Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 46

Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Óli Skans var ekki rajög rómantískur, Kalli. Ég geymdi vals- Hvað með glæsibif- Hvernig stóð á Ekki bjóða okkur inn fyrir þig, reiðina, Kalli? Við því að þú dast á fleiri dansleiki, Kalli, en ég sá sáum heldur enga í Óla Skans? Kalli... þig aldrei ... glæsibifreið ... Margir eru í hjarta- sorg eftir ballið ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Unglingavinna í Keflavík. Hreinasta landið Gerhard Hahner skrifar: Ég hef dvalið um nokkurt skeið í hinu yndislega landi ykkar. Fyrir fjörutíu árum starfaði ég við blómaskreyting- ar hjá Flóru í Austurstræti. Nú var mér boðið af vini mínum, Friðfínni Kristjánssyni, að vera viðstaddur út- skrift dóttur hans en hún lærði á sín- um tíma þýsku á heimili okkar. Ég verð að koma einu á framfæri við ykkur. Á öllum ferðalögum mín- um um heiminn eru það ísland, Ástralía og Singapore sem standa uppúr hvað hreinlæti varðar. Ef litið er á Evrópu í heild og Kanaríeyjar, Um ánauð Frá Auðuni Braga Sveinssyni: LAUGARDAGINN 30. maí sl. birtist á bls. 39 í Morgunblaðinu grein, er ber heitið Að reykja eða ekki reykja. Höfundur: Valgeir Skagfjörð, leikari og fyrrverandi reykingamaður. Ég vil byrja grein mína með því að óska Valgeiri, vini mínum, inni- lega til hamingju með að vera laus undan ánauð tóbaksins. Hann hefur hafið nýtt og betra líf, ef svo má að orði kveða, með því að segja skilið við vindlinginn fyrir fullt og allt. Sú var tíð, að við Valgeir unnum við sömu stofnunina, nefnilega Bamaskóla Akraness, sem nú hefur breytt um heiti og nefnist Brekku- bæjarskóli. Öllu breyta þeir, sagði kerlingin forðum. Nú þekki ég ekki lengur heiti nema fárra skóla. Heit- um margra þeirra hefur verið breytt, víst til samræmis við breytta tíma. I Barnaskóla Akraness voru reyk- ingar kennara ekki leyfðar innan dyra stofnunarinnar, þegar við Val- geir störfuðum þar, en það var vet- urinn 1979-1980. Þau, sem þetta iðk- uðu og gátu raunar ekki verið án þess, að þeim sjálfúm fannst, fóru út fyrir skólann og púuðu í gríð og erg. Þeirra á meðal var Valgeir sem þá var orðinn forfallinn reykingamaður, þótt aðeins rúmlega tvítugur væri. Mig minnir raunar, að eingöngu karlar úr hópi kennara hafi réykt þama. Og ég verð að segja, að mér fannst grátlegt að horfa upp á þessa vesalings menn híma úti í jafnvel verstu veðrum, til að fullnægja þess- ari tilbúnu löngun sinni, því að eng- inn er fæddur með þeim ósköpum að kreista reyk úr tóbaksvindlingi og sjúga hann niður í lungun. Og fyrst ég minnist á Valgeir Skag- íjörð, get ég ekki látið hjá líða að segja dálítið frekar frá reykingum svo dæmi sé tekið, er sóðaskapurinn með því mesta sem gerist í heiminum. Ég hef aldrei séð jafnmikið af ungu fólki taka þátt í að hreinsa landið og á Islandi. Haldið þessu áfram og sýni þýsku stjóminni og Þjóðveijum hvemig á að ganga um landið. Ég held hins vegar að ungmenni okkar myndu aldrei fást til starfa af þessu tagi né heldur stjómmálamenn. GERHARD HAHNER Ostermoorweg 70 D-25474 Bönningstedt Þýskalandi tóbaksins hans. Vona ég, að það styggi hann ekki. Ég vissi, að hann reykti mikið og minntist ég stundum á það við hann, víst til að fá hann til að leggja þennan óvana niður. Hann sagði mér eitt sinn, að reykingamar væra að verða sér til ama. - Nú, hvemig þá, spurði ég. - Er eitthvað að þér? - Jú, sagði hann. Ég vakna á nóttunni, með þennan líka kveljandi hósta. - Þú ætt- ir að fá þér eitthvað að drekka, sagði ég, og vita, hvort hóstinn minnkar ekki. Það sagðist Valgeir hafa reynt, en það hefði ekki borið árangur. - Nú, hvað gerðirðu þá, spurði ég. Þá kom svar, sem ég man vel enn, og sýnir kannski betur en nokkuð annað, hvers konar vítahringur reykingar og öll tóbaksnotkun í raun er. Valgeir sagði: - Ég fæ mér bara sígarettu, þá snarhættir hóstinn! Hér er að lokum ljóð, sem ég setti eitt sinn saman um það að reykja eða ekki reykja. Efþúreykir:óspart umhverfi þitt spillist, þrek og heilsa þverrar; þá er hætta af eldi. Ilm- og bragðskyn bilar; bætast á þig hrukkur. Fjármunum er fargað; fordæmi slæmt er gefið. Efþúreykirekki: afreksgeta meiri, öndun auðveldari, andrúmsloftið hreinna. Breytt og betri líðan, blóðið örar streymir. Fersk og fyhri skypjun; fijálsari þín tilvera. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavik. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.