Morgunblaðið - 04.07.1998, Side 54
54 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK í FRÉTTUM
ÚR myndbandinu „Carnaval de Paris“.
011 heimsins
hljóðfæri
Það var fallega gert af strákunum í Dario
G að nefna hljómsveitina sína eftir fót-
boltaþjálfaranum í smábænum sem þeir
koma frá í Norður-Englandi. Hildur Lofts-
dóttir spjallaði við Scott Rosser nú þegar
lag þeirra „Carnaval de Paris“ hljómar um
allan heim í tengslum við HM.
DARIO G er þriggja
manna bresk danspopp-
sveit. Þeir hafa nýlega
gefíð út sína fyrstu breið-
skífu, „Sunmaehine", sem __ hefur
hlotið fína dóma í Bretlandi. I fyrra
gáfu þeir út lagið „Sunchime" sem
varð mjög vinsælt, en í ár er það
„Carnaval de Paris“ sem er óopin-
bert lag Heimsmeistarakeppninnar
í fótbolta í ár.
Séreinkenni allra landa
- Sömduð þið lagið „Carnaval de
Paris“ sérstaklega fyrir Heims-
meistai-akeppnina í fótholta ?
í fyrra gáfu þeir
út lagið
„Sunchime" sem
varð mjög vin-
sælt, en í ár er
það „Carnaval de
Paris“ sem er
óopinbert lag
Heimsmeistara-
keppninnar í fót-
bolta í ár
„Já, þegar við sömdum lagið í
október sl. fyrir keppnina virtust
flestir vera að semja lög sérstak-
lega fyrir land sitt og lið. Við vild-
um hinsvegar halda upp á sam-
kundu allra þessara 32 þjóða og
skrifuðum niður öll keppnislöndin
og völdum hljóðfæri einkennandi
fyrir hvert land og reyndum að
skilja engan útundan. Grunnurinn
er lag sem oft er sungið á fótbolta-
völlum, og ofan á það settum við
mandólín, sekkjapípur, panflautur
og öll hin hljóðfærin. Það var mjög
gaman að skrifa lagið en en ekki
hlaupið að því að hljóðrita það svo
vel yrði og það tók okkur heilan
mánuð í hljóðverinu sem var
reyndar mjög skemmtilegur.“
- Hvernig kom til að lagið er
óopinbert lag keppninnar?
„Um leið og lagið byrjaði að
heyrast, tóku ýmsar sjónvarps-
stöðvar, eins og í Þýskalandi,
Frakklandi, á Spáni og í Suður-Af-
ríku, lagið sem þemalag fyrir sjón-
varpsþætti tengda keppninni. Það
voru því fótboltaaðdáendurnir sem
völdu lagið, og við félagarnir í
Dario G erum náttúrlega mjög
ánægðir með það.“
Bowie hjálpaði okkur
- Hvernig gerðist það að David
Bowie heyrist í titiilagi nýja disks-
ins ykkar, „Sunmachine"?
„Fyrst notuðum við hljóðbút úr
laginu hans „Memory of a Free
Festival" í laginu okkar „The End
of the Beginning“, en vildum svo
gera heilt lag með bútnum. Við
báðum umboðsmann Bowies um
leyfi til að nota hljóðbútinn og
hann spilaði lagið fyrir Bowie sem
leist vel á. Þá fengum við upphaf-
legu hljóðupptökuna frá 1969. Það
var frábært því fyrst hljóðsmöluð-
um við af geisladisknum og áttum í
erfiðleikum með að útiloka hin
hljóðin. Nú var hins vegar eins og
Bowie væri að syngja með okkur í
upptökuverinu."
- Afhverju völduðþið hann?
„Bowie er auðvitað frábær tón-
listarmaður, en aðalástæðan er að
þessi hljóðbútur er svo góður og
passaði gjörsamlega inn í það sem
við vorum að gera. Þetta er mjög
mikll heiður fyrir okkur því Bowie
fær um tíu svipaðar fyrirspumir á
viku, og er mjög vandlátur á hverj-
ir nota tónlistina hans. Við vorum
rosalega glaðir þegar hann sagði
HLJÓMSVEITIN Dario G.
að sér líkaði lagið okkar og vildi
hjálpa okkur eins mikið og hann
gæti til að koma þessu í kring.“
-Það eru fleiri söngvarar sem
leggja ykkur lið á nýju plötunni...
„Já, enginn okkar syngur en við
erum allir útskrifaðir klassískir
hljóðfæraleikarar. Við höfum alltaf
unnið í tónlistariðnaðinum og
þannig eignast góða kunningja í
bransanum í gegnum ámm, sem er
gaman að fá til að spila með okkur.
Við spilum á píanó, hljómborð og
tölvurnar, en urðum að fá vini okk-
ar til að spila á sekkjapípur, mand-
ólín og fleira í „Carnaval de Paris“.
Það jafnast ekkert á við hljóðið í
ekta hljóðfæri og það gefur tónlist-
inni aukna dýpt. Á næstu plötu
munu líka margir ólíkir hljóðfæra-
leikarar koma við sögu.“
Alit mjög spennandi
- Og söngvarar líka?
„Já, alveg örugglega. Bowie er
með okkur á nýjustu breiðskífunni,
auk Vanessu úr Espiritu sem syng-
ur lagið „Voices“ og alveg nýrrar
söngkonu, Deepika, sem syngur
lagið „Be My Friend". Það lag er
samið undir indverskum áhrifum,
svo við vildum endilega fá söng-
konu sem var á þeirri línu. Deepika
var þá nýkomin til Warner Bros.
svo við báðum hana að syngja lag-
ið, og ég held að hún hafi haft mjög
gaman af. Það sama er að segja um
lagið „Voices", okkur vantaði loft-
kennda rödd, og báðum því Va-
nessu að taka það að sér.“
- Hvert stefnir Dario G?
„Við erum að gera það sem við
stefndum að; að vera vinsælir og að
fólk njóti tónlistarinnar okkar. Við
erum samt bara að byrja; það er
nýbúið að gefa út fyrstu breiðskíf-
una okkar hér í Bretlandi. Þetta er
allt ennþá mjög spennandi og við
vitum ekki hvað gerist, en höldum
áfram á þessari sömu braut.“
ÞAÐ ER aldrei að vita nema hinir
fjölmörgu aðdáendur aðaldrag-
drottningar í heimi, RuPaul, verði
fyrir vonbrigðum með að sjá hana
í skóauglýsingu sem hún situr fyr-
ir í, því hún kemur fram sem karl-
maður!
Umboðsmaður RuPaul segir að
bak við allan farðann hafi alltaf
verið karlmaður og að heima hjá
sér sé RuPaul ósköp venjulegur
maður sem gangi um á boxer
nærbuxum með fjarstýringuna f
hendinni. Hann sé sköllóttur, að
RuPaul
breytir til
safna skeggi, og að nú sé tími til
kominn til að viðurkenna að kven-
fötin voru bara til að skemmta
fólki. I framtfðinni muni hann
skemmta fólki bæði sem karl og
kona.
RuPaul Andre Charles ólst upp
í Suður-Kaliforníu bara með kon-
MYNPBÖND
Fram-
hjáhald
Einnar nætur gaman
(One Night Stand)
I) r a in a
★V!á
Framleiðendur: Mike Figgis, Annie
Stewart, Ben Myron. Leikstjóri: Mike
Figgis. Handritshöfundar: Mike Figg-
is. Kvikmyndataka: Declan Quinn.
Tónlist: Mike Figgis. Aðalhlutverk:
Wesley Snipes, Nastassja Kinski, Kyle
MacLachlan, Ming-Na Wen, Robert
Downey Jr., Glenn Plummer, Amanda
Donohoe. 97 mín. Bandaríkin. Há-
skólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð.
MAX (Wesley Snipes), sem er
leikstjóri á auglýsingum í Los Angel-
es, kemur í heimsókn til vinar síns,
Charlie (Robert
Downey yngri), í
New York, sem
hefur greinst með
alnæmi. Þar hittir
hann Karen
(Nastassja Kinski)
og laðast þau hvort
að öðru, sem verð-
ur til þess að þau
eiga eina óvænta
ástríðuþrungna nótt. Ári seinna
kemur Max aftur til New York til
þess að kveðja Charlie, sem er að
dauða kominn, og hittir hann Karen
þar og kemst að því að hún er gift
bróður Charlie, Vernon (Kyle
MacLachlan).
Figgis skaust upp á stjörnuhimin-
in eftir hina niðurdrepandi „Leaving
Las Vegas“ og biðu flestir spenntir
eftir hvað hann myndi gera næst.
Þetta er afraksturinn af eftirvænt-
ingunni, MTV-athugun á framhjá-
haldi, sem skortir allan kraft. Eini
jákvæði punkturinn við myndina er
leikur Robert Downey sem er einkar
sannfærandi sem hinn samkyn-
hneigði vinm-, Max. Það myndast
ekki neinir straumai’ á milli Snipes
og Kinski og myndin virðist vera al-
gjörlega stefnulaus og þegar enda-
lokin koma virðast þau hafa verið
upphugsuð í skyndi. Einnar nætur
gaman er yfirborðsleg mynd sem
þykist vera miklu meira spennandi
en hún í raun er.
Ottó Geir Borg
um í heimili. Hann hóf feril sinn
sem bflasali í Atlanta, en gerðist
svo meðlimur í pönkhljómsveit og
var með móhíkanakamb. Það var
ekki fyrr en vinur hans bað hann
um að skemmta sem kona í brúð-
kaupinu sfnu að hann fann sig, en
nú ætlar hann að flikka aftur upp
á karlinn í sér, og lítur víst vel út
sem slfkur. Hann mætti m.a. á
frumsýningu nýrrar kvikmynd-
arAn Unexpected Life þar sem
hann leikur hársnyrti, með gler-
augu og í virðulegum jakkafötum.