Morgunblaðið - 04.07.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998 47
I DAG
Federico Garcia Lorca
- minningarorð
Frá Tryggva V. Líndal:
EFTIR að hafa lesið rainningargrein
Einars Braga rithöfundar um mynd-
listarmanninn og íslandsvininn Diet-
er Roth þykir mér sem einnig megi
minnast annars listamanns og Is-
iandsvinar með minningargreinar-
I formerkjum, þótt sá hafí verið öllu
fjarlægari í tíma og rámi; nefnilega
spænska skáldsins Federico García
Lorca, sem á hundrað ára fæðing-
arafmæli um þetta leyti.
Telja má Lorca til íslandsvina,
eftir að fjölmargir íslendingar hafa
látið sig ævi hans og örlög slíku
skipta að þeir hafa fundið sig knúna
| til að þýða einhver af Ijóðum hans
eða leikritum, eða þá að skrifa um
I lífshlaup hans. Má þar (auk undirrit-
I aðs) nefna rithöfundana Einar
Braga, Hannes Sigfússon, Geir
Kristjánsson, Kristján Árnason,
Helga Hálfdanarson, Baldur
Óskarsson, Guðberg Bergsspn, Por-
geir Þorgeirsson, Magnús Ásgeirs-
son, Karl Guðmundsson, Berglindi
Gunnarsdóttur, Jóhann Hjálmars-
son, Jón Hall Stefánsson, Hallberg
| Hallmundsson og Ömólf Árnason;
og að auki nokkur tónskáld.
Má því telja líklegt að Lorca hafí
| hreyft við íslenskum listamönnum
engu síður en Dieter Roth,_ þó að
Lorca hafi vísast aldrei til Islands
komið.
Ekki komst Lorca að heldur svo
I
I
I
langt að eignast íslenska konu né að
geta með henni börn. Þó má telja að
minning hans hafi greypst í íslenska
menningarvitund til jafns við marga
hérlenda listamenn sem áttu börn
og buru.
Þriðja röksemdin fyrir minning-
argi-ein um Lorca er að svipleg
endalok hans ásamt sorglegum blæ í
verkum hans hafa verkað á íslenska
lesendur líkt og andlátsfregnir nú-
tímans af innlendum listamönnum.
Um það leyti sem aldarafmæli
Lorca stóð sem hæst var ég staddur
á Þingvöllum. Bar ég þar augum
legstein Jónasar Hallgrímssonar,
þjóðskáldsins okkar; sem fróðlegt er
að bera Lorca saman við:
í
Þeir dóu báðir á svipuðum aldri,
og með um aldar millibih. Höfðu
þeir, hvor með sínu móti, marga þá
eiginleika sem þjóðhetjur mega
piýða; svosem að bíða örlagaþrung-
inn dauðdaga. Færði ég þetta í tal
við íslenska alþýðukonu, eina af
eldri kynslóð sem ég mætti þar á
Þingvöllum. En henni var þá vel
kunnugt um Lorca eftir alla hátíðar-
umfjöllunina um hann að undan-
förnu og orðaði þetta sem svo: „Fólk
þarf að hafa eitthvað til að tráa á.“
Þar hitti hún einmitt naglann á
höfuðið. Því þeir eru báðir í verkum
sínum gefandi tilfinningamenn sem
auðvelt er að samsama sig við. Og
kiingumstæður dauða þeirra urðu
hvorar með sínum þjóðlegum hætti:
Jónas var okkar tímanna tákn af
því hann þjáðist af heimþrá, fátækt
og heilsuleysi. Úr ljóðum hans má
merkja samúð með bændum og fá-
tæklingum Islands.
Lorca var hinsvegar barn auð-
stéttarinnar spænsku sem gat lifað
þess konar listamannalífi sem var að
verða algengt á vesturlöndum þá, en
sem fasistar slógu svo á frest í
nokkra áratugi. Auk þess var hann
orðaður við vinstri stefnu og auð-
sýndi samúð með hinum undirokuðu
hópum Spánar, svosem verkafólki,
konum, sígaunum, gyðingum, negr-
um; og jafnvel samkynhneigðum og
hreyfihömluðum; samkvæmt nýj-
ustu túlkunum.
Dagur Þorleifsson rithöfundur
hefur að auki vakið athygli mína á
að fleiri en Lorca meðal menningar-
vita heimsins höfðu klumbufót; svos-
em Byron lávarður, Jósef Göbbels
og sjálfur Ödipus konungur goðsög-
unnar (Ödipus mun þýða geitifótur;
bólginn fótur).
Byron átti auk klumbufótarins
það sammerkt með Lorca að vera
kynhverfur, upptekinn af dauðan-
um, hugfanginn af rómantískri for-
tíðarhyggju; sem og að hann dó ung-
ur í styrjöld.
Þykir mér að vel mætti athuga
sambandið milli heilsuleysis þessara
manna allra og áhuga þeirra á dauð-
anum, eins og hann birtist í skrifum;
svo og varðandi aldúrtila þeirra.
Eru þeir þar í hópi margra annarra
rómantískra skálda sem dóu ung að
árum.
Til dæmis var Lorea mikið fyrir
að ríða á hesti, en gat ekki sjálfur
hlaupið. Styrkir þetta tengslin við
hestinn sem svo fyrirferðarmikið
feigðartákn í ljóðum hans?
Líkt og Jónas leitaði Lorca fanga
bæði lengra aftur í sögu þjóðar sinn-
ar og meira til erlendrar framúr-
stefnu en þá var algengast. Einnig
var hann, líkt og Jónas, óvenju fjöl-
hæfur; Lorca í listum, Jónas í vís-
indum; og báðir sýndu þeir áhuga á
varðveislu þjóðhátta. Verk þeirra
eru þrungin þjóðernisrómantík.
Báðir voru þeir frjálslyndii- þjóðern-
issinnar í stjórnmálum, þótt hvorug-
ur væri flokkspólitískur. Báðir voru
þeir í raun dæmigerðir fyrir há-
skólaborgara síns tíma. Kristin
barnatrá á sér líka sinn sess í verk-
um beggja. Báðir voru þeir og ein-
hleypir og barnlausir.
Fyrst og síðast voru þeir þó báðir
miklir listamenn.
Við getum kannski þakkað fyrir
að þeir skuli báðir hafa dáið innan
við fertugt: Ef þeir hefðu lifað tvö-
falt lengur er hætt við að þeir hefðu
loks orðið slíkir jöfrar, að fáir eða
engir hefðu getað samsamað sig við
þá sem alþýðlegar þjóðhetjur.
Einnig gæti það hafa reynst að þeir
væru þegar búnir að syngja sitt feg-
ursta sem ljóðskáld.
Ef þeir hefðu lifað lengi hefðu
þeir hugsanlega einnig orðið að deila
sessi sínum með öðrum keppinaut-
um. Mannfræðimenntun mín býður
mér að spá því, að Lorca hefði þró-
ast frá að vera fyrst og fremst frægt
leikskáld til þess að verða að lokum
einn af mörgum kvikmyndahand-
ritahöfundum Spánar; og eitt af
mörgum ágætum ljóðskáldum
landsins. Og Jónas hefði kannski
orðið sprenglærður náttúrufræði-
prófessor við Hafnarháskóla, sem
hefði veitt Jóni Sigurðssyni harða
keppni um frelsishetjutitilinn.
Þá hefðum við öll sem eftir lifum
fengið færri tilefni til að spá í eyð-
urnar hjá þessum stórmennum!
TRYGGVIV. LÍNDAL,
skáld og þjóðfélagsfræðingur í
Reykjavík
Stöðvum strauma áfengiselfunnar
Frá Árna Helgasyni: .
Vínið hrindir mennskri mynd,
magnar lyndi skitið,
gerir yndið allt að synd
og steinblindar vitið.
(
(
(
<
(
(
<
(
(
ÞETTA lærði ég í æsku og gildi
þess hefi ég fengið sannað gegn um
árin. Hvar sem áfengið nær tökum
hefir það skilið
eftir sig djúp sár
bæði hjá einstak-
lingum og fjöl-
skyldum. Eg hefi
alltaf séð það
betur og betur
eftir því sem árin
líða hversu stór
skörð það hefír
Árni Helgason se^ ' raðil okk-
ar, íslensku þjóð-
arinnar, og það böl sem af nautn
þess leiðir er óútreiknanlegt. Því var
ég ekki hissa á þegar útvarpið sagði
frá skýrslu vísindamanna og lækna í
Frakklandi um áhrif áfengis sem
taldi meira að segja að áfengið væri
jafn hættulegt til nautnar og heróín,
kókaín og jafnvel hass. Og þá var nú
ekki dregið úr hversu tóbaksnotkun
væri hættuleg allri heilbrigði. Tó-
bakið er lífshættulegt, sagði í skýrsl-
unni, jafnt og áfengi og talið að
notkun þess væri varasöm. Já, þessi
efni væru efst á blaði og þyi’fti að
berjast gegn þeim svo sem kostur
væri. Þessi skýrsla kom mér ekkert
á óvart, en fréttastofan taldi að
þetta þyrfti að bera undir læknana á
Vogi; sjálfsagt hafa þeir miklu meira
vit á þessu en vísindamennirnir i
Frakklandi, enda sögðu þeir strax
að skýrslan væri bara bull. En
skýi'ðu það ekki frekar. Ég var
undrandi yfir þessum orðum yfir-
manns Vogar. Eg hélt að hann hefði
þá reynslu af áfenginu, að hann ætti
að fagna þeim sem bentu á eyðilegg-
ingu þá sem áfengið hefði valdið í
þeirra landi og taka til athugunar
orð þeirra sem hafa rannsakað þetta
böl í sínu landi. Kannski þykir þeim
á Vogi betra að fá alla þá sjúklinga
til meðferðar sem áfengið hefir farið
verst með, heldur en byrgja brunn-
inn áður en barnið er dottið ofan í
hann. Ég man ekki ailar þær tölur
sem fylgdu rannsókn þessara
frönsku sérfræðinga, en þær voru
hræðilegar. I dag tala forystumenn
þjóðarinnar um að útrýma fíkniefn-
um fyrir árið 2002. En hvernig er
ekki skýrt frá, enda meðan áfengið
leikur lausum hala er ekki von til
þess að fíkniefnum verði útrýmt;
það hljóta allir hugsandi menn að
sjá. meðan hvert veitingahús fær að
selja þetta hættulega efni og opin-
berar veislur eru fullar af þessu
fíkniefni og otað að öllum er ekki
von á góðu. Á skal að ósi stemma,
var sagt hér fyrrum og það hefir
ekki rýrnað í giidi.
Það er talað um boð og bönn. Þau
eigi ekki að eiga sér stað og fólk
hvatt til að virða þau ekki og hefir
hver ríkisstjórn á fætur annarri
rýmkað reglur um notkun og með-
ferð áfengis. En hvað hefir skeð og
hvað segir reynslan okkur? Hún er
ólygnust og sýnir skýrt og skorin-
ort, að með hverri tilslökun vaxi
vandinn af notkun áfengis og ann-
arra vínuefna sem verða fylgifiskar.
En hitt er ekki rætt að löggjafar
semja lög sem banna eitt og annað
en á það er ekki minnst. Og hvað
segir Kristur? Talar hann ekki um í
Fjallræðunni hvað við eigum að
gera til að öðlast eillft líf? Talar
hann ekki einnig um glötunina og
varar okkur við djöflinum og öllu
hans athæfi? Vissulega, hann vill
leiðbeina okkur inn á hinn mjóa veg,
en hann fara svo fáir, segir frelsar-
inn okkur, og er það ekki áfengið
sem þar stendur oft í vegi og leiðir
okkur afvega? Jú og aftur jú, því
ekki leiðir það okkur á hina einu og
sönnu braut, braut lífsins.
Þetta er vissulega umhugsunar-
efni fyi-ir okkur og að ég tali ekki
um ráðamenn þjóðarinnai'. Væru
þeir meira samtaka í góðum málum,
væri bjartara framundan í landinu
okkar.
Ég man eftir því að meðan bann-
lögin voru í gildi fundu áfengisdýrk-
endur þeim allt til foráttu, meðal
annars að þau væi-u alltaf brotin og
ekki virt. En hvaða lög eru ekki
brotin og reynt að fara í kringum
þau, ef menn sjá sér gróðavon í því?
Samt er alltaf verið að setja lög og
reglur, handa fólki að fara eftir.
Eigum við ekki að kenna þjóðinni
að fara eftir lögum og reglum og
mætti ekki sú kennsla vera eitt af
verkum skólanna.
Hvað sem öllu líður verðum við að
stöðva strauma áfengiselfunnar. Þð
eru nógu margir efnilegir þegnar
sem hafa beðið þar skipbrot. Við
skulum minnast þess að heimilin eru
hornsteinai' þjóðfélagsins og þar er
oftast ógæfunnar að leita. Foreldrar,
sem bera ábyrgð á uppeldi barna
sinna, bregðast þar oft, hleypa óvin-
inum inn og koma honum svo ekki út
aftur. Siðvæðing þarf að koma hér til
skjalanna og hún svo mikil að enginn
bregðist. Eins og fólk sópar sín hý-
býli verður það að sópa áfengisósóm-
anum burt. Ef það tekst má búast
við vímulausu landi, en fyrr ekki.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Guðspjall dagsins:
Verið miskunnsamir.
Lúk. 6
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfs-
fólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í
Laugarneskirkju.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Fermdur verður Þorbjöm
Gylfason frá Goldboro í Norður-Kar-
ólínufylki í Bandaríkjunum. Prestur sr.
Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14.
Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Org-
anleikari Marteinn H. Friðriksson.
Bátsferð úrSundahöfn kl. 13.30.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Olafs-
son. Sr. Kjartan Öm Sigurbjömsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Bjarni Jónatansson. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og
bamasamkoma kl. 11. Mótettukór
Hallgrimskirkju syngur. Organisti Dou-
glas A. Brotchie. Sr. Jón Daibú Hró-
bjartsson. Að lokinni messu kl. 12.15
verður opnuð sumarsýning í anddyri
kirkjunnar á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju með myndverkum eftir
Tryggva Ólafsson. Órgeltónleikar kl.
20.30. Karsten Jensen, organisti við
Skt. Matthæus-kirkjuna í Kaupmanna-
höfn, leikur.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr.
Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11. Prestur
sr. Gylfi Jónsson. Organisti Ólafur W.
Finnsson.
LAUGARNESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Kór Laugameskirkju syngur.
Organisti Gunnar Gunnarsson. Auður
Birgisdóttir leikur á þverflautu. Barna-
samvera meðan á prédikun stendur.
Prestur sr. Bjarni Karlsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Halldór Reynisson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir.
Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í
Safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11.
Organleikari Kristín G. Jónsdóttir.
Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.
Þátttakendur í norrænu þjóðdansa-
móti annast ritningarlestur og flytja
tónlist. Organisti Daníel Jónasson.
Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Messur falla nið-
ur frá 1. júlí til 9. ágúst vegna sumar-
leyfa starfsfólks.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta - helgistund kl. 20.30. Upp-
hafsbæn: Sigurbjörg Skúladóttir. Ritn-
ingarlestur: Sigríður Jónsdóttir.
Organisti Lenka Mátéová. Umsjón
Guðlaug Ragnarsdóttir. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnar-
son. Kór Grafarvogskirkju syngur.
Organisti Hörður Bragason. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Vegna framkvæmda
í Hjallakirkju og sumarleyfa er fólki
bent á helgihald í öðmm kirkjum pró-
fastsdæmisins. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta
kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur
ásamt Hareidblandakor frá Noregi sem
er hér í heimsókn. Organisti Guð-
mundur Sigurðsson. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
SELJAKIRKJA:Guðsþjonusta kl. 20.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Ing-
veldur Ýr Jónsdóttir syngur einsöng.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Kvöldmessa kl.
20.30. Altarisganga. Athugið breyttan
messutíma. Kirkjukaffi í Safnaðarheim-
ilinu að lokinni messu. Organisti Pavel
Smid. Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur.
FRÍKIRKJAN VEGURINN Smiðjuvegi
5, Kópavogi: Samkoma á sunnudag
kl. 20. Mikil lofgjörð, predikun orðsins
og fyrirbæn. Þeir sem gengið hafa I
kirkjuna nýlega veröa boönir velkomn-
ir. Brotning brauðsins.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Flladelffa:
Brauösbrotning kl. 11. Ræðumaður Er-
ling Magnússon. Almenn samkoma kl.
20. Ræðumaöur Stanley Webb frá
Bandarikjunum.
HJÁLPRÆÐISHERINN:Hjálpræöis-
samkoma I umsjá Miriam Óskarsdótt-
ur.
VÍDALÍNSKIRKJA: Helgistund kl.
20.30. Organistl Jóhann Baldvlnsson.
Prestur sr. Bjaml Þór Bjamason.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Halldóri Óskarssyni organlsta
þakkað vetrarstarfið og Úlrik Ólason
boðlnn velkomlnn tll starfa að nýju.
Slgurður Helgl Guðmundsson.
rir HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa
kl. 20.30. Ath. breyttan tíma. Eyjólfur
Eyjólfsson leikur á flautu. Félagar úr
Kór Hafnarfjarðarkirkju syngja.
Organisti: Natalía Chow. Prestur: Séra
Gunnþór Ingason. Prédikunarefni:
Ljósið.
BESSAST AÐAKIRK JA: Kvöldguðs-
þjónusta sunnudaginn 5. júlí kl. 20.30.
Kór kirkjunnar leiðir almennan safnað-
arsöng undir stjórn Johns Speight.
Organisti er Þorvaldur Björnsson.
Hans Markús Hafsteinsson.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Síð-
asta samkoma kirkjunnar fyir sumarfrí í
Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20. Lofgjörð,
heilög kvöldmáltíð og fyrirbænir í lok
samkomunnar. Sr. Friðrik Schram
predikar.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta á
sunnudag kl. 14. Organleikari Ingunn
Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagur 5.
júlí kl. 14. Fermingarguðsþjónusta.
Fermdar verða Audrey Rostohar, Há-
túni 31, Keflavík, og Jóhanna Árna-
dóttir, Smáratúni 16, Keflavík. Prestur
sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Organisti
Einar Öm Einarsson. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Starfsfólk kirkjunnar.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11.
KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Jón Ragnarsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30.
Morgunbænir þriðjudaga-föstudags
kl. 10. Sóknarprestur.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa:
Kvöldmessa nk. sunnudag kl. 21.
Kristinn Á. Friðfinnsson.
ODDAKIRKJA á Rangárvölium: 4.
sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Messa kl. 14. Halldór Óskarsson org-
anisti kemur til starfa á ný eftir vetrar-
langt leyfi. Sóknarprestur.
STRANDARKIRKJA: Helgistund
sunnudaginn 5. júlí kl. 14. Sóknar-
nefnd.
SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa verður
sunnudag kl. 17. Tónlistarflutningur
hefst í kirkjunni 20 mínútum fyrir
messuupphaf. Fyrir messuna og í
messunni verða flutt tónlistaratriði úr
dagskrá helgarinnar á vegum sumar-
tónleikanna. Flutt verða ný verk eftir
tónskáldin Báru Grimsdóttur og Elínu
Gunnlaugsdóttur við gamla sálmatexta
auk þess sem sungið verður stólvers
úr fomu íslensku söguhandriti í nýrri
útsetningu Snorra Sigfúsar Birgisson-
ar. Sönghópurinn Hljómeyki syngur.
Einsöngvari Hallveig Rúnarsdóttir.
Organisti Hilmar Örn Agnarsson.
Prestur sr. Egill Hallgrímsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.
10.30.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
14. Stokkseyringafélagið kemur til
messu. Sóknarprestur.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Göngumessa! Rútuferðir frá Landa-
kirkju kl. 10.45. Messan hefst undir
krossinum við gíg Eldfells og endar við
hraunjaðarinn á Skansinum. Gos-
lokanna fyrir 25 árum minnst með
þakkargjörð. Blásarakvartett sér um
undirleik. Kór Landakirkju leiðir söng-
inn. Barnakórinn Litlir lærisveinar
koma fram. Kórstjórar Guðmundur G.
Guðjónsson og Helga Jónsdóttir. Kl.
10 verður hressingarganga frá Landa-
kirkju upp á Eldfell, sem svo samein-
ast göngumessunni. Áróra Friðriks-
dóttir leiðir gönguna. Samtalspredikun
verður flutt. Fjölmennum og lofum Guð
næsta sunnudag.
AKRANESKIRKJA: Engin guðsþjón-
usta sunnudag vegna sumarleyfis
starfsfólks kirkjunnar. Næst verður
messað 9. ágúst nk. Sóknarprestur.
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ:
Messa kl. 14. Sóknarprestur.
LEIRÁRKIRKJA: Messa kl. 11. Sókn-
arprestur.
Fríkirkjan
í Reykjavík
Kvöldmessa kl. 20.30.
Altarisganga.
Athugiö breyttan messutíma.
Kirkjukaffi í Safnaðarheimilinu
að lokinni messu.
Organisti Pavel Smid.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjörtur Magni Jóhannsson
safnaðarprestur.