Morgunblaðið - 04.07.1998, Page 45

Morgunblaðið - 04.07.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 45 ; Islendingafé- lag stofnað í Iowa-fylki í Bandaríkj- i unum I STOFNAÐ hefur verið félag ís- ( lendinga í Iowa-fylki í Bandaríkjun- um. Tilgangur og markmið féiags- ins er að efk samkennd og félags- anda meðal íslendinga í Iowa, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Aðsetur félagsins er í Iowa City sem er um 70 þúsund manna há- skólabær. í Iowa City og nágrenni búa nú um 50 íslendingar í um tólf fjölskyldum. Flestir tengjast háskólanum Uni- ( versity of Iowa sem er um 27 þús- ( und nemenda háskóli, stofnaður 1846. Hann fagnaði því 150 ára af- mæli sínu 1996 eins og lowa-fylki sjálft. í Iowa City er eitt stærsta háskólasjúki-ahús í öllum Banda- ríkjunum. Par eru nú 10 læknar í framhaldsnámi. Netfang félagsins er: sig- sigDuIowa.campus.mci.net. Vinningshafí spurningaleiks Bændaskólans á Hvanneyri MJÖG vinsælt er hjá skólum að fara í vorferðir á bóndabýli til að kynnast búfénu og lífinu í sveitinni. Nú í vor eins og svo oft áður komu nokkrar skólahóp- ar að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar fengu krakkamir að skoða kýrnar í fjósinu, nýfæddu lömbin í fjárhúsinu og Ullarselið, þar sem þeim var ( sýnt hvernig unnið er og valið úr ullinni. Mesta kátínu vakti þó bú- ' vélasafnið þar sem krakkarnir | fengu að stíga upp í gamlar búvélar og fræðast um notkun ýmissa gam- alla verkfæra. í lok heimsóknarinnar fengu allir fræðsluhefti um Hvanneyrarstað og spumingar um það sem þeir höfðu fræðst um í heimsókninni. Margir sendu svör og var eitt þeirra dregið úr þeim réttu. Sú heppna varð Sól- t rún Sandra Guðmunsdóttir sem kom að Hvanneyri með Hóla- > brekkuskóla í Reykjavík. Hún fékk ( í vinning gistingu fyrir fjóra að sumarhótelinu á Hvanneyri. Starfs- lið Bændaskólans óskar henni til hamingju með vinninginn og þakkar öðram vel fyrir komuna. Farin ; til Parísar ( Á HVERJU ári stendur Alliance Frangaise í París fyrir Evrópski-i frönskukeppni. Styrktaraðili keppn- innar er stórfyrirtækið Orangina. Nú í ár tóku 40 lönd þátt í keppn- inni með yfir 10.000 þátttakendum. Þeir sem taka þátt eru mennta- skólanemendur. Keppnin fór fram hjá Alliance t Frangaise í Reykjavík í samvinnu við Félag frönskukennara á íslandi. ' Eins og í fyrra gátu nemendur utan { af landi tekið þátt í sínum skólum en í ár var tækifærið ekki gripið. Tóku 10 nemendur þátt í keppninni; einn frá Fjölbrautaskólanum v/Ár- múla, einn frá Kvennaskólanum í Reykjavík, þrír frá Verzlunarskóla Islands og fimm frá MR. Menningarfulltrúi Franska sendi- ráðsins, Victor Cherner, og fram- i kvæmdastjóri Alliance Frangaise, ' Colette Fayard, völdu þrjár bestu $ ritgerðirnar og sendu þær til ( Frakklands. Voru þetta ritgerðir Hrefnu Sigurjónsdóttur frá MR, Sólrún Sandra FRÉTTIR ; 'y . JT ö rv.; • . Morgunblaðið/Einar Gunnarsson SVEINN Runólfsson, Hulda Valtýsdóttir og Guðmundur Bjarnason við skógræktarstörf. Gróðursett í Vinaskógi VINASKÓGUR í Þingvallasveit er eitt af 100 skógræktarsvæð- um, sem skógrækt hófst á með Landgræðluskógaátakinu árið 1990. Landgræðsluskógar eru samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags fslands og landbúnaðarráðuneytis. Laugardaginn 27. júní sl. komu saman í Vinaskógi um 40 félagar úr nálægum skógrækt- arfélögum og gróðursettu í sjáifboðaliðastarfi um 800 birki- tré. Með í hópnum voru Guð- mundur Bjarnason landbúnað- arráðherra, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg- ræktarfélags íslands, og gróð- ursettu þau tré á sérvalinn stað til staðfestu hinu góða sam- starfi sem verið hefur um fram- kvæmd Landgræðsluskógaverk- efnisins. Alls hafa verið gróðursettar um 9,5 milljónir plantna á veg- um Landgræðsluskóga víðsveg- ar um íslands. Nýtt kaffíhús í Mosfellsbæ NÝTT kaffihús hefur verið opnað í Mosfellsbæ, Þverholti 2, Kjarnan- um, og ber nafnið I túninu heima. Það er titill á einum hluta ævi- sögu Nóbelsskáldsins heitins enda í hans heimabæ. Eins eru eigendur þaðan en þeir era Gunnar S. Ás- geirsson og Dagný B. Davíðsdóttir. Kaffihúsið verður opnað kl. 7.30 virka daga en kl. 9 um helgar og því verður lokað kl. 21 alla daga. í boði eru m.a. súpur, salöt, rún- stykki, smurt brauð, tertur, kaffi/te, heitt kakó o.m.fl. --------------- Sýning framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningu Ólafar Sigríðar Da- víðsdóttur og Páls Heimis Pálsson- ar í Galleríi Horninu til sunnudags- ins 12. júlí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-23.30, sérinngangur þó aðeins kl. 14-18. LEIÐRÉTT Rangt ártal RANGT ártal var í frétt á bls. 20 í blaðinu sl. fimmtudag, um vígslu Blöndalsbúðar. Guttormur Pálsson keypti land fyrir Skógræktarfélagið árið 1944 en ekki 1994 eins og mis- ritaðist. Bæjarstjórn mót- mælir nafnbreytingu á Keflavíkurflugvelli A FUNDI bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar 23. júní sl. var eftirfar- andi bókað: „TÖLUVERÐAR breytingar hafa átt sér stað á undanfórnum misser- um í tengslum við farþegaflug á Keflavíkurflugvelli. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi verslunar á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og þjónusta við flugvélar að nokkru leyti orðin frjáls. Markaðs- ráð Keflavíkurflugvallar hefur nú skilað skýrslu sem inniheldur stefnumótun til framtíðar. Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar lýsir ánægju sinni með margar þær hugmyndir sem fram koma í skýrslunni og miða að því að auk starfsemi á flugvellinum. Bæjarstjómin getur þó engan veginn sætt sig við þá tillögu sem fram kemur í niðurstöðum Mark- aðsráðsins að breyta þurfi nafni flugvallarins í Reykjavík-Keflavík Airport, þessari tillögu mótmælir bæjarstjóm Reykjanesbæjar harðlega. Einnig vilja bæjaryfir- völd lýsa undrun sinni á að enginn Suðurnesjamaður hafi setið í Markaðsráðinu þar sem flugvöllur- inn er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður á Suðurnesjum og brýnt að sjónarmið heimamanna komi fram í stefnumótum til fram- tíðar. Kjartan Már Kjartansson, Þor- steinn Erlingsson, Böðvar Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Björk Guðjóns- dóttir, Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal, Ellert Eiríksson, Steinþór Jónsson, Sveindís Valdimarsdóttir, Guðbjörg Glóð Logadóttir. Morgunblaðið/Golli ÞAU áttu bestu ritgerðirnar í Evrópsku frönskukeppninni. Elísabet Önnu Vignh' frá Verzló og Agnars Bjarnasonar frá MR. Dóm- nefnd í París valdi síðan bestu rit- gerðirnar frá hverju landi fyrir sig. Frá Islandi var það Agnar Bjarna- son sem bar sigur úr býtum. Hann er 20 ára gamall og er nemandi Héðins Jónssonar. Sigui-vegari hvers lands fær í verðlaun 10 daga dvöl í París í júlí og er íslenski keppandinn þegar farinn. Þar munu allir sigurvegar- ar hittast og skemmta sér saman. Allir þátttakendur munu fá bóka- gjöf frá Alliance Frangaise í Reykjavík. KONUR úr Lionsklúbbnum Eir afhenda Lísu Wium fyrir hönd Vímulausr- ar æsku ávísunina. Talið frá vinstri: Freygerður Pálmadóttir, Lísa Wium, Camilla Th. Hallgrímsson, Eyrún Kjartansdóttir og Gumiur Axelsdóttir. Styrkja forvarnir gegn fíkniefnum LIONSKLÚBBURINN Eir hefur á hverju ári styrkt baráttu gegn eitm-- lyfjum með ýmsum hætti svo sem forvarnir gegn vímuefnum. Kennsluverkefni Lions Quest sem notað er í grunnskólum og heith' á ís- lensku „Að ná tölum á tilveranni" er hið besta sem völ er á til að kenna ungu fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir og segja nei takk við hin- um ýmsu freistingum og vímuefnum. Samtökin Vímulaus æska hafa staðið dyggilega á bak við þetta kennslu- verkefni og unnið forvarna- og leið- beinendastarf gegn eiturlyfjum. Stjórn Lionsklúbbsins Eir ákvað að styrkja Lions Quest námsefnið um 100.000 kr. og leiðbeinendastarf Vímulausrar æsku um aðrar 100.000 kr. Til sölu blár Renault Clio RN árg. 93, ekinn aðeins 21.000 km, vel með farinn bíll, sami eigandi frá upphafi. Vetrardekk fylgja. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 562 4482.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.