Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sólarferð og
heilsugæsla
„Það er hœgt að kæra sig ekki um sól-
arlandaferð, en það er ekki hægt að
kæra sig ekki um heilsugæslu. “
Spumingar um það
hvort ekki megi „bjóða
upp á valkosti" í heil-
brigðisþjónustu, líkt
og í annarri þjónustu,
vekja spurningar um það hvaða
gildi liggi umræddri þjónustu til
grundvallar. I Reykjavíkurbréfi
síðastliðinn sunnudag segir
Morgunblaðið meðal annars að
veita ætti fólki kost á að velja á
milli til dæmis þess hvort það
fer í sólarlandaferð eða leitar til
læknis á eigin kostnað.
Sólarlandaferðir og heilbrigð-
isþjónusta eiga það sameiginlegt
að vera gæði. Lífsgæði. En sól-
arlandaferðir
VIDHORF
Eftir Kristján
G. Arngríms-
son
og heilbrigðis-
þjónusta eru
ekki gæði af
sömu „tegund“,
ef svo má að
orði komast. Mismuninn má
leiða í ljós til dæmis með því að
benda á, að ef maður kærir sig
ekki um að fara í sólarlandaferð
þá bara fer maður ekki í sólar-
landaferð, en þótt maður kæri
sig ekki um að fara til læknis þá
verður maður samt að fara.
Morgunblaðið segir ennfrem-
ur að maður ætti að eiga þess
kost að tryggja sjálfan sig, rétt
eins og maður getur kaskó-
tryggt bílinn sinn. Þama virðist
röksemdafærslan rata út í sams-
konar ógöngur og nefndar eru
hér að ofan. Morgunblaðið virð-
ist gera ráð fyrir því að maður
sjálfur sé samskonar „hlutur" og
bíllinn manns, og maður geti í
raun ráðið því hvort maður
tryggir sjálfum sér heilbrigðis-
þjónustu eða ekki.
Munurinn á þessum tveim
tegundum gæða, sólarlandaferð-
um og heiisugæslu, er að heilsu-
gæsla hefur annað gildi en sólar-
landaferðir og bflar. Það er að
segja, heilbrigði er æðra sólar-
landaferðum og bílum (þótt allt
séu þetta gæði) og því er saman-
burður óraunhæfur. Þetta er
ekki spurning um skoðun og
hefur ekkert með pólitík að
gera. Óhætt er að fullyrða að
heilbrigði sé í sjálfu sér æðra og
mikilvægara en sólarlandaferðir.
Það sem hér að framan er nefnt,
um hvað mann kunni að langa í
og hvað ekki, er fyrst og fremst
einföld aðferð til þess að sýna
(„myndskreyta") það sem átt er
við.
Onnur leið til þess að ýta enn
frekari stoðum undir þá kenn-
ingu að heilbrigði sé æðri gæði
en sólarlandaferð (án tillits til
skoðana) er að benda á að heil-
brigði er forsenda sólarlanda-
ferðar, en sólarlandaferð er ekki
forsenda heilbrigðis. Það er að
segja, heilbrigði er djúpstæðari
gæði en sólarlandaferð. Allt ber
þetta að sama brunni, og leiðir í
ljós að samanburður á heilbrigði
og sólarlandaferðum felur í sér
hugtakarugling.
Að baki þeirri fullyrðingu að
heilbrigði og sólarlandaferðir
séu sambærileg gæði virðist
liggja það gildismat, að heil-
brigðisþjónusta sé markaðsvara,
rétt eins og sólarlandaferðir eru
markaðsvara. Og á markaði eru
allar vörur sambærilegar. En
það er bara ekki hægt að
þröngva heilbrigðisþjónustu í
sama mót og markaðsvörum,
fyrst og fremst vegna þess að
heilbrigði er, eins og nefnt er
hér að ofan, mikilvægara en
flest annað.
Ýmis rök hafa verið tínd til
gegn því viðhorfi að heilsugæsla
sé markaðsvara; að minnsta
kosti sé hún ekki „eins og hver
önnur“ markaðsvara. Um það
leyti sem Bill Clinton hóf for-
setaframboð sitt í Bandaríkjun-
um 1991 og var að velta því fyrir
sér hvaða stefnu hann ætti að
taka í heilbrigðismálum höfðu
sérfræðingar bæði demókrata
og repúblíkana í stefnumótun
komist að niðurstöðum sem voru
um margt samhljóma.
Frumforsenda allrar umræðu
um heilbrigðismál skyldi vera
sú, að mati þessara sérfræðinga,
að „markaður“ fyrir heilsugæslu
virki ekki með sama hætti og
markaður fyrir til dæmis
bfla - eða yfírleitt nokkuð annað.
I fyrsta lagi kemur ekki til
greina að sumir „neytendur“
hafi einfaldlega ekki efni á heil-
brigðisþjónustu, en ekkert mæl-
ir gegn því að einhverjir hafi
ekki efni á að fá sér bíl. Stjórn-
málamenn úr flestum, ef ekki
öllum, flokkum eru sammála um
að sem mestur jöfnuður skuli
ríkja meðal þegnanna er kemur
að nauðsynlegri heilsugæslu.
Það er ekki viðunandi að hinir
efnameiri geti keypt sig fram
fyrir þá efnaminni.
I öðru lagi má nefna, að þegar
kemur að heilsugæslu hafa „við-
skiptavinimir“, það er að segja
sjúklingamir, oft ekki tíma,
kannski ekki þekkingu, og jafn-
vel hreinlega ekki heilsu til að
„velja“ upp á eigin spítur. Þeir
þurfa yfirleitt - svo ekki sé
meira sagt - handleiðslu sér-
fræðinga. Auk þess er áhættan
við að velja „vitlaust" mun meiri
í heilbrigðisþjónustu en við kaup
á sólarlandaferð.
Það em læknar og hjúkranar-
fólk sem ráða mestu um og taka
oft ákvarðanir um hvaða „þjón-
ustu“ (meðhöndlun) „neytand-
inn“ (sjúklingurinn) skuli njóta.
En þegar maður kaupir sér sól-
arlandaferð er það ekki ferða-
skrifstofufólkið og flugmennim-
ir sem ákveða hvert maður skuli
fara. (Þótt líklega færi maður
lítið án þeirra aðstoðar.)
Við liggur, að ef sldlgreina
ætti heilbrigðisþjónustu á mark-
aðsforsendum væri nær að líta á
sjúklingana sem markaðsvöru
en sem neytendur, þar sem það
era jú þeir sem allt snýst um.
Þeir sem velja á þessum „mark-
aði“ væru þá í rauninni læknarn-
ir og hjúkranarfólkið. Og í
Bandaríkjunum era það einnig
sjúkratryggingafélögin sem
velja, og þau vilja síður tryggja
gamalt fólk og sjúklinga, því
þessir hópar era mun líklegri til
að kosta tryggingafélögin pen-
inga.
Það virðist því flest benda til
þess að veraleg hætta sé á, að
aukið valfrelsi í heilsugæslu geti
einungis orðið að veraleika ef
misrétti er einnig aukið.
AÐSENDAR GREINAR
Ríkisútvarpið í að-
draganda kosninga
SJÁLFSTÆÐISMENN og aðr-
ir sem ekki sættu sig við niðurstöð-
ur borgarstjómarkosninganna í
vor hafa haldið því fram að ríkis-
fjölmiðlarnir beri þar nokkra
ábyrgð. Eru þeir sakaðir um að
hafa lagst á sveif með
Reykjavíkurlistanum
og gefið hefur verið í
skyn að slíku verði
ekki unað. Enda við
menn að eiga sem hafa
örlög Ríkisútvarpsins í
hendi sér og hafa hing-
að til haft sína henti-
semi. En það er önnur
saga. Fullyrðingar um
hlutdrægni hafa lítið
verið rökstuddar en
útvarpsstjóri mætti
gagnrýninni með því
að fela Hagvangi að
gera úrtakskönnun
meðal almennings og
stjórnmálamanna á því
hvort fólk sé þeirrar
skoðunar að fréttastofur útvarps
og sjónvarps hafi verið áreiðanleg-
ar í fréttaflutningi sínum í aðdrag-
anda kosninganna. Slík könnun
kann að vera góð svo langt sem
hún nær. Niðurstöður hennar sýna
að fréttastofur Ríkisútvarpsins
njóta trausts umfram aðrar og 86
prósentum þeirra sem afstöðu tóku
í könnuninni finnst fréttaflutningur
þeirra af kosningamálum og kosn-
ingaundirbúningi sveitarstjórnar-
kosninganna í heild áreiðanlegur.
Það er þó engan lærdóm hægt að
draga af niðurstöðum könnunar-
innar, m.a. þar sem allan saman-
burð vantar við umfjöllun fyrri ára.
Sama má segja um talningu Fjöl-
miðlavaktarinnar - Miðlunar ehf.
sem tekið hefur saman yfirlit yfir
umfjöllun ljósvakamiðlanna um
borgarmálefni sem þó sýnir með
óyggjandi hætti að lítill munur er á
fjölda viðtala ríkisfjölmiðlanna við
borgarstjóraefni Reykjavíkurlist-
ans og D-listans. Síðustu þrjá mán-
uðina fyrir kosningar, tímabilið
mars-maí, var rætt 28 sinnum við
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og
27 sinnum við Árna Sigfússon í
fréttatímum hljóðvarps og sjón-
varps. Minni gat munurinn ekki
verið.
Fréttir í mars, aprfl, maí
Talning Miðlunar nær yfir níu
mánaða tímabil, frá 1. september
1997 til loka maí 1998. Þar era
skráð og flokkuð viðtöl og ummæli
borgarfulltrúa í ljósvakamiðlunum.
Það er ástæða til þess að vekja at-
hygli á niðurstöðunum þótt slá
verði vamagla við einfaldri taln-
ingu ekki síður en viðhorfskönnun.
í henni felst ekki mat á uppbygg-
ingu eða innihaldi umræðu, lengd
frétta, röðun í fréttatíma, o.s.frv.
Sömuleiðis eru ekki sérgreind við-
töl við borgarstjóra sem fram-
kvæmdastjóra sveitarfélagsins, en
það hggur í hlutarins eðli að oft
hljóta að vera til umfjöllunar mál-
efni sem hafa frétta- og upplýs-
ingagildi fyrir almenning en kalla
ekki á pólitískt andsvar minnihluta.
Lítum nánar á umfjöllun ríkis-
fjölmiðlanna síðustu þrjá mánuði
fyrir kosningar. í mars er ein frétt
í Sjónvarpinu um borgarmál og sjö
um kosningar og málefni R-lista og
D-lista. Sjónvarpið er með sjö við-
töl í mars við borgarfulltrúa og
frambjóðendur í Reykjavík, talar
fjórum sinnum við
borgarstjóra, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, tvisvar við
Árna Sigfússon og
einu sinni við Onnu
Geirsdóttur þegar hún
ákvað að skipa 9. sæti
Reykjavflcurlistans.
Um það er einnig rætt
við Ingibjörgu Sólránu
Gísladþttur. Viðtölin
við Árna og Ingi-
björgu Sólrúnu skipt-
ast þannig að talað er
við bæði um niðurstöð-
ur skoðanakönnunar 3.
mars og rætt við bæði
á kosningafundi með
stjórnmálafræðinem-
um 20. mars. Að auki er rætt við
borgarstjóra um kaupstefnu í
Færeyjum þar sem á þriðja tug ís-
lenskra fyrirtækja kynnti fram-
leiðslu sína. Borgarstjórinn í
Fullyrðingar sjálfstæð-
ismanna um dekur við
Reykj avíkurlistann
eiga ekki við rök að
styðjast, að mati Krist-
ínar A. Arnadóttur,
sem rekur hér umfjöll-
un ríkisfjölmiðlanna
fyrir síðustu borgar-
stj órnarkosningar.
Reykjavík opnaði þá sýningu.
Þennan mánuð vora borgarmálefn-
in tilefni fimmtán frétta hjá Frétta-
stofu útvarps. Sjö þeirra era um
málefni Reykjavíkurborgar og átta
era um málefni framboðanna
tveggja. Fimm sinnum var talað
við Ingibjörgu Sólránu Gísladóttur
í fréttum hljóðvarps og einu sinni
við Árna Sigfússon. Þau fjögur við-
töl sem á milli ber eiga sér stað 11.
mars þegar gengið var frá skipan
Önnu Geirsdóttur í níunda sæti
Reykjavíkurlistans, 25. mars og 31.
mars um hálendisframvarp félags-
málaráðherra og 23. mars um
leiguíbúðir Reykjavíkurborgar.
I aprfl era átján fréttir hjá
Fréttastofu útvarps, átta um al-
menn borgarmál og tíu um R-lista
og D-lista. Fréttastofa útvarpsins
talaði sex sinnum við Árna Sigfús-
son og fimm sinnum við Ingibjörgu
Sólránu Gísladóttur. Fréttir sjón-
varpsins era alls þrettán, þar af
þrjár um almenn borgarmál.
Fréttastofa sjónvarps tekur á
þessum tíma þrisvar viðtal við
Árna og fimm sinnum við Ingi-
björgu Sólránu. Viðtölin lúta að
stefnumálum beggja listanna,
fylgiskönnunum, launamisrétti,
skólamálum og tillögu borgarstjóra
að heimila almenna atkvæða-
greiðslu meðal borgarbúa í tiltekn-
um málum. Þau tvö viðtöl við borg-
arstjóra þar sem ekki er jafnframt
talað við oddvita D-lista era um
samvinnu sjúkrahúsanna í Reykja-
vík og um stefnukynningu Reykja-
víkurlistans, en sambærileg um-
fjöllun var á öðram tíma um
stefnumál D-lista.
í maí er talan hnífjöfn. Ná-
kvæmlega jafnoft er talað við borg-
arstjóraefni beggja lista í frétta-
tímum Ríkisútvarpsins. Á vegum
Fréttastofu útvarps fimm sinnum
og í fréttatímum sjónvarpsins sjö
sinnum. Þess ber að geta að í frétt-
um hljóðvarps er oftar talað við
aðra frambjóðendur R-lista en D-
lista eða alls sex sinnum. Þau viðtöl
snúast um gagnrýni á R-listann.
Standa verður faglega að verki
Hér er aðeins litið til umfjöllun-
ar fréttastofa Ríkisútvarpsins
vegna fullyrðinga sjálfstæðis-
manna um dekur við Reykjavíkur-
listann. Aðrir fjölmiðlar era þó
fyllilega þess virði að vera skoðaðir
með tilliti til framgöngu sinnar fyr-
ir kosningar. Morgunblaðið er þar
kapítuli út af fyrir sig, blaðið sem
kinnroðalaust kallar sig blað allra
landsmanna og sá ekki ástæðu til
sérstakra frétta um sigur Reykja-
víkurlistans í höfuðborginni 1998,
en sló sigri sjálfstæðismanna 1990
upp í fímmdálki á forsíðu blaðsins!
Það er að vísu augljóst að undir-
rót óánægjunnar hjá mörgum ligg-
ur í því að sjálfstæðismönnum
fannst ekki nóg fjallað um mál ein-
stakra frambjóðenda Reykjavíkur-
listans. Af því að það töldu þeir
henta sínum hagsmunum. Hún
snýst um það að ekki tókst að etja
fréttastofum ríkisfjölmiðlanna á
foraðið með sama hætti og ýmsum
öðram fjölmiðlum.
Það ætti að vera Ríkisútvarpinu
kappsmál að hreinsa sig af þeim
áburði að hafa gert einu framboði
óeðlilega hátt undir höfði í fréttum
sínum fyrir kosningarnar í vor.
Þau rök að einstakir starfsmenn
séu venslaðir tilteknum starfs-
mönnum Reykjavíkur era auðvitað
langsóttari en svo að svöram taki.
Með sömu rökum, en þó ekki jafn-
langsóttum, ætti útvarpsstjóri,
fyrrverandi borgarstjóri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík, að lýsa
vanhæfi sínu til þess að gerast úr-
skurðaraðili í pólitískum málum
sem Sjálfstæðisflokkurinn setur á
dagskrá. Þar ætti að fara að vilja
meirihluta Útvarpsráðs sem sam-
þykkti tillögu um að ávirðingar í
garð fréttastofa Ríkisútvarpsins
yrðu kannaðar með þeim hætti að
borin yrðu saman vinnubrögð
fréttastofanna nú og í tvennum síð-
ustu borgarstjórnarkosningum
með tilliti til aðkomu frambjóðenda
í fréttatímum og fréttatengdum
þáttum. Þessa umræðu þarf að
nálgast með hlutlægum hætti. Allt
annað er hættulegt hugmyndum
um frelsi og sjálfstæði fjölmiðla.
Höfundur er nðstoðnrkona borgnr-
sljóra.
Kristín A.
Ámadóttir
WjSðj má . Hí/í&tStf & wí BHr ■ Borð- dúkar
Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270.