Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 26.06.1998, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ I kvöld uppselt lau. 27. júní kl. 23 fimmtudag 2. júlí lau. 27. júní kl. 20 uppselt laus sæti föstudag 3. júlí sunnudag 28. júnl laugardag 4 júlí laus sæti Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sími 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá lcl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. TÓNLEIKARÖÐ 30/6. kl. 20.30 Þorsteinn Gauti og Steinunn Bima Miðasalan opin 12—18. Sími í miðasölu 530 30 30 LEIKSKÓLINN sýnir ÞÆTTI ÚR SUMARGESTUM e. Maxím Gorkí FYRIRHUGAÐAR SÝNINGAR 26. júní 5. sýning 27. júní 6. sýning 28. júní 7. sýning 30. júní 8. sýning 1. júlí 9. sýning 2. júlí Lokasýning Sýningar hefjast kl. 20:00 Sýnter í LEIKHÚSINU Ægisgötu 7. Miðaverökr. 500,- Mitopantanir I síma: 561-6677 & 898-0207 milli kl. 16-19. LEIKSKÓLINN FÓLK í FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► (Myth of the Male Orgasm, ‘93), er ekki á bláu línunni, einsog nafnið gæti gefið til kynna, heldur kanadísk gamanmynd fyrir sjónvarp sem nú er frumsýnd hérlendis. Leikstjóri John Hamilton. Með Mark Camacho, Miröndu DePencier. IMDb gefur 8,2, lítur ekki hengslalega út. Stöð 2 ► Áskrifendur fá tækifæri til að endurnýja kynnin eða upplifa í fyrsta sinn gamanmyndina góðu, The Love Bug (‘69). Það á ekki illa við, þar sem Volkswagen er að endurreisa gömlu Bjölluna í allri sinni dýrð (?), en hún fer með aðalhlutverkið í þessari vinsælu Disneymynd ásamt Dean Jones, Buddy Hackett og David Tomlinson. Bjallan „Herbie" sér um sig sjálf og gott betur, þegar henni er rænt frá ástkærum eiganda sínum. Hún er sannkallaður prakkaii. Leikstjóri er Disneymyndasmiðurinn snjalH, Robert Stevenson. -k-k-k'A Stöð 2 ► Spyr ég enn og aftur: Ætlar ekki Elísabet drottning að fara að koma sér það því að aðla einn mesta stórleikara aldarinnar, Albert Finney? í The Browning Version (‘94) vinnur hann enn einn leiksigur í hlutverki illa þokkaðs kennara sem sættist við sjálfan sig, lausláta kerlu sína og skólameistarann. Heldur myndinni á lífi. kk'A Stöð 2 ► Það má enginn missa af hörkukerlingunni Gloriu (‘80), sem Gena Rowlands túlkar af sannkölluðum fítonskrafti í þessari eftirminnilegu mynd bónda síns, Johns heitins Cassavetes. Gloria tekur til sinna ráða og býður sjálfri Mafíunni birginn þegar hún ógnar lífi lítils drengs. Það verður forvitnilegt að sjá til Sharon Stone í endurgerðinni, sem er væntanleg síðla á árinu. kkk Sýn^ (The Fearless Vampire Killers, ‘67). Sjá umsögn í ramma. SýnÞ Gamanhrollurinn Buffy, the Vampire Slayer (‘92) naut talsverðra vinsælda unglinga sem bíómynd. Hér er gert mikið grín að vampíruhefðinni. Ung glansgella og bekkjardrottning (Kristy Swanson) kemst að því að hún er komin af blóðsugudrápurum að langfeðgatali og verður að snúa sér frá glaumnum og gleðinni að alvöru lífsins. Upphefst skálmöld mikil. Donald Sutherland lífgar uppá gamanið. ★ til ★ ★★, svona eftir sálarástandinu. SjónvarpiðÞ NewJack City (‘91), kk'A er ofbeldisfull ádeila á hrikalegt eituriyfjavandamálið í fátæktarhverfum stórborganna. Lögreglan í New York ræður tvo fyrrverandi harðjaxla úr lögregluliði borgarinnar til að hafa hendur í hári forsprakka dópsalanna. Með Wesley Snipes, Ice T og þeim ágæta Thalmusi Rasúlala. Leikstjóri Mario Van Peebles. Grínast að blóð- suguhefðinni SýnÞ Aðspurður sagði Roman Polanski, þá gestur hér á kvik- myndahátíð, að uppáhaldsmynd sín á ferlinum væri The Fe- arless Vampire Killers (‘67). Hún hefði verið gerð á hans mestu hamingjuárum. Hann hefði verið fullkomlega afslapp- aður og ástfanginn af sinni fógru eiginkonu, Sharon Tate. Ekki enn farinn að starfa í Hollywood, með öllum þeim ægilegu eftirmálum og listrænu sigrum sem því fylgdu. Polanski gerir hér feiknagott grín að Drakúlasögninni og gömlum vampíruhefðum. Prófessor í vampírufræðum (Jack McGowr- an) heldur ásamt aðstoðar- manni sínum (Polanski) til fund- ar við sjálfan Drakúla í höll hans í Transilvaníu. Ætlunin er að koma greifanum endanlega fyrir með tréfleyg, hvítlauk og vígðu vatni. Félagarnir eru ekki miklir kunnáttumenn og standa í miklu stímabraki áður en yfir lýkur. Polanski leikstýrir á hressilegu nótunum, handrit hans og hins góðkunna sam- starfsmanns hans við fjölda kvikmynda, Gerards Brach, er bráðskemmtilegt. Kvikmynda- takan í höndum sjálfs Douglas Slocombe. Polanski stendur sig ekkert síður sem pasturslítill hjálparkokkur og McGowran er kostuleg fjandafæla. kkk.'Æ Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Linda Mansfield ÞEIR eru vígalegir bílarnir og margt sem þarf að huga að við rásmarkið. inn. Þetta er heldur ekki erótísk mynd, en þarna eru fjölmörg cljörf kynlífsatriði og sagan gerist hjá fólki sem er á valdi holdlegra fýsna. Af fyrstu viðbrögðum að dæma virðist þetta reyndai' vera mjög kynferðis- leg mynd hjá mér. Það er líka hafið yfir vafa að að- alpersónumar hafa mjög sterka návist og sterkt líkamlegt aðdráttarafl. Ég mundi segja að Kvikt hold væri tilfinninga- þrungið drama, íburðar- mikið og nautnalegt, og eigi ým- islegt skylt við bæði tryllinn og hinn klassíska harmleik," segir Pedro Almodovar, vin- sælasti kvik- myndagerðarmaður Spánar og einn vinsælasti leikstjóri Evrópu í dag. I aðalhlutverkum myndarinnar eru hin ítalska Francesca Neri og Spánverjarnir fjórir, Javier Bardem, Liberto Rabal, Angela Molina og Jose Sancho, eru meðal þekktustu leikara Spánar. Vafalaust er Angela Molina þeirra þekktust en Molina hefur unnið með leikstjórum eins og Bunuel, Wert- muller, og Ridley Scott. Draum- urinn rættist DRAUMURINN rættist hjá Freddy Hallgrímssyni, sem er af íslenskum ættum, þegar hann fékk að vera meðlimur í viðgerð- arliði í Indianapolis 500 kappakstrinum. Freddy, sem er sonur íslending- anna Hallgríms og Ernu Friðriksson, býr eins og foreldrar hans á Staten Island í New York. „Þetta var ógleyman- Ieg lífsreynsla," sagði hann. „Ég hef aldrei komið nálægt „Indy“-bíl fyrr en á þessu ári og ég hafði aldrei séð 500. Núna er ég kominn með algjöra bíladellu. Þetta er eiginlega ólýsanlegt. Ég gat varla trúað því að ég væri á staðnum, hvað þá í viðgerðar- liði.“ Freddy hefur verið í viðgerðar- liði í keppnum á lægri stigum allt frá byijun áttunda áratugarins en aldrei náð svona langt áður. KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga spænsku myndina Kvikt hold, nýj- ustu mynd leikstjórans Pedro Almodovars. VICTOR kom í heiminn í strætisvagni og fær þess vegna ókeypis í strætó það sem hann á eftir ólifað. Ást og sekt SÖGUHETJAN er 20 ára sonur vændiskonu, Victor Plaza (Li- berto Sabal), sem er dæmdur fyrir að skjóta lögreglumann. Það gerist í íbúð Elenu (Francesca Neri), eiturlyfjasjúkrar dóttur ítalsks diplómata í Madríd. Victor hafði í einfeldni þegið boð um að heimsækja Elenu eftir að hún hafði afmeyjað hann á diskóteki nokkrum dögum áður. Hann hélt að þau væru ást- fangin. Þegar hann mætir kannast hún ekki við hann og er pirruð af því að þetta er hann en ekki eiturlyfjsal- inn sem hún var að biða eftir. Það er verið að sýna myndina Æfing fyrir glæp eftir Bunuel í sjónvarpinu og hún dregur upp byssu. í átökum milli þeirra hleypur af skot sem verður til þess að nágrannar hringja í lögregluna og tilkynna að verið sé að nauðga konu. Tveir lögreglumenn eru sendir á staðinn. Þeir tveir eiga jafnilla sam- an og Elena og Victor. David er sett- legur og heiðarlegur og reynir með misjöfnum árangri að halda aftur af félaga sínum, hinum ofbeldis- og áfengisfulla Sancho. Sancho er nýbú- inn að misþyrma Clöru (Angela Mol- ina), eiginkonu sinni, en hefur ekki fengið útrás íyrir grunsemdir sínar um að hún haldi framhjá sér. Hann er þess vegna að leita sér að vand- ræðum á vaktinni og það er gáleysi hans sem verður til þess að David verður fyrir skoti og Victor er dæmdur í fangelsi. Þegai' Victor losnar sex árum seinna er hann staðráðinn í að hefna sín. Móðir hans er dáin og hann þiggur í arf sparifé hennar af vændiskonulaununum og íbúð í vonlausu hverfi í borginni. En á þessum tíma hefur Elena snúið við blaðinu. Hún er hætt í eiturlyfjunum og er búin að stofna heimili fyrir munaðar- lausa og er búin að gifta sig engum öðrum en David sem lamaðist eftir skotárásina í íbúðinni hennar. David er auk þess orðinn landsfræg hjóla- stólakörfuboltahetja. Fundum þeirra og Victors ber saman að nýju þegar hann fer að vitja leiðis móður sinnar í kirkjugarðinum og gengur þar fram á líkfylgd föður Elenu og sér hana, David, og líka Sancho og Clöru. Enn einu sinni fléttast líf þessa fólks saman. Og það kemur í ljós að upphafleg kynni þeirra í íbúð Elenu höfðu á sér fleiri hliðar en virtist í fyrstu og hjónin tvö og Victor vefa saman flókinn vef ástar og sektar- kenndar. „Það er eins með Kvikt hold og all- ar mínar myndir að það er ekki auð- velt að skipa þeim niður á bás,“ segir höfundurinn Almodovar, sem byggir þessa sögu lauslega á samnefndri skáldsögu eftir Ruth Rendell en sækir sér þar einkum innblástur og útfærir FRANCESCA Ncri leikur E1 enu. söguna á eigin hátt. í bókinni lim- lestir geðsjúkur nauðgari lögiæglu- mann en Victor er dæmigerð hetja í mynd eftir Almodovar; sakleysingi sem er hálfgert fómarlamb ytri að- stæðna. í tilraun sinni til að skipa mynd- inni niður á bás heldur Almodovar áfram og segir: „Hún er ekki spennumynd og ekki lögreglumynd. Samt eru þarna lögreglumenn og byssuskot og sekir menn sem eru í raun saklausir. Þetta er heldur ekki síð-vestri, þótt mig langi tU þess að búa til svoleiðis mynd einhvern dag- Frumsýning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.