Morgunblaðið - 04.07.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 37,*-'
.1
I
■1
i
1
I
I
i
J
:
I
4
•1
I
I
I
4
I
I
i
Það hlýtur að vanta margar sell-
ur í kollinn á þeim manni sem skrif-
ar svona.
I þeim hópi, sem Jakob F. Ás-
geirsson á við, voru okkar helstu
rithöfundar og skáld sem sannar-
lega renndu styrkum stoðum undir
íslenskt samfélag og menningu með
glæsileik og náðu langt út fyrir
landsteinana. I þessum hópi voru og
verkalýðsleiðtogar sem beittu sér
fyrir ýmsum umbótum á samfélagi
okkar og við viljum út af lífinu halda
í. I þessum hópi voru líka mennta-
menn og vinnuseljendur sem vildu
mannvænleg lífskjör sér og sínum
til handa, m.a. til að geta menntað
börn sín og menn eins og Jakob F.
njóta góðs af í dag.
Ég viðurkenni fúslega að það fer
hver að verða síðastur að ná til
þessara manna. Langflestir eru
horfnir til feðra sinna, aðrir eru ým-
ist alveg á grafarbakkanum eða
gengnir af trúnni og telja sig hafa
verið blekkta. Og svo bætist það við
að gamlir, áhrifamiklir baráttu-
menn gegn kommúnismanum, og
það menn sem voru í fremstu víg-
línu, neita að berjast við vindmyllur.
Og það ætti Jakob F. Ásgeirsson
einnig að gera þótt hann leiki Don
Quijote snilldarvel.
Höfundur er áhugamaður um sagu-
fræði og á heima í Breiðholti.
umferð gangandi fólks virkar heft-
andi á þá sem hafa illt í hyggju.
Listimar verða eitthvað um-
komulausar. Það er kannski hægt
að sjá og heyra fullt af góðum hlut-
um, en þetta eru mikið einangraðir
staðir hér og þar og oft verið að
flytja þá til, þannig að það verður
kannski að aka langa leið til að
njóta einhvers listviðburðar, en svo
er ekkert annað í kring, bara að aka
aftur heim eða til einhvers annars
staðar. Ástandið gerir það að verk-
um að fólk hittist ekki mikið eða
reglulega nema það sé beinlínis að
vinna saman, það skapast engir
pottar þar sem hugmyndir geijast
og komast á kreik, íbúamir of ein-
angraðir í sínum hverfum. Það sem
hefur hjálpað hér í Reykjavík, þrátt
fyrir takmörk okkar og kannski
vegna smæðar, er nálægð fólks sem
hefur skapað góðar aðstæður fyrir
umræður innan og milli hópanna.
Þéttir hópar og allnokkur blöndun
þeirra hefur skapað alllíflegt um-
hverfi og gerjun á þessu litla landi,
en það er ekki erfitt að ímynda sér
menningarlegan doða ef aðstæður
þróast í ákveðna átt.
Auðvitað verða borgaramir að
ákveða hvernig þróunin verður. Það
er alveg sama hvað stjórnvöld gera
ef raunverulegur vilji borgaranna
fylgir ekki, en ef þróunin gengur of
langt gæti tekið langan tíma að
snúa henni við.
Þróun menningarkjarna tekur
langan tíma. Það er ekki hægt að
búa þá til á einhverju teikniborði,
og þegar þenslan er svona hröð er
enginn kominn til með að segja að
nýju miðbæirnir eða verslunar-
kjamarnir haldi stöðu sinni lengi,
alltaf þarf fleiri bílastæði og betri
aðkomu. Það tekur engann endi.
Það væri sjálfsagt í lagi að hafa
fleiri en einn kjarna eða miðbæ ef
víst væri að þeir héldust á sínum
stað, en það er mjög óvíst, svo vægt
sé til orða tekið. Með aukinni sam-
keppni gæti farið að halla á einn
kjamann og þegar fer að halla und-
an fæti, verslunarmiðstöðvar að sjú-
skast, getur verið erfitt að ná aftur
upp stemmningu. Fólk sem hafði
vinnu í hverfinu sínu þarf þvf
skyndilega að leggja á sig langferð
til að komast í vinnuna í hinum enda
borgarsvæðisins. Þegar kreppa
kemur eða samdráttur í þjóðfélag-
inu geta svo heilu svæðin drabbast
niður.
Ef hér á landi væm fleiri en ein
borg væri málið kannski einfaldara.
Þá gætu borgimar þróast á mis-
munandi vegu eftir óskum íbúanna
og mismunandi lífsstíl. En við eig-
um bara eina borg og við verðum að
fara að ákveða okkur hvemig við
viljum hafa hana í framtíðinni.
Höfundur er myndlistarmaður.
Staðardagskrá 21 - Mikilvægt
verkefni nýrra sveitarstjórna
ÞESSA dagana era
nýkjömar sveitar-
stjómir um allt land að
ýta úr vör, kynna sér
mál og marka stefnu,
m.a. í umhverfismál-
um. Á síðustu árum
hefur vægi umhverfis-
mála farið hraðvaxandi
jafnt innanlands sem
utan, eins og marka má
af almennri umræðu.
Umhverfismál eru
hápólitísk mál sem
varða alla. Er þá sama
hvort horft er á málin á
heimsvísu eða skoðuð
heima fyrir í einstök-
um sveitarfélögum,
enginn er undanskilinn, allir þurfa
að marka sér stefnu og taka af-
stöðu til umgengni við náttúruna,
landnýtingar eða vemdunar.
Ef hægt er að tala um „umhverf-
isvitund“, virðist sem sveitarfélög
séu almennt komin skrefi lengra en
ríkisvaldið, en að almenningur sé
jafnvel kominn skrefi lengra en
sveitarstjómimar, í það minnsta í
einstökum málaflokkum. Sem
dæmi um þetta má nefna tilraun
sem gerð var með flokkun og jarð-
gerð lífræns úrgangs frá 100 heim;
ilum í Hafnarfírði, 1994-1995. í
skoðanakönnun sem gerð var í lok
tilraunarinnar, sögðust 99% þátt-
takenda geta hugsað sér þetta fyr-
irkomulag til frambúðar og 1%
sagði „alveg eins“. (Heimild:
„Lífrænn úrgangur: Vannýtt auð-
lind sveitarfélaga"; Bjöm Guð-
brandur Jónsson, Sveitarstjómar-
mál 1. tbl. 1996). Þrátt fyrir þessi
skýru skilaboð um áhuga fólks, eru
nú, þremur árum síðar, aðeins örfá
sveitarfélög farin að huga að al-
mennri jarðgerð á lífrænum úr-
gangi.
Það sem gæti orðið fyrirferðar-
mest í umræðunni um umhverfis-
mál á komandi kjörtímabili, er
svokölluð „Staðardagskrá 21“.
Þetta er þýðing á
hugtakinu Local
Agenda 21 og á rót
sína að rekja til sam-
þykktar umhverfís-
ráðstefnunnar í Rio
De Janeiro árið 1992.
Segja má að þá hafi
þjóðir heims horfst í
augu við að mannkyn
gæti ekki leyft sér
óbreytta umgengni
um auðlindir jarðar.
Sameiginleg niður-
staða ráðstefnunnar
var sú, að leiðin til
baka fælist í svokall-
aðri sjálfbærri þróun
og var samþykkt
áætlun þar að lútandi, Agenda 21,
eða Dagskrá 21. Local Agenda,
eða Staðardagskrá er sá hluti Dag-
skrár 21, sem snýr beint að sveit-
arfélögum.
Hugtakið sjálfbær þróun er nýtt
og felur í sér framtíðarsýn sem í
stuttu máli snýst um að skapa sam-
félag þar sem ekki er gengið á höf-
uðstól náttúrunnar, þ.e. að við sem
nú lifum, uppfýllum okkar þarfir
án þess að skerða lífsmöguieika
komandi kynslóða.
Grunnhugmyndin að Staðardag-
skrá 21 felur í sér breytta for-
gangsröð, ekki aðeins í umhverfis-
málum heldur fyrir alla aðra þætti
samfélagsins. í stað þess að láta
efnahagslega hagsmuni ráða
mestu, fá nú umhverfið og félags-
legir hagsmunir jafnt vægi. Það
þarf að vera tryggt að við allar
stærri ákvarðanir í sveitarfélaginu
sé horft tii þessara þátta ekkert
síður en peningalegra sjónarmiða.
Staðardagskrá byggir á framtíð-
arsýn hvers sveitarfélags um sjálf-
bæra þróun. Það felur í sér kröfu
um langtímasjónarmið. Aðeins með
því að horfa lengra en til eins kjör-
tímabils í senn, er hægt að taka
mið af þörfum komandi kynslóða.
Lögð er áhersla á að þeir sem
koma að gerð Staðardagskrár
tengist sem flestum „sviðum“ sam-
félagsins, s.s. menntun, heilsa,
börn og unglingar, öryggismál,
fjölskyldulíf, konur og sérhópar.
Til að ná árangri í svo almennri
þátttöku þarf að taka upp ný og
breytt vinnubrögð og í einhverjum
tilfellum geta sveitarstjómir þurft
að slaka á valdataumunum. Til
Ef hægt er að tala um
„umhverfisvitund“, seg-
ir Sigurborg Kr. Hann-
esdóttir, virðist sem
sveitarfélög séu al-
mennt komin skrefi
lengra en ríkisvaldið.
lengri tíma skilar það sér margfalt
til baka í aukinni samstöðu og al-
mennari ánægju meðal íbúanna,
svo vitnað sé í Chris Zydeveld sem
hefur leitt vinnu hoUenskra sveit-
arfélaga við gerð Staðardagskrár.
Staðardagskrá tekur til málefna
sem ganga þvert á samfélagið og
fjallar því um lífsskilyrði og lífs-
gæði íbúanna í víðustu merldngu.
Sem dæmi má nefna, náttúrulegt
umhverfi, vatn, sorp og mengun,
landnýtingu og skipulag, húsnæðis-
mál, skattlagningu, samgöngur og
félagslegan stuðning.
Flest sveitarfélög á íslandi í dag
eru að kljást við sömu vandamálin
og víða er reynt að bæta úr með
átaksverkefnum hér og þar. Átak
til að hreinsa bæinn, átak í vímu-
vörnum, átak til heilsueflingar og
þannig mætti lengi telja. Þó oft ná-
ist ágætur árangur, vill stundum
vanta yfirsýn og samræmingu í
slíkum málum og ýmsum öðram.
Gerð Staðardagskrár er leið til að
tengja allt þetta saman og byggja á
framtíðarsýn um betra samfélag
þar sem ríkir virðing fyrir um-
hverfinu og manneskjunum.
Vera má að þetta hljómi eins og
ein allsherjar töfralausn, en svo er
auðvitað ekki. En svo mikið er víst
að sveitarfélög standa frammi fyrir
brýnni þörf fyrir breytt vinnu-
brögð. Jafnvel í smáum sveitarfé-
lögum er stór hluti íbúanna óvirkir
þátttakendur og það ríkir lítil vit-
und um sameiginleg markmið eða
framtíðarsýn. Fáir einstaklingar
bera uppi hitann og þungann af
stjómun sveitarfélagsins og minni
sveitarfélögin ná ekki að nýta sér
kosti smæðarinnar, þ.e. almennari
þátttöku og nálægð. Fyrir vikið
verður enn fysilegra að komast í
meira þéttbýli.
Sveitarfélag sem hyggst hefja
gerð Staðardagskrár, getur nýtt
sér reynslu þeirra þúsunda sveitar-
félaga annars staðar í heiminum
sem eru komin vel á veg og nýtt sér
handbækur og leiðbeiningar sem
auðvelt er að nálgast. Það eru líka
gleðitíðindi fyrir íslensk sveitarfé-
lög að nú stendur yfir undirbúning-,r^
ur að verkefni umhverfisráðuneytis
og Sambands sveitarfélaga um um-
hverfisáætlanir sveitarfélaga. Þau
sveitarfélög sem taka þátt í því
munu geta nýtt sér það sem fyrstu
skrefin að gerð Staðardagskrár.
Ég vil að lokum hvetja nýjar
sveitarstjómir um allt land, til þess
að setja gerð Staðardagskrár 21 á
stefnuskrá sína. Ekki vegna þess
að það sé skipun að ofan og jafnvel
ekki heldur vegna þess að ísland
er komið talsvert langt á eftir öðr- ■*
um löndum í þessum efhum, heldur
fyrst og fremst vegna þess að vel
heppnuð áætlun sveitarfélags um
sjálfbæra þróun getur orðið grann-
ur að betra samfélagi sem hlúir
bæði að umhverfinu og íbúum sín-
um og býður þeim betri möguleika
til lífsfyllingar í víðasta skilningi.
Höfundur er verkefnisstjóri um-
hverfisverkefnis Egilsstaðabæjar.
Sigurborg Kr.
Hannesdóttir
Seljum ríkisbankana
TOLUVERT hefur
verið rætt um ríkis-
bankana að undan-
förnu og hafa málefni
Landsbankans að
nokkra verið í brennid-
epli. Lítið hefur hins
vegar farið fyrir alvar-
legri umræðu um skip-
an og framtíð banka-
mála hér á landi þótt
fjaðrafokið nú í vor
hafi af ýmsum sökum
verið til þess fallið að
vekja hana upp. Slík
umræða er mjög knýj-
andi enda er traust
stjómun bankanna
snar þáttur hvers
blómlegs hagkerfis. Heimdallur,
félag ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, skoraði á dögunum á
ríkisstjóm íslands að hefja þegar
að undirbúa sölu á Landsbankan-
um og Búnaðarbankanum. Sala á
hlutum ríkisins í umræddum fyrir-
tækjum yrði mikið heillaspor og að
mati undirritaðs er brýnt að í hana
sé ráðist hið fyrsta.
Að fara með annarra fé
Það er gömul saga og ný að
menn hafa tilhneigingu til að fara
betur með eigið fé en annarra. Að
öllu jöfnu starfa einkafyrirtæki því
undir meira og skilvirkara aðhaldi
og eftirliti en ríkisfyrirtæki. Eig-
endur einkafyrirtækja bera beina
ábyrgð á þeim - þeir hagnast ef
fyrirtækinu gengur vel en tapa fé
að öðram kosti. Fyrir hendi er
beint samband milli
ákvörðunar og kostn-
aðar af henni en þetta
samband er með öðr-
um hætti þegar ríkis-
fyrirtæki era annars
vegar. Þannig hafa
stjórnendur ríkisfyrir-
tækja aldrei sömu
hvatninguna til að
reka fyrirtæki sín með
arði. Og ekki nóg með
það, stjómendur ríkis-
fyrirtækja búa iðulega
við aðstæður sem
krefjast þess beint eða
óbeint að þeir reki fyr-
irtæki sín með óarð-
bæram hætti. Æðsta
stjóm slíkra fyrirtækja sam-
anstendur yfirleitt af pólitískt skip-
uðum einstaklingum, svo sem
raunin er um ríkisbankana. Póli-
tísk hagsmunagæsla verður því oft
ráðandi í rekstri ríkisfyrirtækj-
anna en brýnum viðskiptahags-
munum er bylt fyrir borð. Hér er
iðulega ekki við þá að sakast sem
stjórna hverju sinni, heldur er það
kerfið sem þeir búa við sem leiðir
fyrr eða síðar til þess að ríkisfyrir-
tækin fara út af sporinu. Með því
að færa eignarhald ríkisbankanna
til einstaklinga væri því tryggð
mun skilvirkari stjómun þeirra.
Engum blöðum er um það að fletta
að þeir sem ættu hlut í bönkunum
myndu refsa þeim sem færa illa
með fé bankans og stjómendumir
þyrftu aukinheldur ekki lengur að
taka tillit til annarlegra pólitískra
sjónarmiða. Breytingin myndi
stuðla að hagkvæmari rekstri,
betri þjónustu og koma í veg fyrir
sóun.
Viðbrögð við þenslu
Undanfarið hefur mikil velmeg-
un verið hér á landi, mikill hag-
vöxtur og kaupmáttaraukning. Og
ekkert bendir til þess að mál kunni
að þróast á annan veg á næstunni.
Sala ríkisbankanna
myHdi lækka erlendar
skuldir, segir Ingvi
Hrafn Oskarsson, bæta
------------—7------------
lánskjör Islendinga
erlendis og styrkja
hagkerfí landsins.
Margir hafa orðið til þess að vara
við því að þensla kunni að verða í
hagkerfmu af þessum völdum.
Ýmsir hafa jafnvel gengið svo langt
að fullyrða að nauðsynlegt væri að
hækka skatta eða leggja á nýja til
þess að spoma við þenslunni. Sjálf-
sagt er rétt að vera á varðbergi
vegna hættu á þenslu en skatta-
hækkanir era fráleit viðbrögð. Al-
menningur og fyrirtæki á Islandi
era nú þegar skattpínd og ekki á
þau ósköp bætandi, en eins og
stendur fer hátt í helmingur vergr-
ar landsframleiðslu beint í ríkis-
Ingvi Hrafn
Óskarsson
kassann. Sala ríkisbankanna myndi
slá-á hugsanleg þensluáhrif og er
ólíkt skattahækkunum skynsamleg
aðgerð þegar til framtíðar er litið.
Er ástæða til að bíða?
Sala ríkisbankana er brýn af
mörgum ástæðum. Þegar hefur
verið bent á að salan muni stuðla
að hagkvæmari rekstri bankanna
og hamla gegn hugsanlegum
þensluáhrifum. Tekjumar af söl-
unni ætti að nota til þess að greiða
niður erlendar skuldir en alls ekki
til að auka ríkisútgjöld. Á það hef-
ur verið bent, m.a. af þeim sem
meta lánshæfi Islands, að miklar
erlendar skuldir eru helsti veikleiki
á hagkerfinu okkar. Sala ríkis-
bankanna myndi því lækka erlend-
ar skuldir, bæta lánskjör íslend-
inga erlendis, styrkja hagkerfl**
landsins og búa í haginn fyrir kom-
andi kynslóðir. Er ástæða til að
bíða öllu lengur?
Höfundur er hsískólnnemi.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Hoykjavík, sími 551 4050
*
X