Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 28

Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISVERND í BANDARÍKJUNUM Bandaríkjamenn ráða lítið við mengun frá bflaflota sínum Kaupa stærri bfla sem menga meira Bandaríkjamenn hafa náð umtalsverðum árangri í að draga úr loftmengun frá fyrirtækjum, en mengun frá bílum Morgunblaðið/Egill SKIPTAR skoðanir eru um framtíð rafmagnsbfla í Bandaríkjunum. Þeir eru þó farnir að sjást vfða á götum. áhuga og kaupir sífellt stærri bíla sem menga meira. Egill Ólafsson kynnti sér umhverfísmál í Bandaríkjunum. Aukin velmegun í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Bandaríkja- menn kaupa sífellt stærri og kraft- meiri bíla. Þessir bílar menga meira, en þorri Bandaríkjamanna virðist ekki hafa áhyggjur af því. Þeir virðast hafa meiri áhyggjur af því að stóru fólksbílamir auki á slysahættu. Það er sagt að Bandaríkjamenn elski bílana sína og kannski ekki af ástæðulausu. Bandaríkin eru stórt land og samgöngur í landinu eru skipulagðar út frá þörfum einka- bílsins. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að það sé jafnnauð- synlegt að eiga bíl í Bandaríkjun- um eins og að eiga þak yfír höfuðið. í Los Angeles, annarri stærstu borg Bandaríkjanna er t.d. ekkert heildstætt almenningssamgöngu- kerfi. Rútur og lestir ganga að vísu milli ákveðinna borgarhverfa, en það er ekki hægt að treysta alger- lega á almenningssamgöngur ef maður vill ferðast um borgina. Þar er núna verið að byggja neðanjarð- arlestarkerfí, en borgin er á jarð- skjálftasvæði og kostnaðurinn við framkvæmdimar er gríðarlegur og mikil andstaða við þær. Skipulag samgöngukerfisins í Los Angeles á sér sögulegar skýringar og nægir að benda á að árið 1920 var að meðaltali 1,6 einstaklingar um hvem bfl í borginni. Víða annars staðar í Bandaríkjunum var þessu hlutfalli ekki náð fyrr en um 1950. Vegakerfíð í Bandaríkjunum er mjög fullkomið. Lengd vega með varanlegu slitlagi er um 3,8 millj- ónir km. Marc Lucotte, fram- kvæmdastjóri umhverfísdeildar háskólans í Quebee, bendir á að Kanada hafi allt aðrar áherslur í samgöngumálum. Þar sé í mun meira mæli stuðst við almennings: samgöngur og Kanadamenn hafi ekki lagt jafn gríðarlega mikla fjár- muni í uppbyggingu vegakerfisins og Bandaríkjamenn. I Kanada liggi t.d. einungis einn vegur þvert yfir landið og sumstaðar sé hann bara ein akgrein í hvora átt. Lucotte er gagnrýninn á áherslur Bandaríkja- manna í samgöngumálum og bend- ir á að þeir séu tilbúnir til að veija skattpeningum í að gróðursetja blóm meðfram hraðbrautum, en séu ekki tilbúnir að veija skattpen- ingum í opinbert heilbrigðiskerfi. eykst stöðugt. Stjórnvöld þrýsta á bíla- framleiðendur að þróa rafmagnsbíla, en almenningur sýnir þeim takmarkaðan I New Forest í Bandaríkjunum er nú unnið að rannsókn á því hvað áhrif aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur á tijávöxt. síst með hliðsjón af því hversu mik- ið af gróðurhúsalofttegundum Bandaríkjamenn sendi frá sér við brennslu þessa ódýra bensíns. Ef bensínið væri dýrara myndi fólk kannski hugsa meira um hvemig það notar bílinn. Dýrara bensín myndi einnig styrkja stöðu ann- arra samgöngufarartækja og styrkja stöðu rafmagnsbflsins í samkeppni við bensínbílinn. Mjög hörð andstaða er hins veg- ar við tillögu um hækkun skatta á bensín. Sagt hefur verið að forseti sem legði fram tillögu um hærri bensínskatta væri að fremja póli- tískt sjálfsmorð. Almenningur lítur á það sem nánast mannréttindamál að fá að nýta sér ódýrt bensín. Ekki einu sinni Michael Gage, sem berst fyrir því að skapa rafmagns- bflnum stöðu á markaðinum, virð- ist treysta sér til að mæla með hækkun á bensínverði þótt hann viðurkenni að bensínverð í Banda- ríkjunum sé of lágt og raunar hef- ur það farið lækkandi á seinustu ámm. Hann bendir á að alls óvíst sé að hærra bensínverð hafi mikil áhrif á notkun fólks á bflum nema þá til skamms tíma. Dregur úr loftmengun frá fyrirtækjum Bandaríkjamenn geta hins vegar ekki horft fram hjá því að mengun frá sífellt stækkandi bílaflota þeirra er stórt vandamál sem þeir ráða lítið við. Mikill árangur hefur Notkun á almenn- ings farartækjum minnkar Michael Gage, framkvæmdastjóri Calstart, sem er ráð- gjafarstofnun í eigu opinberra og einkað- ila í Los Angeles, en hlutverk hennar er að stuðla að framleiðslu mengunarlausra far- artækja, bendir á að nánast alls staðar í heiminum hafi notk- un á almenningssam- göngufarartækjum minnkað. Samdrátt- urinn í Bandaríkjun- um á síðustu 10 árum sé álitinn 10% þó vissulega sé hægt að finna dæmi um að notkun á al- menningsfarartækjum hafi aukist á tilteknum svæðum. Það þýði því ekki að horfa fram hjá þeirri stað- reynd að fólk kjósi að nota einka- bflinn til að komast á milli áfanga- staða. Það kjósi þægilegasta og fljótlegasta ferðamátann og það sé óumdeilt að einkabíll hafi þar vinn- inginn. Gage hefur einnig litla trú á að hægt sé að breyta hegðun fólks með því að reyna að fá það til að nota bflinn minna eða á annan hátt en það gerir í dag. Menn verði að einbeita sér að því að mæta þörfum fólks. Við framleiðslu á rafmagns- bfl verði framleiðendur að fram- JAMES M. Sheeham, talsmaður CATO-stofn- unarinnar í urahverfis- málum. leiða bíl sem er ódýr, þægilegur og jafn góður eða betri en bensínbfll- inn. Fólk muni ekki kaupa raf- magnsbfl bara af því að hann mengi minna ef hann er ekki sam- keppnisfær á öðrum sviðum. Hræódýrt bensín Bensínverð í Bandaríkjunum er allt að því hlægilega lágt. Bensín- lítrinn kostar um þriðjung af því sem hann kostar á Islandi. Skýr- ingin er sú að hér rennur 2/3 bens- ínverðsins til ríkisins í formi ýmiss konar skattlagningar, en í Banda- ríkjunum er óvíða meira en 5% skattur á bensíni. Margir hafa orð- ið til að gagnrýna stjómvöld í Bandaríkjunum fyrir þetta, ekki STEPHEN J. Collins, talsmaður Samtaka bandarískra bflafram leiðenda. Hlutfall trjávaxtar í tilrauna- reitum þar sem koltvísýringur var aukinn um 50% og vaxtar í samanburðarreitum 1,00 = jafn vöxtur Pinus faeda. Duke Forest, Durtiam, ia.wa® .n N-Carolina. 1,17 | | 1)1o 1981-93 : 1994 1995 1996 1997 náðst á undanfómum áratugum við að draga úr mengun frá fyrirtækj- um og það er meginskýringin á því að loftmengun hefur víða minnkað mikið. í Los Angeles hefur t.d. ver- ið unnið að því að draga úr loft- mengun í meira en 50 ár. Arið 1975 fór mengun yfir skilgreind hættu- mörk í 125 daga. Á síðasta ári fór mengun aðeins einu sinni yfir þessi skilgreindu hættumörk og reyndar var það á þjóðhátíðardaginn 4. júh', líklega vegna mikillar notkunai- á flugeldum þennan dag. Bandaríkjamenn hafa farið at- hyglisverðar leiðir til að ná þessum árangri. Ein árangursríkasta að- ferðin sem Umhverfisstofnunin hefur notað er kallað 33-50 verk- efnið. Það byggir á því að stofnunin hefur gert samning við fyrirtæki um að minnka loftmengun á tveim- ur árum um 33% og síðan um 50%. Samningamir eru algerlega frjáls- ir, þ.e. fyrirtækjum er frjálst að gera þá eða hafna þeim. Samning- amir gera hins vegar ráð fyrir að Umhverfisstofnunin birti í fjölmiðl- um nöfn þeirra fyrirtækja sem gert hafa samninginn og fjalli síðan um árangur þeirra. Fyrirtækin fá þannig jákvæða auglýsingu fyrir árangurinn. Deborah James, tals- maður Umhverfisstofnunarinnar, segir að árangur af þessu verkefni hafi verið miklu rneiri en bjartsýn- ustu menn gerðu ráð fyrir og meiri en ef gripið hefði verið til þving- aðra aðgerða. Mengun frá bflum eykst hins vegar enn og er núna t.d. 40% af allri loftmengun í Kalifomíu. Bandaríkjamenn njóta nú mikillar efnahagslegrar velgengni og hafa margir kosið að nota peningana til að kaupa stærri og kraftmeiri bfla sem menga meira. Ellen Shapiro, framkvæmdastjóri hjá Samtökum bandarískra bifreiðaframleiðenda, segir að þessi þróun sé allt önnur í Evrópu þar sem bflamir séu að minnka. Þessi þróun í átt til stærri og eyðslusamari bfla virðist ekki valda Bandaríkjamönnum svo miklum áhyggjum hvað mengunar- þáttinn varðar. Talsverð umræða hefur hins vegar farið fram í ár um að ef þessir stóm bílar lendi í árekstri við litla bfla sé mun meiri hætta á alvarlegum meiðslum en ef tveir jafnstórir bílar lendi saman. í Kalifomíu hafa verið sett lög um að fyrir árið 2004 verði a.m.k. 10% af sölu bflaframleiðenda að vera rafmagnsbflar eða aðrir bflar sem senda frá sér litla eða enga loftmengun. Gage segir að Kali- fomía sé það stór markaður að stóm bflaframleiðendumir geti ekki leyft sér að hunsa hann. Hann er því sannfærður um að framtíð- arbíll sendi ekki frá sér loftmengun í þeim mæli sem hann geiir í dag. Hann bendir á yfirlýsingar stóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.