráði við dagskrárstjórn Sjón- varpsins. Gert er ráð fyrir að næsta mót verði 18. júlí, síðan 8. ágúst, 29. ágúst og 12. september. Þessar dagsetningar eru þó enn óstaðfest- ar. Öll mótin fara fram á kappreiða- velli hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Héraðssýning kynbota- hrossa á Króksstaðamelum Stóðhestar 6 vetra eldri 1. Fiðringur frá Stóru-Ásgeirsá, f.: Orri, Þúfu, m.: Syrtla, Sigríðar- stöðum, b.: 7,83, h.: 7,89, a.: 7,86, eigandi og knapi Elías Guð- mundsson. Stóðhestar 4 vetra 1. Hrafnar frá Efri-Þverá, f.: Gust- ur, Grund, m.: Hofstaða-Bnínka, Hofsstöðum, b.: 7,58, h.: 8,09, a.: 7,83, eigandi Margrét H. Guð- mundsdóttir, knapi Halldór P. Sigurðsson. Hryssur 6 vetra og eldri 1. Éreyja frá Þóreyjarnúpi, f.: Odd- ur, Selfossi, m.: Lýsa, Þóreyj- arnúpi, b.: 8,18, h.: 8,06, a.: 8,12, eigendur Halldór G. Guðnason og Guðrún Bjarnadóttir, knapi Jóhann B. Magnússon. 2. Kolfinna frá Þóreyjarnúpi, f.: Oddur, Selfossi, m.: Éluga, Þór- eyjamúpi, b.: 8,03, h.: 8,16, a.: 8,09, eigandi Guðrún Bjamadótt- ir, knapi Jóhann B. Magnússon. 3. Hekla frá Þóreyjamúpi, f.: Frey- faxi, Þóreyjarnúpi, m.: Stóra- Blesa, Þóreyjarnúpi, b.: 8,10, h.: 7,96, a.: 8,03, eigendur Halldór G. Guðnason og Ami Þorkelsson, knapi Halldór G. Guðnason. 4. Rauðhetta frá Lækjarmóti, f.: Kolfinnur 1020, Kjarnholtum, m.: Sjöfn 6005, Miðsitju, b.: 7,88, h.: 8,14, a.: 8,01, eigandi Sonja L. Þórisdóttir, knapi Þórir Isólfs- son. 5. Skerpa frá Kúskerpi, f.: Smári, Borgarhóli, m.: Lipurtá, Kúskerpi, b.: 7,83, h.: 8,13, a.: 7,98, eigandi og knapi Jóhann B. Magnússon. 6. Sál frá Grafarkoti, f.: Stígandi, Sauðárkróki, m.: Ótta, Grafar- koti, b.: 8,05, h.: 7,77, a.: 7,91, eig- endur Indriði Karlsson og Her- dís Einarsdóttir, knapi Herdís Einarsdóttir. Hryssur 5 vetra 1. Vaka frá Efri-Þverá, f.: Gustur, Grand, m.: Hera, Brekku, b.: 7,63, h.: 7,90, a.: 7,76, eigandi og knapi Halldór P. Sigurðsson. Hryssur 4 vetra 1. Ásjóna frá Grafarkoti, f.: Hervar 963, Sauðárkróki, m.: Harpa 4345, Hnjúki, b.: 7,65, h.: 7,56, a.: 7,60, eigendur Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir, knapi Herdís Einarsdóttir. 2. Smella frá Höfðabakka, f.: Gust- ur, Grund, m.: Ósk, Hafnarfirði, b.: 7,50, h.: 7,70, a.: 7,60, eigendur Sverrir Sigurðsson og Sigrún K. Þórðardóttir, knapi Svemr Sig- urðsson. 3. Glæta frá Grafarkoti, f.: Hrannar, Kýrholti, m.: Hjálp 4913, Stykk- ishólmi, b.: 7,70, h.: 7,41, a.: 7,56, eigendur Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir, knapi Her- dís Einarsdóttir. 4. Ilja frá Grafarkoti, f.: Hervar 963, Sauðárkróki, m.: Kveikja, Þor- bergsstöðum, b.: 7,78, h.: 7,31, a.: 7,54, eigendur Indriði Karlsson og Herdís Einarsdóttir, knapi Herdís Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.