Morgunblaðið - 04.07.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 04.07.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hollend- ingarnir hjólandi HOLLENSKU hjónin van der Bliek eru búin að hjóla í tvær vikur um Island. Þau hafa með- al annars komið við á Þingvöll- um, Laugarvatni, Gullfossi, Geysi og Flúðum. Morgunblaðs- menn hittu þau við bæinn Þor- valdseyri um hádegisbil, en þau höfðu lagt af stað frá Hvolsvelli í morgunsárið. Hjónin segjast alls ekki vera miklir hjólreiða- garpar, mest ferðist þau um fót- gangandi með bakpoka, þau hafí reynt að ferðast um í rútum en það gangi illa. „Þegar við komum til Islands fyrir sjö ár- um og keyrðum um í rútu missti ég af öllu því ég svaf nærri all- an tímann,“ segir frú van der Bliek. Maður hennar tekur und- ir þetta og segir hjólreiðarnar góðan ferðamáta, þau séu fyrir það fyrsta vakandi og svo skynji þau umhverfið miklu betur, pjóti gróðurilms og geti ráðið ferðum sínum alveg sjálf. Þau hafi t.d. skilið hjólin eftir á Hvolsvelli í tvo daga og farið í Þórsmörk. Þau segjast mest hafa ferðast um Noreg, Sviss og ísland, þau sæki þangað sem fjöllin eru. Morgunblaðið/Rax HERRA og frú van der Bliek sækja þangað sem fjöllin eru og hjóla til að halda sér vakandi. Ragnheiður Hanson tónleikahaldari segir að Rolling Stones komi í haust Dagsetningin var aldrei örugg A HEIMASIÐU tónleikaferðar Roll- ing Stones kemur hvergi fram að hljómsveitin muni halda tónleika á ís- landi í ágúst. Til stóð að sveitin héldi tónleika í Sundahöfn laugardags- kvöldið 22. ágúst, eins og greint var frá á blaðamannafundi hinn 8. júní sl. Á heimasíðunni kemur hins vegar fram að sveitin muni halda tónleika í Prag í Tékklandi umrætt kvöld. Ragnheiður Hanson tónleikahald- ari segir að dagsetningin, 22. ágúst, hafi alltaf verið með fyrirvara. „Það kom fram frá upphafi að stefnt væri að tónleikunum 22. ágúst en mjög líklegt væri að það myndi breytast. Það væri vegna þess að Keith hefði verið lasinn, Mick hefði misst rödd- ina og því væri verið að endurskipu- leggja tónleikahald sveitarinnar. Hljómsveitin sagði við mig, að ef eitthvað breyttist mundu þeir færa dagsetninguna en kæmu samt,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Eg vissi fyrir tveimur dögum að hljómsveitin færi fyrst til Prag þar sem auðveldara væri að komast þangað frá Króatíu og að við mynd- um þvi færast aftur. Ég sagði bara „fínt“ þar sem ég var margbúin að Atlanta boðið að leigja eða kaupa Airbus-þotur FULLTRUAR frá Airbus flug- vélaverksmiðjunum evrópsku hafa undanfamar vikur átt viðræður við stjómendur Atlanta flugfélagsins um hugsanleg kaup eða leigu á not- uðum Airbus 300-600R þotum. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrar- stjóri Atlanta, segir að athugað verði hvort Airbus þotur geti kom- ið í stað Lockheed Tristar véla fé- lagsins en að þetta sé aðeins laus- leg hugmynd. Kaupverðið 2,7 milljarðar á vél Atlanta hefur sjö TriStar þotur í þjónustu sinni en þær em þriggja hreyfla og taka 362 farþega. Air- bus 300-600R þotumar em tveggja hreyfla og taka 360 farþega og seg- ir Hafþór þær því talsvert hag- stæðari í rekstri hvað varðar elds- neytiskostnað, yfírflugs- og lend- ingargjöld vegna lægri flugtaks- þunga ásamt því að hafa tvo flug- menn í stjómklefa í stað þriggja á Tristar þotunum. Airbus þotumar sem standa til boða em fímm til tíu ára gamlar og koma frá Emirates flugfélaginu sem er að fá afhentar nýjar þotur. Emirates hefur mjög gott orð á sér í rekstri og viðhaldi flugvéla af þessari gerð, að sögn Hafþórs. Kaupverð Airbus 300-600R vél- anna er um 2,7 milljarðar króna hver, en leiguverð um 32 milljónir á mánuði. Fulltrúar Airbus vörpuðu fram óformlegu tilboði um leigu eða kaup á þessum vélum en hafa sam- hliða því lagt mikla áherslu á að bjóða Atlanta nýjar vélar til kaups. Hafþór tjáði Morgunblaðinu að þetta væm aðeins hugmyndir og engra ákvarðana að vænta á næst- unni. Hins vegar séu uppi stöðugar athuganir á því hvaða flugvéla- gerðir henti best rekstri félagsins á hverjum tíma. AIRBUS getur boðið flugfélögum ýmsar stærðir af þotum. tala um að þetta gæti gerst, og fannst það ekki nein frétt að dag- setningin myndi breytast.“ Ragnheiður kveðst eiga von á nýrri dagsetningu á næstu dögum og þá muni hún tilkynna um breyting- una. -------»♦♦.------- Þreytir Viðeyjar- sund KRISTINN Magnússon sundkappi ætlar að synda Viðeyjarsund í dag, laugardag. Hann mun hefja sundið frá bryggjunni í Viðey og taka land í Reykjavíkurhöfn við Suðurbugt, sem er á milli Miðbakkans og Ægisgarðs. Sundið er um 4,5 kílómetrar og mun bátur fylgja honum á sundinu. Kristinn áætlar að leggja af stað frá Viðey uppúr þijú á laugardaginn ef veður leyfir. Hann reiknar með að synda hvem kílómetra á 15 til 20 mínútum en hraðinn fari eftir straumum og vindum. Undirbúningur fyrir Drangeyjarsund Sundið er liður í undirbúningi fyr- ir Drangeyjarsund sem Kristinn hyggst þreyta síðar í sumar, en það er 8 km. Hann syndir á hverjum degi í sjónum í Nauthólsvík, frá tuttugu mínútum á dag, upp í allt að einni og hálfri klukkustund. „Ég syndi Viðeyjarsundið aðallega til að prófa andlegu hliðina, til að sjá hvemig mér líður. Ég mun láta bát fylgja mér, ég nenni ekki að standa í neinni fífldirfsku og ætla að komast lifandi frá þessu öllu saman. Aðal- málið er að öryggið sé í lagi,“ sagði Kristinn sem synti Bessastaðasundið um daginn og lenti þá í nokkrum vandræðum með að komast á land að loknu sundinu. -------♦-♦-♦------- Borgarnes Of hröö umferð AÐ sögn lögreglunnar í Borgarnesi var umferð alltof hröð miðað við aðstæður þegar Morgunblaðið hafði samband við hana síðdegis í gær. Mikil rigning var í Borgarfirðinum og slæmt skyggni en bílstjórar virtust taka lítið tillit til þess. Hafði lögreglan þegar mælt nokkra bíla yfir hámarkshraða en vaxandi umferð ferðafólks var þá um svæðið. Leiðsögurit um íjórar af vinsælustu önguleiðum andsins: Gmmmmm Landmannalaugar • Þórsmörk Herðubreiðarlindir • Svartárkot Snæfell • Lónsöræfi Hvítámes • Hveravellir Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500 Óvenjumikill þörungagróður í Norðfjarðarflóa Freyðir brúnu frá bátnum og er eins og leðja MIKIÐ hefur verið um þörunga- gróður í Norðfirði og öllum Norð- fjarðarflóa að undanfömu. Að sögn Finns Þórðarsonar trillusjómanns hefur flóinn verið þakinn þessum gróðri, sem hann lýsir sem rauð- brúnum að lit. „Það má kannski best skýra þetta með því að það freyðir brúnu frá bátnum á siglingu í stað hvíts eins og flestir þekkja. Þetta er eins og leðja,“ sagði Finn- ur. Hann sagðist aldrei áður hafa orðið var við þetta fyrirbæri í jafn- miklum mæli, en gróðurinn ylli sjó- mönnum þó engum vandræðum. „Þetta hefur verið það mikið að fólk í landi tekur eftir þessu og furðar sig á því.“ Að sögn Finns er gróðurinn nú í rénun eftir að hafa verið í blóma í u.þ.b. tíu daga. Toppar á vorin og haustin Hjá Hafrannsóknastofnun feng- ust þær upplýsingar að skilyrði fyr- ir þörungagróður sem safnast í flekki, eins og þama hefur gerst, sköpuðust helst á vorin þegar sól hækkar á lofti og svo aftur á haustin. „Blóminn er mestur á vor- in, þá tekur þessi gróður við sér, og svo er annar toppur á haustin," sagði Ólafur S. Ástþórsson hjá Haf- rannsóknastofnun og bætti því við að ekkert væri óvenjulegt við að svona gerðist. Hann sagði þó að skilyrði gætu skapast fyrir gróðurinn á sumrin og það hefði líklega gerst þama þótt hann gæti ekki sagt til um það fyrir víst, enda væri sér ekki kunnugt um að Hafrannsóknastofnun hefði feng- ið sýni af gróðrinum til rannsóknar. Að sögn Ólafs em þömngar sem þessir agnarsmáir og geta fjölgað sér mjög ört þegar skilyrði em ákjósanleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.