Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 19 ERLENT Miðhluti Flórída-ríkis í Bandarrkjunum í ljósum logum Skógareldarnir nálgast Orlando Eldarnir í Flórída magnast enn og nálgast borgina Orlando óðum. Ríkisstjóri Flórída hvatti fólk í gær til að biðla til æðri máttar- valda nm rigningu en veðurfræðingar telja nánast engar líkur á þvi að ríkisstjórinn verði bænheyrður 1 bráð. Orlando, Ormond Beach. Reuters. HLUTI íbúa Orlando hefur nú orð- ið að yfirgefa heimili sín meðan ráð- þrota slökkviliðsmenn reyna hvað þeir geta að berjast gegn útbreiðslu eldanna, án mikils árangurs. Veður- fræðingar telja óvenjumikla þurrkatíð geta varað fram í septem- ber og þykir það ekki gefa ástæðu til bjartsýni. Verst er ástandið í Brevard-, Volusia og Flagler-sýslu í mið- Flórída en þar er talið að nú hafi rúmlega sjötíu þúsund manns orðið að yfirgefa heimili sín. Um fjögur þúsund slökkviliðsmenn eru að starfi á þessu svæði og reyna þeir að hefta frekari útbreiðslu skógai-- eldanna. Bandaríkjastjórn lofaði í gær aðstoð upp á 60 milljónir doll- ara, um 4200 milljónir ísl. kr., og var liðsstyrkur á leiðinni frá Kalíforníu til að berjast við eldana. Að minnsta kosti fimmtíu heimili voru talin ónýt í gær í Brevard- sýslu en heildarskemmdir verða ekki metnar fyrr en eldamir eru yf- irstaðnir. Hafa hundruð manna flykkst í sérstök hjálparskýli eða þurft að leita ásjár hjá ættingjum og vinum. Nánast allir íbúar borg- anna Daytona Beach og Ormond Beach hafa á síðustu dögum þurft að yfirgefa heimili sín og í gær keyrðu lögreglubílar í gegnum Fla- gler-sýslu og hvöttu íbúa til að hafa sig á brott hið fyrsta. Barist við náttúruöflin Menn sem vinna að slökkvistarf- inu sögðu í gær að þessi barátta við náttúruöflin væri nú upp á líf og dauða. „Við höfum enga stjóm á þessu“, sagði slökkviliðsstjóri Or- mond Beach. „Og við munum ekki ná neinni stjóm á þessum aðstæð- um fyrr en okkur berst rigning í einhverju formi.“ Þurrir vindar feykja eldunum fram og á daginn yljar sólin enn frekar þannig að nýir eldar kvikna. Sagði einn slökkviliðsmanna að oft á tíðum stæðu þeir frammi fyrir ekki einum risaeldi heldur ótal- mörgum smærri eldum. f hvert sinn sem þeim tækist að vinna á einum sprytti annar upp jafnóðum, um hundrað á degi hverjum. „Ég held að fólk vanmeti móður nátt- úru“, sagði Jack Conner, einn slökkviliðsmannanna, í samtali við dagblaðið Orlando Sentinel. „Suma hluti ráðum við einfaldlega ekki við.“ Lawton Chiles ríkisstjóri var í fyrrakvöld beðinn um að útvega frekari slökkvibúnað en slökkvi- liðsmenn áttu í erfiðleikum með að verja borgirnar Daytona Beach og Ormond Beach frá því að verða eldinum að bráð. Chiles sagði hins vegar að öllu væri til tjaldað, t.d. væru tveir þriðju allra tiltækra þyrlna í suðausturhluta Bandaríkj- anna nú við störf á eldasvæðinu. Slökkviliðsmönnum hefur að und- anförnu borist liðsauki frá fjörutíu öðrum ríkjum Bandaríkjanna en hefur ekki dugað til því aðstæður eru allar hinar erfiðustu og hafa sumir þeirra brunnið illa af eigin ELDARNiR i FLORiDA Tugir þúsunda manna hafa þurft að flýja heimiii sín f Mið-Flórída er stjórnlausir skógareldar færast nær og nær borgum og bæjum. Þjóðvegi lokað Flestum íbúa í Ormond b| Beach og Daytona Beach sagt að yfirgefa heímili sín. (búar borganna Mims og Scottsmoor hafa . yfirgefið heimili sín. JohnFKennedy geimferðamiöstöðin Miamii 4 ATLANTS- HAF Skógareldar hafa brennt yfir hundrað hektara lands síðan 1.júní síðastliðinn. -'í svita enda getur hitinn í fullum slökkviliðsbúningi náð um 90 gráð- um á Celsíus, að sögn Joans Hell- ers, talsmanns lögreglustjórans í Brevard. Fólk beðið að spara vatn Ohemjumiklu vatni hefur verið varpað á skógareldana og hafa íbú- ar á mörgum stöðum í Mið-Flórída verið beðnir að minnka við sig neyslu drykkjarvatns. „Við biðjum fólk nú að reyna að komast hjá fata- þvotti, sturtuböðum og öðru þvílíku. Við förum einnig fram á það við fólk að það noti ekki síma, boðtæki og farsíma því björgunarfólki hefur gengið illa að halda sambandi hverju við annað í starfi sínu“, sagði Heller. Hótel á svæðinu hafa nú opnað .. Reuters SLOKKVILIÐSMAÐUR snýr ráðþrota frá skógareldi eftir að hafa árangurslaust reynt að slökkva hann. dyr sínar fyrir þeim er flýja eldana, þeim að kostnaðarlausu. Ekki virt- ust þó ferðamenn ætla að láta eldana gjörsamlega eyðileggja þjóð- hátíðardaginn fyrir sér og sögðu að- ilar í ferðaþjónustu að þeir sem hringdu til að afla sér upplýsinga væru í fæstum tilfellum að afboða komu sína, meira væri um að menn vildu vita hverjir þjóðveganna væru ekki opnir. Gefast ekki upp Kappakstri sem fram átti að fara í Daytona í dag, þjóðhátíðardaginn, var á fimmtudag frestað en búið var að selja í öll 143.000 sæti vallarins. Var ekki talið að kappakstursbraut- inni sjálfri stafaði hætta af skógar- eldunum en óttast var að bílaum- ferð keppninni tengd myndi gera slökkvistarf í nágrenninu erfiðara. Chiles ríkisstjóri sagði Flórída- ríki aldrei fyrr hafa þurft að eiga við svo erfiða skógarelda, hvað þá að 'veðrið væri svo óhagstætt til slökkvistarfs. Er rætt um að aldrei hafi gengið eins miklir þurrkar yfir Flórída-ríki og hafa meira en hund- rað hektarar lands brunnið í eldun- um. Hafa þrjátíu og tveir þurft að þola meiðsl vegna þeirra. En slökkviliðsmenn vildu engan bilbug láta á sér finna þrátt íyrir að starf þeirra virtist nánast vonlaust. Sögðust þeir ætla að reyna til hins ýtrasta að verja heimili fólks og ekki síður líf þess og limi. Sviðin jörðin eftir skógareldana hti út eins og helvíti sjálft en þeir myndu snúa aftur til helvítis þar til þeir ynnu sigur á náttúruöflunum. Serbar ná Kijevo á sitt vald Reuters I garðálfa-hnefaleikaham Kijevo, Berlin. Reuters. SERBNESKAR öryggissveitir náðu bænum Kijevo í Kosovohéraði á sitt vald í gærmorgun, en skæru- liðasveitir aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana höfðu setið um bæ- inn undanfamar tvær vikur. Serbar segja að mannfall hafi orðið í röðum uppreisnarmanna, en það hefur ekld fengist staðfest. Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar, kallaði Kijevo í síðustu viku „hættulegasta stað í Evrópu“, og sagðist hafa áhyggjur af því að átök um bæinn gætu leitt til allsherjarstyrjaldar á Balkanskaga. Fréttaskýrendur telja að taka Kijevo sé sálfræðilegur sigur fyrir serbneska herinn, sem hefur staðið höllum fæti í barátt- unni við skæruliðasveitir Kosovo- Albana á undanfórnum mánuðum. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði blaðamönnum í Berlín í gær að bandalagið myndi ekki líða það að Kosovo-deilan magnaðist í alls- herjarstríð á Balkanskaga. Hann sagði að nauðsynlegt væri að semja tafarlaust um vopnahlé og hvatti til þess að samningaviðræður hæfust á ný um friðsamlega lausn. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, hefur mátt láta í minni pok- ann fyrir Gerhard Schröder, kanzlaraefni þýzkra jafnaðar- manna, í skoðanakönnunum, en þegar kemur að vali Þjóðverja á garðdvergum hefur kanzlarinn vinninginn. Alls hafa verið framleiddar fjórtán mismunandi útgáfur af Kohl-garðdvergum, en aðeins ein slík er til í mynd Schröders. Það er þessi hér, hnefaleikaútgáfan, sem kynnt var í Bonn í gær. í tilefni kosningaslagsins milli Kohls og Schröders, sem verður leiddur til lykta 27. september nk., geta þýzkir kjósendur nú prýtt garða sína með köppunum í hnefaleika- ham (Schröder t.v.). Nú þegar líkur eru taldar á því að Schröder komizt í eitt valda- mesta embætti Evrópu veita reyndar fleiri en garðálfaframleið- endur honum aukna athygli. Bóka- forlag í Frankfúrt hyggst daginn eftir kosningarnar gefa út bók í stíl bandarísku metsölubókarinnar „Primary Colors“, sem ljallar um það hvernig maður með lygilega líku nafni og Schröder olnbogar sér leið á toppinn. EÞ hotar Banda- ríkjunum vegna dauðarefsinga Washington. The Daily Telegraph. ■■■hhhmhhmhbh E VROPUÞIN GIÐ hefúr hótað Bandaríkjunum að leggja sitt af mörkum til að beina fjárfestingum frá þeim, í því skyni að þrýsta á um að dauðarefsingar verði afnumdar þar. í bréfi til Georges Bush, rílds- stjóra í Texas, sem Alan Donnelly, formaður þeirrar nefndar Evrópu- þingsins í Strassborg sem sinnir tengslum við Bandaríkjaþing, skrifar undir, segir: „Við höfum áhýggjur af því að sú almenna for- dæming, sem áframhaldandi beit- ing dauðarefsingar í vissum ríkj- um Bandaríkjanna vekur í Evrópu og víðar, muni einnig hafa efna- hagslegar afleiðingar." Evrópusambandslöndin fimmt- án fjárfesta sem nemur um 30.000 milljarða króna á ári í Bandaríkj- unum. En í bréfi Donnellys segir að mörg fyrirtæki séu vegna þrýstings frá hluthöfum og al- menningsálitinu byrjuð að velta fyrir sér þeim möguleika að tak- marka fjárfestingar í Bandaríkj- unum við ríki sem ekki beita dauðarefsingum. Síðastliðinn föstudag, daginn eftir að hann fékk umrætt bréf í hendur, sýndi Bush ríkisstjóri óvanalega miskunn með því að leyfa að dauðadómi raðmorðingja nokkurs, Henry Lee Lucas, yrði breytt í lífstíðarfangelsi. Talsmenn ríkisstjórans vísa því á bug að nokkurt samhengi sé á milli Evr- ópuþingmannabréfsins og ákvörð- unar hans. Samkvæmt niðurstöðum brezkr- ar skoðanakönnunar frá árinu 1996 eru um 76% Breta fylgjandi því að dauðarefsing verði tekin upp aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.