Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.09.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLT-Pica Svíakonungur hylltur Nýnemar í Háskóla Islands Mikil fækkun þýskunema HELMINGI færri nemendur eru innritaðir í þýsku í Háskóla Islands í haust en í fyrra og sagði Oddný Sverrisdóttir, formaður skorar þýsku- og Norðurlanda- mála, að þetta vekti furðu vegna þess að undanfarinn áratug hefði aðsókn í þýsku verið nokkuð stöðug. Nú eru milli 15 og 18 nýnemar í þýsku og þar af eru níu innrit- aðir í greinina sem aðalfag. Venjulega eru milli 30 og 40 ný- nemar í greininni. Oddný sagði að þessi fækkun vekti furðu þar sem þýskan væri mikilvægt við- skiptamál, einnig fyi-ir Austur- Evrópu. En mikilvægi virtist ekki alltaf skipta máli þegar há- skólanemar á fyrsta ári veldu sér grein. Oddný kvaðst telja að rekja mætti þessa fækkun að einhverju leyti til lokunar Goethe-stofnun- ar og umræðunnar um hana. Hún sagði að þýskan væri mik- ilvæg í samstarfi innan Evrópu- bandalagsins og væra margir þeirrar hyggju að það mikilvægi fæi-i vaxandi frekar en hitt. Kennarar í þýsku teldu enn fremur að einungis væri um tímabundna fækkun í greininni að ræða. Skotið á vagna SVR í Reykjavík Menntamála- ráðherra skipar íþróttanefnd MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað í íþróttanefnd til næstu fjögurra ára, en skipa ber í nefndina samkvæmt nýjum íþrótta- lögum sem samþykkt voru á Al- þingi í vor. Formaður nefndarinnar er Guð- jón Guðmundsson alþingismaður og varaformaður er Ásgerðui' Hall- dórsdóttir viðskiptafræðingur en þau voru skipuð án tilnefningai'. Aðrh- sem sæti eiga í nefndinni eru Friðjón B. Friðjónsson gjaldkeri, tilnefndur af Iþrótta- og Olympíu- sambandi Islands, til vara er Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, vai' tilnefndur af Ung- mennafélagi íslands, til vara er Þór- h- Jónsson, formaður UMFÍ. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Iþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, var tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, til vara er Petrún Jónsdóttir bæjai’fulltrúi. Er- lingur Jóhannsson skorarstjóri var tilnefndur af íþróttaskor Kennara- háskóla Islands, til vara er Kári Jónsson íþróttafræðingm'. ------------ Tveir menn dæmdir HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi á mánudag tvo menn, annan tvítugan og hinn tuttugu og tveggja ára, til tveggja mánaða fangelsis- vistar fyrir brot á hegningarlögum og fíkniefnalögum. Yngi'i maðurinn fékk skiiorðsbundinn dóm, en sá eldri hlaut óskilorðsbundinn dóm. Hann hefur fjórtán sinnum áðm' hlotið refsingu. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri kvað upp dóminn. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, var í gær viðstadd- ur hátíðarhöld í Stokkhólmi, í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að Karl Gústaf Svíakon- ungur tók við völdum. Hátíðar- höldin liófust með guðsþjónustu í Hallarkirkjunni og var erlend- um þjóðhöfðingum síðan boðið til hádegisverðar í konungshöli- inni. Að honum loknum fór fram heiðursganga lífvarðasveita konungs. Hér má sjá nokkra gesti fylgjast með athöfninni. A myndinni eru talið frá vinstri: Margrét Þórhildur Danadrottn- ing, Silvía Svíadrottning, Ólafur Ragnar Grínisson, forseti ís- lands, og Haraldur Noregskon- ungur. ÞRIGGJA til fjögurra millimetra gat kom á rúðu í strætisvagni, leið 11 í áætlunarakstri eftir að skotið var á vagninn í Mjóddinni á sjöunda tímanum á mánudagskvöld. Enginn meiddist en farþegum var mjög brugðið. Líklegt er að loftriffíll hafi verið notaður við verknaðinn. Skot- ið kom í vagninn hægi'a megin í fyrstu hliðarrúðuna. Sveinn Matthíasson vagnstjóri á var undir stýri þegar atburðurinn átti sér stað og voru um 30 farþegar í vagninum. Sveinn var á leið úr Álfabakkanum inn í Mjóddina og hafði ekki stöðvað vagninn þegar skotið reið af. „Það var það mikill hávaði þegar rúðan brast að hvell- urinn var eins og byssuskot," sagði Sveinn. „Ég tæmdi vagninn á auga- bragði og sagði farþegum að hann færi ekki lengra og benti þeim á aðra bila sem voru að koma. Lög- reglan var síðan kvödd á staðinn og henni gefín skýrsla." Öryggisgler er í glugganum og hékk rúðan því uppi þangað til niður á viðgerðasvæðið við Kirkjusand var komið þar sem gert var við skemmdirnar. Rann- sókn málsins er í höndum rann- sóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Nokki-um mínútum áður en skot- ið var á leið 11 var skotið á leið 3 á svipuðum slóðum, en þá kvarnaðist úr rúðu í vagninum. Forstjóra Landmælinga íslands vikið úr embætti Nefndin reyndist vera klofín í áliti Fráveitusamningur Reykjanesbæjar og varnariiðsins Lagðar safnrásir fyrir allt skólp af svæðinu Morgunblaðið/Golli DANIEL L. Klappel flotaforingi, Allen Efraimson, yfirmaður flota- stöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Ellert Éiríksson bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, og Krislján Pálsson, formaður samninga- og verkefnisnefndar frárennslismála, við undirritun fráveitusamningsins í gær. MÁLEFNI forstjóra Landmælinga íslands hafa verið til meðferðar hjá sérstakri nefnd samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. í fréttatilkynningu frá umhverfísráðu- neytinu segir að álit meirihluta nefndarinnar, sem barst ráðuneytinu hinn 9. september sl., sé að ráðuneyt- inu hafi verið rétt að veita Ágústi Guðmundssyni lausn um stundarsak- ir frá embætti forstjóra Landmæl- inga Islands hinn 16. apríl sl. Umhverfisráðherra hefur, með vís- an til álits nefndarinnar og 2. mgr. 29. gr. áðurnefndra laga, vikið Ágústi Guðmundssyni að fullu úr embætti forstjóra Landmælinga Islands frá og með 15. september. Jóhannes Sigurðsson, lögfræðing- ur forstjóra Landmælinga, segir að minnihluti nefndarinnar hafi ekki talið ávirðingarnar geta réttlætt brottvikningu Ágústar úr starfinu. „Meirihluti nefndarinnar kemst að þeirri niðurstöðu að Ágúst hafi ekki gert fullkomlega rétt varðandi fjögur atriði og því hafi verið rétt að víkja honum úr starfi um stundarsakir. Nefndin tekur hins vegar sérstak- lega fram að hún taki ekki afstöðu til þess hvort víkja bæri forstjóranum úr starfi að fullu. Minnihlutinn telur hins vegar að þessar ávirðingar geti ekki réttlætt þá brottvikningu sem gerð var um stundarsakir á sínum tíma, og við teljum að minnihlutinn hafi haft rétt íyrir sér. Nefndin í heild var sammála því að ellefu af þeim fimmtán ávirðingum sem bornar voru á forstjóra Land- mælinga hafí verið „sparðatíningur“, og í raun ættu aðeins fjórar athuga- semdii' að koma til skoðunar. Lögum samkvæmt bar ráðherra að gefa Ágústi kost á að tjá sig um niðurstöðu nefndarinnar áður en ákvörðun var tekin um að víkja hon- um úr starfi að fullu. Ráðherra braut þennan andmælarétt Ágústar og ákvörðunin er því augljóslega ólög- mæt og mun henni hnekkt með að- stoð dómstóla," segir Jóhannes Sig- urðsson. FULLTRÚAR Reykjanesbæjai' og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelii undirrituðu í gær samning um upp- byggingu og rekstur fráveitu fyrir Keflavíkurflugvöll og Njarðvíkm-- hverfi, en á svæðinu búa samtals um sjö þúsund manns. Lagðar verða safnrásir fyrir allt skólp af svæðinu og fjarlægðar gamlar útrásir sem nú eru í fjörum. Skólpið verður hreinsað í samræmi við lög og reglur sem í gildi eru og því dælt 850 metra út í sjó. Kristján Pálsson, formaður samninga- og verkefnisnefndar frárennslismála, sem hefur haft umsjón með gerð samningsins fyrir hönd Reykjanes- bæjar, segir að með þessu hafi varn- arliðið og þessi hluti Reykjanesbæj- ar uppfyllt allar þær reglur sem lúta að hreinsun skólps. Reykjanesbær sér um alla framkvæmd og fjármögnun „Safnrásirnar sem taka við skólp- inu eru um 4,2 km að lengd og útrás- in sjálf um 850 metrar, þannig að þetta eru um 5 km alls,“ segir Krist- ján. Samningurinn, sem er gerður til tíu ára hið minnsta, hljóðar upp á um 450 milljónir króna, sem skiptast þannig að Reykjanesbær greiðir 48% og vamarliðið 52%. Reykjanes- bær mun sjá um alla framkvæmd og fjármagna hana um leið, einnig hluta Bandaríkjamanna, sem munu svo endurgreiða sinn hluta sam- kvæmt nánara samkomulagi á árinu 2003. Kostnaður við rekstur frá- veitukerfisins mun skiptast í sam- ræmi við notkun. „Þetta hefur verið nokkuð löng samningalota en við þófum þessar viðræður árið 1990. í upphafi var fengið bandarískt ráðgjafarfyrirtæki til þess að áætla hvað þetta myndi geta kostað og hvar væri best að leggja slíka útrás, en það náðist ekki samkomulag um niðurstöður ráð- gjafarfyrirtækisins, fyrst og fremst vegna þess að skipting kostnaðar vai' okkur mjög óhagstæð og verkið var óheyiilega dýrt,“ segir Iíristján, sem telur nýja samninginn mjög hag- stæðan. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að útrásin, sem er tæpur kflómetri að lengd, yrði sprengd nið- ur í sjávarbotninn en nú stendur til að leggja plastlögn ofan á botninn og festa hana niður með ankerum. Þetta segir hann vera mun ódýrari lausn og alveg jafnörugga. Eftir er að ljúka við hönnun svo hægt verði að gera útboðsgögn en gert er ráð fyrir að útboð geti fai'ið fram í byrjun næsta árs og að verkinu verði lokið á næstu tveimur árum. Boðahlein 9 — Hrafnista 85 fm vandað raðhús — þjónustuíbúð nýkomið í einkasölu. Húsið er á svæðinu næst Hrafnistu í Hafnar- firði. Stór stofa, svefnherb., eldhús, þvhús og garðskáli. Allt f mjög góðu ástandi. Þjónusta frá Hrafnistu. Ekkert áhv. Laust strax. Ámi Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.