Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 16.09.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslenzk ljóð á kínversku Morgunblaðið/Kong Qing Yan ÓLAFUR Egilsson sendiherra, Dong Jiping og Sigurður A. Magnússon, og útgefandinn Li Bajun fagna útkomu fyrsta íslenzka ljóðasafnsins á kínversku. SAFN íslenzkra ljóða á kínversku er komið út í Kína; með 178 ljóðum eftir 37 skáld og er það í fyrsta skipti, að íslenzk ljóð eru gefín út á kínverskri tungu. Bókin var kynnt á fundi í Peking og þar mætti Niels Peter Arskog fréttaritari Morgunblaðsins. Olafur Egilsson, sendiherra, sagði m.a. á kynningarfundi í Peking, þegar ljóðasafnið kom út, að á þessu sumri hefðu íslendingar lagt Kínverjum til vænan skerf af íslenzkri menningu og list; íyrst með málverkasýningu í Peking, svo léku íslenzkir tónlistarmenn fyr- ir fullu húsi í stórborgunum Harbin og Dalian og nú síðustu daga hlýddu tugþúsundir á Kri- stján Jóhannsson syngja í Turandot í For- boðnu borginni í Peking. Nú kemur þetta ljóðasafn út og á dögunum kom út bók um norræna goðafræði eftir fyrrum starfsmann sendiráðs Kínverja á íslandi. Tíminn og vatnið heitir íslenzka ljóðasafnið á kínversku. Dong Jiping þýddi ljóðin úr ensku. Sigurður A. Magnússon rakti á fundin- um tildrög bókarinnar, sem eru þau, að Dong Jiping kynntist á háskólabókasafninu í Iowa í Bandaríkjunum íslenzkum ljóðum í enskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Hann hreifst svo af ljóðunum, að hann varð sér út um eintak af bókinni og heimkominn ákvað hann að sækjast eftir leyfi til að þýða ljóðin og gefa út á kínversku. Hann snéri sér þá til ís- lenzka sendiherrans í Kaupmannahöfn, sem þá var Ólafur Egilsson, sem nú er sendiherra í Kína. Ólafur kom á sambandi milli Dong Jip- ing og Sigurðar A. Magnússonar og nú þrem- ur árum síðar fagna þeir allir þrír útkomu ljóðasafnsins hér í Peking. „Eg hef staðið í nánu sambandi við Sigurð A. Magnússon þessi þrjú ár, sem það hefur tekið mig að þýða Ijóðin á kínversku," segir Dong Jiping, „og Sigurður hefur bætt við safnið frá 1982 yngri ljóðum, þannig að við teljum þetta ljóðasafn á kínversku gefa góða mynd af íslenzkum ljóðaskáldskap eftir stríð.“ Þeir Dong og Sigurður lásu báðir upp á kynningarfundinum, hvor á sínu móðurmáli að sjálfsögðu og ekki var annað að heyra en ljóðin nytu sín vel í báðum búningunum. Dong Jiping sagðist ekki telja að ljóðið ætti sér einhver landamæri; það væri alþjóðlegt. Bæði kínversk ijóðlist og íslenzk byggist á aldagömlum arfí, en endurnýjast stöðugt, þótt sú kínverska hafí lengi vel farið eitthvað hæg- ar í þeim efnum. „Ef merkja skal einhvem mun á kínverskri ljóðlist og íslenzkri þá þarf að grípa til landafræðinnar. ísland er eyja og flest ljóðanna fjalla á einn eða annan hátt um hafíð og hlut mannsins í því. Hafíð stendur okkur Kínverjum ekki eins næná. Kína er fyrst og fremst landbúnaðarland og ljóðlist okkar fjallar frekar um akurinn og hlut mannsins í honum. En draumar mannsins og þrár eru alls staðar eins og læðast líkt inn í ljóðin, hvort heldur þau eru ort á Islandi eða í Kína.“ Skáldin sem ljóð eiga í kínverska safninu eru: Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Kristinn Reyr, Jón úr Vör, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Hörður Grímsson, Einar Bragi, Jón Óskar, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Matthías Johannessen, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Hannes Pétursson, Baldur Óskarsson, Njörður P. Njarðvík, Dag- ur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Böðvar Guðmundsson, Jóhann Hjálmarsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Árni Larsson, Ólafur Haukur Símonarson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már Guðmundsson, Elísabet Jökulsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Jónas Þorbjarnarson, Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Kristín Ómarsdóttir og Sjón. Fyrsta útgáfa Tímans og vatnsins er 3.000 eintök og hefur það fengið slíkar viðtökur, að útgefandinn, Li Bajun, er nokkuð viss um að önnur útgáfa er ekki langt undan. Fyrrverandi seðlabankastjóri gagnrýnir rrkisendurskoðanda harðlega Ríkisendur- skoðandi vísar áburði á bug FYRRVERANDI bankastjóri Seðlabanka íslands, Tómas Árna- son, ber fram ýmsar spumingar í nýlegu bréfi til forsætisnefndar Al- þingis og álítur nauðsynlegt að hún láti kanna til hlítar reikninga frá ríkisendurskoðanda sem hann hafi sent stofnunum, sem Ríkisendur- skoðun beri að endurskoða lögum samkvæmt. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur svarað forsætisnefnd og vísar á bug áburði um að hafa sent persónulega reikn- inga vegna endurskoðunarþjónustu. Forsætisnefnd Alþingis sendi Sigurði Þórðarsyni bréf Tómasar Ámasonar og svaraði ríkisendur- skoðandi með greinargerð 9. sept- ember síðastliðinn. Fór hann fram á að hún yrði trúnaðarmál. Forsætis- nefnd Alþingis sendi fjölmiðlum greinargerðina hins vegar í gær og segir Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, i bréfi til fjölmiðla að trún- aði sé aflétt þar sem bréf Tómasar Árnasonar sé komið á Netið. Tómas Árnason segir í bréfi sínu til forsætisnefndar Alþingis 25. ágúst síðastliðinn að skömmu áður en hann lét af störfum í Seðlabanka Islands hafí verið sett í lög að Ríkis- endurskoðun skyldi endurskoða reikninga bankans. Það hafi hún gert, tekið saman skýrslu og hann svarað athugasemdum sem hafí ver- ið fáar og lítilvægar. Reikningar hafi síðan verið undirritaðir án at- hugasemda. Hvaða hagsmunir voru óæskilegir? Síðan segir Tómas að í sumar hafi Ríkisendurskoðun sent Aiþingi skýrslu um kostnað Seðlabankans vegna veiðiferða, risnu o.fl. „í þess- ari skýrslu segir að ég undirritaður og Jóhannes Nordal, höfum á árinu 1993 gert óæskileg viðskipti vegna hagsmunatengsla. En hverjir voru þessir hagsmunir, sem í skýrslunni eru taldir óæskilegir, og hver voru þessi- viðskipti. Tíu manna félag, sem við vorum í, hafði um nokkur ár haft á leigu veiði í Hvítá við Svart- höfða. Félagið bar ábyrgð á skuld- bindingum sínum. Þama eru leyfð- ar tvær stangir á dag. Félagið út- hlutaði hverjum félaga 10 stangar- dögum á sumri. Auk þess seldi fé- lagið öðrum 10-12 daga á kostnað- arverði, kr. 22 þús. á stöng á dag. Svo sáu menn sjálfír um elda- mennsku. Eftirspurn eftir þessum stöngum var alltaf miklu meiri en framboð. Seinasta árið sem ég var í bankanum, seldi félagið Seðlabank- anum nokkrar dagstengur vegna þess að ákveðið var að bjóða þýð- ingarmiklum erlendum viðskipta- vinum bankans i laxveiði. Félagið hafði engan hagnað af þessu, þar sem leyfin voru seld á kostnaðar- verði. Það er því algjörlega út í hött og illgirni ein að bendla okkur við hagsmunatengsl í þessu efni. Þama vora engir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og félagið hafði engan hagn- að,“ segir Tómas Árnason m.a. í bréfi sínu. Hann segir ríkisendurskoðanda ekki hafa séð sóma sinn í að ræða við þá um málið heldur sent Aiþingi skýrslu um óæskileg hagsmuna- tengsl varðandi hagsmuni sem eng- ir hafí verið. Segir Tómas að í frjáls- um lýðræðisríkjum fái þeir sem bomir eru sökum að bera hönd fyrir höfuð sér áður en dómur sé felldur. „Ríkisendurskoðandi hefur annan hátt á. Hann sakfellir menn, án þess að menn fái vörnum við komið.“ Síðan segir fyrrverandi seðla- bankastjóri að ríkisendurskoðandi og aðstoðarmaður hans, Sigurður Þórðarson, hafi sent persónulegan reikning að fjárhæð 480 þúsund krónur fyrir endurskoðun á reikn- ingum bankans. í bankanum hafi verið ákveðið að endursenda reikn- inginn og á það hafi þáverandi ríkis- endurskoðandi fallist „enda einstak- lega gætinn og grandvar maður,“ segir í bréfi Tómasar. Á hann þar við Halldór V. Sigurðsson, sem nú er látinn en Tómas nefnir hvergi nafn hans í bréfi sínu. Undir lok bréfsins segir Tómas Árnason: „Þrátt fyrir þessi málalok og afstöðu Seðlabankans hefur nú komið fram opinberlega að núver- andi ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, hafí sent Búnaðarbanka Islands háa persónulega reikninga fyrir endurskoðun á reikningum bankans. Ég álít nauðsynlegt, að forsætisnefnd Aiþingis láti kanna til hlítar, hve háa prívatreikninga rík- isendurskoðandi hefur sent stofnun- um, sem Ríkisendurskoðun á að endurskoða lögum samkvæmt. Þá væri fróðlegt að upplýst yrði, hvort virðisaukaskattur hefur verið greiddur af þessari þjónustu, svo og hvort kjaranefnd hafi verið kunnugt um þessar viðbótartekjur ríkisend- urskoðanda, þegar hún ákvað laun hans. Einnig verði upplýst, hver ákvað upphæð þessara reikninga og á hvaða forsendum.“ Að síðustu óskar Tómas Ámason þess að athugasemdir hans við skýrslu Ríkisendurskoðunar verði lagðar með skýrslunni þegar hún kemur til umræðu á Alþingi. Ekki sent persónulega reikninga Sigurður Þórðarson segir í grein- argerð sinni til Alþingis að hann hafi hvorki íyrr né síðar sent Seðlabanka íslands persónulega reikninga fyrir endurskoðun né þegið persónulegar greiðslur af neinu tagi frá Seðla- banka íslands fyrir slíka þjónustu. Hann kveðst ekki heldur hafa sent Búnaðarbanka íslands persónulega reikninga iyrir endurskoðunarþjón- ustu, þóknun sem hann hafi fengið á sínum tíma hafi verið ákveðin af bankastjórn Búnaðarbankans og greidd sem laun en ekki verktaka- greiðsla. „Þá þykir mér ákaflega raunalegt að verða vitni að því að Tómas Amason leggist svo lágt að hirða ekkert um æra látins heiðurs- manns í atgangi sínum við að koma höggi á mig,“ segir Sigurður. Ríkisendurskoðandi segir um við- sldpti Seðlabankans við leigutaka Hvítár við Svarthöfða að í greinar- gerðinni hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptin hafi verið óæskileg i ljósi hagsmunatengsla en jafnframt tekið fram að þau hafi ekki verið umtalsverð. Segir Sigurð- ur að þrátt fyrir viðbrögð og afstöðu bréfritara til hagsmunatengsla hafi afstaða Ríkisendurskoðunar til þessa þáttar málsins ekkert breyst. Um ætlað brot á andmælarétti bankastjórans fyrrverandi segir Sigurður að greinargerðin hafi ver- ið send Seðlabankanum til umsagn- ar og gefinn nægur tími. „Það var auðvitað í verkahring núverandi stjómenda bankans að ákveða hverjum af núverandi og fyrrver- andi starfsmönnum sínum skyldi falið eða gefinn kostur á að lesa um- rædd drög og gera sínar athuga- semdir. Hafi láðst að leita eftir af- stöðu þessara fyrrum bankastjóra til þessa þáttar er við núverandi bankastjórn að sakast en ekki Rík- isendurskoðun. Rétt er að taka fram að bankinn gerði enga athuga- semd við umfjöllun í greinargerð- inni um þetta atriði. Forsvarsmenn hans hafa á hinn bóginn lýst því yfir að kostað verði kapps um að forðast hagsmunaárekstra á borð við þessa í framtíðinni." Sigurður Þórðarson segir að þeg- ar Halldór V. Sigurðsson hafi veitt Ríkisendurskoðun forstöðu hafi kjaramál starfsmanna er vörðuðu sértekjur stofnunarinnar verið á hans könnu og að hann hafi haft með höndum öll bein samskipti við bankastjórn Seðlabankans. Vekur hann athygli á því sem fram kemur í bréfi Tómasar að hvorki hann né fyrrverandi ríkisendurskoðandi hafi þegið persónulegar greiðslur af Seðlabankanum. „Staðhæfingar Tómasar um að Halldór heitinn hafi krafíst slíkra greiðslna eru á hinn bóginn ákaflega lágkúralegar því þær meiða æru látins embættis- manns, sem var eins og Tómas segir sjálfur „einstaklega gætinn og grandvar maður“. Þá segir Sigurður að Seðlabank- inn hafi greitt Ríkisendurskoðun ár- lega fyrir endurskoðun reikninga bankans en getur þess að bankinn hafi dregið í efa heimildir stofnun- arinnar til að heimta slíkar greiðsl- ur. Vegna orða Tómasar um virðis- aukaskatt segir Sigurður að telji Tómas sig hafa eitthvað við skatt- skil sín að athuga eða launaákvarð- anir beri honum að snúa sér til skattstjórans í Hafnarfirði eða Kjaradóms en ekki til forsætis- nefndar Alþingis. „Að lokum vil ég geta þess að það er heldur óskemmtilegt að sitja undir áburði af þessu tagi. Tilgangurinn virðist vera sá einn að koma höggi á mannorð mitt og starfsheiður í hefndarskyni fyrir það að ég skuli hafa leyft mér að gera athugasemd- ir við viðskipti Seðlabankans við fé- lag sem Tómas og tveir aðrir hátt- settir starfsmenn Seðlabankans á þessum tíma áttu hlut í.“ Nýr um- boðsmaður Alþingis FORSÆTISNEFND Alþingis samþykkti hinn 27. ágúst sl. að veita Gauki Jörundssyni leyfi frá starfi umboðs- manns Alþing- is í rúmt ár, eða frá 1. nóv- ember nk. fram til árs- loka 1999. Forsætisnefnd samþykkti jafnframt að setja Tryggva Gunnarsson hæstaréttarlögmann í embætti umboðsmanns Alþingis í forfóll- um Gauks Jörandssonai-. Gauk- ur hefur verið kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og tekur dómstóllinn til starfa 1. nóvember nk. Stöður frétta- manna RUV Elín og Gísli flest atkvæði Á FUNDI útvarpsráðs í gær fengu Elín Hirst og Gísli Mar- teinn Baldursson flest atkvæði í fastar stöður fréttamanna hjá Ríkissjónvarpinu. Fékk Elín öll sjö atvkæði útvarpsráðsmanna í stöðu í innlendum fréttum en Gísli Marteinn fékk sex atkvæði í stöðu fréttamanns erlendra frétta og Anna Kristín Jónsdótt- ir eitt atkvæði. Þá voru greidd atkvæði um fjórar afleysingastöður ft'étta- manna hjá Ríkissjónvarpinu. Anna Kristín Jónsdóttir fékk sex atkvæði í tveggja ára stöðu og Jón Gunnar Grjetarsson eitt atkvæði. Flest atkvæði í þrjár ársstöður fengu Jóhannes Bjarni Guðmundsson og Krist- ján Kristjánsson, báðir sjö at- kvæði, Glúmur Baldvinsson fékk flest atkvæði í þriðju stöðuna og Helga Sverrisdóttir eitt. Að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns út- varpsráðs, fær útvarpsstjóri, sem nú er erlendis, umsagnir ráðsins í hendur og ræður hann í stöðumar. Nokkuð á fimmta tug manna sótti um störfin. Tryggvi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.