Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 6
6 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svar hefur borist frá Microsoft
Vilja samstarf
við Islendinga
Menntamálaráðherra segir gleðilegl
að málið sé komið í þennan farveg
STÓRBROTNA náttúrufegurð er að finna á svæðinu sem farið verður um, þrönga firði og há fjöll.
Kajakleiðangur um
fornar Islendingaslóðir
HÓPUR fslendinga mun leggja
upp í leiðangur á kajökum milli
fornra Islendingabyggða á Suður-
Grænlandi í lok ágústmánaðar. Á
milli tíu og þrettán vanir
kajakræðarar taka þátt í leið-
angrinum en Óskar Guðjónsson er
leiðangursstjóri auk þess sem
ástralskur sjókajakleiðbeinandi
sem kennir hér á landi verður
með í för.
„Ferðinni er heitið til Eystri-
byggðar á Suður-Grænlandi. Róið
verður í Ketilsfjörð, Paradísar-
íjörð og Álftaíjörð en þetta eru
allt gömul íslensk örnefni. Við
munum róa á milli gömlu íslensku
byggðanna og gamalla og nýrra
inúítabyggða og tökum land þar
sem þær eru, en það eru jafn-
framt vænlegustu náttstaðirnir á
svæðinu. Þetta verður heimsókn á
fornar slóðir auk þess sem vð
munum njóta náttúrunnar til hins
ýtrasta," segja þeir Baldvin Krist-
jánsson og Karl Ingólfsson, tveir
af skipuleggjendum leiðangurs-
ins. Svæðið sem siglt er um ein-
kennist af djúpum, þröngum
fjörðum og þverhníptum kletta-
fjöllum sem ná allt að 2.000 metra
hæð.
Lagt verður af stað 22. ágúst,
flogið til Narsarssuaq, siglt með
Morgunblaðið/Jim Smart
BALDVIN Kristjánsson og Karl
Ingólfsson.
bát til Qaqortoq og síðan siglt að
eyju þar sem Ieiðangurinn mun
hefjast og ræðararnir verða skild-
ir eftir einir síns liðs. Reiknað er
með að Ieiðangurinn taki milli tíu
og fjórtán daga en honum lýkur í
syðsta þorpi Grænlands,
Nanortalik við Heijólfsnes.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
fékk í gær bréf frá David Brooks,
einum af framkvæmdastjórum
Microsoft í Bandaríkjunum, og
Andréas Berglund, yfirmanni al-
þjóðamarkaðsmála, þar sem þeir
lýstu einlægum áhuga á að koma
til móts við Islendinga um þýðingu
á hugbúnaði Mierosoft á íslensku.
I bréfinu vísuðu þeir til fyrir-
spumar menntamálaráðuneytisins
frá 19. júnl sl. en þar var óskað eft-
ir fundi með forráðamönnum
Mierosoft um íslenska þýðingu á
hugbúnaði frá þeim. I fyi-irspurn-
inni var meðal annars lagt til, að
ákvörðun um þýðingu yrði tengd
landafundaafmælinu árið 2000.
í svarbréfi Microsoft kemur
fram að það sé vilji fyrirtækisins
að eiga gott samstarf við málvís-
indastofnanir og ríkisstjórnir um
heim allan. Einnig segja þeir að
það væri þeim heiður að fá tæki-
færi til að rækta og vemda tungu
Leifs Eiríkssonar og þeir hafi
áhuga á að taka þátt í því með Is-
lendingum að fagna 1000 ára af-
mæli landafunda hans í Ameríku.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra telur umræður í banda-
rískum fjölmiðlum hafi flýtt fyrir
því að svar hafi nú borist frá
Microsoft. „Ég bjóst alltaf við því
að svar kæmi frá fyrirtækinu við
fyrirspum okkar en ég er viss um
að þessar umræður í þarlendum
fjölmiðlum hafa flýtt fyrir því að
svarbréfið barst. Það er gleðilegt
að þetta mál er komið í þennan
fai’veg og að við séum að hefja við-
ræður við menn á æðstu stöðum
hjá Microsoft. Þá er einnig
ánægjulegt að þeir skuli vilja nálg-
ast samstarfið með því hugarfari
sem birtist I bréfinu. Það er ljóst
að þeir hafa sama markmið og við
að tryggja íslenskuna í sessi.“
Aðspurður segir Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra mikil-
vægt að komi til fyrirhugaðs sam-
starfs verði allir þeir aðilar sem
tengjast íslenskri tungu hafðh’
með í ráðum. „Við lítum á þýðing-
arnar sem mál Microsoft þar sem
það eru þeir sem eru að framleiða
þessar vörar. Hins vegar er nú til
staðar gríðarleg þekking og kunn-
átta hjá íslenskum málvísinda-
mönnum og stofnunum svo sem Is-
lenskri málstöð og Orðabók Há-
skólans auk þess sem að vel hefur
verið staðið að útgáfu Tölvuorða-
safns og allt ætti þetta að geta
nýst þýðingunum og mikilvægt er
að þessir aðilar komi að verkefn-
inu frá byrjun,“ sagði Björn í sam-
tali við Morgunblaðið.
Draumaland fortíðarinnar
Morgunblaðið/Arnaldur
SELMA Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason í
hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavfkur
GREASE
Höfundar: Jim Jacobs og Warren Ca-
sey auk lagahöfundanna Barrys
Gibb, J. Farrer o.fl. Þýðandi: Vetur-
liði Guðnason. Leiksljóri og dansa-
höfundur: Kenn Oldfield. Tónlistar-
stjóri: Jón Ólafsson. Hljóð: Gunnar
Árnason. Lýsing: Lárus Björnsson.
Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Bún-
ingar: Elín Edda Árnadóttir. Leik-
endur: Baldur Hreinsson, Berglind
Petersen, Edda Arnljótsdóttir, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriks-
son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Halldór Gylfason, Hildigunnur Þrá-
insdóttir, Inga María Valdimarsdótt-
ir, íris María Stefánsdóttir, Jóhann
G. Jóhannsson, Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, Nanna Kristín Magnúsdótt-
ir, Pálmi Gestsson, Rúnar Freyr
Glslason, Selma Björnsdóttir og Vil-
hj'álmur Goði Friðriksson. Dansarar:
Asta Bærings Bjarnadóttir, Brynjar
Örn Þorleifsson, Danfel Traustason,
Guðfinna B. Björnsdóttir, Jóhann
Örn Ólafsson og Sigursteinn Stefáns-
son. Hljómsveit: Guðmundur Péturs-
son, Haraldur Þorsteinsson, Jón
Ólafsson, Ólafur Hólm Einarsson,
Óskar Guðjónsson og Stefán Hjör-
leifsson. Föstudag 3. júní.
FORTÍÐIN er annað land sagði
einhver einhvem tímann. I rúman
aldarfjórðung hefur verið litið aft-
ur til sjötta áratugarins sem ein-
hvers konar gósenlands sakleysis
og einfaldleika í ótal sjónvarpsþátt-
um, kvikmyndum og svo auðvitað
söngleik þeim sem hér um ræðir.
Það verður að horfast í augu við
þá staðreynd að söguþráðurinn í
þessu verki er í þynnra lagi og þeir
erfiðleikar sem elskendumir verða
að yfirstíga til að ná saman ekki al-
varlegir. En það gerir svo sem
ekkert til í þessu draumalandi þar
sem búa sauðmeinlausir töffarar
og gellur sem öll era bestu skinn
inn við beinið. Útkoman verður in-
dæl en rislítil saga sem er umgjörð
um alþekkt og grípandi lögin.
Þýðandinn, Veturliði Guðnason,
er mjög meðvitaður um þá stað-
reynd að þessi veröld hefur í raun
aldrei verið til. Hann leikur sér
með nútíma slettur og orðatiltæki
og býr til mjög kynlegan málheim.
Þýðingin er mjög þjál og á stund-
um bráðfyndin en best tekst þýð-
andanum upp í sumum lagatext-
anna þó á stundum sé riðið á tæp-
asta vað hvað rímið varðar og
greinilega kosinn skilningur fram
yfir málvöndun.
í þessari uppsetningu er mest
lagt upp úr söngatriðum og sýnir
leikstjórinn mikla hugvitssemi við
sviðsetningu þeirra, auk þess sem
dansinn er einstakíega vel skipu-
lagður. Heildarmynd sýningarinn-
ar verður fyrir vikið nokkuð upp og
ofan þegar skipt er á milli frá-
bærra tónlistaratriða og tíðindalít-
illa leikþátta, en þar er við höfunda
að sakast en ekki aðstandendur
uppfærslunnar hér.
Skemmtileg leikmynd og ljósa-
notkun auka ævintýrakeiminn og
afar fjölbreyttir og vandaðir bún-
ingar ljá hverri persónu sérstakt
útlit og nýta vel þá möguleika sem
tíska þessa tíma gefur. Hljómsveit-
in nær fullkomlega valdi á þeim stíl
og keyrslu sem hæfir og hljóðið er
eins og best verður á kosið.
Það vekur athygli við þessa upp-
setningu að tíu leikendanna hafa
verið á sama tíma í Leiklistarskóla
íslands. Það er einstaklega
ánægjulegt að sjá svo fjölhæfa
unga leikara og leikaraefni sem eru
svo til jafnvíg á leik, söng og dans.
Fremstur í flokki er Rúnar Freyr
Gíslason í hlutverki Dannys. Hann
brillerar í hverju sem er og leikur
af miklu öryggi og krafti.
Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga
María Valdimarsdóttir, Edda
Björg Eyjólfsdóttir og Nanna
Kristín Magnúsdóttir skapa
skemmtilegar og eftirminnilegar
týpur og vekja eftirtekt fyrir kraft-
mikinn leik. Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir er á alvarlegri nótum í sínu
hlutverki og svolítið á skjön við
leikmáta hinna, en hún bætir það
fyllilega upp með frábærum söng.
Halldór Gylfason kitlar hláturtaug-
ar áhorfenda og söngatriði hans og
Eddu Bjargar var einstaklega vel
unnið. Baldur Hreinsson stendur
fyrir sínu en er of aðsópslítill bor-
inn saman við félaga sína. Friðrik
Friðriksson býr til lítinn sprellikarl
í nær þöglu hlutverki og tekst það
mjög vel. Guðmundur Ingi Þor-
valdsson syngur kröftug rokklög af
lífs og sálar kröftum.
Meðal hinna leikendanna er
Selma Bjömsdóttir að sjálfsögðu
fremst í flokki,
syngur eins og
engill og fer sífellt
fram í leik. Pálmi
Gestsson sýnir
góða takta í hlut-
verki útvarps-
mannsins og þá
sérstaklega sem
verndarengillinn.
Edda Arnljóts-
dóttir mætti hins
vegar vera meira
afgerandi sem frk.
Lynch. Jóhann G.
Jóhannsson og
Vilhjálmur Goði
Friðriksson fara á
kostum sem tveir í
strákaklíkunni
þótt á ólíkan hátt
sé.
Berglind Peter-
sen og Iris María
Stefánsdóttir eru í
litlum hlutverkum
- Iris sérstaklega
groddaraleg sem
gellan úr Kató -
en þær teljast
frekar til dansaranna, enda era
þeir hafðir til skrauts og uppfyll-
ingar í mörgum atriðum. Þeir
standa sig allir fimavel og er sam-
hæfing til fyrirmyndar. Sérstak-
lega vekur athygli hvernig leikur
og dans tvinnast saman með góð-
um árangri.
Þetta er einstaklega vönduð sýn-
ing hvar sem borið er niður: um-
gjörð, söngur, hljóðfæraleikur,
dans og leikur. Áhorfendur eru
fluttir aftur til fortíðarinnar sykur-
sætu sem aldrei var og þar geta
þeir gleymt áhyggjum sínum eitt
stundarkorn. Fyrst og fremst er
þessi sýning eftirminnileg fyrir
þennan sterka hóp nýrra leikara
sem eiga framavon á söngleikja-
sviði í framtíðinni.
Sveinn Haraldsson
Útgerð Æsu
Hefur ekki
enn séð
skýrsluna
GUÐLAUGUR Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Skelfisks hf., útgerð-
araðila Æsunnar sem fórst fyrir
tæpum tveimur árum, segir skýrslu
nefndarinnar sem rannsakaði slysið
ekki hafa borist enn. Segir hann þó
að miðað við fréttaflutning af niður-
stöðunum komi honum á óvart að
skipið skyldi ekki hafa verið með
haffæmisskírteini þegar slysið átti
sér stað. „Við höfum enn ekki feng-
ið skýrslu nefndarinnar í hendur en
miðað við það sem við höfum séð í
blöðum þá kemur okkar það veru-
lega óvart að skipið skyldi ekki
vera með haffæmisskírteini. Við
áttum okkur ekki á því hvað þar
gerðist en þar hlýtur ábyrgðin að
vera hjá skipstjóra."
Rík ábyrgð skipstjóra
Guðlaugi finnst einnig að fleiri
atriði þurfi athugunar við. „Sam-
kvæmt fréttum af niðurstöðunni er
útgerðin átalin fyrir að hafa ekki
haft reglur um það hvernig vinnu-
tilhögun skyldi háttað um borð.
Slíkt er alltaf á ábyrgð skipstjóra
en hann á að sjá um að slíkt sé til
staðar um borð. Hins vegar var
góður mannskapur á Æsunni sem
við teljum hafa verið fullfæran um
að sinna sínum skyldum.“ Að sögn
Guðlaugs telur hann útgerðina hafa
staðið rétt að öllu því sem snýr að
málinu en stjórnarfundur fyrirtæk-
isins verður haldinn í lok mánaðar-
ins þar sem málefni Æsu verða
rædd.
Einn eigenda Skelfisks hf., Einar
Oddur Kristjánsson, gat ekki tjáð
sig um málið þar sem hann var ný-
kominn að utan. Vildi hann þó taka
fram að aldrei hefðu komið fram
spurningar um að nokkurs vafa
gætti með sjóhæfni skipsins.