Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 29

Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 29 bflaframleiðslufyrirtækjanna, um að þeir ætli sér stóra hluti í fram- leiðslu á bílum sem mengi lítið eða ekkert. Miklar framfarir eigi sér stað í þróun á vetnisbíl og tvígeng- isvélum sem noti bæði rafmagn og bensín. Þróun á rafmagnsbflnum hafi tekið lengri tíma en margir hafi reiknað með fyrir nokkrum ár- um en hann segist hafa mikla trá á framtíð hans. Gage segir að japanskir bfla- framleiðendur séu einnig að ná miklum árangri í þróun á raf- magnsbílum. Yfirlýsingar forsvars- manna Toyota um að ákvæði Kyotosamningsins um loftmengun komi ekki til með að valda fyrir- tækinu erfiðleikum í framtíðinni hafi sett bandaríska bílaframleið- endur í vanda. Þeir hafi átt erfitt með að gagnrýna Kyotosamning- inn því að þar með hefðu þeir verið að segja að þeir stæðu japönskum bílaframleiðendum að baki hvað varðar tækni og þróun á mengun- arlausum bílum. Vantrú á rafmagns- bflnum Stephen J. Collins, fram- kvæmdastjóri efnahags- og al- þjóðamála hjá Samtökum banda- rískra bílaframleiðenda, hefur ekki sömu trú á framtíð rafmagnsbíls- ins og segir að enn hafi ekki tekist að hanna þægilegan, ódýran raf- magnsbíl sem sé samkeppnisfær við bensínbílinn. Að margra áliti næðu menn meiri árangri í að draga úr mengun með því að nota fjármunina sem varið er til þróun- ar rafmagnsbílsins til að þróa bensínbíl sem mengar minna. Coll- ins bendir jafnframt á að hægt sé að ná miklum árangri við að draga úr mengun með því að bæta fram- leiðslu á bensíni. Rannsóknir hafi staðfest þetta. Bensín í Bandaríkj- unum sé þó tiltölulega gott miðað við bensín sem t.d. sé notað í Jap- an sem sé mjög lélegt og valdi mikilli mengun. Bflaframleiðendur alls staðar í heiminum hafi lagt drög að samningi sem innihaldi ákvæði um lágmarksgæði bensíns. Samningurinn sé mikilvægt skref í þá átt að draga úr loftmengun frá bifreiðum. Collins bendir á að bílaiðnaður- inn sé í klemmu. Þrýst sé á hann af hálfu stjórnvalda að framleiða bíla sem mengi minna og einnig að leggja mikla fjármuni í þróun á rafmagnsbflum. Almenningur sýni hins vegar takmarkaðan áhuga á þessum bílum, sem sjáist best á því að sú tegund bíla sem mest söluaukning sé í séu stórir kraft- miklir bílar sem mengi talsvert mikið. Gagnrýni á að þróunarlöndin voru ekki með í Kyoto Svo er að sjá sem almenningur í Bandaríkjunum hafi takmarkaðan áhuga á Kyotosamningnum og þeir eru margir sem eru tilbúnir að gagnrýna samninginn. Ellen Sharpiro, talsmaður Samtaka bandarískra bflaframleiðenda, bendir á að samningurinn nái ekki til þróunarlanda og mörg þeirra eins og Indland, Kína, S-Kórea og ríki í S-Ameríku séu komin langt í iðnvæðingu og keppi m.a. við bandaríska bflaframleiðendur. Hún segir að vænlegra hefði verið að reyna að ná alheimssamningi um markmið frekar en að skuldbinda takmarkaðan hluta heimsins til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Ein af þeim samtökum sem barist hafa gegn Kyotosamningn- um er CATO-stofnunin, sem eru samtök frjálshyggjumanna sem berjast fyrir frjálsu markaðskerfi og því að umfangi ríkisvaldsins séu settar skorður á sem flestum svið- um. CATO sendi fulltráa sína til Kyoto þar sem þeir töluðu gegn samningnum. James M. Sheehan, talsmaður CATO í umhverfismál- um, tekur undir sjónarmið Sharp- iro og bendir á að verði hluti heimsins þvingaður til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með- an aðrir fái fullt frelsi til að auka sína losun hljóti fyrirtæki að flytja starfsemi sína til þessara landa. Þegar svona sé gengið frá samn- ingum sé engin trygging fyrir því að markmið um minni losun náist. Sheehan bendir einnig á að eng- in sönnun hafi verið lögð fram um að aukin losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrámsloftið leiði til hækkunar á hitastigi á jörðinni. Það sé rangt að byggja pólitíska stefnumörkun á vísindaniðurstöð- um sem ekki séu óumdeildar. Mörg dæmi séu í sögunni um að spádóm- ar um að heimurinn stefni í glötun hafi reynst rangar. Sheehan telur einnig að vísindamenn hafi gert allt of mikið úr hættunni af heitara loftslagi. Hann gengur svo langt að segja að heitara loftslag geti haft jákvæðar afleiðingar. Korn, græn- meti og skógar muni vaxa hraðar, sem muni hafa jákvæð áhrif á efna- hag heimsins. Aukinn vöxtur skóga og plantna muni taka til sín meira af koltvísýringi og það muni draga úi' neikvæðum áhrifum aukins magns koltvísýrings sem margir hafi áhyggjur af. Sheeham viður- kennir að hitun andrámsloftsins leiði til aukinnar bráðnunar jökla og hækkunar á yfirborði sjávar, en bendir á að yfirborð sjávar hafi verið að hækka á síðustu öldum og það sé hlutur sem við verðum að læra að búa við. Hvaða afleiðingar hefur helmingsaukning á koltví- sýringi fyrir tijávöxt? Víða um heim er nú verið að gera tilraunir á áhrifum aukinnar losunar koltvísýrings á vöxt trjáa og plantna. I Duke Forest í N-Kar- ólínu hefur í fjögur ár staðið yfir tilraun í þessa veru. Hún byggir á því að auka um 50% koltvísýring á tilraunareitum og sjá hvaða áhrif það hefur á vöxt trjáa. Vísinda- menn spá því að ef losun á koltví- sýringi heldur áfram að vaxa með sama hætti og gerst hefur undan- farin ár muni hann hafa aukist um 50% árið 2050 frá því sem hann er í dag. Dr. Ram Oren, sem stýrir til- rauninni í Duke Forest, viðurkenn- ir að hún geti ekki náð til allra þátta sem aukning koltvísýrings getur haft áhrif á. T.d. nái tilraunin ekki að mæla áhrif aukins koltví- sýrings á veðurfar og hitastig og hvaða áhrif það hefur á trjávöxt eða á skordýr og áhrif breytinga á lífríkinu á trjávöxt. Engu síður vonist hann eftir að tilraunin gefi mikilvægar upplýsingar um hvað gerist ef við höldum áfram á þeirri braut sem við erum á núna. Oren segir að fyrstu niðurstöður bendi til að aukning á koltvísýringi stuðli að hraðari vexti trjáa til að byrja með. Fyrsta árið hafi trén vaxið 17% meira en í meðalári. A öðru ári hafi vöxturinn verið hvorki meira né minna en 40%. A þriðja árinu hafi dregið úr vextinum og hann farið niður í 18% yfir meðal- vexti. A fjórða árinu hafi dregið verulega úr vextinum og verið ein- ungis 45% af vexti í meðalári. Oren segir að kenning sln sé sú að koltvísýringur hafi í upphafi hjálpað trjánum og valdið vaxtar- sprengingu, en á fyrstu tveimur ár- unum hafi trén tekið svo mikið af áburðarefnum úr jarðveginum að þegar kom fram á fjórða ár hafi skortur á þeim farið að valda því að trén gátu ekki vaxið með sama hraða og áður. Jafnframt leiði auk- ið hlutfall koltvísýrings í andráms- loftinu til þess að breytingar verði á jarðveginum. Hann súrni eilítið sem sé slæmt fyrir vöxt trjánna. Tilraun Oren var stækkuð fyrir tveimur árum og segist hann bíða spenntur eftir að sjá hvort sömu niðurstöður komi út úr nýju til- raunareitunum. Verði það raunin sé komin fram mikilvæg vísbend- ing um að kenningar um að aukið hlutfall koltvísýrings í andráms- loftinu hafi jákvæð áhrif á vöxt trjáa séu rangar því jákvæðu áhrif- in vari aðeins í mjög skamman tíma. ______AÐSENPAR GREINAR__ Rang’ar fullyrðingar um íslenska torfæru LANDSSAMBAND ís- lenskra akstursfélaga, LIA, fær kveðju frá As- geiri Yngvarssyni, áhugamanni um tor- færu, í Morgunblaðinu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní sl. I grein sinni, sem hann nefnir A að eyðileggja íslenska tor- færu með reglugerðar- bulli?, setur Ásgeir fram margar ásakanir og fullyrðingar, sem óhjákvæmilegt er að leiðrétta, því að heldur fer hann frjálslega með, svó ekki sé sterk- ar að orði kveðið. Fyrst er rétt að gera grein fyrir LÍA. í því eru 22 aðildarfélög, flest klúbbar keppenda og áhugamanna um mótorsport, en einnig aðrir, þ.á m. Fornbflaklúbburinn, Bif- hjólasamtök lýðveldisins Sniglar og börgunarsveitir. Aðalfundur LIA, skipaður fulltráum aðildarfélaga, kýs stjórn og nefndir sambandsins. LIA er aðili að FIA, sem eru al- þjóðasamtök um akstursíþróttir og rétthafar heimsmeistara- og álfu- keppna. FIA gefa út leiðbeinandi reglur um framkvæmd akstursí- þrótta, þ.á m. öryggisreglur. Öll lönd sem stunda akstursíþróttir byggja á þessum sömu reglum. Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um akstursíþróttir á Islandi þar sem fram kemur að LIA er umsjónar- og ábyrgðaraðili allra slíkra keppna í landinu og er ekki veitt leyfi af hálfu lögreglu- stjóra til keppnishalds á vélknún- um ökutækjum nema LIA viður- kenni viðkomandi keppni. Þetta er gert til þess að tryggja að keppnir séu haldnar samkvæmt þeim regl- um sem lög setja og að hægt sé að ganga að einum ábyrgum aðila varðandi allt keppnishald. LÍA er á hinn bóginn ekki keppnishaldari einstakra keppna, um það sjá klúb- barnir, en LIA hefur eftirlit með að fyllsta öryggis sé gætt og farið eftir reglum. Asgeir segii': „Svo virðist sem starfsmenn LLA hafi eitthvað lítið fyrir stafni yfir veturinn því á hverju vori koma þeir með nýjar reglur sem stundum virðast samd- ar bara til að semja eitthvað.“ Hjá LIA eru ekld starfsmenn. Mest af starfsemi LLA er unnið í sjálfboða- starfi. Einungis hefur verið hægt að hafa starfsmann öðru hveiju við almenn skrifstofustörf. Það er rangt að starfsmaður/-menn LIA setji reglur, það gerir tækninefnd. Það er líka rangt að á hverju vori komi nýjar reglur, en stundum hafa verið gerðar breytingar á reglum. Svo var nú í vor, en einungis hvað varðar torfærukeppnir. Þrennt var fyrirferðarmest í breytingunum: Settur var samræmdur tími til við- gerða á milli brauta (meira um það síðai'), ákveðið var að allir keppend- ur keyri sömu brautir og loks var reglunum endurraðað, þannig að þær líta út eins og nýjar, en hefur aðeins verið skipað með rökréttum hætti í kafla. Að auki voru gerðar nokkrar minni háttar breytingar og lagfæi-ingar sem ekki breyta miklu íyrir keppendur. Vissulega hefði verið æsldlegt að þessar breytingar hefðu verið gefnar út fyrr, en því miður tókst það ekki, því að tíma til sjálfboðastarfs skorti hjá nefndar- mönnum. Ásgeir segir: „Reyni einhver að andmæla, þá á hann á hættu að vera vísað frá keppni." Þetta er rangt. Þvert á móti hafa menn andmæla- rétt. Hafi einhverjum einhvem tíma verið vísað frá keppni fyrir það eitt að andmæla hefði hann átt að skjóta máli sínu eftir atvikum til dóm- nefndai', áfiýjunai'dómstóls eða stjómar LÍA. Stjórn LÍA er ekki kunnugt um, að keppn- isstjóm í nokkurri grein akstursíþrótta hafi nokkm sinni vísað keppanda frá keppni á þessum forsendum, enda hefði slík ákvörð- un verið dæmd ómerk og viðkomandi keppn- isstjóm fengið ávítur fyrir. Hins vegar kann að vera að einhvem tíma hafi keppanda orðið svo heitt í hamsi að hann hafi ekki gætt velsæmis í gagnrýni sinni. I keppnisreglum em ákvæði um að sýni menn óíþróttamanns- lega hegðun sé það refsivert. En þai’ er um framkomu manna að ræða, ekki gagnrýni. Ásgeir segii' að ein sú „fáránleg- asta“ regla sem hann hafi nokkra sinni séð sé „... að ef eitthvað bilar þá hefur keppandi heilar 17 mínútur frá því að hann hefur lokið tilraun sinni til að lagfæra og koma sér til baka...“ og að þessi regla muni „... leiða til þess að úrslit ráðist af bilanatíðni en ekki hæfni ökumanna, sem er ekki sanngjamt... „ Þama er ein rangfærslan enn. Tímamæl- ingin á ekld að hefjast þegar kepp- andi hefur lokið tilraun sinni, heldur þegar hann er lagður af stað til við- gerðarsvæðis og næsti á eftir hon- um er tilbúinn í braut. Tilgangur reglunnar er að tryggja að allir keppendur sitji við sama borð hvað varðar viðgerðartíma. Áður gat til- viljun eða heppni/óheppni ráðið þvi hvort keppandi hafði 10 mínútur til viðgerða eða 60 mínútur. Þá lék bil- anatíðni stórt hlutverk með heppn- inni. Hitt er svo lfldegt, að hæfni ökumanna ráði nokkm um bilana- tíðni. 17 mínútur vom ákveðnar í upphafi vegna þess að miðað við 20 keppendur, þá er þetta u.þ.b. sá tími sem er til ráðstöfunar þangað til aft- ur kemur að keppanda í braut. En þetta var sett fram með því fororði, sem keppendum var öllum kunnugt um, að um tilraun væri að ræða og hefur sá tími verið enduskoðaður í báðum keppnum sumarsins. Að ósk keppenda var viðgerðartími 45 mín- útur á Akureyri (sem reyndist allt of langt) og 25 mínútur í Jósepsdalnum og reyndist nægur tími. Með þess- um tímamörkum er tryggt að jafn- ræði er með keppendum og að keppni gengur hraðar og ömggar fyrir sig. Fari keppandi fram yfir þessi tímamörk fær hann fyrst 10 mínútur til viðbótar með refsingu, en tapar síðan af næstu braut, eins og áður var. Ásgeir segir að enginn hafi verið ósáttur við viðgerðarhléin eins og þau voru í fýrra. Þetta er rangt. Menn vora veralega ósáttir við þær óljósu reglur sem vora um við- gerðartíma og hvemig hann skyldi mældur. Til era fleiri en eitt dæmi frá síðustu áram þar sem afar mis- jafnar skoðanir vora á dómum, hvort keppandi hefði farið yfir hin óljósu tímamörk eða ekki. I sumum tilvikum réðust úrslit keppni og jafnvel meistaratitill á slíkum vafa- atriðum. Ásgeir gagnrýnir bannsvæði og kærufrest og segir að það sé „... ekkert að kæra hvað varðar bílana því þeir eru skoðaðir fyrir keppni og ef þeir fá skoðun á öll ör- yggisatriði þá er ekkert uppá þá að klaga þannig að þessi regla er óþörf*. Þótt reglur um búnað bíl- anna séu frjálslegar era þar þó ákvæði sem fara þarf eftir, auk ör- yggisreglna. Það er ekki og á ekki að vera hlutverk LÍA eða keppnis- haldara að ákveða hvort keppend- ur hafi tilefni til að kæra eða ekki. Telji keppandi, að einhver keppi- nauta hans hafi náð árangri með rangindum, skal hann vitaskuld hafa rétt til að kæra og til þess hef- ur hann ákveðinn frest. Bannsvæði * Asgeir setur fram margar ásakanir og fullyrðingar sem óhjá- kvæmilegt er að leið- rétta, segir Þórhallur Jósepsson í fyrri grein sinni um íslenska torfæru. er trygging fyrir því, að ekki sé átt við bflana á meðan kærafrestur líð- ur. Bannsvæði á meðan keppni stendur er til þess að bæta fram- kvæmd keppninnar og til að jafn- ræði sé með keppendum. Ásgeir gefur í skyn að hlut- drægni dómara ráði einhverju um úrslit keppna og óskar eftir að dómarar í keppni verði einn frá hverjum landsfjórðungi. Þetta er varla eða alls ekki framkvæman- legt, en hitt er þó mikilvægara, að óhugsandi er að skipuleggja keppni í torfæra frekar en í öðram íþróttum á þeirri forsendu að dóm- uram sé ekki treystandi fyrir hlut- verki sínu. Dómarar eru valdir frá mismunandi klúbbum og meira áríðandi er að þeir séu vel inni í reglum og dæmi eftir þeim sam- kvæmt bestu samvisku. Það er öld- ungis óvíst að skipting eftir lands- hlutum breyti þar nokkra um. Ásgeir segir „... óviðunandi að keppendur í torfærakeppni greiði keppnisgjöld þar sem afkoma þess- ara keppna er mjög góð“. Allar akstursíþróttir hafa tekið upp skráningargjöld, sem stundum era endurgreidd að hluta, þegar kepp- endur mæta. Þetta er gert fyrst og fremst til að tryggja að keppendur sem hafa skráð sig mæti síðan í keppnina. Of oft kom fyrir að kepp- endur skráðu sig, en mættu síðan ekki á keppnisstað. LÍA hefur ekk- ert með þessi gjöld að gera, heldur era það keppnishaldarar sem leggja þau á. Þetta era óveralegar upphæðir í öllum greinum nema rallý, enda er ekki um aðgangseyri að ræða í rallýkeppnum til að fjár- magna keppnishaldið. I síðari grein verður svarað fleiri ásökunum Ásgeirs Yngvarssonar varðandi starfsemi LIA og gerð sjónvarpsefnis um íslenskar akst- ursíþróttir. Höfundur er stjórnarmaður í Lands- sambandi íslenskra akstursfélaga og situr í tækninefnd sambandsins. Viðskiptavinir athugið! Næsti vöruvagn verður til afgreiðslu 23. júlí. Síðasti móttökudagur pantana er 10. júlí. Sími 565 3900 Fax 565 2015 Þórhallur Jósepsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.