Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þórður Friðjónsson, forsvarsmaður íslands í viðræðum við Norsk Hydro
Búist við ákvörðun um
framhaldið í lok september
ÞÓRÐUR Friðjónsson, settur ráðu-
neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu,
segir að undirbúningur vegna hugs-
anlegs álvers norska fyrirtækisins
Norsk Hydro hér á landi sé enn í
gangi í fullri alvöru og að búist sé
við því að á fundi í samræmingar-
nefnd íslands og Norsk Hydro í lok
september verði farið yfir gögn og
útreikninga sem verða unnir í sumar
og nánari ákvarðanir teknar um
framhaldið. Þórður leiðir viðræðurn-
ar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.
„Ef niðurstöður af þeirri vinnu,
sem hefur verið hrint í framkvæmd
og verið er að vinna í sumar, verða
jákvæðar - eins og mér finnst frekar
líklegt þótt aldrei sé hægt að ganga
út frá neinu sem vísu í þeim efnum -
reikna ég með að tekin verði ákvörð-
un um að fara í nánari athuganir.
Þær eru býsna kostnaðarsamar og
menn vilja vera nokkuð vissir um að
ná landi áður en lagt yrði í þær,“
sagði Þórður.
Hann sagði að þeir þættir, sem nú
eru til skoðunar og skipta langmestu
máli, væru spurningar, sem snúa að
eignarhaldi og fjármögnun orkufyr-
irtækis og álverksmiðjunnar.
„Þetta er töluvert viðamikið verk-
efni því að hugsunin að baki er sú að
þessar framkvæmdir verði algjör-
lega á viðskiptalegum grunni og að
þeim komi margir aðilar. Síðan er
verið að kanna ýmsa þætti, sem
varða umhverfismálin, og í þriðja
lagi ýmsa þætti, sem snúa að innri
gerð efnahags- og atvinnulífs á
Austurlandi, sem geta skipt miklu
máli fyrir staðsetningu stórfyrir-
tækis af þessu tagi. Það er fleira,
sem er verið að skoða, en þetta eru
viðamestu atriðin sem við viljum
hafa skýr fyrir okkur áður en tekn-
ar verða frekari ákvarðanir um
framhaldið. Þetta ferli tekur sinn
tíma. Eg hef stundum líkt þessu við
það þegar ungt fólk er að draga sig
saman. í sjálfu sér veit enginn í
byrjun hvort eitthvað verður úr en
eftir því sem lengra líður fá menn
skýrari mynd af því hvort um fram-
hald verður að ræða eða ekki. Þetta
er á þeim grunni. Ef halda mætti
þessari samlíkingu áfram yrði eitt-
hvað, sem mætti líkja við trúlofun, á
fyrri hluta næsta árs, ef niðurstöður
úr öllum þessum athugunum verða
jákvæðar. En það er aðeins lengra í
giftinguna," sagði Þórður Friðjóns-
son.
Hann sagði aðspurður að sjálfsagt
væru einhverjir þeirrar skoðunar að
þetta verkefni væri of viðamikið fyr-
ir íslenskan markað og virkjana-
þörfin svo mikil að illa væri farið
með kvóta Islands samkvæmt
Kyoto-samkomulaginu að verja hon-
um í þetta verkefni. „Sjálfsagt eru
einhverjir þeirrar skoðunar og þetta
er þá eitthvað sem menn þurfa að
takast á um hér innanlands ef þær
skoðanir eru sterkar. En það er ekk-
ert í viðræðunum ennþá, sem bendir
til þess að það geti ekki orðið af var-
anlegu samstarfi milli þessara aðila.
Báðir aðilar eru að vinna af heilum
hug með það markmið að leiðar-
ljósi,“ sagði Þórður.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Harður
árekstur
HARÐUR árekstur varð á gatna-
mótum Víkurvegar og Vestur-
landsvegar rétt fyrir klukkan 21 í
gærkvöld þegar jeppi og fólksbíll
skullu saman. Tveir karlmenn voru
fluttir á slysadeild en voru meiðsli
þeirra ekki talin alvarleg. Annar
bfllinn skemmdist mikið og hinn
töluvert. Þeir voru báðir fjarlægðir
með kranabíl.
Hátíðarhöld í
25 ára frá
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
HÁTÍÐARHÖLD vegna 25 ára goslokaafmælis í
Eyjum hófust með glæsibrag síðdegis í gær. Skrúð-
ganga fór frá Friðarhöfn að Stakkagerðistúni þar
sem Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri setti afmælis-
hátiðina formlega. Þrátt fyrir að veðurguðimir hafi
ekki verið í hátíðarskapi og talsvert hafi rignt með-
an skrúðgangan var á ferð létu Eyjamenn og gestir
Eyjum vegna
goslokum
það ekki á sig fá og ijölmenntu í gönguna. Karni-
valstemmning var í skrúðgöngunni og götuleikhús
sá um ýmsar uppákomur til skemmtunar fyrir
göngumenn sem skemmtu sér konunglega.
f gærkvöld var síðan dagskrá hátiðarhaldanna
haldið áfram á fjórum stöðum og alla helgina
verður síðan samfelld skemmtidagskrá í Eyjum.
Morgunblaðið/Arnaldur
MIKIL hálka myndaðist þegar
rigndi á nýlagt malbikið.
Miklabraut
Hálka
á nýju
malbiki
NOKKUR hætta skapaðist við að-
rein frá Miklubraut að Reykjanes-
braut í gærmorgun þegar hálka
myndaðist á nýlögðu malbiki eftir
að byrjaði að rigna. Fjölmargir
ökumenn lentu í vandræðum þegar
bifreiðir þeirra tóku að rása á göt-
unni og enduðu nokkrar þeirra
óskemmdar uppi á umferðareyju.
Tvö óhöpp voru þó tilkynnt lög-
reglu þar sem bifreiðir höfðu farið
utan í ljósastaur og kvartaði annar
ökumaðurinn um eymsl í handlegg.
Fljótlega eftir að hálkunnar varð
vart settu gatnamálayfirvöld upp
skilti þar sem varað var við aðstæð-
um og hámarkshraði lækkaður í 30
kflómetra. Ekki er vitað til að
óhöpp hafi átt sér stað eftir það.
-----M-*------
121 umsókn
um flug-
mannsstörf
ALLS sótti 121 flugmaður um
störf 10 til 15 flugmanna hjá Flug-
leiðum sem auglýst voru nýverið
en umsóknarfrestur rann út um
síðustu mánaðamót. Níu konur eru
meðal umsækjenda. Af 200 flug-
mönnum Flugleiða í dag eru 5 kon-
ur.
Jens Bjamason, flugrekstrar-
stjóri Flugleiða, segist búast við að
fyrstu flugmennirnir verði ráðnir
með haustinu. Hann segir að fyrst
þurfi að fara yfir umsóknir og gögn
til að kanna hvort allir hafi tilskilin
réttindi sem krafist er tfl starf-
anna. Þeir sem standist það eigi
kost á inntökuprófi og síðan fari
hópurinn í gegnum ýmis próf í
nokkrum þrepum næstu vikur og
mánuði þar tfl eftir stendur hópur
10 til 15 flugmanna sem ráða þarf.
Ráðningamar nú eru einkum
vegna aukinna verkefna frá og með
næsta vori þegar ný þota bætist í
flugflotann. Verður að hafa þetta
langan fyrirvara á ráðningum
vegna þjálfunar, bæði þeirra sem
ráðnir verða og flugmanna sem
flytjast milli tegunda. Mun slík
þjálfun standa frá hausti og fram
eftir næsta vetri.
Sérblöð í dag
16IÍBUR
ÁLAUGARDÖGUM
LLöDÖII
HIVI '98
á Netinu
Danir stóðu sig vel gegn
heimsmeisturunum / B4
Frakkar lögðu ítali í víta-
spyrnukeppni á HM / B3