Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 27 MARGMIÐLUN Kryddpíubrjálæði Spice Girls-lögum. Þegar dansinn hefur loksins verið æfður, sem er ekki minna erfiði en að raða saman lagi, kemstu inn í herbergi þar sem dansinn er svo tekinn upp. Þegar lagbútunum er tjasl- að saman hoppar kryddpía á milli níu svífandi flata. Ef hún stappar niður fæti á fleti heyrist lagbútm- og stappi hún aftur tekur tölvan lag- bútinn upp. Þannig er hægt að taka upp marga búta og búa til heilt lag. Aftur á móti er ekki hægt að stroka út búta og ef gerð eru mistök þarf að byrja upp á nýtt eftir að hafa eytt mörgum, kannski tugum mínútna í að tjasla þeim saman. Þetta gerir leik- inn pirrandi og ekki er ■' óalgengt að maður slökkvi bara á tölvunni eftir fyrstu mistökin. Ef fólk fær leiða á því að reyna að búa til lög er hægt að sjá búta úr viðtölum við Spice Girls, sjá þær á sviði og sjá hvernig dansarnir urðu til. Þar sem frekar algengt er að maður verði leiður á leiknum er líkiegt að fólk kunni viðtölin utan að eftir nokkra daga. Ef einhver lesenda ákveður að kaupa þennan leik ætti hann að vera tilbúinn með afþurrkunarklút- inn vegna þess að Spice World á eft- ir að safna miklu ryki. Ingvi M. Arnason. Leikur Spice World, leikur fyrir PlayStation frá Sony í Evrópu. Leikurinn er fyrir einn leikanda og skilur minniskort. NÝLEGA gaf Sony út leik með þema öllu ólíkt því sem hefur sést til þessa í leikjaheiminum. Leikur- inn er um Spice Girls, kryddpíurn- ar, og kominn tíma til að hugleiða hvar þetta Spice Girls-æði á eftir að enda. Markhópurinn sem Spice World var hannaður fyrir, sem er án efa nokkuð undir sjálfræðisaldri, hefur kannski nokkru meiri þekkingu á Spice Girls en undirritaður, samt finnst honum ólíklegt að jafnvel hinn allra harðasti aðdáandi þeirra geti skilið leikinn og markmið hans strax. Hægt er að velja um allar fimm kryddpíurnar, jafnvel Geri, og eru þær ekki síður litríkar í leiknum en í raun og veru. I raun finnst manni meira eins og maður sé að spila frekar slappt tón- listarforrit en leik í Spice World. Þannig er ekki hægt að komast inn í dansæfingaherbergið í leiknum, þar sem búin eru til myndbönd, nema maður hafi fyrst gengið í gegnum mikla erfiðleika til að búa til al- mennilegt lag úr tugum lagbúta úr Sýndar- leikmenn og borð Quake breytist í netleik SÝNDARLEIKMENN má víða fínna og menn keppast við að smiða þá sifellt fullkomnari og betri. Helstu bot-ar eru Era- serBot, sem finna má á slóðinni http://impact.frag.com og CRBot sem er á slóðinni http://www.planetquake.com/cr- bot/. EraserBot er meðal annar þeirrar náttúru að hægt er að stilla hvaðeina í fari hans í með- fylgjandi textaskrá og þannig má til að mynda hafa hann vígreifan eða -deigan. Hægt er að keyra marga bot-a samtímis, jafnvel marga tugi, og fer í raun aðeins eftir vélaraflinu. Þeir sem verða sér úti um slíka aðstoðarmenn þurfa vitanlega borð til að keyra þá í. Nokkur borð eru í síðustu uppfærslunni af Quake II, 3.14. hana má sækja á slóð Id, http://www.idsoftware.com/ en betri kostur eru borðin Capture The Flag, sem er póstaleikur og finna má á slóðinni http://www.captured.com/ og Jailbreak! sem er á slóðinni http://www.planetqu- ake.com/rxn/jail/. Með skránum fylgja yfirleitt leiðbeiningar um notkun, en á Panet Quake-slóð- inni er gríðarlegt magn upplýs- inga um Quake-heiminn eins og hann leggur sig. MAGNAÐASTI leikur seinni tíma er Quake. Ekki er bara að grafíkin var byltingarkennd og drungalegt andrúmsloftið svo þrúgandi að lá við sturlun, heldur var það sá mögu- leiki að spila leikinn yfir net sem gerbreytti leikjaheiminum. Quake var fyrsti leikurinn sem hægt var að spila yfir net af einhverju viti og Quake II fetaði sömu slóð. Quake III verður síðan aðeins til sem net- leikur ef marka má yfiriýsingar ID hugbúnaðarhússins. Netleikur í Quake er ógleyman- leg lífsreynsla eins og þeir vita sem reynt hafa og gaf leiknum nýja vídd. Um leið skipti hann bardaga- leikjafíklum í tvo hópa; þá sem helst vildu fá flókinn leik með miklum söguþræði og svo hina sem eiga enga ósk heitari en komast í al- mennilega orrustu við lifandi leik- menn. Quake II var ætlað að svara þörf hinna fyrrnefndu að miklu leyti, en smám saman hefur ID for- kólfum snúist hugur, kannski vegna þess að samkeppnin er geysihörð og fer harðnandi á því sviði. Quake III kemur til með að heita Quake Arena og verður aðeins fyrir netleik, enda segir guðfaðir Quake, John Carmack, það gefa fyrirtæk- inu færi á að einbeita sér að net- leiknum, tengingum og stöðugleika yfir netið, aukinheldur sem það ein- faldar hönnun leiksins; ekki er lengur þörf á borðum sem tekur nokkra daga bara að ganga í gegn- um, því netleikir ganga út á allt annað. Vissulega þurfa borðin að vera stór og flókin, en ekki um of. Þau þurfa ekki heldur að vera mörg; í raun aðeins eitt borð fyrir hvert leiksafbrigði, hvort sem það er póstaleikur eða virkisleikur, og ekki þarf að hafa áhyggjur af skrímslum; leikendur sjá um þá hlið mála. Þó Quake sé fyrst og fremst merkilegur leikur fyrir það sem gerst hefur í kringum hann, við- bætur leikenda og þróunina í net- leiknum, vilja ekki allir leika hann yfir net eða þá þeir hafa ekki nettengingu. Þá má fara í sýndar- netleik; í stað þess að leikandinn tengist netinu getur hann ræst á vélinni hjá sér sýndarleikmenn, eða bot, sem tölvan sér um að keyra. Það má reyndar líka gera í Quake II og ýmsir nota slíka leikmenn til að æfa sig í netleik. Vissulega er notkun á slíkum „gervimönnum" aldrei sambærileg við það að keppa við lifandi leikmenn, en ætti að duga bærilega, ekki síst í ljósi þess að bot-ar verða sífellt öflugri og erfiðari viðfangs. SKYRTA VESTl SKYRTA JAKKl 60NGUSKÖR f: GðNGUSKÓR !poki med stól ÞÍN FRÍSTUND - OKKAR FAG BiLDSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Sími: 510 8020 GóðurATX-LXturn < 300 mhz Pentium llörgjörvi ’ 64 MB SDRAM vinnsluminni 4.3 GB Ultra DMA harður diskur 15" hágæða skjár 32 hraða geisladrif 8MB Matrox Productiva skjákort 16 bita hljóðkort 280 Watta hátalarar 33.6.K BPS mótald m/ fax og símsvara 4 mánaða internetáskrift hjá Islandia Windows lyklaborð r—"ú Logitech PS/2 mús \ A C WINDOWS 98 stýrikerfi \ l" G rafískur skjár Léttur og nettur: 137 gr. & 19mm þykkur 60 mínútur frítt* I TALhólf \ SMS textaskilaboð *60 mín. fylgja öllum þjónustu- leiðum TALS. Frlmínút- urnar gilda til 14.08 / Motorola SlimLite GSM TALkori BT • SKEIFAN 11 • SÍMI 550-4444 • PÓSTKRÖFUSÍMINN 550-4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.