Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 43

Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 43 FRÉTTIR Reglugerð um útflutn- ing hrossa breytt GERÐ hefur verið breyting á reglu- gerð nr. 220/1995 um útflutning hrossa þar sem bætt er við til bráða- birgða ákvæðum sem munu gilda á meðan enn eru að koma upp tilfelli af smitandi hitasótt í hrossum hér á landi. Aðeins er heimilt að flytja út hross sem ekki hafa sýnt einkenni smitandi hitasóttar og ekki hafa verið innan um hross með slík einkenni, svo vitað sé, undanfamar fjórar vikur. Petta á við hross úr: a) ósýktu umvherfi (bæjum, hesthúsahverfum) þar sem ekki hefur verið samgangur við sýkt hross sl. fjórar vikur og b) sýktu um- hverfí þar sem a.m.k. fjórar vikur eru síðan veikin gekk yfír og næm hross hafa ekki verið flutt til á þeim tíma. Hrossin skulu höfð í sóttkví í 10 sólarhringa íyi'ir útflutning undir eft- irliti héraðsdýralækna. „Markmiðið með setningu reglu- gerðarinnar er að tryggja að ein- göngu fari heilbrigð hross úr landi sem ekki beri með sér smitandi hita- sótt. Mikilvægt er að hrossaeigendur hvarvetna á landinu tilkynni dýra- læknum um veikindi eða grun um veikindi í hrossum til að auðvelda eft- irlit og hindra að aftur þurfí að koma til langvarandi stöðvanu á útflutn- ingi,“ segir í fréttatflkynningu frá yf- irdýralækni. ísólfur Gylfí Pálmason kjörinn formaður Vestnorræna ráðsins Á AÐALFUNDI Vestnorræna ráðs- ins, sem haldinn var í Ilulissat á Grænlandi dagana 9.-12. júní, var ísólfur Gylfi Pálmason alþingismað- ur kjörinn formaður ráðsins. Island hefur formennsku í ráðinu á þriggja ára fresti. I Vestnorræna ráðinu sitja 18 þingmenn frá vestnorrænu lönd- unum þremur, Islandi, Færeyjum og Grænlandi. „Pema fundarins var staða ungs fólks á Vest-Norðurlöndum. I tengsl- um við þetta þema samþykkti fund- urinn tillögur Islandsdeildar Vest- norræna ráðsins um að ríkisstjómir landanna stuðli að því að grunn- og framhaldsskólar nýti tölvutækni í auknum mæli til að efla samstarf sín í milli, sem og að ríkisstjórnir land- anna skipi sérstakan vinnuhóp sem skila skal tfllögum um það hvemig auka megi samskipti þjóðanna á sviði íþrótta. Loks samþykkti fundurinn ályktun þess efnis að ríkisstjórnir landanna vinni að því að stofnaður verði sérstakur vestnorrænn menn- ingarsjóður," segir í fréttatilkynn- ingu frá Vestnorræna ráðinu. Ennfremur segir: „Samþykkt var að á komandi starfsári muni Vestnor- ræna ráðið vinna sérstaklega með málefni kvenna á Vest-Norðurlönd- um og af því tilefni halda sérstaka kvennaráðstefnu á Færeyjum í júní 1999. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að árið 2000 verði vestnor- rænt menningarár, en þá verður lok- ið við að reisa langhús Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð á Grænlandi. Vestnomæna ráðið hefur haft forgöngu um endurreisn þessara bygginga, en sérstök Brattahlíðar- nefnd hefur verið starfandi innan ráðsins undir forastu Ái-na Johnsen alþingismanns. Næsta stóra verkefni Vestnomæna ráðsins er framkvæmd æskulýðsráð- stefnu sem haldin verður í Reykjavík dagana 10.-12. júlí nk. Alls mun um 150 ungmenni frá Islandi, Grænlandi og Færeyjum taka þátt í ráðstefn- Niðjamót afkomenda Kjartans Kristjánssonar AFKOMENDUR Kjartans Krist- jánssonar frá Grandarhóli á Fjöllum og kvenna hans Halldóra Kristveigar Jónsdóttur og Salóme Sigurðardótt- ur halda niðjamót dagana 3.-5. júlí 1998 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Mótsstaðurinn er valinn ekki síst fyrir það að á þessum slóðum lenti Kjartan í miklum háska í febrúar- mánuði 1908, þá á 25. aldursári. Kjartan hafði farið frá Grímsstöð- um að Reykjahlíð og vfllst af leið í aftakaveðri og fallið niður um snjó- þekju í djúpa, ókleifa gjá. Bændur frá Reykjahlíð og næstu bæjum, tólf að tölu, komu honum til bjargar á ör- lagastundu. Mývetningar vora minnugir þessa atburðar og fyrir þeirra tflstuðlan er gjáin nú merkt og er þar skráð nafn Kjartans og tímatal. Frásögn af þessum hrakningum skráði Olafur Jónsson og er hana að fínna í bókinni KJARTAN Kristjánsson og kon- ur hans, Halldóra Kristveig Jóns- dóttir og Salóme Sigurðardóttir. Ódáðahraun, 3. bindi, sem kom út ár- ið 1945. Á laugardeginum verður farið að gjánni og þar á eftir að Grundarhóli á Fjöllum. Þess ber að geta að bestu aðstæður eru fyrir mótsgesti í Skjól- brekku og eru áhugasamir boðnir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. KRAKKAR á útilífsnámskeiði Skátafélagsins Eina. Morgunblaðið/Björn Blöndal REYNIR Katrínarson og Anna María Guðlaugsdóttir við eitt verkanna á sýningunni. Á þriðja hundrað verk á sýningu Félags mynd- listarmanna Keflavík. Morgunblaðið. „AÐSÓKNIN að sýningunni hefur verið framar öllum vonum og því ákváðum við að framlengja hana og ljúka henni eftir helgina,“ sagði Ánna María Guðlaugsdóttir, gjald- keri Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ, sem að undanfömu hafa sýnt málverk sín í hinni nýju aðstöðu félagsins við Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ. Þar var áður til húsa frystihús sem í daglegu tali var alltaf kallað hf. og þar var beit- ingaaðstaða og einnig humar- vinnsla. Á sýningunni er á þriðja hundrað verka og þar kennir margra grasa í listinni. Sýningin var opnuð 17. júní og sagði Anna María að þegar hefðu um 600 manns komið til að skoða hana. I félaginu, sem stofnað var árið 1995, eru nú um 60 félags- menn og hafa 53 félagar gefið verk eftir sig sem em til sölu. Að sögn Önnu Maríu mun andvirði þeirra renna til uppbyggingar á húsnæð- inu sem félagið fékk um áramótin en þar hefur þegar verið unnið mikið sjálfboðaliðastarf við endur- bætur. Þetta er íyrsta sýningin sem fé- lagið setendur fyrir og sagði Anna María að með tilkomu vinnu- og sýningaraðstöðu bætti búast við að fleiri fylgdu í kjölfarið. Áhugi fé- lagsmanna fyrir skapandi list væri mikill og menn væra þegar byrjað- ir að vinna í nýja húsnæðinu þó svo að enn væri þar margt ógert. Niðjamót Kaðalstaða- ættar úr Fjörðum ÆTTARMÓT Kaðalstaðaættar úr Fjörðum, en það era afkomendur hjónanna Dýrleifar Sigurbjargar Guð- laugsdóttur og Jóhannesar Kristinssonai', verður hald- ið dagana 26.-28. júní nk. Ættarmótið verður haldið á Hrafnagfli í Eyjafirði og er búist við allt að 160 þáttak- endum. Skipulögð dagskrá verður laugardaginn 27. júní og sameiginlegt borðhald um kvöldið. Sigubjörg fæddist 2. október 1899 og lést 11. mars 1993. Jóhannes fæddist 10. október (kirkjubók segir 3. ágúst) og lést 18. nóvember 1957. Þau bjuggu lengst af í Fjörðum, fyrst á Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði, en fluttu að Þönglabakka í Þorgeirsfirði 1933 og bjuggu þar tfl þess er byggð lagðist af í Fjörðum eftir andlát Guðlaugs á Tindriðastöðum 1944. Þá fluttu þau tfl Flat- eyjar á Skjálfanda og áttu þar heima þar til Jóhannes lést. Sigurbjörg kenndi sig lengst af við Flatey. Börn Sigurbjargai' og Jóhannesar eru María Hólm- fríður, Jóhannes Guðni, Jóninna Gunnlaug (látin), Stef- DÝRLEIF Sigurbjörg Guðlaugsdóttir og Jóhannes Kristinsson. anía Tómasína Nanna Hólmdís, Sólveig, Gunnar, Sig- urður Sigmar (látinn), Steingi’ímur Hallur, Kiistinn Guðlaugur og Sigurbjörg Hallfríður Hafdís. Áður átti Sigurbjörg: Hrefnu (látin). Afkomendur Sigurbjargar og Jóhannesar eru nú um 200. í tengslum við mótið kemur 2. útgáfa af niðjatali þeirra Sigurbjai'gar og Jóhannesar. Útilífs- námskeið í Breiðholti SKÁTAFÉLAGIÐ Eina í Breið- holti stendur í sumar fyrir útilífs- skóla fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára. Þar gefst kostur á að kynnast útilífsstarfi þar sem m.a. er boðið upp á leiki, föndur, göngur, hjól- reiðaferðir og bátsferðir. Starfsmenn skólans eru allir vanir skátar eða björgunarsveitar- fólk og hafa lokið námskeiði um öryggi barna og einnig í fyrstu hjálp, segir í fréttatilkynningu. Hvert námskeið stendur yfir alla virka daga í tvær vikur og endar á útilegu þar sem gist er eina nótt í skálanum Lækjarbotnum sem stað- settur er í Lögbergi. I útilegunni er boðið upp á grillveislu. Skátaheimilið er opnað klukkan átta á morgnana og geta krakk- arnir mætt þá en sjálf dagskráin hefst kl. 10-16. Eftir dagskrána geta krakkarnir verið í heimilinu til klukkan 17. Skráning á námskeiðin fer fram í skátaheimili Skátafélagsins Eina í Arnarbakka 2. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Bi- bliufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Ræðumaður Karen Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Freddie Jakobsen. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Bibliufræðsla kl. 10. Ræðumaður Derek Beardsell. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Bibliufræðsla kl. 11. Ræðumað- ur Halldór Ólafsson. Vitni vantar ÖKUMAÐURINN sem ók hvítri jeppabifreið með aftaníkerru, svo og önnur hugsanleg vitni að árekstri strætisvagns með skrá- setningarnúmerið UF.712 og Volkswagen Golf LZ.751 kl. 18.40 í Suðurgötu við gatnamót Vonar- strætis, laugardaginn 23. maí sl., era vinsamlega beðin um að hafa samband við lögregluna. LEIÐRÉTT Stóra garðabókin í GREIN um sólpalla sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 23. júní sl. var m.a. vitnað í Stóra garðabók- ina. Rangt var farið með nafn útgef- anda. Forlagið gaf Stóru garðabók- ina út fyrir tveimur áram, en ekki Fjölvi eins og mishermt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Eitt mesta úrval landsins af útivistar vörum - allt á einum staö fatnaöur ^ \&ngoj DRTDVOX izszzzza Vango (gjungtlji^) yango LA fuma 0 SCARPA pomon ITALSKIR GONGUSKÓR TREZETA TEVA GONGUSKÓR sandalar GARMONT ^ töppwrítw v úJttÁ/Lit n SEGLAGERSIK ÆGIR Skeifan 6 • Reykjavík • Sími 533 4450

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.