Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Það er búið að hagræða frú, það er enginn ráðherra, við Sigga erum búnar að læra þessar tvær setningar: „Málið er í athugun" og „Það er verið að athuga málið“. Landssamband veiðifélaga 40 ára Morgunblaðið/Davíð Pétursson VALDÓR Bóasson, formaður Landssambands stangaveiðifélaga, færði Böðvari Sigvaldasyni, f.h. Landssambands veiðifélaga, Ijósmynd af Glanna í Norðurá eftir Rafn Hafnfjörð. Morgunblaðið Grund, Skorradal „ÞEGAR við veiðiréttareigendur komum saman á Hvanneyri á aðal- fund samtaka okkar, eru liðin 40 ár frá stofnfundi þeirra í Borgamesi í júní 1958. Þessum tímamótum ber að fagna og minnast um leið með upprifjun þess helsta sem á daga landssambandsins hefur drifið á liðnum áratugum.“ Þetta voru upp- hafsorð formanns Landssambands veiðifélaga, Böðvars Sigvaldasonar, í ársskýrslu sinni á aðalfundinum sem haldinn var á Hvanneyri. Formaðurinn, Böðvar Sigvalda- son, rakti helstu atriði í 40 ára sögu sambandsins. Hann sagði m.a.: „Að- dragandi þess að samtökin voru stofnuð var sá, að Veiðifélag Árnes- inga beitti sér fyrir því að haldinn var fundur í Borgarnesi í júm' 1957 til að ræða stofnun landssambands veiðifélaga. Fundarstjóri þar var Björn Sigurbjamarson, þáverandi formaður Veiðifélags Amesinga. Niðurstaða fundarins leiddi til þess að stofnfundur landssambandsins var haldinn ári síðar í Borgarnesi, í júní 1958. Til stofnfundarins komu fulltrúar sjö veiðifélaga, en formað- ur undirbúningsnefndar var Þórir Steinþórsson, en einnig var í nefnd- inni Jörundur Brynjólfsson.... Fyrsti formaður Landssambands veiðifélaga var Þórir Steinþórsson, Reykholti og var hann formaður til ársins 1967, að Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga tók við og var for- maður til 1973. Hermóður Guð- mundsson, Arnesi, varð formaður 1973 og gegndi því starfi til ársins 1977, en þá tók við Þorsteinn Þor- steinsson, Skálpastöðum og var for- maður til 1982. Frá þeim tíma hefur núverandi formaður, Böðvar Sig- valdason, gegnt starfinu. Alls hafa því 5 menn setið á stóli formanns á 40 áram. Þess skal getið að frá 1958-1970 vora stjórnarmenn þrír, en eftir það fimm talsins. Jafnframt er tryggt í samþykktum félagsins, að stjórnar- menn komi frá hinum ýmsu lands- hlutum. Fimm heiðurs- félagar kjörnir Heiðursfélagar: Til þessa hafa 5 menn verið kjömir heiðursfélagar Landssambandsins, en þeir era: Þórir Steinþórsson, Reykholti, Jör- undur Brynjólfsson, Kaldaðamesi, Bjöm J. Blöndal, Laugarholti, Hin- rik A. Þórðarson, Utverkum og Halldór Jónsson, Miðhúsum. Að lokum þakkaði formaðurinn öllum þeim sem lagt höfðu sam- bandinu hð á þessum 40 áram, minntist látinna stjómarmanna, og vonaðist til að það myndi eflast hér eftir sem hingað til. Aðalræðu kvöldsins flutti Flosi Ólafsson, varaformaður Veiðifélags Reykjadalsár. Þótt varaformaðurinn vildi ekki láta kynna sig sem skemmti- kraft, þá voru undirtektir veislugesta slíkar, að margur skemmtikraftur mætti vel við una. „Ræðan“ verður ógleymanleg þeim sem á hlýddu. Þeir tveir menn sem sátu stofn- fund, og enn era á lífi vora kallaðir fram og tóku við gjöf úr hendi for- mannsins. Báðir fengu bókina „Perl- ur í náttúru Islands". Einari Hannessyni vora einnig þökkuð 51 árs störf að veiðimálum á 70 ára æviferli, en Einar starfaði á árunum 1947-1988 hjá Veiðimála- stofnun, en frá árinu 1988 til 1998 hjá Landssambandi veiðifélaga. Var honum færð vatnslitamynd frá Með- alfellsvatni að gjöf, eftir Jónas Jóns- son, listmálara. Valdór Bóasson, formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga, kom færandi hendi og afhenti stóra ljós- mynd af Glanna í Norðurá með kveðju frá höfundi ljósmyndarinnar, Rafni Hafnfjörð og stangaveiðifélag- inu. Tvö heillaskeyti bárast afmælis- baminu frá Jónasi Aðalsteinssyni, hrl., og Gauki Jörandarsyni, um- boðsmanni Alþingis. Hátíðarsamkomunni lauk síðan með söng þeirra Gunnars Arnars, Snorra og veislustjórans, Ragnars Olgeirssonar. Olympíuleikarnir í eðlisfræði á Islandi 100 heimili bjóða gestunum til kvöldverðar Bergþóra K. Ketilsdóttir lympíuleikarnir í eðlisfræði standa nú yfir í Reykja- vík. Leikarnir eru hinir 29. í röðinni og er ísland minnsta ríkið sem haft hefur umsjón með fram- kvæmdinni til þessa. Alls koma 56 lið víðsvegar að úr heiminum til keppni, fimm í hverju liði en keppendur eru 15-19 ára gamlir. Hverju liði fylgja tveir fararstjórar. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur séð til þess að fá hverju liði íslenskan fylginaut á svipuðu reki sem jafn- framt er leiðsögumaður hvers hóps. Einn liður ólympíuleik- anna er fólginn í heim- boðum keppnisliða og farar- stjóra til fjölskyldna á Reykja- víkursvæðinu, þar sem gestirnir eiga stund með íslenskum fjöl- skyldum. Bergþóra K. Ketils- dóttir kerfisfræðingur hjá Ný- herja hefur umsjón með heim- boðunum fyrir hönd fram- kvæmdanefndar leikanna. - Hvaðan er hugmyndin að heimboðunum komin? „Hugmyndin um heimboð hefur tíðkast síðan á ólympíu- leikunum í Astralíu og Kanada en hún felur í sér að gefa kepp- endum kost á því að dvelja með íslenskri fjölskyldu eina kvöld- stund, þiggja léttar veitingar og kynnast gestgjöfum sínum bet- ur. Björn Bjarnason mennta- málaráðherra er gestgjafi fyrir hönd Islands og höfum við átt mjög gott samstarf við mennta- málaráðuneytið um fram- kvæmdina. Mælt var með því að boðið yrði sem einfaldast til þess að allir ættu notalega kvöldstund. Sendar vora upplýsingar mn við- komandi keppnislið eða land til allra gestgjafa ásamt leiðbein- ingum um sérstakar þarfir, væru þær fyrir hendi. Sumir gestanna era gi-ænmetisætur, svo dæmi sé tekið. Einnig var fólk beðið um að veita ungmenn- um ekki áfenga drykki. Við ráð- leggjum fólki að hafa boðið með svipuðum hætti og ef það væri að bjóða vinafólki heim. Hjarta- hlýjan skiptir mestu máli.“ - Hvernig var undirbúningi að heimboðunum háttað? „Þegar undirbúningur hófst var ljóst að hafa þyrfti samband við mikinn fjölda hugsanlegra gestgjafa; einstaklinga, ræðis- menn og fulltrúa sendiráða. Sendiráðin eru níu þannig að stærsti hluti heim- boðanna er til al- mennra borgara. Við- tökurnar hafa verið mjög góðar svo sýnt er að 96 aðilar verði gestgjafar á suðvesturhorninu og Vesturlandi. Keppendur eru boðnir heim í kvöld og liðsstjór- ar þriðjudagskvöldið 7. júlí, með aðstoð Félags raungreinakenn- ara og Ragnhildar Þórarins- dóttur matvælaverkfræðings. Einnig hefur Barbara Nagano hjá þýska sendiráðinu aðstoðað við að útvega gestgjafa. Gest- irnir munu síðan dreifast um Akranes, Kjós, Þingvallasveit og suður í Kaldárbotna. Margir ► Bergþóra K. Ketilsdóttir fæddist árið 1954 í Keflavík. Hún lauk námi í kerfisfræði í Kaupmannahöfn árið 1976 og starfaði sem kerfisfræðingur í Danmörku og Englandi áður en hún fluttist heim til starfa hjá IBM, síðar Nýherja, árið 1982. Bergþóra er gift Þor- steini I. Sigfússyni prófessor og formanni framkvæmda- nefndar ólympíuleikanna og eiga þau þrjú börn. gestgjafa stefna á útigrill, aðrir fara með gesti sína í sumarbú- staði, fjöruferðir eða göngut- úra.“ - Hvernig voru gestgjafarnir valdir? „Þetta eru mikið til vinnufé- lagar, kunningjar og að hluta fjölskylda. Margir eru vinnufé- lagar Þorsteins I. Sigfússonar, formanns framkvæmdanefndar- innar, éða raungreinafólk frá Háskólanum. Einnig hefur þetta spurst út svo nokkrir hafa boðið sig fram.“ - Hvað hefur undirbúningur- inn tekið langan tíma? „Ég byrjaði á þessu í febrúar með vinnunni en ætli megi ekki segja að aðalátakið hafi verið í maí og júní. Tveimur vikum fyr- ir leikanna var búið að útvega 95% gestgjafanna og nú er ég meira að segja komin með biðlista, skyldi einhver heltast úr lestinni." - Hvers vegna er áhuginn svona mikill að þínu mati? „Margir taka þetta að sér því þeirra eigin börn hafa verið skiptinemar eða eru á leiðinni út sem slíkir. Sumir vilja bjóða gestunum heim því þeir ferðast mikið, hafa gaman af því að geta haldið tengslum og finnst þetta spennandi verk- efni. Flestir eru líka með unglinga á heim- ilinu sem þykir eftirsóknarvert að fá slíka gesti. Á þriðjudags- kvöldið er 40 hópum fullorðinna síðan boðið í heimsókn, það er leiðbeinendum og fararstjórum. Þeir fara flestir á heimili raun- greinakennara. Við létum útbúa svuntur með merki ólympíuleikanna sem krakkarnir færa gestgjöfunum svo þeir haldi aftur minjagrip um heimsóknina. Við erum mjög þakklát þessu fólki sem vill bjóða gestunum heim af fús- um og frjálsum vilja.“ Hjartahlýjan skiptir mestu máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.